Skráningarfærsla handrits

AM 294 4to

Hálfdanar saga Brönufóstra ; Ísland, 1690-1710

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-91v)
Hálfdanar saga Brönufóstra
Titill í handriti

Sagan af Häldäne Brønu|föſtra

Upphaf

Hryngur er kongur nefndur. Hann ried firir Danmörk ...

Niðurlag

... og endar hier sogu af Haldane Bronu fostra.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

  • Vatnsmerki 1: Aðalmerki: Stórt skjaldarmerki Amsterdam, ekkert fangamark fyrir neðan. Lítil kóróna innan í stærri kórónu (bl. 2, 4, 5, 7, 10, 11, 14, 15, 17, 19, 22, 24, 26, 27, 30, 31, 34, 36, 37, 39, 57, 59, 62, 64, 66, 67, 70, 71, 74, 76, 77, 79, 81, 84, 85, 88, 90, 91 ).

    Mótmerki, fangamark ET (bl. 1, 3, 6, 8, 9, 12, 13, 16, 18, 20, 21, 23, 25, 28, 29, 32, 33, 35, 38, 40, 58, 60, 61, 63, 65, 68, 69, 72, 73, 75, 78, 80, 82, 83, 86, 87, 89, 92 ).

  • Vatnsmerki 2: Aðalmerki: Skjaldarmerki Amsterdam, fangamark PL? og kórónan er breiðari (bl. 41, 44, 45, 48, 49, 51, 54, 56 ).

    Mótmerki 1: Fangamark með tveimur eða þremur stöfum (bl. 42, 43, 46, 47, 50, 52, 53, 55 ).

Vatnsmerki 1 má einnig finna í AM 363 4to III.
Blaðfjöldi
i + 91 + i blað (210 mm x 160 mm).
Tölusetning blaða

Blaðsíðumerking 361-542.

Yngri blaðmerking á miðri efri spássíu rektósíðna.

Kveraskipan

Tólf kver:

  • Kver I: bl. 1-8 (1+8, 2+7, 3+6, 4+5), 4 tvinn.
  • Kver II: bl. 9-16 (9+16, 10+15, 11+14, 12+13), 4 tvinn.
  • Kver III: bl. 17-24 (17+24, 18+23, 19+22, 20+21), 4 tvinn.
  • Kver IV: bl. 25-32 (25+32, 26+31, 27+30, 28+29), 4 tvinn.
  • Kver V: bl. 33-40 (33+40, 34+39, 35+38, 36+37), 4 tvinn.
  • Kver VI: bl. 41-48 (41+48, 42+47, 43+46, 44+45), 4 tvinn.
  • Kver VII: bl. 49-56 (49+56, 50+55, 51+54, 52+53), 4 tvinn.
  • Kver VIII: bl. 57-64 (57+64, 58+63, 59+62, 60+61), 4 tvinn.
  • Kver IX: bl. 65-72 (65+72, 66+71, 67+70, 68+69), 4 tvinn.
  • Kver X: bl. 73-80 (73+80, 74+79, 75+78, 76+79), 4 tvinn.
  • Kver XI: bl. 81-88 (81+88, 82+87, 83+86, 84+85), 4 tvinn.
  • Kver XII: bl. 89-92 (89+92, 90+91), 2 tvinn.

Kveramerking frá "Aa" á bl. 1r til "Mm" á bl. 89r.
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 165 mm x 130 mm.
  • Línufjöldi er 18-21
  • Aðeins er skrifað á versósíðu hverrar opnu.

Ástand

  • Jaðar á sumum blöðum, dekkri.
  • Bleksmitun.
  • Gert hefur verið við sum blöð við kjöl með japönskum pappír.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, fljótaskrift.

Skreytingar

Í fyrri hluta handritsins eru pennaflúr á efri hluta versósíðna og neðri hluta rektósíðna

Höfuðstafir skrifaðir aðeins stærri, allt að tveimur línum.

Fyrirsagnir eru skrifaðar í skrautlegri kansellískrift.

Band

Band frá 1982.

Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk.

Í eldra bandi voru spjöld og kjölur klædd bókfelli úr Jónsbókarhandriti frá 16. öld (því sama og notað er í band AM 286 4to, AM 288 4to, AM 289 4to og AM 290 4to). Hér er varðveitt brot úr Rekabálki.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað í Kaupmannahöfn, Danmörk.

Handritið er tímasett til um 1700 í  Katalog I, bls. 539.

Ferill

Áður en Árni Magnússon átti stærra handritið sem þessi eining er hluti af var það sennilega í vörslu Thomasar Bartholin.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 18. október 1983.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
  • MJG fór yfir skráningu með gögnum frá BS, 14. febrúar 2024.
  • GI skráði 16. maí 2001.
  • Tekið eftir Katalog I, bls. 539 (nr. 1027). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í nóvember 1886.
Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið 1982. Eldra band fylgir, þó ekki það band sem um getur í skrá Kålunds og nú er trúlega hluti af blöðum AM 173 4to.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Höfundur: Jóhannes Bjarni Sigtryggsson
Titill: Hálfdanar saga Brönufóstra (a- og b-gerð)
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn