Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 335 4to

Sögubók ; Ísland, 1390-1410

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1v-11r)
Sturlaugs saga starfsama
Upphaf

Allir þeir menn er sannfróðir eru…

Athugasemd

Árni Magnússon hefur skrifað upphafið á meðfylgjandi seðil.

Árni strikar undir upphafsorðin og skrifar fyrir ofan línu … menn þeir

Blöð 1 og 2 eru að mestu ólæsileg; sömuleiðis blöð 7 og 8. Önnur blöð sögunnar eru illæsileg á köflum (sbr. t.d. blað 3).

2 (11r-14v)
Um Samson
Upphaf

[M]aður er …

Athugasemd

Um Samson þann úr biblíunni. Töluverður hluti sögunnar er ill- eða ólæsilegur (sjá t.d. blöð 11v og 14r).

Efnisorð
3 (15r-16v)
Af þremur kumpánum
Titill í handriti

Um kóngsson, hertogason og jarlsson

Upphaf

[S]vo er sagt að …

Niðurlag

… lýkur hér þessháttar efni.

Efnisorð
4 (16v-18v)
Af þremur þjófum í Danmörk
Titill í handriti

Um III þjófa í Danmörk

Niðurlag

… og er nú úti þessa frásögu.

Athugasemd

  • Hluti af texta á blaði 16v er ólæsilegur.

Efnisorð
5 (18v)
Af sjö listum og sjö dyggðum og sjö leikum
Upphaf

[E]inn lærisveinn spurði meistara sinn …

Athugasemd

Hugo Gering, Islendzk æventyri , Halle 1882, bls. 172 (LVII.).

Efnisorð
6 (18v)
Um heilræði er einn arabískur maður kenndi syni sínum
Athugasemd

Hugo Gering, Islendzk æventyri , Halle 1882, bls. 172 (LVIII.).

Efnisorð
7 (18v)
Frá skógfaranda manni og einum ormi
Athugasemd

Hugo Gering, Islendzk æventyri , Halle 1882, bls. 173 (LIX.).

Efnisorð
8 (18v)
Af versificatori er gjörðist portari
Niðurlag

… hann er eigi vildi í fyrstu t[.]ka lostigr […]

Athugasemd

Hugo Gering, Islendzk æventyri , Halle 1882, bls. 173-74 (LX.).

Efnisorð
9 (19r-31r)
Gibbons saga
Titill í handriti

Gibbons saga

Upphaf

[V]ilhhjálmur hefur kóngur heitið …

Athugasemd

Blað 30v og niðurlag texta sögunnar á blaði 31r er ólæsilegt.

Efnisorð
10 (31r)
Hverju áköllun heilagrar Dórótheu getur áorkað
Upphaf

Sanna dóttur hefi …

Niðurlag

… mega honum ei skaða gjöra.

Athugasemd

Fyrir neðan stendur: Klórar þetta

Kålund telur þennan þátt skrifaðan um 1500 (sbr. Katalog I , bls. 575).

11 (31v-34v)
Drauma-Jóns saga
Titill í handriti

Drauma Jóns saga

Upphaf

[……] er maður nefndur …

Efnisorð
12 (34v-35v)
Af rómverska dáranum
Athugasemd

Það vantar aftan af handritinu, því nýtt efni hefst í síðustu línu á blaði 35v. Leifar eru af blaði 36 sem myndað hefur tvinn við blað 31. Það hefur verið skorið í sundur nálægt miðju svo þar er engar textaleifar að finna.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
35 blöð (195-222 null x 152-155 null). Blað 1r er autt.
Tölusetning blaða

  • Síðari tíma blaðmerking með dökku bleki, 1-35.

Kveraskipan

Fimm kver.

  • Kver I: blöð 1-8, 4 tvinn.
  • Kver II: blöð 9-14, 3 tvinn.
  • Kver III: blöð 15-24, 5 tvinn.
  • Kver IV: blöð 25-30, 3 tvinn.
  • Kver V: blöð 31-35, 2 tvinn + 1 stakt blað.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 155-165 null x 110-120 null.
  • Línufjöldi er ca 29-37.

Ástand

  • Blöðin eru afar snjáð og skriftin meira og minna máð. Texti er því ill- eða ólæsilegur (sbr. t.d. blöð 30v og 35v). Rifur (sjá t.d. blöð 14 og 35) og annars konar skemmdir á mörgum blaðanna (sjá t.d. blað 3) bera vitni um slæma meðferð.
  • Það vantar aftan af handritinu.
  • Blöðin eru mjög stökk og neðri horn blaða eru víða undin vegna notkunar (sbr. t.d. blöð 9-15).

Skrifarar og skrift

Ýmsar hendur; árléttiskrift.

Skreytingar

Skreytingar og fyrirsagnir með rauðum lit hafa eins og letrið almennt víða máðst út og nánast horfið alveg:

  • Sumstaðar má þó greina leifar upphafsstafa, sbr. á blöðum 28v-29r. Á blaði 30r sést upphafsstafur þó greinilega.

  • Fyrirsagnir með rauðum lit eru hvergi að því er best verður séð en eyður í handriti gefa til kynna það sem hugsanlega var en rauði liturinn er þá horfinn.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Titlum á helstu sögum handritsins hefur verið bætt við síðar (sjá t.d. fyrirsagnir á blöðum 15r og 31v).
  • Spássíukrot af ýmsu tagi, s.s. á blöðum 14v-15r og 29v-30v.

Band

Band (233 null x 176 null x 43 null) er frá 10.-28. febrúar 1967.

Spjöld eru klædd fínofnum striga. Skinn á hornum og kili. Saumað á móttök.

Gamalt band er umslag úr selskinni.

Fylgigögn

  • Seðill sem á eru upplýsingar Kålunds um færsludag hans, safnmark og blaðfjölda.
  • Efnisyfirlit er á seðli (132 mm x 111 mm) með hendi Árna Magnússonar (sjá einnig AM 435 a-b 4to): Sturlaugs saga um Samson, ex Biblus um konungsson hertogason og Jarlsson. Um þrjá þjófa í danskri Gibbons söga. [yfirstrikað: 2. ævintýr] Drauma-Jóns saga og ævintýr [með smærri skrift með dökku bleki: (af rómverska dáranum)].
  • Á seðli (73 mm x 296 mm) við Sturlaugs sögu starfsama hefur Árni Magnússon afritað þrjár fyrstu línur sögunnar, en þær eru illlæsilegar í handritinu: Allir þeir menn [skrifað fyrir ofan: menn þeir] er sannfróðir eru að um tíðindi, vita það að Grikkir og Asíamenn byggðu Norðurálfuna [skrifað fyrir ofan: löndum]. Hófst þá tunga sú er síðan dreifðist um öll lönd. Formaður þess fólks hét Óðinn er menn telja ættir til. Í þann tíma réð sá konungur fyrir í Þrándheimi í Noregi er Haraldur Gullmundur heitir.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er er skrifað á Íslandi og tímasett til um 1400 í  Katalog I , bls. 574. Kålund telur og að hluti af blaði 31r sé skrifaður um 1500 (þ.e. efnisþáttur nr. 10) (sjá einnig ONPRegistre , bls. 452).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 26. nóvember 1993.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH skráði handritið 25. maí 2009; lagfærði í nóvember 2010,  GI skráði 12. júní 2001, Kålund gekk frá handritinu til skráningar 15. mars 1887. Katalog I> , bls. 574-575 (nr. 1082).

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið 10.-28. febrúar 1967. Gamalt band liggur í kassa með handritinu.

Birgitte Dall gerði við handritið 2.-9. mars 1963.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: , Úlfhams saga
Ritstjóri / Útgefandi: Aðalheiður Guðmundsdóttir
Umfang: 53
Titill: Fornaldar sögur Norðrlanda III.
Ritstjóri / Útgefandi: Rafn, C. C.
Höfundur: Hreinn Benediktsson
Titill: Linguistic studies, historical and comparative
Titill: Íslendzk æventýri: Isländische Legenden, Novellen und Märchen
Ritstjóri / Útgefandi: Gering, Hugo
Umfang: I-II
Höfundur: Jakob Benediktsson
Titill: Some observations on Stjórn and the manuscript AM 227 fol, Gripla
Umfang: 15
Titill: "Enoks saga",
Ritstjóri / Útgefandi: Louis-Jensen, Jonna
Umfang: s. 225-237
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Overgaard, Mariane
Titill: AM 124 8vo: En islandsk schwank-samling,
Umfang: s. 268-317
Höfundur: Page, R. I.
Titill: , Gibbons saga
Umfang: 2
Titill: Arkiv för nordisk Filologi, Noen bemerkninger om norrøne bibelfragmenter
Ritstjóri / Útgefandi: Astås, Reidar
Umfang: s. 125-137
Titill: Stjórn: tekst etter håndskriftene
Ritstjóri / Útgefandi: Astås, Reidar
Höfundur: Svanhildur Óskarsdóttir
Titill: Kvennablómi, Geislabaugur fægður Margaret Cormack sextugri 23. ágúst 2012
Umfang: s. 73-75

Lýsigögn