Skráningarfærsla handrits

AM 164 4to

Jónsbók ; Ísland, 1643-1644

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1bis-124v)
Jónsbók
Efnisorð
2 (125r-135v)
Efnisyfirlit Jónsbókar
3 (136r-147r)
Réttarbætur og alþingissamþykktir
Athugasemd

Meðal efnis: Gamli sáttmáli, Skipan Kristjáns konungs III. frá 1551 um börn presta sem fæðast skilgetin..

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír
Blaðfjöldi
148 blöð, þar með talið blað merkt 1bis ().
Tölusetning blaða

Gömul blaðmerking 1-157, en óvart hlaupið yfir 90-99 (sem skýrir hvers vegna hún nær upp í 157).

Umbrot

  

Ástand

Pappírinn stökkur og einkum slitinn á jöðrunum.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Spássíugreinar hér og þar.

Band

Fremst í handritinu eru leifar af gömlu saurblaði, en á því stendur: Biørn Gudmundz | son | anno M.DC.XLIII og þar á eftir er tilvitnun í biblíuna.  

Fylgigögn

Einn seðill (120 mm x 97 mm) með hendi Árna Magnússonar: Var fyrrum Þormóðar Torfasonar.

Uppruni og ferill

Uppruni

Skrifað af Birni Guðmundssyni í Kirkjuvogi í Höfnum á árunum 1643-1644 (sbr. bl. 1r, 124v og leifar af gömlu saurblaði fremst í hdr.).

Ferill

Talið er að skrifarinn, Björn Guðmundsson, hafi fyrstur átt handritið. Síðar komst það í eigu Þormóðs Torfasonar (sbr. seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 18. júlí 1973.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog I , bls. 443 (nr. 832). Kålund gekk frá handritinu til skráningar 29. október 1886. GI skráði 21. júní 2002.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn