Skráningarfærsla handrits

AM 232 b 4to

Meining Þorsteins Magnússonar um trúlofunar- og hjónabandsbrot ; Ísland, 1710

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-19r)
Meining Þorsteins Magnússonar um trúlofunar- og hjónabandsbrot
Höfundur

Þorsteinn Magnússon

Titill í handriti

Meining Þorſteins Magnuſsonar | vmm Trulofunar og Hiönabandzbrot

Athugasemd

Bl. 19v og 20 auð.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
19 blöð ().
Umbrot

Skrifarar og skrift

Ein hönd.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Aftan við, á bl. 19r, er athugasemd um ritunartíma, skrifara og forrit sem e-r hefur skrifað fyrir Árna Magnússon.

Band

 

Fylgigögn

Einn seðill (90 mm x 156 mm) með hendi Árna Magnússonar: Þorsteins Magnússonar (ut videtur). Ég fékk það á Skammbeinsstöðum 1708 og hafði legið í fórum Árna sálugs Hannessonar.

Uppruni og ferill

Uppruni

Skrifað af Gísla Guðmundssyni á Rauðalæk árið 1710 (sbr. athugasemd á bl. 19r). Í  Katalog I , bls. 500, er handritið tímasett til upphafs 18. aldar.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 30. ágúst 1973.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog I , bls. 500 (nr. 956). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í nóvember 1886. GI skráði 24. september 2001.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn