Skráningarfærsla handrits

AM 157 b 4to

Kristinréttur Árna biskups ; Ísland, 1460

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-23v)
Kristinréttur Árna biskups
2 (23v-47v)
Réttarbætur
Athugasemd

Vantar aftan af, endar í nýju efni sem ber yfirskriftina Bua laug.

Lagaákvæði og formálar frá 13.-14. öld. Meðal efnis: Bl. 27r: Gamli sáttmáli. Bl. 32v: Lönd og fylki sem heyra undir Noregskonung. Bl. 32v-42v: Saktal ór lögbók Íslendinga. Bl. 43r-47v: Búalög.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn
Blaðfjöldi
47 blöð ().
Umbrot

Tvídálka.  

Skrifarar og skrift

Tvær hendur.

Skreytingar

Bl. 1r: Sögustafur.

Upphafsstafir í ýmsum litum.

Rauðritaðar fyrirsagnir.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Víða spássíugreinar, m.a. útdráttur úr alþingisdómi frá 1579 um prófasts gjaftoll (bl. 5v-7v).

Band

Band frá ágúst 1974.  

Uppruni og ferill

Uppruni

Tímasett til c1460 (sjá  ONPRegistre , bls. 446), en til 15. aldar í  Katalog I , bls. 438.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 19. desember 1974.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog I , bls. 438-439 (nr. 824). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í október 1886. GI skráði 19. júní 2002.

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall í ágúst 1974. Eldra band fylgir.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn