Skráningarfærsla handrits

AM 183 b 4to

Kristinréttur Árna biskups ; Ísland, 1600-1650

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-15r)
Kristinréttur Árna biskups
2 ()
Tilskipun Odds biskups Einarssonar frá 1592 um bænadaga
3 ()
Tilskipun Friðriks II. Danakonungs frá 1575 um prestatíund
4 ()
VI. artíkúla Odds biskups Einarssonar frá 1589

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír
Blaðfjöldi
16 blöð ().
Umbrot

Eyður fyrir upphafsstafi á stöku stað.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á saurbl. er athugasemd Árna Magnússonar um það hvernig hann fékk hdr.

Band

Band frá maí 1973.  

Fylgigögn
á fremra saurblaði stendur með hendi Árna Magnússonar: Fengið eftir Þorstein Ólafsson á Oddsstöðum. Er Kristinréttur Árna biskups.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er tímasett til fyrri helmings 17. aldar í  Katalog I , bls. 460.

Ferill

Árni Magnússon fékk handritið frá Þorsteini Ólafssyni á Oddsstöðum (sjá saurbl.).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 17. júlí 1974.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog I , bls. 460 (nr. 859). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í október 1886. GI skráði 4. september 2001.

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall í maí 1973. Gamalt band fylgdi með.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn