Skráningarfærsla handrits

AM 401 4to

Guðmundar saga biskups ; Ísland, 1686-1707

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-154v)
Guðmundar saga biskups
Titill í handriti

Hier hefr ſaugu Guðmundar bi|ſcops Ara ſonar

Athugasemd

Hér er varðveitt A-gerð sögunnar.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír
Blaðfjöldi
i + 154 + iii blöð ().
Tölusetning blaða

Blaðsíðumerking með hendi Árna Magnússonar sýnir að hdr. hefur í fyrstu verið 149 skrifuð bl. og að þau hafa verið í annarri röð. Af þessum upphaflegu blöðum hefur þremur verið fargað (bls. 175-76, 209-10 og 265-66) en fjögur verið sett í þeirra stað (bl. 92, 120-121 og 138). Blöðum 6-9 hefur e.t.v. verið aukið við á árunum 1702-1712, þegar Árni var í Skálholti (Stefán Karlsson, 1983).

Umbrot

Skrifarar og skrift

Ein hönd (bl. 6-9, 120-121 og 138 með tveimur höndum).

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Bl. 6-9, 120-121 og 138 innskotsblöð. Blöð 6-9 eru skrifuð af óþekktum skrifara, en blöð 120-121 og 138 eru með hendi Eyjólfs Björnssonar.
  • Leiðréttingar, spássíugreinar og kaflafyrirsagnir fremst með hendi Árna Magnússonar.

Band

Pappaband frá árunum 1772-1780.  

Uppruni og ferill

Uppruni

Með hendi Ásgeirs Jónssonar og tímasett til um 1700 í  Katalog I , bls. 605. Virkt skriftartímabil Ásgeirs var hins vegar c1686-1707.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 21. nóvember 1974.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog I , bls. 605 (nr. 1154). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í nóvember 1886. GI skráði 13. nóvember 2001.

Viðgerðarsaga

Lánað á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn í febrúar 1979, en skilað aftur í júlí 1979.

Bundið af Matthiasi Larsen Bloch á árunum 1772-1780.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Höfundur: Guðvarður Már Gunnlaugsson
Titill: Leiðbeiningar Árna Magnússonar, Gripla
Umfang: 12
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Már Jónsson
Titill: Heimtur: Ritgerðir til heiðurs Gunnari Karlssyni sjötugum, Skrifarinn Ásgeir Jónsson frá Gullberaströnd í Lundarreykjadal
Ritstjóri / Útgefandi: Guðmundur Jónsson, Helgi Skúli Kjartansson, Vésteinn Ólason
Umfang: s. 282-297
Titill: , Guðmundar sögur biskups
Ritstjóri / Útgefandi: Stefán Karlsson
Umfang: 6
Lýsigögn
×

Lýsigögn