Skráningarfærsla handrits
AM 366 4to
Skoða myndirÍslendingabók; Kaupmannahöfn, 1690-1710
Innihald
Íslenskur texti er á versósíðum, en rectosíður eru auðar, þar sem gert er ráð fyrir þýðingu á latínu (sbr. Katalog Ibls. 588; sjá einnig AM 365 4to).
„Prologus Íslendingabókar“
„Íslendingabók gjörða ég fyrst biskupum vorum …“
„… þess kyns einn konungur að öllum Norvegi.“
In hoc Codice continentur Capitula.
„In hoc Codice continentur Capitula.“
„Frá Íslands byggð …“
„… Frá Gissuri biskupi.“
„Incipit Libellus Islandorum“
„Ísland byggðist fyrst úr Norvegi …“
„… eftir andlát (Ísleifs) biskups.“
„Þetta er kyn biskupa Íslendinga og ættartala“
„Ketilbjörn landnámsmaður …“
„… Ketils er nú er biskup að Hólum næstur Jóhanni.“
„Þessi eru nöfn langfeðga Ynglinga og Breiðfirðinga“
„I. Yngvi Tyrkjakonungur …“
„… föður Brands og Þorgils föður míns en eg heitir Ari.“
Lýsing á handriti
- Blaðmerkt er með rauðu bleki, 1-57.
- Eindálka.
- Leturflötur er ca 160-165 mm x 120-125 mm.
- Línufjöldi er ca 15-18.
- Griporð (sbr. blað 14v).
Með hendi Árna Magnússonar, fljótaskrift.
Blað 53 er innskotsblað.
Pappaband (200 mm x 163 mm x 15 mm). Blár safnmarksmiði er á kili.
Uppruni og ferill
Handritið er að öllum líkindum skrifað í Danmörku og það er tímasett til um 1700 í Katalog I.
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 12. september 1974.
Aðrar upplýsingar
VH skráði handritið 12.3. 2009, GI skráði 29. október 2001, Kålund gekk frá handritinu til skráningar 26. mars 1887.Katalog I;bls. 588 (nr. 1119).
- Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
- Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
Notaskrá
Höfundur | Titill | Ritstjóri / Útgefandi | Umfang |
---|---|---|---|
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling | ed. Kristian Kålund | ||