Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

AM 243 4to

Handrit hefur ekki verið myndað stafrænt

Bréfabók Odds biskups Einarssonar; Ísland, 1600-1650

Nafn
Oddur Einarsson 
Fæddur
21. ágúst 1559 
Dáinn
28. desember 1630 
Starf
Biskup 
Hlutverk
Höfundur; Þýðandi; Viðtakandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Gísli Jónsson 
Fæddur
1515 
Dáinn
3. september 1587 
Starf
Biskup 
Hlutverk
Eigandi; Skrifari; Höfundur 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Árni Magnússon 
Fæddur
13. nóvember 1663 
Dáinn
7. janúar 1730 
Starf
Prófessor 
Hlutverk
Fræðimaður; Höfundur; Skrifari; Ljóðskáld 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Oddur Sigurðsson 
Fæddur
1681 
Dáinn
6. ágúst 1741 
Starf
Lögmaður 
Hlutverk
Eigandi; Höfundur 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Þórunn Sigurðardóttir 
Fædd
14. janúar 1954 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Guðrún Ingólfsdóttir 
Fædd
1. maí 1959 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Kålund, Kristian Peter Erasmus 
Fæddur
19. ágúst 1844 
Dáinn
4. júlí 1919 
Starf
Bókavörður 
Hlutverk
Fræðimaður 
Ítarlegri upplýsingar
Tungumál textans
Íslenska

Innihald

(1r-45v)
Bréfabók Odds biskups Einarssonar
Aths.

Upplýsingar og fróðleikur frá biskupnum og fyrir hann, fyrst og fremst frá síðustu árum hans, einkum árinu 1630. Meðal efnis: afrit af bréfum, útdráttur úr bréfabók Gísla Jónssonar biskups, fróðleikur um prestaköll biskupsdæmisins, minnisgreinar um alþingi (1620 og 1622), frásögn af óhöppum í Skálholti við jarðskjálfta og eldgos árið 1630 og þar með upplýsingar um bækur og handrit sem biskupinn missti í eldi, afgjöld til biskupsstólsins o.fl.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 45 + i blöð (210 mm x 170 mm). Auð blöð: 1v, 4v-5v, 12v-13v, 19-20, 31, 38v, 39v.
Tölusetning blaða

Handritið hefur verið blaðmerkt síðar með bláu bleki á neðri spássíu 1-45.

Ástand

 • Blöð 8-9 eru mjög illa farin. Einnig hefur rifnað eða morknað af efra horni blaða 32-45 og hefur texti skerst við það á sex öftustu blöðunum.
 • Skorið hefur verið af handritinu við band og hefur texti á bl. 41-45 skerst við það.

Umbrot

 • Tvídálka nema fyrstu sjö blöðin.
 • Leturflötur er ca 175-180 mm x 140-155 mm.
 • Línufjöldi er ca 26-30.
 • Dálkar eru afmarkaðir með lóðréttu striki fyrir miðju blaði.

Skrifarar og skrift

Með ýmsum höndum, fljótaskrift.

Band

Band frá því í mars 1963 (213 mm x 170 mm x 10 mm). Pappaspjöld klædd brúnum mynstruðum pappír, safnmarksmiði á kili. Saurblöð tilheyra bandi. Handritið liggur í öskju.

Fylgigögn

Fastur seðill (197 mm x 160 mm) fremst með hendi Árna Magnússonar: „Memoralia H. Odds biskups frá monsieur Oddi Sigurðssyni“.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi. Það er tímasett til fyrri helmings 17. aldar í Katalog I, bls. 510.

Ferill

Árni Magnússon fékk handritið frá Oddi Sigurðssyni lögmanni (sjá seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 12. september 1973.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

 • ÞS skráði samkvæmt reglum TEI P522. desember 2009.
 • GI færði inn grunnupplýsingar 26. september 2001.
 • Kålund gekk frá handritinu til skráningar 21. desember 1886 (sjá Katalog I 1889:510 (nr. 969).

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið í mars 1963. Eldra band fylgdi ekki með.

Myndir af handritinu

 • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
 • Svart-hvítar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, sem keypti þær af Arne Mann Nielsen 20. mars 1972.

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamlinged. Kristian Kålund
Gísli Baldur Róbertsson„Nýtt af Bjarna Jónssyni lögbókarskrifara á Snæfjallaströnd“, Gripla2010; 21: s. 335-387
Anne Holtsmark„Ludvig Holm-Olsen: Håndskriftene af Konungs skuggsjá (Ritdómur)“, Arkiv för nordisk filologi
Jón Samsonarson„Bændaháttur“, Gripla1982; 5: s. 35-65
Didrik Arup Seip„Veraldar saga“, Arkiv för nordisk filologi1949; 64: s. 156-169
Stefán Karlsson„Introduction“, Sagas of Icelandic bishops. Fragments of eight manuscripts1967; s. 9-61
Guðrún Ása Grímsdóttir, Þórður Jónsson í HítardalÆttartölusafnrit séra Þórðar Jónssonar í Hítardal I-II
« »