Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

AM 344 a 4to

Skoða myndir

Örvar-Odds saga; Ísland, 1350-1400

Nafn
Árni Magnússon 
Fæddur
13. nóvember 1663 
Dáinn
7. janúar 1730 
Starf
Prófessor 
Hlutverk
Fræðimaður; Höfundur; Skrifari; Ljóðskáld 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Þórunn Sigurðardóttir 
Fædd
14. janúar 1954 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Guðrún Ingólfsdóttir 
Fædd
1. maí 1959 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Kålund, Kristian Peter Erasmus 
Fæddur
19. ágúst 1844 
Dáinn
4. júlí 1919 
Starf
Bókavörður 
Hlutverk
Fræðimaður 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Dall, Birgitte 
Fædd
1912 
Dáin
1989 
Starf
Forvörður 
Hlutverk
Bókbindari 
Ítarlegri upplýsingar
Tungumál textans
Íslenska

Innihald

(1r-24v)
Örvar-Odds saga
Titill í handriti

„Örvar-Odds saga“

Upphaf

Grímur hét maður og kallaður loðinkinni …

Niðurlag

„… og þar vaxið upp sá ættbogi sem frá henni hefir komið.“

Baktitill

„Og lýkur hér nú sögu Örvar-Odds eftir því sem [eg] hefi hana á bókum heyrt. En þó að eg hafi mörg orð þau mælt eða framsagt í þessi sögu er ónytsamleg eru, því að eg veit eigi hvort nokkurt orð er satt eða ekki, þá bið eg þess að Guð almáttugur láti engan gjalda, þann er les eða hlýðir eða ritar. Nú sé Guð varðveitandi oss frá öllum illum hlutum meðan vér lifum hér í heimi en styrki oss til allra góðra hluta, en eftir þessa heims líf förum vér með honum sjálfum til eilífrar dýrðar þeirrar er hann hefir fyrir búið öllum sínum vinum um óendilegar aldir alda. Amen.“

Vensl

Áður ranglega skráð sem KBAdd. 76 b 4to.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
i + 24 + i blöð (214-216 mm x 152-155 mm). Tvö öftustu blöðin eru örlítið minni.
Tölusetning blaða

Handritið hefur verið blaðmerkt síðar með rauðu bleki, 1-24.

Kveraskipan

Þrjú kver.

 • Kver I: bl. 1-7, 3 tvinn og stakt blað.
 • Kver II: bl. 8-15, 4 tvinn.
 • Kver III: bl. 16-24, 4 tvinn og stakt blað.

Ástand

 • Handritið er nokkuð skítugt og blettótt. Texti er örlítið skertur vegna þessa á bl. 16r. Á bl. 19v hefur blek runnið til í nokkrum orðum, líklega vegna vatnsskemmda. Á bl. 24v eru nokkur orð afmáð vegna slits.
 • Nokkur orð hafa verið skafin burt á bl. 1r.
 • Gat sem hefur orðið til við verkun á bl. 13, dálítill hárbrúskur hefur orðið eftir þar.

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca 170-178 mm x 117-135 mm.
 • Línufjöldi er ca 31-36.
 • Víða gatað fyrir línum.

Skrifarar og skrift

Ýmsar hendur.

Óþekktir skrifarar, textaskrift (fremst) og árléttiskrift.

Skreytingar

Upphafsstafir í ýmsum litum, rauðum, bláum og grænum.

Rauður titill og kaflafyrirsagnir, en víðast máð.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

 • Titill er með rauðu bleki lengst til hægri í fyrstu línu, en Árni Magnússon afritar hann efst fyrir miðju með svörtu bleki.
 • Mjög víða eru leiðréttingar með yngri hendi á spássíum og er stundum strikað yfir orð í texta, sumt kann að vera lesbrigði.
 • Á neðri spássíu á bl. 10r stendur: „eg Ívissi Ívarsson og Ingibjörg“. Einnig er spássíugrein á neðri spássíu bl. 23v og texti á neðri hluta bl. 24v sem reyndar er nokkurn veginn ólæsilegur.

Band

Band frá 19. öld (228 mm x 168 mm x 14 mm). Pappaspjöld klædd pappír með ljósu marmaramynstri. Grátt skinn á kili og hornum. Saurblöð tilheyra bandi. Upprunaleg saumgöt eru við kjöl en hafa ekki öll verið notuð þegar handritið var bundið aftur.

Fylgigögn

Fastur seðill (164 mm x 104 mm) fremst með hendi Árna Magnússonar með upplýsingum um feril: „Þessi Örvar-Odds saga var aftan við Alexandri Magni [Alexanders] sögu, með ágætri gamalli hendi ritara. Ég separeraði þetta. Bókina hefi ég fengið í Noregi.“

Uppruni og ferill

Uppruni

 • Handritið er skrifað á Íslandi. Það er tímasett til ca 1350-1400 (sjá ONPRegistre, bls. 452), en til um 1400 í Katalog I, bls. 579.
 • Handritið var áður hluti af stærri bók með Alexanders sögu sem Árni Magnússon hlutaði sundur (sjá seðil). Um feril þessarar bókar sjá AM 519 a 4to.

Ferill

Árni Magnússon fékk handritið í Noregi (sjá seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 8. nóvember 1982.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Viðgerðarsaga

Viðgert (minni háttar) af Birgitte Dall 1981. Teikning af heftingu liggur með handritinu.

Myndir af handritinu

 • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
 • Svart-hvítar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, sem keypti þær af Arne Mann Nielsen í febrúar 1981.

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
Ordbog over det norrøne prosasprog: Registreed. Den arnamagnæanske kommision
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamlinged. Kristian Kålund
Aðalheiður Guðmundsdóttir„Stóð og stjörnur“, Hallamál : rétt Haraldi Bernharðssyni fimmtugum 12. apríl 20182018; s. 7-10
Stefka G. Eriksen„Emotional religiosity and religious happiness in Old Norse literature and culture“, Arkiv för nordisk filologi2018; 133: s. 53-83
Hreinn BenediktssonLinguistic studies, historical and comparative
Silvia V. HufnagelSörla saga sterka : studies in the transmission of a fornaldarsaga
Jón Helgason„Introduction“, Alexanders saga: Alexanders saga the Arna-Magnæan manuscript 519A, 4to1966; s. v-xxxiii
Jón Helgason„Småstykker 1,2 og 8“, s. 278-283, 289-291
Elise Kleivane„Sagaene om Oddr og Eiríkr : ei teksthistorisk tilnærming til to fornaldersagaer“, Fornaldarsagaerne : myter og virkelighed : studier i de oldislandske fornaldarsögur Norðurlanda2009; s. 27-47
Didrik Arup Seip„Palæografi. B. Norge og Island“, Nordisk kultur1954; 28:B
Stefán KarlssonIslandsk bogeksport til Norge i middelalderen, 1979; s. 1-17
Stefán Karlsson„Islandsk bogeksport til Norge i middelalderen“, Stafkrókar : ritgerðir eftir Stefán Karlsson gefnar út í tilefni sjötugsafmælis hans 2. desember 1998, 2000; 79: s. 188-205
« »