Skráningarfærsla handrits

AM 406 a II 1 4to

Lárentíus saga biskups ; Ísland, 1500-1600

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-2v)
Lárentíus saga biskups
Upphaf

faug[ur] […] at heyra hans saung

Niðurlag

er til hola uar kíỏrínn

Notaskrá

Laurentius saga biskups 1969.

Athugasemd

Brot, texti einnig skertur vegna afskurðar.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn
Blaðfjöldi
2 blöð ().
Kveraskipan

Tvinn (2 blöð).

Umbrot

  • Leturflötur er .
  • Línufjöldi er 35.

Ástand

  • Einungis er varðveitt tvinn af handritinu.
  • Skorið hefur verið af blöðunum, einkum að ofan. Vera kann að tvinnið hafi verið notað utan um kver ( Árni Björnsson 1969:xl ).
  • Hér og hvar eru lítil göt á skinninu.

Skrifarar og skrift

Ein hönd.

Óþekktur skrifari.

Skreytingar

Bl. 1v og 2v: Rauðir upphafsstafir.

Bl. 1r og 2r: Hvítir upphafsstafir, sumir ögn fölir (1r). Vera kann að hér sé um grunnlit að ræða, undir annan lit. Ekki er þó loku fyrir það skotið að hvíti liturinn hafi verið hluti af litablöndu og meginliturinn máðst út.

Rauðritaðar fyrirsagnir.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Kaflamerking á spássíu á 1r.

Band

Band frá mars 1966 (218 mm x 187 mm x 3 mm). Pappakápa. Saumað á móttök. Handritið liggur í öskju með AM 406 a II 2 4to-AM 406 a II 5.

Fylgigögn

Tveir seðlar með hendi Árna Magnússonar. Í reynd er annar seðillinn tvinn og er ekkert skrifað á seinna blaðið.

Uppruni og ferill

Uppruni

Jón Sigurðsson og Guðbrandur Vigfússon tímasetja handritið til 16. aldar ( 1858:lxxxvii ) (sjá einnig Katalog (I) 1889:608 og Árni Björnsson 1969:xlii ).

Ferill

Árni Magnússon fékk handritið hjá Ólafi Jónssyni í Skálholti árið 1703. Áður átti það séra Auðunn Benediktsson á Borg á Mýrum (sbr. seðla).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 25. júlí 1973.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið í Kaupmannahöfn í mars 1966. Eldra band fylgdi ekki með, enda óvíst að þau handrit sem nú liggja saman í öskju merktri AM 406 a II 4to hafi áður verið saman í bandi.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi.

Notaskrá

Höfundur: Loth, Agnete
Titill: , Sønderdelte arnamagnæanske papirhåndskrifter
Umfang: s. 113-142
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Árni Björnsson
Titill: Laurentius saga biskups í ÍB 62 fol, Gripla
Umfang: 8
Lýsigögn
×

Lýsigögn