Skráningarfærsla handrits

AM 264 4to

Skjöl Helgafellsklausturs ; Ísland, 1606

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-12v)
Skjöl Helgafellsklausturs
Athugasemd

Um það bil 50 skjöl varðandi jarðeignir Helgafellsklausturs, að stærstum hluta um landamerki.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír
Blaðfjöldi
12 blöð ().
Umbrot

Ástand

Límt yfir bl. 1r.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Árni Magnússon bætir við saurblaði, en á því eru upplýsingar um bókina sem hdr. var tekið úr (sjá fylgigögn).

Band

Band frá því í nóvember 1973.  

Spjöld og kjölur klædd bókfelli sem skrifað er á að innanverðu.  

Fylgigögn

  • Seðill (136 mm x 142 mm)með hendi Árna Magnússonar: Útskorið úr dómabók Gísla Þórðarsonar etc. í Stapaumbodi er ég fékk af Þórði Péturssyni á Hólmi.
  • Bréf frá Páli Hákonarsyni

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er tímasett til 1606 í  Katalog I , bls. 522, en það var áður hluti af Dómabók Gísla Þórðarsonar (sjá seðil).

Ferill

Árni Magnússon fékk bókina sem handritið er tekið úr hjá Þórði Péturssyni á Hólmi (sjá seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 13. febrúar 1974.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog I , bls. 522 (nr. 995). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í nóvember 1886. GI skráði 3. október 2001. Már Jónsson skráði seðla Árna Magnússonar í febrúar 2000.

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið í nóvember 1973. Eldra band fylgir.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, sem keypti þær af Arne Mann Nielsen í október 1973.

Notaskrá

Höfundur: Eiríkur Þormóðsson, Guðrún Ása Grímsdóttir
Titill: Oddaannálar og Oddverjaannáll,
Umfang: 59
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Sveinbjörn Rafnsson
Titill: Saga, Skjalabók Helgafellsklausturs = Registrum Helgafellense
Umfang: 17
Lýsigögn
×

Lýsigögn