Skráningarfærsla handrits

AM 168 a 4to

Lög ; Ísland, 1350-1370

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-59r)
Jónsbók
Upphaf

Magnús með Guðs miskunn …

Niðurlag

… og hins heilaga Ólafs kóngs sé með oss nú og jafnan.

Athugasemd

Óheilt.

Efnisorð
2 (59r-62v)
Réttarbætur
Upphaf

Eiríkur með Guðs miskunn …

Niðurlag

… er skip átti. En hver sem …

Athugasemd

Brot af réttarbótunum þremur sem venjulega fylgja Jónsbókarhandritum.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
i + 62 blöð (227 mm x 150 mm).
Tölusetning blaða

  • Síðari tíma blaðsíðumerking, 1-124; merkingin er ekki regluleg og með ýmsu móti en yfirleitt er oddatala ráðandi: 1, 3… eða 71, 75… eða 31, 41 …
  • Síðari tíma blaðmerking, 1-62.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca (150-152 null x 95-100 null x 32 null).
  • Línufjöldi er 26.

Ástand

  • Hér og þar vantar í handritið, sbr. á milli blaða 23 og 24, blaða 25 og 26, blaða 37 og 38, blaða 39 og 40 og blaða 46 og 47. Glatast hefur aftan af handritinu.
  • Rifnað hefur af blaði 22 og 23 og leturflötur skerst.
  • Blað 36 er mjórra en önnur blöð.
  • Neðri hluti blaðs 46 hefur verið skorinn burt og blaðið er mjög máð.
  • Skinn í blöðum 55-61 er afar þykkt.
  • Blöð eru mjög stökk og texti sums staðar máður og illlæsilegur, sbr. t.d. 27v-28r.
  • Það sem skrifað hefur verið með rauðu er orðið máð og oft illlæsilegt, sbr. t.d. blöð 27v-28r.

Skreytingar

  • Upphafsstafir í upphafi bálka með manna- og / eða dýramyndum (sjá t.d. á blöðum 28v og 43r).

  • Upphafsstafir með „ófígúratífu“ skrauti í ýmsum litum en mjög máðir eru í upphafi kafla, sbr. t.d. á blöðum 28v-29r.

  • Leifar af fyrirsögnum með rauðu bleki.

Nótur

Nótur á blaði 41r.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Á spássíum hefur síðar verið bætt við tilvísunum.
  • Áhugavakar eða minnisgreinar frá 16. eða 17. öld á flestöllum blaðsíðum.
  • Pennaprufur neðst á blaði 1r.
  • Upplýsingar um feril eru á blaði 1r, 12v, 13r, 42v og 60v.
  • Nokkrar nótur eru neðst á blaði 41r og aue fyrir neðan. Fleiri slíkar tilvitnanir má finna og maria maria kemur fyrir á blaði 50v.

Band

Pappaband frá lokum 19. aldar (227 mm x 160 mm x 40 mm).

Safnmark og nafn handrits er skrifað á fremra kápuspjald rektó. Blár safnmarksmiði er á kili.

Fylgigögn

  • Þrír seðlar fylgja handritinu; tveir (a og d) með með hendi Árna Magnússonar (sá fyrsti og sá fjórði) og hinn (sem er tvinnmerkt b og c) með annarri hönd.
  • Seðill 1 (72 mm x 123 mm): Jónsbók. Réttarbætur nokkrar. Kristinréttur Árna biskups. Bókin er in 4to gott gamalt exemplar, komið til mín frá Andreasi Gíslasyni úr Aðalvík, en til hans fra Jóni Ólafssyni á Sléttu í Jökulfjörðum, 1710.
  • Seðill2 (158 mm x 102 mm): Jón Ólafsson, sem um (1710) býr á Hesteyri í Jökulfjörðum átti fyrir 40 árum lögbók á kálfskinni í litlu folio. Voru [á spássíu: (α)] fáar einar réttarbætur aftan við, eða nærri engar. Bókina meintist að hafa [á spássíu: (β)] ritað Ormur lögmaður Sturluson. [Milli línanna á spássíu: (γ)] Árni Magnússon á Hóli skrifaði eftir þessari, eitt exemplar in 4to (ε) og er það hjá Sigmundi [á spássíu (ε)] Sæmundssyni. Vidi. (δ) α] Í stóru 4to er bókin. Ég eignaðist hana um haustið 1710 eftir það ég hafði talað við þá feðga í Bolungarvík. β] Þessi meining stendur á engum folium, og eru til hennar engin merki á bókinni. Það meira er, bókin er miklu eldri en svo. γ.] Indicium þessari gömlu lögbókar gáfu mér Sæmundur Magnússon á Hóli og Sigmundur sonur hans 1710. δ.] og sýndist mér af útskriftinni sem bókin mundi ekki sýnileg verið hafa. En síðan ég kálfskinnsbókina fékk, þá sé ég að hún er forgott exemplar. Hvert nú er, að ég hafi exemplar Árna Magnússonar álitnað; of miklum hasti, eða það sé rangt skrifað, eða og flikkað saman úr kálfskinnsbókinni, og þeirri prentuðu, eða annarri eins vondri, það get ég nú ekki sagt, nec multum refert. ε.] Aftan á sína útskrift hefur Árni Magnússon sett til skírteins hvaðan þetta sitt exemplar væri ritað. Heyrt hefur að lögmaður að nafni Ormur Sturluson hafi hana (kálfskinnsbókina) skrifað sjálfur og segist Árni hyggja, að hún vera muni ein af þeim elstu. Hún væri raunar það, ef Ormur vitað hefir, qvasi vero.
  • Seðill 3 (163 mm x 106 mm): Þessa lögbók fékk ég 1710 af Andreasi Gíslasyni úr Aðalvík, en hann af Jóni Ólafssyni á Sléttu í Jökulfjörðum og er nú bókin mín eign. Jón Ólafsson meinast bókina lengi átt hafa.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handitið er skrifað á Íslandi og tímasett til ca 1360 (sjá  ONPRegistre , bls. 447), en til 14. aldar í Katalog I , bls. 444.

Upprunalega var þetta hluti af sama handriti og AM 168 b 4to og mun Árni Magnússon hafa tekið það í sundur.

Ferill

Jón Ólafsson á Sléttu í Jökulfjörðum var eigandi handritsins á síðari hluta 17. aldar en hann gaf það Andrési Gíslasyni í Aðalvík á Hornströndum. Sumarið 1710 fékk Árni Magnússon það frá Andrési (sjá m.a. blað 1r, 12v, 13r, 42v og 60v og seðla).>

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 13. desember 1979.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH endurskráði handritið 26. febrúar 2009; lagfærði í nóvember 2010, Haraldur Bernharðsson skráði 30. apríl 2001 Kålund gekk frá handritinu til skráningar 2. nóvember 1886 Katalog I; bls. 444-445 (nr. 835).

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn