Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 158 b 4to

Kristinréttur Árna biskups ; Ísland, 1390-1410

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-14r)
Kristinréttur Árna biskups
Athugasemd

Framan við er trúarjátning.

2 (14v-25v)
Grágás
Athugasemd

Hluti af ritinu, Kristinna laga þáttur. Vantar aftan af.

Aftan við eru tíundalögin.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn
Blaðfjöldi
26 blöð ().
Umbrot

  

Ástand

Textinn á bl. 26 hefur verið skafinn burt.

Skreytingar

Upphafsstafir í ýmsum litum, sumir mjög skreyttir og með kynjaskepnum.

Rauðritaðar fyrirsagnir.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Lagaákvæðin í línum 22-24 á bl. 14r eru viðbætur frá c1450-1550 (sjá  ONPRegistre , bls. 446).

Band

Band frá september 1976.  

Fylgigögn
Tveir seðlar með hendi Árna Magnússonar

  • Seðill 1 (137 mm x 97 mm): Hér hefur upp Kristinrétt hinn nýja er herra Magnús konungur samþykkti með ráði biskupanna.
  • Seðill 2 (133 mm x 69 mm): Hér hefur upp Kristinrétt hinn forna er Kristinsdómsbálkur kallast.

Uppruni og ferill

Uppruni

Tímasett til c1400 í  Katalog I , bls. 439 (sjá einnig ONPRegistre , bls. 446).

Ferill

Árni Magnússon fékk handritið hjá Brynjólfi Þórðarsyni. Áður átti það Gísli Magnússon (sbr. AM 435 a 4to).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 13. desember 1979.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog I , bls. 440 (nr. 826). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í október 1886. GI skráði 20. júní 2002.

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall í september 1976. Eldra band af AM 158 a og b 4to fylgir í öskju með báðum handritunum.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Titill: Ordbog over det norrøne prosasprog: Registre
Ritstjóri / Útgefandi: Den arnamagnæanske kommision
Höfundur: Widding, Ole
Titill: Ave Maria eller Maríuvers i norrøn litteratur,
Umfang: s. 1-7
Lýsigögn
×

Lýsigögn