Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 175 a 4to

Kristinréttur Árna biskups ; Ísland, 1440-1460

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1v-19r)
Kristinréttur Árna biskups
Upphaf

Ala skal barn hvert er borið verður …

Niðurlag

… koma til biskups úrskurðar eður hans umboðsmanns.

Athugasemd

Óheill.

Hér eru einnig varðveittir 1. og 2. kafli úr appendix útgáfunnar.

2 (19r)
Gamli sáttmáli
Upphaf

Í nafni föður og sonar og heilags anda …

Niðurlag

… að bestu manna yfirsýn et cetera.

Efnisorð
3 (19v-37v)
Kirkjuskipanir, formálar o.fl.
Upphaf

Tíðaoffur presta …

Niðurlag

… anno domini mmlxx quinto.

Athugasemd

Óheilt.

Um innihaldið vísar Kålund í  Norges gamle Love IV , en tilfærir viðbótarefni (sjá Katalog 1888:454).

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
37 blöð (217-220 mm x 152-154 mm). Bl. 1r upprunalega autt.
Tölusetning blaða

Handritið er blaðsíðumerkt en aðeins rektósíður númeraðar, 1-73.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 142-152 null x 90-100 null.
  • Línufjöldi er 27-29.
  • Víða gatað fyrir línum.

Ástand

  • Á milli blaða 18 og 19 vantar blöð, ef til vill fjögur. Á eftir bl. 20 vantar að því er virðist eitt kver.
  • Skorið hefur verið af efri spássíu bl. 31 og 32, en ytri spássíu bl. 35.
  • Fyrirsagnir eru víða máðar og illlæsilegar.
  • Blað 1r er máð og illa farið.
  • Göt sem skerða texta sums staðar, t.d. á bl. 1.

Skrifarar og skrift

Ýmsar hendur. Skriftin er textaskrift undir áhrifum frá léttiskrift.

Skreytingar

Upphafsstafir í ýmsum litum, sumir dregnir út úr leturfleti (sjá til dæmis bl. 6r-v, 15v, 18r-v, 23v, 25v, 35v og víðar).

Rauðritaðar fyrirsagnir.

Spássíuflúr víða, líklega síðari tíma (sjá bl. 5r, 6r-v, 10r).

Nótur

Nótur á bl. 37v (ein lína) með eftirfarandi texta: Laus sit semper deo; nostro Iesu Christo.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Viðbót á bl. 1r: Tvær smágreinar um helgidaga (tíu línur) og Eiðsformálar (níu línur).
  • Spássíugreinar víða, sumar með hendi skrifara (sjá bl. 3v, 4r, 5r, 6r, 9r-v, 13r, 20r-v, 21r, 25v, 28r-v, 29r-30v, 31v, 32r, 33v-34r, 36v, 37v).
  • Leiðréttingar eru á stöku stað með hendi skrifara.
  • Áherslumerki eru víða og einnig stendur allvíða á spássíu nota.

Band

Band frá árunum 1772-1780 (230 mm x 163 mm x 24 mm). Pappaspjöld klædd handunnum pappír. Titlar og safnmark skrifað framan á kápu. Blár safnmarksmiði á kili.

Fylgigögn

Þrír seðlar með hendi Árna Magnússonar og einn með hendi skrifara hans:

  • Fastur seðill fremst með upplýsingum um feril og uppruna.
  • Fastur seðill fremst með upplýsingum um innihald, uppruna og feril.
  • Fastur seðill milli bl. 17 og 18. með upplýsingum um feril.
  • Lýsing Jóns Sigurðssonar í kápu hjá handritinu.

Uppruni og ferill

Uppruni

  • Handritið var skrifað á Íslandi. Það er tímasett til ca 1450 (sjá  ONPRegistre , bls. 449), en til ca 1400 í  Katalog I , bls. 453. Bl. 37r-37v eru hins vegar tímasett til ca 1450-1500 (sjá  ONPRegistre , bls. 449).
  • Handritið var áður hluti af stærri bók. Í þeirri bók var einnig AM 175 c 4to.

Ferill

Hluta af handritinu (aftan til) fékk Árni Magnússon frá Skálholti árið 1699, en það mun hafa legið þar í tíð Þórðar Þorlákssonar biskups. Fremsta hluta handritsins fékk Árni á tveimur stöðum á Íslandi árið 1702 (sjá nánar um þetta á seðlum og AM 435 a-b 4to).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 2. janúar 1975.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall í október 1957.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar, sem keypti þær af Arne Mann Nielsen í maí 1974.

Notaskrá

Höfundur: Walgenbach, Elizabeth
Titill: Gripla, The canon Si quis suadente and excommunication in medieval Iceland
Umfang: 30
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Titill: Norges gamle Love indtil 1387
Ritstjóri / Útgefandi: Storm, Gustav
Umfang: V
Titill: Ordbog over det norrøne prosasprog: Registre
Ritstjóri / Útgefandi: Den arnamagnæanske kommision
Höfundur: Boulhosa, Patricia Pires
Titill: A response to "Gamli sáttmáli - hvað næst?", Saga
Umfang: 49:2
Höfundur: Stefán Karlsson
Titill: Sagas of Icelandic bishops. Fragments of eight manuscripts, Introduction
Umfang: s. 9-61
Lýsigögn
×

Lýsigögn