Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 345 4to

Fornaldarsögur ; Ísland, 1675-1700

Athugasemd
Samsett úr þremur hlutum.
Tungumál textans
íslenska

Innihald

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír
Blaðfjöldi
i + 78 + i blað.
Skrifarar og skrift

Með hendi Jóns Þórðarsonar.

Band

Band frá 1981. Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk. Grófari dúkur á kili og hornum. Saurblöð tilheyra nýju bandi.

Eldra band frá c1772-1780. Pappaspjöld og kjöldur klædd handunnum pappír. Titill og safnmark skrifað framan á kápu með bleki. Blár límmiði á kili. Fylgir með handriti.

Fylgigögn

Þrír seðlar fremst í handriti.

  • Seðill 1 (190 mm x 100 mm) skrifaður með hendi Árna Magnússonar: Af Haldane Brỏnufostra, Af Haldani Eysteinssyne, Af Haralldi Hringsbana. ur bok er eg feck af Markuse Bergssyne, og tok i sundur. Önnur hönd hefur skrifað fyrir neðan: her i er og fleyra. vid catal. Þriðja höndin setur sviga utanum og skrifar: indeholder ikke heri fyrir ofan listann. Þessar sögur ekki hér, en hafa verið hluti af upprunalegu handritinu (samkvæmt listanum á bl. 29v).
  • Seðill 2 (198 mm x 155 mm) skrifaður með hendi Árna Magnússonar: Ans Saga. Einn af skrifurum hans hefur bætt við: Ur bök er eg feck af Markuse Bergssyne og tök ij sundur. Þessi seðill á við AM 345 4to (hlut I).
  • Seðill 3 (198 mm x 155 mm) er skrifaður með hendi Árna Magnússonar: Þorsteins Saga vikingssonar. Sami skrifari á seðli 2 hefur bætt við fyrir neðan: Ur bök er Eg feck af Markuse Bergssyne og tök ij sundur. Þessi seðill á við AM 345 4to (hlut II).

Uppruni og ferill

Uppruni

Skrifað á Íslandi með hendi Jóns Þórðarsonar. Samkvæmt skrifaraklausum var það skrifað á seinni hluta 17. aldar.

Tímasett til c1675-1700 í  Katalog I, bls. 580.

Ferill

Jón Jónsson erfði safn handrita, sem þetta handrit tilheyrði, eftir föður sinn Jón Þórðarson.

Árið 1710, gaf Markús Bergsson Árna Magnússyni safnið, sem síðan endurraðaði því. Það er ekki vitað hvernig handritið kom til Markúsar, en í athugasemdum sínum, nefnir ÁrniSigmundur Sæmundsson er sagður hafa verið fyrri eigandi. (Sjá AM 435 a 4to, bl. 82r).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 8. nóvember 1982.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
  • MJG uppfærði með gögnum frá BS, 11. mars 2024.
  • GI skráði 2. október 2002.
  • Tekið eftir Katalog I, bls. 580-581 (nr. 1096). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í nóvember 1886.
Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið í Kaupmannahöfn á verkstæði Birgitte Dall árið 1981.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Hluti I ~ AM 345 4to (Hluti I)

Tungumál textans
íslenska
1 (1r-8v)
Áns saga bogsveigis
Titill í handriti

Af An Bogsveigir

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír með vatnsmerkjum.
  • Vatnsmerki 1: Aðalmerki: Skjaldarmerki Amsterdam með stórri kórónu efst (bl. 2, 5 ).
  • Vatnsmerki 2: Aðalmerki: Fangamark DI (bl. 7, 8 ).
Blaðfjöldi
8 blöð (198 mm x 155-161 mm).
Tölusetning blaða

Síðari tíma blaðmerking á neðri spássíu með blýanti 1-8.

Leifar af eldri blaðmerkingu með rauðu bleki í efra rektó-horn. Blekið hefur dofnað.

Kveraskipan

Tvö kver:

  • Kver I: bl. 1-6 (1+6, 2+5, 3+4), 3 tvinn.
  • Kver II: bl. 7-8 (7+8), 1 tvinn.

Umbrot
  • Eindálka.
  • Leturflötur er 180 mm x 135 mm
  • Línufjöldi er 30-35.
  • Saga endar í totu (bl. 8v).
  • Griporð, pennaflúr.
  • Mjög víða eyður fyrir upphafstafi.
Ástand
  • Blöð eru dökk vegna óhreininda og bletta.
  • Blettur í neðra ytra horni, á bl. 1r-8v (sjá t.d. 1v-2r).
Skrifarar og skrift

Með hendi Jóns Þórðarsonar. Skrifari breytir skrift frá uppréttri kansellískrift til grennri og meira hallandi fljótaskrift. Griporð eru skrifuð í fljótaskrift. Sama hönd og í AM 585 a 4to.

Skreytingar

Upphafstafir eru blekdregnir skrautstafir (5 línur) (bl. 1-3), andlit á bl. 1v.

Minni upphafstafir, ekkert skreyttir (1-2 línur) (bl. 4-8).

Fyrirsagnir og fyrsta lína oft dreginn stærri en megintexti.

Skreyting við eða umhverfis griporð.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á neðri spássíu á bl. 4v, er hægt að lesa: Lytill er nu niattvrinn.

Uppruni og ferill

Uppruni

Sjá fyrir ofan.

Ferill

Sjá hér fyrir ofan.

Hluti II ~ AM 345 4to (Hluti II)

Tungumál textans
íslenska
2 (9r-29v)
Þorsteins saga Víkingssonar
Titill í handriti

Saga fra Þorſteine Wykings ſyne

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír með vatnsmerkjum.
  • Vatnsmerki 1: Aðalmerki: Lítið (skjaldarmerki?) hjartalaga (bl. 10, 12, 13, 15, 27, 28, 29 ).

    Mótmerki (bl. 9, 11 ).

  • Vatnsmerki 2: Aðalmerki: Lítið horn (bl. 18, 21 ).

  • Vatnsmerki 3: Aðalmerki: Blómaskraut (bl. 25 ).

Blaðfjöldi
21 blað (195 mm x 160 mm).
Tölusetning blaða

Síðari tíma blaðmerking á neðri spássíu með blýanti 9-29.

Leifar af eldri blaðmerkingu með rauðu bleki í efra rektó-horn. Blekið hefur dofnað.

Kveraskipan

Þrjú kver:

  • Kver I: bl. 9-16 (9+16, 10+15, 11+14, 12+13), 4 tvinn.
  • Kver IV: bl. 17-24 (17+24, 18+23, 19+22, 20+21), 4 tvinn.
  • Kver V: bl. 25-[32] (25, 26, 27, 28+29, [30], [31], [32]), 3 stök blöð, 1 tvinn. Stöku blöðin eru áföst við kver V í 3 hluta.

Umbrot
  • Eindálka.
  • Leturflötur er 160 mm x 125 mm
  • Línufjöldi er 25-28.
  • Saga endar í totu (bl. 29v).
  • Kaflatal á spássíum.
  • Griporð.
  • Eyður fyrir upphafsstafi.
Ástand
  • Blettir á efri hluta blaða 10r-29v.
  • Blöð hafa dökknað.
Skrifarar og skrift

Með hendi Jóns Þórðarsonar, aðallega uppréttri kansellískrift, en stundum blendingsskrift undir áhrifum fljótaskriftar. Griporð eru skrifuð í fljótaskrift. Sama hönd og í AM 585 a 4to.

Skreytingar

Minni upphafstafir eru blekdregnir skrautstafir (2-3 línur) (bl. 12v), aðrir ekkert skreyttir.

Skreyting við eða umhverfis griporð.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á bl. 29v er skrá frá 1702 yfir 19 rómönsur sem flestar eru í þessu númeri eða AM 536 4to og AM 585 a-e 4to. Síðan segir: Þeſsarar bokar Regiſtur sem þeſsar sogur hefur jnne ad hallda: ſkrifadar af Jone Sal. Thordarſyne Anno 1700. Þeſsa fyrr nefnda Sogu book a eg Jon Jonſson Enn Einginn annar hveria mier Giefid hefur minn salugi [elſk]u fader Jon Thor[darson] M … Jon Jonſson med Eiginn H[en]de. Anno 1703. Kålund efast um að bl. 4-8 og 30-78 séu með hendi Jóns Þórðarsonar og vísar í AM 426 fol.

(Sjá einnig Agnete Loth 1978, bls. 40.)

Árni Magnússon fékk þetta safn sem eina bók frá Markúsi Bergssyni ásamt AM 536 4to og AM 585 a-e 4to.

Fylgigögn

Sjá hér fyrir ofan.

Uppruni og ferill

Uppruni

Sjá fyrir ofan.

Ferill

Sjá viðbætur.

