Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

AM 335 4to

Handrit hefur ekki verið myndað stafrænt

Sögubók; Ísland, 1390-1410

Nafn
Árni Magnússon 
Fæddur
13. nóvember 1663 
Dáinn
7. janúar 1730 
Starf
Prófessor 
Hlutverk
Fræðimaður; Höfundur; Skrifari; Ljóðskáld 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Valgerður Hilmarsdóttir 
Fædd
15. maí 1956 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Guðrún Ingólfsdóttir 
Fædd
1. maí 1959 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Tungumál textans
Íslenska

Innihald

1(1v-11r)
Sturlaugs saga starfsama
Upphaf

Allir þeir menn er sannfróðir eru…

Aths.

Árni Magnússon hefur skrifað upphafið á meðfylgjandi seðil.

Árni strikar undir upphafsorðin og skrifar fyrir ofan línu … menn þeir

Blöð 1 og 2 eru að mestu ólæsileg; sömuleiðis blöð 7 og 8. Önnur blöð sögunnar eru illæsileg á köflum (sbr. t.d. blað 3).

2(11r-14v)
Um Samson
Upphaf

[M]aður er …

Aths.

Um Samson þann úr biblíunni. Töluverður hluti sögunnar er ill- eða ólæsilegur (sjá t.d. blöð 11v og 14r).

Efnisorð
3(15r-16v)
Af þremur kumpánum
Titill í handriti

„Um kóngsson, hertogason og jarlsson “

Upphaf

[S]vo er sagt að …

Niðurlag

„… lýkur hér þessháttar efni.“

Efnisorð
4(16v-18v)
Af þremur þjófum í Danmörk
Titill í handriti

„Um III þjófa í Danmörk“

Niðurlag

„… og er nú úti þessa frásögu.“

Aths.
 • Hluti af texta á blaði 16v er ólæsilegur.
Efnisorð
5(18v)
Af sjö listum og sjö dyggðum og sjö leikum
Upphaf

[E]inn lærisveinn spurði meistara sinn …

Aths.

Hugo Gering, Islendzk æventyri, Halle 1882, bls. 172 (LVII.).

Efnisorð
6(18v)
Um heilræði er einn arabískur maður kenndi syni sínum
Aths.

Hugo Gering, Islendzk æventyri, Halle 1882, bls. 172 (LVIII.).

Efnisorð
7(18v)
Frá skógfaranda manni og einum ormi
Aths.

Hugo Gering, Islendzk æventyri, Halle 1882, bls. 173 (LIX.).

Efnisorð
8(18v)
Af versificatori er gjörðist portari
Niðurlag

„… hann er eigi vildi í fyrstu t[.]ka lostigr […]“

Aths.

Hugo Gering, Islendzk æventyri, Halle 1882, bls. 173-74 (LX.).

Efnisorð
9(19r-31r)
Gibbons saga
Titill í handriti

„Gibbons saga“

Upphaf

[V]ilhhjálmur hefur kóngur heitið …

Aths.

Blað 30v og niðurlag texta sögunnar á blaði 31r er ólæsilegt.

Efnisorð
10(31r)
Hverju áköllun heilagrar Dórótheu getur áorkað
Upphaf

Sanna dóttur hefi …

Niðurlag

„… mega honum ei skaða gjöra.“

Aths.

Fyrir neðan stendur: „Klórar þetta“

Kålund telur þennan þátt skrifaðan um 1500 (sbr. Katalog I, bls. 575).

11(31v-34v)
Drauma-Jóns saga
Titill í handriti

„Drauma Jóns saga“

Upphaf

[……] er maður nefndur …

Efnisorð
12(34v-35v)
Af rómverska dáranum
Aths.

Það vantar aftan af handritinu, því nýtt efni hefst í síðustu línu á blaði 35v. Leifar eru af blaði 36 sem myndað hefur tvinn við blað 31. Það hefur verið skorið í sundur nálægt miðju svo þar er engar textaleifar að finna.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
35 blöð (195-222 mm x 152-155 mm). Blað 1r er autt.
Tölusetning blaða

 • Síðari tíma blaðmerking með dökku bleki, 1-35.

Kveraskipan

Fimm kver.

 • Kver I: blöð 1-8, 4 tvinn.
 • Kver II: blöð 9-14, 3 tvinn.
 • Kver III: blöð 15-24, 5 tvinn.
 • Kver IV: blöð 25-30, 3 tvinn.
 • Kver V: blöð 31-35, 2 tvinn + 1 stakt blað.

Ástand

 • Blöðin eru afar snjáð og skriftin meira og minna máð. Texti er því ill- eða ólæsilegur (sbr. t.d. blöð 30v og 35v). Rifur (sjá t.d. blöð 14 og 35) og annars konar skemmdir á mörgum blaðanna (sjá t.d. blað 3) bera vitni um slæma meðferð.
 • Það vantar aftan af handritinu.
 • Blöðin eru mjög stökk og neðri horn blaða eru víða undin vegna notkunar (sbr. t.d. blöð 9-15).

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca 155-165 mm x 110-120 mm.
 • Línufjöldi er ca 29-37.

Skrifarar og skrift
Skreytingar

Skreytingar og fyrirsagnir með rauðum lit hafa eins og letrið almennt víða máðst út og nánast horfið alveg:

 • Sumstaðar má þó greina leifar upphafsstafa, sbr. á blöðum 28v-29r. Á blaði 30r sést upphafsstafur þó greinilega.

 • Fyrirsagnir með rauðum lit eru hvergi að því er best verður séð en eyður í handriti gefa til kynna það sem hugsanlega var en rauði liturinn er þá horfinn.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

 • Titlum á helstu sögum handritsins hefur verið bætt við síðar (sjá t.d. fyrirsagnir á blöðum 15r og 31v).
 • Spássíukrot af ýmsu tagi, s.s. á blöðum 14v-15r og 29v-30v.

Band

Band (233 mm x 176 mm x 43 mm) er frá 10.-28. febrúar 1967.

Spjöld eru klædd fínofnum striga. Skinn á hornum og kili. Saumað á móttök.

Gamalt band er umslag úr selskinni.

Fylgigögn

 • Seðill sem á eru upplýsingar Kålunds um færsludag hans, safnmark og blaðfjölda.
 • Efnisyfirlit er á seðli (132 mm x 111 mm) með hendi Árna Magnússonar (sjá einnig AM 435 a-b 4to): „Sturlaugs saga um Samson, ex Biblus um konungsson hertogason og Jarlsson. Um þrjá þjófa í danskri Gibbons söga. [yfirstrikað: 2. ævintýr] Drauma-Jóns saga og ævintýr [með smærri skrift með dökku bleki: (af rómverska dáranum)].“
 • Á seðli (73 mm x 296 mm) við Sturlaugs sögu starfsama hefur Árni Magnússon afritað þrjár fyrstu línur sögunnar, en þær eru illlæsilegar í handritinu: „Allir þeir menn [skrifað fyrir ofan: menn þeir] er sannfróðir eru að um tíðindi, vita það að Grikkir og Asíamenn byggðu Norðurálfuna [skrifað fyrir ofan: löndum]. Hófst þá tunga sú er síðan dreifðist um öll lönd. Formaður þess fólks hét Óðinn er menn telja ættir til. Í þann tíma réð sá konungur fyrir í Þrándheimi í Noregi er Haraldur Gullmundur heitir.“

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er er skrifað á Íslandi og tímasett til um 1400 í Katalog I, bls. 574. Kålund telur og að hluti af blaði 31r sé skrifaður um 1500 (þ.e. efnisþáttur nr. 10) (sjá einnig ONPRegistre, bls. 452).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 26. nóvember 1993.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH skráði handritið 25. maí 2009; lagfærði í nóvember 2010,  GI skráði 12. júní 2001, Kålund gekk frá handritinu til skráningar 15. mars 1887.Katalog I>, bls. 574-575 (nr. 1082).

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið 10.-28. febrúar 1967. Gamalt band liggur í kassa með handritinu.

Birgitte Dall gerði við handritið 2.-9. mars 1963.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
Íslendzk æventýri: Isländische Legenden, Novellen und Märchened. Hugo Gering1882-1884; I-II
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamlinged. Kristian Kålund
ONPRegistre
Úlfhams saga, ed. Aðalheiður Guðmundsdóttir2001; 53
„Noen bemerkninger om norrøne bibelfragmenter“, Arkiv för nordisk Filologied. Reidar Astås1970; s. 125-137
Stjórn : tekst etter håndskrifteneed. Reidar Astås
Haraldur Bernharðsson„Skrifandi bændur og íslensk málsaga. Vangaveltur um málþróun og málheimildir“, Gripla2002; 13: s. 175-197
Hreinn BenediktssonLinguistic studies, historical and comparative
Jakob Benediktsson„Some observations on Stjórn and the manuscript AM 227 fol“, Gripla2004; 15: s. 7-42
Regina JuckniesDer Horizont eines Schreibers : Jón Eggertsson (1643-1689) und seine Handschriften
„"Enoks saga"“, ed. Jonna Louis-Jensens. 225-237
Mariane Overgaard„AM 124 8vo: En islandsk schwank-samling“, s. 268-317
R. I. PageGibbons saga, 1960; 2
Fornaldar sögur Norðrlanda III.ed. C. C. Rafn
Christopher SandersTales of knights. Perg. fol. nr 7 in The Royal Library, Stockholm, Manuscripta Nordica. Early Nordic Manuscritps in Digital Facsimile2000; I
Svanhildur Óskarsdóttir„Kvennablómi“, Geislabaugur fægður Margaret Cormack sextugri 23. ágúst 20122012; s. 73-75
« »