Skráningarfærsla handrits

AM 240 I-II 4to

Varnarrit og skjöl í máli Jóns Sigmundssonar ; Ísland, 1590-1710

Innihald

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír
Blaðfjöldi
61 blað.
Band

Uppruni og ferill

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 24. nóvember 1973.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog I , bls. 508 (nr. 965). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í nóvember 1886 DKÞ tölvuskráði 5. ágúst 2003. ÞÓS skráði vatnsmerki 14. júlí 2020. EM uppfærði vatnsmerkin 15. júní 2023.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Hluti I ~ AM 240 I 4to

Tungumál textans
íslenska
1 (1r-35v)
Apologia, það er undirrétting uppá þær stóru, fáheyrðu sakir og þungu áfellisdóma
Athugasemd

Uppskrift eftir prentuðu varnarriti frá 1592, hinum fyrsta af þremur morðbréfabæklingum Guðbrands biskups Þorláksssonar.

Titill Árna Magnússonar á saurblaði fremst: Apologia Jons Sigmundzsonar möt ofr[idda]ke Gottskalks biskups. authore Hr Gudbrande Thorlakssyne gj[ohal]rd og prentud 1592.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír
Blaðfjöldi
35 blöð ().
Umbrot

Skrifarar og skrift

Ýmsar hendur.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Titill Árna Magnússonar á saurblaði fremst.
  • Athugagrein með hendi Árna Magnússonar á saurblaði fremst; á við um AM 240 II 4to (sjá neðar).
  • Athugagrein með hendi Árna Magnússonar fremst: Ex impresso in 8vo.
  • Spássíugreinar með hendi Árna Magnússonar.

Fylgigögn

Fimm seðlar með hendi Árna Magnússonar:

  • Seðill 1 (199 mm x 158 mm): Úr bók sem átt hefur Ari Magnússon og síðar Sigurður Magnússon á Skútustöðum. Er óefað komin frá Hólum úr documentum herra Guðbrands colligo me: Ég trúi óefað, að þetta sé eigin hönd Jóns Jónssonar lögmanns, og hefur þá Ari fengið bókina af Guðrúnu konu Jóns. Herra Guðbrandur controversia við Jón Jónsson lögmann. Herra Guðbrands skrif um falsbréfin upp á Jón Sigmundsson 1592. Er þar meir um Jón Sigmundsson og jarðaklaganir herra Guðbrands með Leiðarhólmsskrá.
  • Seðill 2 (280 mm x 159 mm): Apologia Jóns Sigmundssonar mót ofríki Gottskálks biskups authore herra Guðbrandi Þorlákssyni gjörð og prentuð 1592.
  • Seðill 3 (162 mm x 101 mm): Hér inn á milli lá Barðs-controversia herra Guðbrands, sem ekki var með þessari sömu hendi.
  • Seðill (156 mm x 97 mm) við bls. 27: Afsökunarbréf sitt, mun Jón Sigmundsson hafa upplesið á Alþingi 1506 heldur en 1507 imo 1506 ut puto. vide miserius.
  • Seðill (165 mm x 108 mm) við bls. 41: Þennan dóm hefi ég skrifaðan eftir lacere charta.

Uppruni og ferill

Uppruni

Uppskrift tímasett til c1700 í  Katalog I , bls. 508, gerð eftir prentuðu riti frá 1592.

Hluti II ~ AM 240 II 4to

Tungumál textans
íslenska
1 (1r-26v)
Um Jón Sigmundsson og jarðaklaganir hr. Guðbrands
Athugasemd

Málsskjöl í deilum Guðbrands Þorlákssonar biskups og Jóns Jónssonar lögmanns, að mestu dómar yfir Jóni Sigmundssyni, ásamt Leiðarhólmsskrá og bréfum um Jón og jarðir hans.

Titill Árna Magnússonar á saurblaði: Um Jon Sigmundzson og iardaklaganer hr. Gudbrandz .

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

  • Aðalmerki 1: Skjaldarmerki með ljóni (IS5000-04-0240_42v), bl. 40b42t53b54t61t57b58t65. Stærð: ? x 47 mm, fjarlægð á milli vatnslína á báðum megin vatnsmerkisins: 58 mm.

    Ekkert mótmerki.

    Notað frá 1590 til 1610.

  • Aðalmerki 2: Skjaldarmerki með ljóni (IS5000-04-0240_47v), bl. 4649b47t48b. Stærð: ? x 46 mm, fjarlægð á milli vatnslína á báðum megin vatnsmerkisins: 55 mm.

    Ekkert mótmerki.

    Notað frá 1590 til 1610.

Blaðfjöldi
26 blöð ().
Umbrot

Skrifarar og skrift

Ein hönd, Jón Jónsson (bl. 1 viðbót með annarri hendi).

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Bl. 1 innskotsblað með hendi skrifara Árna Magnússonar.
  • Autt innskotsblað milli bl. 2 og 3.
  • Titill Árna Magnússonar á saurblaði fremst.
  • Athugagreinar Árna Magnússonar um eigendur og skrifara á saurblöðum fremst í þessum hluta og framan við AM 240 I 4to.

Fylgigögn

Engir seðlar með hendi Árna Magnússonar.

Uppruni og ferill

Uppruni

Skjölin eru skrifuð með eigin hendi Jóns Jónssonar lögmanns (sbr. saurbl.) og eru tímasett til c1600 í  Katalog I , bls. 508. Voru áður hluti af annarri bók (sbr. saurbl.).

Ferill

Bókin sem þessi skjöl tilheyrðu var í eigu Ara Magnússonar, sem fékk hana líklega frá Guðrúnu Einarsdóttur, konu Jóns Jónssonar (sbr. saurbl.). Síðar átti hana Sigurður Magnússon á Skútustöðum (sbr. saurbl.)

Notaskrá

Höfundur: Guðvarður Már Gunnlaugsson
Titill: Sýnisbók íslenskrar skriftar
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×
  • Staður
  • Reykjavík
  • Stofnun
  • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
  • Vörsludeild
  • Stofnun Árna Magnússonar
  • Safn
  • Safn Árna Magnússonar
  • Safnmark
  • AM 240 I-II 4to
  • XML
  • Opna XML færslu  
  • Athugasemdir
  • Gera athugasemdir við handrit  

Lýsigögn