Hluti III ~ AM 345 4to (Hluti III)

Tungumál textans
íslenska
3 (30r-50r)
Hervarar saga og Heiðreks
Titill í handriti

Sagann af Heidreke Könge og Hans ættmønnumm

Skrifaraklausa

I litlu töme skrifud Anno 1694 og endud 1. decemb. (Bl. 50r).

4 (50v-74r)
Bósa saga
Titill í handriti

Sagann Af þeim Booſa Hinum sterka Og Herraudi

Skrifaraklausa

Endud kalfa wyk[?] med hast i firsti viku aptur ä vondum pappijr. Anno 1695. (Bl. 74r).

5 (74v-78v)
Hrómundar saga Greipssonar
Titill í handriti

Saga Af Hromunde Greypſsyne

Skrifaraklausa

1695. (Bl. 78v).

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír með vatnsmerkjum.
  • Vatnsmerki 1: Aðalmerki: Stór blómaskreyting (bl. 31 ).

  • Vatnsmerki 2: Aðalmerki: Stórt skjaldarmerki (bl. 32 ).

  • Vatnsmerki 3: Aðalmerki: Skjaldarmerki með blómaskreytingu (bl. 43, 48).

  • Vatnsmerki 4: Aðalmerki: Fangamark (bl. 33, 34, 39, 40, 44, 47, 52, 54, 55, 57, 76, 77 ).

  • Vatnsmerki 5: Aðalmerki: Dárahöfuð (bl. 35, 36, 37, 38, 45, 46, 51, 53, 56, 58, 74, 78 ).

  • Vatnsmerki 6: Aðalmerki: Stórt vatnsmerki með kórónu efst (bl. 59, 66 ).

  • Vatnsmerki 7: Aðalmerki: Rúmfræðileg mynd (bl. 62, 63 ).

  • Vatnsmerki 8: Aðalmerki: Fangamark HB? og blóm (bl. 73, 74 ).

Blaðfjöldi
49 blöð (188-197 mm x 160 mm).
Tölusetning blaða

Síðari tíma blaðmerking á neðri spássíu með blýanti 30-78.

Leifar af eldri blaðmerkingu með rauðu bleki í efra rektó-horn. Blekið hefur dofnað.

Kveraskipan

Sex kver:

  • Kver [V]: bl. 30-32 (30, 31, 32), 3 stök blöð. Þrjú stök blöð frá hluta II.
  • Kver VI: bl. 33-40 (33+40, 34+39, 35+38, 36+37), 4 tvinn.
  • Kver VII: bl. 41-50 (41+50, 42+49, 43+48, 44+47, 45+46), 5 tvinn.
  • Kver VIII: bl. 51-58 (51+58, 52+57, 53+56, 54+55), 4 tvinn.
  • Kver IX: bl. 59-66 (59+66, 60+65, 61+64, 62+63), 4 tvinn.
  • Kver X: bl. 67-74 (67+74, 68+73, 69+72, 70+71). 4 tvinn.
  • Kver XII: bl. 75-78 (75+78, 76+77), 2 tvinn.

Umbrot
  • Eindálka.
  • Leturflötur er 160 mm x 125 mm
  • Línufjöldi er 25-28.
  • Saga endar í totu (bl. 50r, 74r).
  • Griporð, pennaflúruð.
Ástand

Skrifarar og skrift

Með hendi Jóns Þórðarsonar, blandar saman fljótaskrift og kansellískrift. Griporð eru skrifuð í fljótaskrift og fyrirsagnir og fyrsta lína oftm með kansellískrift.

Skreytingar

Upphafstafir blekdregnir skrautstafir, (5 línur) (bl. 30r, 50v), aðrir ekkert skreyttir.

Fyrirsögn og fyrsta lína skrifuð í kansellískrift.

Á stöku stað, skreyting við eða umhverfis griporð.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Spássíugreinar með hendi skrifara.

Fylgigögn

Sjá hér fyrir ofan.

Uppruni og ferill

Uppruni

Sjá fyrir ofan.

Ferill

Sjá viðbætur.

Notaskrá

Höfundur: Björn Karel Þórólfsson
Titill: Rímur fyrir 1600
Titill: Fornaldar sögur Norðrlanda II.
Ritstjóri / Útgefandi: Rafn, C. C.
Titill: Fornaldar sögur Norðrlanda I.
Ritstjóri / Útgefandi: Rafn, C. C.
Höfundur: Jón Helgason
Titill: Til Heiðreks sagas overleveringshistorie,
Umfang: 9
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn