Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

AM 382 4to

Skoða myndir

Kvæði um Þorlák helga — Þorláks saga helga; Ísland, 1340-1360

Nafn
Árni Magnússon 
Fæddur
13. nóvember 1663 
Dáinn
7. janúar 1730 
Starf
Prófessor 
Hlutverk
Fræðimaður; Höfundur; Skrifari; Ljóðskáld 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Jón Helgason 
Fæddur
30. júní 1899 
Dáinn
19. janúar 1986 
Starf
Prófessor 
Hlutverk
Fræðimaður; Eigandi; Höfundur; Nafn í handriti  
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Guðríður Gísladóttir 
Fædd
1652 
Dáin
1707 
Starf
 
Hlutverk
Eigandi; Nafn í handriti  
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Valgerður Hilmarsdóttir 
Fædd
15. maí 1956 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Guðrún Ingólfsdóttir 
Fædd
1. maí 1959 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Dall, Birgitte 
Fædd
1912 
Dáin
1989 
Starf
Forvörður 
Hlutverk
Bókbindari 
Ítarlegri upplýsingar
Tungumál textans
Íslenska

Innihald

1(1r-1r)
Kvæði um Þorlák helga
Upphaf

Presul thorla[ce] …

Niðurlag

„ … [e … ] areas“

Aths.

Kålund kallar þetta kvæði: Carmen latinum in honorem S. Thorlaci.

2(1v-42v)
Þorláks saga helga
Aths.

Óheilt, vantar víða innan úr handriti og aftan af. Læsilegur texti endar á blaði 38v. Sum blöð eru skorin að miklu eða öllu leyti, en einnig er texti sumstaðar skertur vegna fúaskemmda (sjá nánar: Ástand).

Efnisorð

2.1(1r-2v)
Brot
Upphaf

Í nafni föður sonar og heilags anda …

Niðurlag

„ … að vitrum mönnum fundust … “

Efnisorð

2.2(3r-13v)
Brot
Upphaf

að ei mætti nokkuð gott …

Niðurlag

„ … fram koma sínu máli. Þá … “

Efnisorð

2.3(14r-16v)
Brot
Upphaf

… dætur sér skyldar …

Niðurlag

„ … hvar biskup væri. Þeim var … “

Efnisorð

2.4(17r-17v)
Brot
Upphaf

… eigi til áfallsdóms sjálfum …

Niðurlag

„ … en síðan vildi hann ekki ta[la] … “

Efnisorð

2.5(18r-19v)
Brot
Upphaf

… Eg hefir her verið nokkrum sinnum …

Niðurlag

„ … nær veðrátta my[ndi] … “

Efnisorð

2.6(20r-24v)
Brot
Upphaf

… aðrir hans að gæta …

Niðurlag

„ … Sá atburður … “

Efnisorð

2.7(26r-28v)
Brot
Upphaf

… á hinn sæla …

Niðurlag

„ … á einhverjum bæ góðum … “

Efnisorð

2.8(29r-30v)
Brot
Upphaf

… hana og mæddist hún mjög …

Niðurlag

„ … Síðan var hún flutt … “

Efnisorð

2.9(32r-33v)
Brot
Upphaf

… á honum. Fékk þetta …

Niðurlag

„ … sveinninn heill og örkumlalaus. Ungur … “

Efnisorð

2.10(34r-38v)
Brot
Upphaf

… til minnis svo dásamligs tákn …

Niðurlag

„ … ísinn um þvera ána … “

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn
Blaðfjöldi
i + 55 + i blöð og blaðstubbar þar með talið blað merkt 16bis (203-220 mm x 156-161 mm).
Tölusetning blaða

Tvenns konar tölumerking blaða:

 • 1) Blaðmerking Kålunds (með rauðu bleki) 1-38. Blaðstubbur við kjöl á milli blaða 16 og 17 er hér 16bis. Blaðstubbana á eftir blaði 38 merkir Kålund sem blöð 41 og 42 en hann merkir ekki aftasta stubbinn (kver VII) og er það heldur ekki gert hér.

  Aftast eru fjórir tvískiptir plastvasar með blaðræmum sem Kålund hefur rakið hingað og blaðmerkt í samhengi við handritið, þannig að hægt er rekja hvar þær eiga heima í því (sjá nánar: Ástand).

 • 2) Seinni tíma blaðsíðumerking með blýanti 5-32 (3r-16v), 33-48 (17r-24v), 49-58 (26r-30v), 59-72 (32r-38v). Á blaðsíðu 4 (2v) virðist talan 4 skrifuð með bleki og af annarri hönd.
Seðlar Árna Magnússonar merktir með blýanti sem a og b.

Kveraskipan

Eitt tvinn og 7 kver:

 • Eitt tvinn: blöð 1-2
 • Kver I: blöð 3-10, 4 tvinn.
 • Kver II: blöð 11r-16v, 3 tvinn.
 • Kver III: blöð 16bisr-19v (blað 16 bisr er blaðstubbur við kjöl), 2 tvinn.
 • Kver IV: blöð 20r-25v (blöð 23r-25v eru óheil (skorið hefur verið af þeim)), 3 tvinn.
 • Kver V: blöð 26r-31v (blað 31 er blaðstubbur við kjöl), 3 tvinn.
 • Kver VI: blöð 32r-35v, 2 tvinn.
 • Kver VII: blöð 36r-42v (blöð 41-42 eru skert og aðeins blaðstubbar við kjöl); 3 tvinn eru í kverinu eins og það er í bandinu en af blaðstubbum blaða 39-40 sem eru í plastvasa aftast í bandi (sjá nánar: Ástand) má ætla að tvinnin hafi verið 4.
Af þeim blaðstubbum sem varðveist hafa af blöðum 39r-40v, 43r-53v, má gera ráð fyrir tveimur sex blaða kverum til viðbótar:

Ástand

Blöð eru víða skemmd vegna raka, af þeim hefur verið skorið og í handritið vantar arkir:

 • Á blöðum 1 og 36-38 eru verstu rakaskemmdirnar.
 • Blöð 1r-v og 2r eru fremur dökk og máð.
 • Það vantar í handrit milli blaða 2 og 3, 13 og 14, 16 og 17, 17 og 18, 19 og 20, 25 og 26, 28 og 29, 30 og 32, 33 og 34, og fyrir aftan blað 38v en af blöðum 39r-54v hafa aðeins varðveist ræmur (sjá hér á eftir).
 • Af blöðum 16 og 42 eru aðeins varðveittar ræmur (án texta) upp við kjöl.
 • Af blöðum 26, 32, 40-41 eru aðeins varðveittar ræmur (með texta) upp við kjöl.
 • Af blöðum 24 og 25 hefur u.þ.b. helmingur varðveist.
 • Aftast eru blaðræmur (í plastumslögum), sennilega innan úr bandi á AM 420 4to. Kålund hefur rakið þær hingað og blaðmerkt í samhengi við handritið, þannig að hægt er rekja hvar þær eiga heima í því (blöð 39r-40v, 43r-54v).

Umbrot

 • Leturflötur er 140-150 mm x 112-113 mm.
 • Línufjöldi er 24.
 • Upphafsstafir kafla og setninga á stöku stað dregnir út úr leturfleti.
 • Gatað fyrir línum.

Skrifarar og skrift

Með einni hendir; skrifari óþekktur. Textaskrift.

Skreytingar

Stórir skreyttir upphafsstafir með mannamyndum og/eða dýrum eða kynjaskepnum á blöðum 2r (litir rauður og gulur (e.t.v. með duftgyllingu)), 8v (litir rauður og blár), 11v (litir rauður og gulur), 23r (litir rauður og blár), 35r (litir rauður og blár) og 38r (litir rauður og blár).

Víða plöntuskreyttir upphafsstafir í tveimur litum, rauðum og bláum (sjá t.d. blöð 6r og 10v).

Litur og jafnvel örlítið skraut er á stöku stað sett í upphafsstafi sem dregnir eru út úr leturfleti (sjá t.d. blöð 19r og 20r).

Víða rauðritaðar fyrirsagnir (sjá t.d. blöð 3r og 15v).

Upphafsstafir inni í texta, einkum við efnisskil, eru á stöku stað litaðir með rauðu bleki (sjá t.d. blað 20r).

