Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

AM 349 I-II 4to

Handrit hefur ekki verið myndað stafrænt

Sögubók

Nafn
Árni Magnússon 
Fæddur
13. nóvember 1663 
Dáinn
7. janúar 1730 
Starf
Prófessor 
Hlutverk
Fræðimaður; Höfundur; Skrifari; Ljóðskáld 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Þórunn Sigurðardóttir 
Fædd
14. janúar 1954 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Guðrún Ingólfsdóttir 
Fædd
1. maí 1959 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Kålund, Kristian Peter Erasmus 
Fæddur
19. ágúst 1844 
Dáinn
4. júlí 1919 
Starf
Bókavörður 
Hlutverk
Fræðimaður 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Dall, Birgitte 
Fædd
1912 
Dáin
1989 
Starf
Forvörður 
Hlutverk
Bókbindari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Larsen Bloch, Matthias 
Starf
Conservator 
Hlutverk
Bókbindari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Ólafur Gíslason 
Fæddur
1646 
Dáinn
1714 
Starf
Prestur 
Hlutverk
Skrifari; Eigandi 
Ítarlegri upplýsingar
Aths.
Samsett úr tveimur handritum.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
ii + 12 + i blöð.
Tölusetning blaða

Seinni tíma blýantsblaðmerking 1-12.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Fremra saurblað 2 er í reynd blað frá Árna Magnússyni, þar sem hann gerir m.a. nokkra grein fyrir innihaldi handrits og ferli. Samkvæmt AM 456 fol. ætti þetta að vera innihald AM 349 4to: „af Ulfe Gyllde, Asgrime Syne hans og Þorsteine Tialldstæding og af Sneglu Halla ur Flateyarbök manu A Magnæi. | Þättr af Töka Tokasyne. | Þättr af Eymunde Könge Hringssyne. | Þättr af Eigle SiduHalls Syne, og Töfa Valgautssyne. | Þättr af Toka Tokasyne. Þättr af Sigurde Äkasyne af Eirike Vidforla. Þättr af Þorvallde Tasalda. Þättr af Sigurði og Hauki, Háreki í Þjóttu og Eyvindi Rimrisu.“

Band

Band frá júlí 1978 (215 mm x 180 mm x 100 mm). Pappaspjöld og kjölur klædd fínofnum líndúk. Grófari dúkur á kili og hornum. Saumað á móttök. Tvö saurblöð úr bandi og eitt gamalt.

Eldra band er pappaband frá 1772-1780. Pappaspjöld og kjölur klædd handunnum pappír. Blár safnmarksmiði á kili.

Fylgigögn

Laus seðill frá Kaupmannahöfn með upplýsingum um forvörslu. Fastur seðill (199 mm x 155 mm) fremst með hendi Árna Magnússonar og skrifara hans: „Þáttur af Þorvaldi tasalda. Þáttur af Sigurði og Hauki, Háreki í Þjóttu og Eyvindi Rimrifu [með annarri hendi]: úr bókinni sem ég fékk af síra Ólafi Gíslasyni á Hofi í Vopnafirði.“

Uppruni og ferill

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 14. nóvember 1978.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall í júlí 1978.

Matthias Larsen Bloch batt á árunum 1772-1780.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, sem keypti þær af Arne Mann Nielsen í júlí 1977.

Innihald

Hluti I ~ AM 349 I 4to
1(1r-5v)
Þorvalds þáttur tasalda
Titill í handriti

„Þáttur af Þorvaldi tasalda, systursyni Víga-Glúms“

Upphaf

Sigurður er maður nefndur …

Niðurlag

„… Gjörði Þorvaldur Spak-Böðvarsson kirkju í Ási í Kelduhverfi. Hér nú ei meir að sinni.“

2(5v-5v)
Bárðar saga Snæfellsáss
Titill í handriti

„Hér byrjast saga [af] Bárði Snæfellsás“

Upphaf

Dumbur hefur kóngur heitið …

Niðurlag

„… En Dofri tók …“

Aths.

Brot, einungis upphafið (hálf síða).

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
5 blöð (201 mm x 160 mm).
Tölusetning blaða

Seinni tíma blýantsblaðmerking 1-5.

Kveraskipan

Eitt kver (4 blöð, 2 tvinn og stakt blað).

Ástand

Áður var límt yfir texta á 5v.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 166-175 mm x 141-143 mm.
  • Línufjöldi er 30-33.

Skrifarar og skrift

Með hendi séra Ólafs Gíslasonar á Hofi í Vopnafirði, fljótaskrift.

Uppruni og ferill

Uppruni

Ferill

Árni Magnússon fékk söguna úr bók frá séra Ólafi Gíslasyni á Hofi í Vopnafirði (fremra saurbl. 2r).

Hluti II ~ AM 349 II 4to
1(7r-9r)
Þorsteins þáttur tjaldstæðings
Titill í handriti

„Ex Cod. Flateyen. col. 839.“

Upphaf

Úlfur hét maður er bjó á Þelamörk …

Niðurlag

„… föður Gunnlaugs smiðs.“

Vensl

Uppskrift eftir Flateyjarbók (GKS 1005 fol.).

Aths.

Til hliðar við titil stendur: „(vide Landnamab. pag. 158).“

2(10r-12v)
Sneglu-Halla þáttur
Titill í handriti

„Saga Sneglu-Halla“

Upphaf

Það er upphaf þessarar frásagnar að Haraldur kóngur Sigurðarson …

Niðurlag

„… Á grauti mundi greyið sprungið hafa.“

Baktitill

„Lýk eg þar sögu frá Sneglu-Halla.“

Vensl

Uppskrift eftir Flateyjarbók (GKS 1005 fol.).

Aths.

Vantar í texta.

Til hliðar við titil stendur: „Ex Cod: Flat: col: 830.“

Lýsing á handriti

Blaðfjöldi
7 blöð (204-210 mm x 157-160 mm). Blað 9v er autt.
Tölusetning blaða

Seinni tíma blýantsblaðmerking 6-12.

Kveraskipan

Sex laus blöð og eitt tvinn.

Ástand

Strikað yfir texta neðst á 7v.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 165-172 mm x 125-135 mm.
  • Línufjöldi er 25-27.

Skrifarar og skrift

Með hendi Árna Magnússonar, árfljótaskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Lesbrigði á spássíum á 3v, 6v og 7v.

Uppruni og ferill

Uppruni

Skrifað á Stangarlandi árið 1689 (Már Jónsson 1998:85). Kålund tímasetur handritið til um 1700 (Katalog I 1889:582).

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamlinged. Kristian Kålund
Membrana Regia Deperdita, ed. Agnete Loth1960; V
Eiríks saga víðförla, ed. Helle Jensen1983; 29
Agnete Loth„Sønderdelte arnamagnæanske papirhåndskrifter“, s. 113-142
Már JónssonÁrni Magnússon : ævisaga
Már Jónsson 1998:85
« »