Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

AM 402 4to

Skoða myndir

Arons saga Hjörleifssonar; Ísland, 1650-1699

Nafn
Árni Magnússon 
Fæddur
13. nóvember 1663 
Dáinn
7. janúar 1730 
Starf
Prófessor 
Hlutverk
Fræðimaður; Höfundur; Skrifari; Ljóðskáld 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Valgerður Hilmarsdóttir 
Fædd
15. maí 1956 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Guðrún Ingólfsdóttir 
Fædd
1. maí 1959 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Kålund, Kristian Peter Erasmus 
Fæddur
19. ágúst 1844 
Dáinn
4. júlí 1919 
Starf
Bókavörður 
Hlutverk
Fræðimaður 
Ítarlegri upplýsingar
Tungumál textans
Íslenska

Innihald

(1r-33v)
Arons saga Hjörleifssonar
Titill í handriti

„Arons saga Hjörleifssonar.1. kapituli.“

Upphaf

Það er upphaf að þessari sögu …

Niðurlag

„… hans helgustu gröf og marga aðra heilaga staði.“

Baktitill

„Og lýkur hér svo sögu Arons Hjörleifssonar.“

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
ii + 33 + iii blöð (190 mm x 155 mm). Blöð 4,11 eru auð.
Tölusetning blaða

 • Blaðsíðumerking 1-66.

Ástand

 • Blöð 4 og 11 eru auð til að tákna eyðu í forriti.

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca 140-145 mm x 115-120 mm.
 • Línufjöldi er ca 20-22.
 • Kaflaskipting; fyrstu fjórir kaflar sögunnar eru númeraðir en eftir það eru kaflar ónúmeraðir.
 • Griporð með pennaflúri.
 • Sagan endar í totu.

Skrifarar og skrift

Ein hönd, skrifari er óþekktur; fljótaskrift

Skreytingar

 • Fyrirsögn sögunnar er með stórum fylltum stöfum (sjá blað 1r).
 • Sama á við um kaflanúmer þar sem þau er að finna (sjá t.d. blöð 1r og 2r).
 • Fyrsta lína kafla er venjulega með stærra og settara letri en meginmálið (sjá t.d. blað 2r og 23r).
.

 • Víða eru upphafsstafir kafla pennaflúraðir og blekfylltir (sbr. t.d. á blaði 1r og 9r).

Nótur

 • Nótur eru á bókfelli í eldra bandi.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

 • Á spássíum eru leiðréttingar með hendi Árna Magnússonar (sjá t.d. á blöðum 9r og 17v) og yngri athugsemdir sömuleiðis (sjá t.d. á blöðum 1r og 2r).

Band

Band (196 mm x 162 mm x 9 mm) er frá 1772-1780.

Strigi er á kili og hornum, pappírsklæðning.

 • Í eldra bandi voru spjöld og kjölur klædd bókfelli úr kirkjulegu latnesku handriti með nótum (Acc. 7).

Uppruni og ferill

Uppruni

 • Handritið er skrifað á Íslandi og tímasett til síðari helmings 17. aldar í Katalog I, bls. 606.
 • Uppskriftin er talin vera ættuð frá AM 551 d 4to.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 25. mars 1985.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH skráði handritið 23. mars 2009, lagfærði í nóvember 2010. GI skráði 6. nóvember 2001. Kålund gekk frá handritinu til skráningar  16.apríl 1887.Katalog I;bls. 606 (nr. 1155).

Myndir af handritinu

 • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
 • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamlinged. Kristian Kålund
Merete Geert Andersen„Colligere fragmenta, ne pereant“, s. 1-35
« »