Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 402 4to

Arons saga Hjörleifssonar ; Ísland, 1650-1699

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-33v)
Arons saga Hjörleifssonar
Titill í handriti

Arons saga Hjörleifssonar.1. kapituli.

Upphaf

Það er upphaf að þessari sögu …

Niðurlag

… hans helgustu gröf og marga aðra heilaga staði.

Baktitill

Og lýkur hér svo sögu Arons Hjörleifssonar.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
ii + 33 + iii blöð (190 mm x 155 mm). Blöð 4,11 eru auð.
Tölusetning blaða

  • Blaðsíðumerking 1-66.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 140-145 null x 115-120 null.
  • Línufjöldi er ca 20-22.
  • Kaflaskipting; fyrstu fjórir kaflar sögunnar eru númeraðir en eftir það eru kaflar ónúmeraðir.
  • Griporð með pennaflúri.
  • Sagan endar í totu.

Ástand

  • Blöð 4 og 11 eru auð til að tákna eyðu í forriti.

Skrifarar og skrift

    Ein hönd, skrifari er óþekktur; fljótaskrift

    Skreytingar

    • Fyrirsögn sögunnar er með stórum fylltum stöfum (sjá blað 1r).
    • Sama á við um kaflanúmer þar sem þau er að finna (sjá t.d. blöð 1r og 2r).
    • Fyrsta lína kafla er venjulega með stærra og settara letri en meginmálið (sjá t.d. blað 2r og 23r).
    .

    • Víða eru upphafsstafir kafla pennaflúraðir og blekfylltir (sbr. t.d. á blaði 1r og 9r).

    Nótur

    • Nótur eru á bókfelli í eldra bandi.

    Spássíugreinar og aðrar viðbætur

    • Á spássíum eru leiðréttingar með hendi Árna Magnússonar (sjá t.d. á blöðum 9r og 17v) og yngri athugsemdir sömuleiðis (sjá t.d. á blöðum 1r og 2r).

    Band

    Band (196 mm x 162 mm x 9 mm) er frá 1772-1780.

    Strigi er á kili og hornum, pappírsklæðning.

    • Í eldra bandi voru spjöld og kjölur klædd bókfelli úr kirkjulegu latnesku handriti með nótum (Acc. 7).

    Uppruni og ferill

    Uppruni

    • Handritið er skrifað á Íslandi og tímasett til síðari helmings 17. aldar í  Katalog I , bls. 606.
    • Uppskriftin er talin vera ættuð frá AM 551 d 4to.

    Aðföng

    Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 25. mars 1985.

    Aðrar upplýsingar

    Skráningarferill

    VH skráði handritið 23. mars 2009, lagfærði í nóvember 2010 GI skráði 6. nóvember 2001. Kålund gekk frá handritinu til skráningar  16. apríl 1887. Katalog I; bls. 606 (nr. 1155).

    Myndir af handritinu

    • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
    • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

    Notaskrá

    Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
    Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
    Höfundur: Andersen, Merete Geert
    Titill: Colligere fragmenta, ne pereant,
    Umfang: s. 1-35
    Lýsigögn
    ×

    Lýsigögn