Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

AM 380 4to

Handrit hefur ekki verið myndað stafrænt

Hungurvaka og Þorkláks saga helga; Ísland, 1600-1699

Nafn
Árni Magnússon 
Fæddur
13. nóvember 1663 
Dáinn
7. janúar 1730 
Starf
Prófessor 
Hlutverk
Fræðimaður; Höfundur; Skrifari; Ljóðskáld 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Þorlákur Skúlason 
Fæddur
24. ágúst 1597 
Dáinn
4. janúar 1656 
Starf
Biskup 
Hlutverk
Eigandi; Höfundur 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Jón Einarsson 
Fæddur
1674 
Dáinn
11. september 1707 
Starf
Konrektor 
Hlutverk
Höfundur; Eigandi; Bréfritari; Skrifari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Guðbrandur Þorláksson 
Dáinn
20. júlí 1627 
Starf
Biskup 
Hlutverk
Eigandi; Höfundur; Þýðandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Þorsteinn Jónsson 
Dáinn
1699 
Starf
Prestur 
Hlutverk
Óákveðið 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Kristrún Þorsteinsdóttir 
Fædd
1650 
Dáin
1732 
Starf
 
Hlutverk
Eigandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Valgerður Hilmarsdóttir 
Fædd
15. maí 1956 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Guðrún Ingólfsdóttir 
Fædd
1. maí 1959 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Kålund, Kristian Peter Erasmus 
Fæddur
19. ágúst 1844 
Dáinn
4. júlí 1919 
Starf
Bókavörður 
Hlutverk
Fræðimaður 
Ítarlegri upplýsingar
Tungumál textans
Íslenska

Innihald

1(1r-14v)
Hungurvaka
Titill í handriti

„Hungurvaka“

Upphaf

Bækling þennan kalla ég Hungurvöku …

Niðurlag

„… og þolinmæði bæði við óhlýðna menn og rangláta.“

Efnisorð
2(15r-69v)
Þorláks saga helga
Titill í handriti

„Hér hefur sögu af hinum heilaga Þorláki biskupi“

Upphaf

Í þann tíma er stýrði Guðs kristni Innocentius páfi …

Niðurlag

„… lofandi Guð og hinn heilaga Þorlák biskup.“

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 87 + i blöð (184 mm x 153 mm). Þriðjungur blaðs 69v er auður og blað 58v er autt að hálfu. Blöð 70r-87v eru auð.
Tölusetning blaða

 • Blaðmerkt með blýanti 1-87.

Ástand

 • Blöð eru víða blettótt og skítug (sjá t.d. 1r og 15r).

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca 160 mm x 125-130 mm.
 • Línufjöldi er ca 27-28.
 • „W“W á spássíu blaðs 12v til marks um vísu í textanum.
 • Ónúmeruð kaflaskipting er í Þorláks sögu helga.

Skrifarar og skrift

 • Með hendi Jóns Pálssonar.
 • Blendingsskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

 • Spássíuskrif á stöku stað. Á spássíu blaðs 9r stendur t.d. „Sigurður Jórsalafari.“ Á blaði 14 er „ellefta“ leiðrétt á spássíu í „tólfta“ svo dæmi séu tekin.

Band

Band (193 mm x 178 mm x 25 mm) frá 1979.

Pappaspjöld eru klædd fínofnum striga. Grófari dúkur á hornum og kili. Saumað á móttök.

Í eldra bandi voru spjöld og kjölur klædd bókfelli sem skrifað er á að innanverðu (þ.e. predikun á latínu).  

Fylgigögn

 • Seðill (176 mm x 144 mm) með hendi Árna Magnússonar: „Þessar: Þorlaks saga og Hungrvaka eru teknar ur bok sem eg feck af Jone Einarssyne ä Hölum, og vered hefdu eign Hr Þorlaks Skulasonar 1621. Sidann hafde Gudbrandur Þorlaksson giefed hana Jone (nockrum) Jonssyne. Jon Jonsson fieck Sr Þorsteine Jonsson (ä Eydum) bokena 1662. Enn Sr Þorsteinn Jonsson gafa hana kristrunu dottur sinne 1678, ä Lydum. Confererat cum mea recenti membrana 4to. sem og hafa vered eign H Þorlaks.“
.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi og tímasett til 17. aldar í Katalog I, bls. 594. Sögurnar voru áður í sömu bók og AM 404 4to, AM 446 4to og AM 458 4to.

Neðst á seðli segist Árni Magnússon hafa borið þetta handrit saman við skinnhandrit sem var í eigu Þorláks Skúlasonar biskups.

Ferill

Árni Magnússon fékk sögurnar úr bók frá Jóni Einarssyni á Hólum en hún hafði verið í eigu Þorláks Skúlasonar biskups 1641. Guðbrandur Þorláksson gaf svo bókina Jóni Jónssyni. Hann fékk hana síðan séra Þorsteini Jónssyni á Eiðum árið 1662. Séra Þorsteinn gaf hana dóttur sinni Kristrúnu 1678 (sbr. seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 26. febrúar 1987.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH skráði handritið 19. mars 2009; lagfærði í nóvember 2010, GI skráði 6. nóvember 2001, Kålund gekk frá handritinu til skráningar í nóvember 1886.Katalog I>bls. 594 (nr. 1132).

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið í maí til september 1979. Eldra band fylgir ekki.

Myndir af handritinu

 • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
 • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
 • Myndir af gamla bandinu eru í kassa á Stofnun Árna Magnússonar ásamt fleiri myndum frá Kaupmannahöfn af gömlu bandi.

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamlinged. Kristian Kålund
« »