Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

AM 390 4to

Handrit hefur ekki verið myndað stafrænt

Biskupaannálar Jóns Egilssonar; Ísland, 1709

Nafn
Árni Magnússon 
Fæddur
13. nóvember 1663 
Dáinn
7. janúar 1730 
Starf
Prófessor 
Hlutverk
Fræðimaður; Höfundur; Skrifari; Ljóðskáld 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Kålund, Kristian Peter Erasmus 
Fæddur
19. ágúst 1844 
Dáinn
4. júlí 1919 
Starf
Bókavörður 
Hlutverk
Fræðimaður 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Guðrún Ingólfsdóttir 
Fædd
1. maí 1959 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Tungumál textans
Íslenska

Innihald

(1r-117v)
Biskupaannálar Jóns Egilssonar
Höfundur

séra Jón Egilsson

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír
Blaðfjöldi
117 blöð () og seðlar.
Tölusetning blaða

Blaðsíðumerking 1-194. Inni í því eru átta laus blöð (blaðsíðumerkt 179-194), sem strikað hefur verið yfir og þau í raun eyðilögð, en efni þeirra (þ.e. lokin á sögunni) hefur Árni Magnússon skrifað og látið skrifa á 12 seðla fremst í handritinu (sem nú eru hluti af blaðtali).

Skrifarar og skrift
Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Leiðréttingar með hendi Árna Magnússonar sem einnig hefur afritað spássíugreinar frumritsins á spássíur.

Band

 

Fylgigögn

seðlar með hendi Árna Magnússonar.

 • Seðill 1 (merktur A) (199 mm x 146 mm) fremst: „þesser Biskupa Annalar sira Jons Eigilssonar eru Anno 1709. ritadar af Styr Þorvallz syne epter autographo sira Jons sialfs, og sidan accurate confereradar i Kaupmannahófn 1724. Avtographum sira Jons Eigilssonar feck eg hia vice lógmanninum Odde Sigurdz syne 1707. hafde til forna vered eign Herra Oddz Einars sonar biskups. og hefe han in marginibus annoterad hier og var. Aptan vid voru og einar og adrar annotationes sumar med hendi Herra Oddz. sumar ad hans forlage skrifadar.“
 • Seðill 2 (merktur B) (135 mm x 104 mm) fremst: „Aptanvid opus voru Analecta relictorum ordine confuso. þau eru nu innsett suis locis inter [ ]“
 • Seðill 3 (merktur C) (195 mm x 149 mm) fremst: „Ecki er nu pullturinn papirsrikur þo prestur eigi ad heita, obirgdar madur mun einginn slikur, ecki ma þvi neita, hvar finnst annar honum likur hver sem fer ad leita. þesse visa er skrifud med eigin hendi sira Jons Eigilssonar, allra sidarst aptan vid hans Biskupa annal, sem og er, a capite ad calcem, med hans eigin hendi.“
 • Seðill 4 (121 mm x 91 mm) milli bls. 2 og 3 (merktur bl. 2): „sä annallin sem eg hefui adur skrifad] Hier med meinar sira Jön, öefad, Excerptum ur Hungurvóku, sem sami sira Jon Eigilsson hefur giórt i 1601. og eg hefi sied med hans eigen hendi ritad i kveri in octavo, sem fyrrum hafde ätt Herra Oddur Einarsson biskup i Skalhollte. Arne Magnusson.“
 • Seðill 5 milli bls. 12-13 (merktur bl. 8), inniheldur úrdráttum úr öðrum handritum.
 • Seðill 6 (160 mm x 97 mm) milli bls. 28 og 29 (merktur bl. 17): „i ódrum Annal. Hier med meinar sira Jon, öefad, Excerptum þad, er hann giórt hefur ur einum fornum Annal ä pergament, sem fyrrum hefur leiged vid Skalholltz kirkiu, og nu er i mïnum förum. hefi eg þad sama Excerptum sied, vitad med hans eigen hendi, i kveri in octavo, sem fyrrum hafdi ä Herra Oddur Einarsson, biskup. og var þad framan vid Excerptum ur Hungurvóku, sem same sira Jon hafde giórt 1601. Er so þetta annals Excerptum af hónum giórt um þad sama leite. hier um 4. ärum fyrr enn þesser Biskupa Annälar eru af hónum skrifader. Arne Magnusson.“
 • Seðill 7 (161 mm x 103 mm) milli bls. 38-39 (merktur bl. 23) á við texta á bl. 24r: „α) hier hefur Herra oddur biskup Einarsson annoterad in margine med eigen hende: Sandbælis Jon, afa teits Gisla sonar. β) iterum in margine med hendi Herra Oddz: Erlendur Þorvardz son. hann var þä Jungkiær drap Orm mäg sinn.“
 • Seðill 8 (162 mm x 98 mm) milli bls. 50 og 51 (merktur bl. 39), á við texta á bl. 31: „# Hier hefur Herra Oddur Einarsson, biskup, annoterad in margine med sinne eigin hende: Anno 1554 bar uppstigningar dag ä Krossmessu. þä drucknade Biarne, broder Eggerts, hia Seltiarnarnese. ætlade ad flytia sig til nessi epter brodur sinn Eggert.“
 • Seðill 9milli bls. 88 og 89 (merktur bl. 50), inniheldur úrdráttum úr öðrum handritum.
 • Seðill 10 (121 mm x 143 mm) milli bls. 106 og 107 (merktur bl. 60), á við texta á bl. 61r: „α) Hier stendur ä spatiunne med hendi sira Jons Eigilssonar: Ogmundur. enn er þö hvergi innbodad. skylldi synast, sem sira Jon hafdi i fyrstu gleumt nafne radzmannsens, og sidan ritad þad in margine. Enn med þvi hann sidan kallar sama radzmann Arna. þä verdur hier um allt övist. kannskie og, ad þetta Ogmundur sie so sem A postilla, og merke, ad þetta sie skied i biskups Ogmundar tid. þö hefur sira Jon hvergi in marginibus þessa operis þvilikar A postillas.“
 • Seðill 11milli bl. 120 og 121 (merktur bl. 68), inniheldur úrdráttum úr öðrum handritum.
 • Seðill 12 (113 mm x 127 mm) milli bls. 136 og 137 (merktur bl. 77): „# þä biskup Jon reid heim til Skalhollt þa var þyskur madur. hann baudz til, ef þeir vijsudu sier a biskup Jon, ad skiota hann i selskapnum. þeir sogdu hann mundi þad alldrei geta. hann sagdist skylldi syna, og skaut Mariotlu ä kirkiunni. og härit af bydukollu nordur hia Vidar manna husa.“
 • Seðill 13 (113 mm x 103 mm) milli bls. 156 og 157 (merktur bl. 87), inniheldur úrdræatt úr öðdum handritum.
 • Seðill 14 (101 mm x 104 mm) milli bls. 156 og 157 (merktur bl. 89), inniheldur úrdrætt úr öðrum handritum
 • Seðill 15 (158 mm x 141 mm) milli bls. 176 og 177 (merktur bl. 100), inniheldur úrdrætt úr öðrum handritum

Uppruni og ferill

Uppruni

Með hendi Styrs Þorvaldssonar og tímasett til 1709 í Katalog I, bls. 600.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 7. júní 1974.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog I, bls. 600-601 (nr. 1143). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í nóvember 1886. GI skráði 7. nóvember 2001.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamlinged. Kristian Kålund
Jón Egilsson, Jón SigurðssonBiskupa-annálar Jóns Egilssonar, með formála, athugasemdum og fylgiskjölum eptir Jón Sigurðsson, Safn til sögu Íslands og íslenzkra bókmenta að fornu og nýju1856; I: s. 15-136
Guðrún Ása Grímsdóttir, Þórður Jónsson í HítardalÆttartölusafnrit séra Þórðar Jónssonar í Hítardal
« »