Síðari tíma spássíumynd af hermanni (sjá blað 22r)).

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

 • Víða yngri spássíugreinar og krot (e.t.v. frá 17. öld), sjá t.d. blöð 21v-22r, en sumar þessara spássíugreina hafa síðan að nokkru verið máðar út (sbr. t.d. á blaði 21r).
 • Á blaði 13r kemur fyrir nafnið Björn Jónsson og nafnið Jón Sigurðsson á blaði 30v.
 • Á blaði 21v stendur að spássíugreinin sé skrifuð á Reynistað.

Band

Band er frá 1967 (228 mm x 183 mm x 40 mm). Geitaleður er á kili og hornum, spjöld eru klædd með fínofnum líndúki. Saumað á móttök. Tvö saurblöð úr bandi; fremra og aftara. Handritið er í öskju. Um gamalt band, sjá seðil Árna Magnússonar.

Fylgigögn

Með handritinu fylgja þrír fastir seðlar og einn laus:

 • Fastur seðill fremst með hendi Árna Magnússonar, með titli sögunnar.
 • Fastur seðill fremst með hendi Árna Magnússonar, með upplýsingum um band og ástand texta. Seðillinn er í reynd tvinn, en einungis er skrifað á annað blaðið.
 • Fastur seðill fremst með hendi Árna Magnússonar, með upplýsingum um feril.
 • Laus seðill frá Kaupmannahöfn um forvörslu.

Uppruni og ferill

Uppruni
Handritið var skrifað á Íslandi ca 1340-1360.

Jón Helgason tímasetur handritið til ca 1350 (1976:390), en Kålund til ca 1300-1350 (Katalog (I) 1889:595).

Ferill

Árni Magnússon fékk handritið frá Guðríði Gísladóttur á Hlíðarenda (sbr. seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 25. maí 1984.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH jók við og lagfærði skráningu skv. reglum TEI P-5, 5. júlí 2011. GI skráði 18. október 2002. Kålund gekk frá handritinu til skráningar 1. apríl 1887 (Katalog (I) 1889:595-596 (nr. 1134)).

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall árið 1967.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
Editiones Arnamagnæanæ (A 13,2) 1978.
ÍF (XVI,2) 2002.
Biskupa sögur 1858.
1976:390
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamlinged. Kristian Kålund
Biskupa sögur I.
Byskupa sögur. MS Perg. fol. No. 5 in the Royal Library of Stockholm, 1950; 19
Susan Miriam Arthur„Latneskt lofkvæði - A Latin Panegyric“, Gott skálkaskjól : veitt Gottskálki Jenssyni sextugum 4. apríl 20182018; s. 75-76
Biskupa sögur II, ed. Ásdís Egilsdóttir2002; 16
Marlene Ciklamini„Abbot Arngrímr's redaction of Guðmundar saga biskups“, Gripla1993; 8: s. 231-253
Erik EggenThe Sequences of the Archbishopric of Nidarós I: Text, 1968; XXI
Susanne Miriam Fahn, Gottskálk Jensson„The forgotten poem : a latin panegyric for saint Þorlákr in AM 382 4to“, Gripla2010; 21: s. 18-60
Gottskálk Jensson„Revelaciones Thorlaci episcopi - enn eitt glatað latínurit eftir Gunnlaug Leifsson munk á Þingeyrum“, Gripla2012; 23: s. 133-175
Hreinn BenediktssonLinguistic studies, historical and comparative
Jón HelgasonÞorláks saga helga, KLNM1976; XX: s. 388-391
Byskupa sögur, ed. Jón Helgason1978; 13:2
Astrid Marner„Forgotten preaching“, Gripla2016; 27: s. 235-261
Didrik Arup Seip„Palæografi. B. Norge og Island“, Nordisk kultur1954; 28:B
Stefán Karlsson„Introduction“, Sagas of Icelandic bishops. Fragments of eight manuscripts1967; s. 9-61
Hans Bekker-Nielsen, L. K. Shook, Ole Widding„The Lives of the Saints in Old Norse Prose: A Handlist“, Mediaeval Studies1963; s. 294-337
« »