Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

AM 406 a I 4to

Skoða myndir

Lárentíus saga biskups; Ísland, 1530

Nafn
Jón Sigurðsson 
Fæddur
17. júní 1811 
Dáinn
7. desember 1879 
Starf
Fræðimaður; Skjalavörður 
Hlutverk
Fræðimaður; Skrifari; Höfundur; Nafn í handriti ; Eigandi; Gefandi; Bréfritari; Viðtakandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Árni Magnússon 
Fæddur
13. nóvember 1663 
Dáinn
7. janúar 1730 
Starf
Prófessor 
Hlutverk
Fræðimaður; Höfundur; Skrifari; Ljóðskáld 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Þórður Þórðarson 
Starf
 
Hlutverk
Communicator; Skrifari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Þórður Jónsson 
Fæddur
1672 
Dáinn
21. ágúst 1720 
Starf
Prestur 
Hlutverk
Ljóðskáld; Eigandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Halldór Þorbergsson 
Fæddur
1623 
Dáinn
1711 
Starf
Lögréttumaður 
Hlutverk
Eigandi; Höfundur 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Jón Þórðarson 
Fæddur
1648 
Dáinn
1719 
Starf
Lögréttumaður 
Hlutverk
Eigandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Kålund, Kristian Peter Erasmus 
Fæddur
19. ágúst 1844 
Dáinn
4. júlí 1919 
Starf
Bókavörður 
Hlutverk
Fræðimaður 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Guðrún Ingólfsdóttir 
Fædd
1. maí 1959 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Tungumál textans
Íslenska

Innihald

(1r-29v)
Lárentíus saga biskups
Niðurlag

„hvad leid meigin hans. vm“

Aths.

Vantar aftan af.

Bl. 2 endar á orðunum: „framar at sino næme“, en þar er eyða og hefst bl. 3 á orðunum: „veitti hakonn konungur agæta veislu“.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn
Blaðfjöldi
29 blöð (). Bl. 15, 23 og 28 frá upphafi haft hálfa breidd.
Tölusetning blaða

Blaðsíðumerkt af Jóni Sigurðssyni.

Ástand

  • Víða lítil göt og rifur. Á nokkrum blöðum merki um fúa. Um ástand handritsins þegar Árni Magnússon fékk það í hendur, sjá seðil.
  • Vantar aftan af handriti.

Umbrot

Eyður fyrir upphafsstafi og fyrirsagnir.

Skrifarar og skrift
Band

Band frá því í mars 1966. mm x mm x mm

Fylgigögn

Þrír seðlar með hendi Árna Magnússonar

  • Seðill 1 (ómerktur) (165 mm x 106 mm): „Hér vantar innan í arked.“
  • Seðill 2 (merktur A) (134 mm x 99 mm): „ [Á recto síðu stendur:]Lárentíus sögu, mína, hefur Þórður Jónsson fengið af Jóni Þórðarssyni á Bakka í Melasveit. Blöð tvö úr henni síðan frá einum bónda undan jökli, sem hann mér og gefið hefur, svo hefir athugaleysi þessum pergamentsbókum frá sér sjálfum í sundur fleygt. [Á verso síðu stendur:]Bókin, þá ég hana fékk, var í tréspjalda greyjum, og þó laus í bandinu. Utan á spjöldin var skorið þetta fangamark nokkrum sinnum: [Sjá myndir.] Item þetta nokkrum sinnum [Sjá myndir.] Item þetta nokkrum sinnum.[Sjá myndir.]“
  • Seðill 5 (merktur D) (163 mm x 84 mm): „The first sunday, the second sunday, the third sunday, the fourth sunday, the fifth sunday} in lent (α). The book of common prayer. α] lent est qvadragesimale jejunium. pertinent ad vitam Laurentii episcopi holensis.“

Tveir seðlar með hendi skrifara, hugsanlega Þórðar Þórðarsonar

  • Seðill 3 (B, tvö blöð í 8vo) (165 mm x 101 mm): „Memorial fyrir monsieur Árna Hannesson. Ég hefi eina Lárentíus sögu á kálfskinni í litlu 4to, sem ég fengið hefi af síra Þórði Jónssyni á Staðarstað, enn hann hefur bókina öðlast af Jóni Þórðarsyni á Barða [Bakka] í Melasveit. En Jóni er sagt að bókin komist hafi í Vík á Akranesi. Nú vantar í þessa bók (í fyrsta arkið) fjögur blöð. Áhrærandi þessa Lárentíus sögu, og þann defectum sem þar í muni, vildi ég fá að vita. 1. hvar Víkurfólk komist hafi að þessari kálfskinnsbók item hverjir hennar eigendur hafa upp að verið, svo langt sem inn það til baka rekja kunna. 2. Hvort þessi blöð muni í bókina vantað hafa, þá Jón Þórðarson hana eignaðist, og ef svo er, þá að gangast grandvarlega eftir, hvort þau blöð ei muni upp á einhvern máta í Vík eftir orðið, eða þar um kring vera að finna. Hafi Jón ekki athugað hvort þau vantað hafi eður ei, þá að biðja hann rannsaka hjá sér hér aftur. 3. Að fornema hjá Jóni Þórðarsyni hvort hefur nefnda Lárentíus sógu eftir þessari bók uppskrifað, eður uppskrifa látið, áður en hann bókina af höndum lét. Og ef hann þar af copie hefur, þá að biðja hann einkanlega ljá mér þá sömu copie, til að fylla þar úr það nú í bókina vantar (ef það þar í standa kynni) og sérdeilis til eftirsjónar um ein og önnur orð, sem nú allvíða í kálfskinnsbókinni trosnuð út nú og lítt læs, framar en þau munu verið hafa, þá bókin var í hans höndum.“
  • Seðill 3 (merktur C, 2 blöð í 8vo) (165 mm x 101 mm): „Úr bréfi Árna Hannessonar, datis ytra Hólum 17. octobris 1706. Fyrir utan langyrði er það af Lárentíus sögu hið fljótasta að segja, það mér er með skilum fortalið, ad hún komin sé fyrir nokkrum árum síðan, frá Halldóri Þorbergssyni að norðan til Þorvarðs Hallssonar /: sem verið hefur hjá Snæbirni sálugum Björnssyni :/ móðurbróður Víkurbræðra og kvinnu Jóns Böðvarssonar. Þorvarður segir að sínir systursynir muni fengið hafa Jóni Þórðarsyni þessa bók /: sem satt reynist :/ Heldur Þorvarður að hún öldungis full og óskert verið hafi, nær í hans höndum var, en eigi finnst þar neitt af þess lags eftir orðið né heldur öðru gömlu sem ég hefi rannsakað. Hann meinar að útskrift þessarar bókar muni vera fyrir norðan hjá fólki Halldórs, eður þar nálægt. Ég skrifaði til Jóni Þórðarsyni og beiddi hann um fyrirgreiðslu á þessu, eftir sem kynni, fann ég hann nú samstundis persónulega þar um, og kveðst hann ekkert til vita, hvort nokkuð hafi í bókina vantað nær til hans kom eður burt aftur fór, þar ei hafi hjá sér verið mikið yfir eina viku, og segir fullkomlega, að ekki hafi hjá sér eftir orðið það í hana vantar, og öngva þess lags sögu sé þar að finna. Fyrrnefndur Þorvarður H.s. segir sig tilranki að fangamark Halldórs Þorbergssonar, áður hans föður sé skorið upp á spjöld bókarinnar, og ef það enn nú sést er það til nokkurrar bevisningar. Ég veit ekki hvað ég kann meira að gjöra í þetta sinn hér um sem yðar eðlasnitum þinnar.“

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er tímasett til um 1530 (sjá ONPRegistre, bls. 452), en til 16. aldar í Katalog I, bls. 607.

Ferill

Árni Magnússon fékk handritið frá séra Þórði Jónssyni á Stað á Ölduhrygg. Áður átti það Halldór Þorbergsson. Halldór lánaði handritið ókenndum manni en frá honum komst það til Víkur á Akranesi. Þar náði því Jón Þórðarson á Bakka og fékk það síðan séra Þórði Jónssyni (sbr. seðla og AM 435 a 4to, bl. 83v).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 25. júlí 1973.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog I, bls. 607-608 (nr. 1159). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í nóvember 1886. GI skráði 14. nóvember 2001.

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið í Kaupmannahöfn í mars 1966. Eldra band fylgdi ekki með.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi.

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
Ordbog over det norrøne prosasprog: Registreed. Den arnamagnæanske kommision
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamlinged. Kristian Kålund
Biskupa sögur I.
Laurentius saga biskups, Rit Handritastofnunar Íslandsed. Árni Björnsson1969; III
Árni Björnsson„Laurentius saga biskups í ÍB 62 fol“, Gripla1993; 8: s. 125-130
Stefka G. Eriksen„Emotional religiosity and religious happiness in Old Norse literature and culture“, Arkiv för nordisk filologi2018; 133: s. 53-83
Jóns saga Hólabyskups ens helga, ed. Peter Foote2003; 14
Biskupa sögur III, ed. Guðrún Ása Grímsdóttir1998; 17
Guðrún Ása Grímsdóttir„Brot úr fornum annál“, Gripla1998; 10: s. 35-48
Haraldur Bernharðsson„Þykkja og þykja. Hljóðbeygingarvíxl einfölduð“, Gripla2004; 15: s. 121-151
Hreinn BenediktssonLinguistic studies, historical and comparative
Helmut Voigt„Eine abschrift von AM 435a 4°“, s. 184-193
« »