Skráningarfærsla handrits

AM 232 c 4to

Ritgerð Þorsteins Magnússonar móti alþingissamþykktinni 1632 um eyðslu fjár fyrir ómaga ; Ísland, 1600-1700

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-23v)
Þorsteins Magnússonar dissertatio móti alþingissamþykktinni 1632 um eyðslu fjár fyrir ómaga
Höfundur

Þorsteinn Magnússon

Titill í handriti

Þorſteins Magnuſſonar | Diſſertatio | moti Alþingis ſamþycktenne 1632. | um eydſlu fiar firi ömaga

Athugasemd

Titillinn er frá Árna Magnússyni.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír
Blaðfjöldi
23 blöð ().
Umbrot

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Titill handrits er á saurblaði með hendi Árna Magnússonar.

Band

 

Fylgigögn

Einn seðill (172 mm x 113 mm) með hendi Árna Magnússonar: Frá Gísla Guðmundssyni á Rauðalæk, til eignar, ut puto, ef ég vil. Einnig stendur á 2. saurblaði með hendi Árna Magnússonar: Þorsteins Magnússonar dissertatio móti Alþingissamþykktinni 1632 um eyðslu fjár fyrir ómaga.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er tímasett til 17. aldar í  Katalog I , bls. 501.

Ferill

Árni Magnússon fékk handritið frá Gísla Guðmundssyni á Rauðalæk (sjá seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 30. ágúst 1973.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog I , bls. 501 (nr. 957). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í nóvember 1886. GI skráði 25. september 2001.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn