Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

AM 156 4to

Skoða myndir

Jónsbók; Ísland, 1350-1375

Nafn
Árni Magnússon 
Fæddur
13. nóvember 1663 
Dáinn
7. janúar 1730 
Starf
Prófessor 
Hlutverk
Fræðimaður; Höfundur; Skrifari; Ljóðskáld 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Gísli Sigurðsson 
Fæddur
1691 
Dáinn
1721 
Starf
Prestur 
Hlutverk
Eigandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Ólafur Árnason 
Fæddur
1649 
Starf
Lögréttumaður 
Hlutverk
Eigandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Tómas Arason 
Fæddur
1540 
Starf
 
Hlutverk
Eigandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Soffía Tómasdóttir 
Fædd
1570 
Starf
 
Hlutverk
Eigandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Valgerður Hilmarsdóttir 
Fædd
15. maí 1956 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Guðrún Ingólfsdóttir 
Fædd
1. maí 1959 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Kålund, Kristian Peter Erasmus 
Fæddur
19. ágúst 1844 
Dáinn
4. júlí 1919 
Starf
Bókavörður 
Hlutverk
Fræðimaður 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Dall, Birgitte 
Fædd
1912 
Dáin
1989 
Starf
Forvörður 
Hlutverk
Bókbindari 
Ítarlegri upplýsingar
Tungumál textans
Íslenska

Innihald

(1r-79r)
Jónsbók
Upphaf

[F]riður í blessan oss …

Niðurlag

„… en verða þó til fullra aura.“

Aths.

Handritið er óheilt.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
i + 79 blöð + i (178 mm x 136 mm). Blað 1r virðist í fljótu bragði textafrítt en á það hefur verið skrifað að hluta með yngri hendi einhver illlæsilegur texti; sömuleiðis er þar að finna sambærilegt stafakrot og er á blaði 79v sem að öðru leyti er autt.
Tölusetning blaða

 • Blaðmerkt er með dökku bleki, 1-79.

Kveraskipan

Tíu kver.

 • Kver I: blöð 1-8, 4 tvinn.
 • Kver II: blöð 9-16, 4 tvinn.
 • Kver III: blöð 17-24, 4 tvinn
 • Kver IV: blöð 25-32, 4 tvinn.
 • Kver V: blöð 33-39, 3 tvinn + 1 stakt blað.
 • Kver VI: blöð 40-47, 4 tvinn.
 • Kver VII: blöð 48-53, 3 tvinn.
 • Kver VIII: blöð 54-61, 4 tvinn.
 • Kver XIX: blöð 62-69, 4 tvinn.
 • Kver X: blöð 70-79, 4 tvinn + 2 stök blöð.

Ástand

 • Handritið var hlutað í sundur og er illa farið. Hér og þar hefur skriftin verið skýrð upp (sjá t.d. 8v og 10r).
 • Eitt blað vantar á milli blaðs 39 og 40.
 • Blað 33 er tekið að losna úr bandinu.
 • Blöð eru dökk og skítug (sbr. blað 1).
 • Fyrirsagnir í rauðum lit eru yfirleitt afmáðar (sbr. t.d. 36r og 40r).
 • Göt eru á blöðum 1, 24, 36, 48, 49, 53, 59, 63, 64, 65, 66 og 68. Misjafnt er hve mikið textinn skerðist. Gatið á blaði 1 er stórt en lítið á blaði 64.
 • Morknað hefur úr jöðrum blaða og sums staðar hafa horn þeirra morknað eða brotnað af (sjá t.d. blöð 23, 34, 79).

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca130-135 mm x 95-100 mm.
 • Línufjöldi er ca 24-25.

Skrifarar og skrift

Skrifari er óþekktur; textaskrift.

Skreytingar

 • Leifar af lituðum upphafsstöfum (sbr. t.d. 32v); uppfylling í upphafsstöfum þar sem dumbrauður litur hefur verið notaður hefur enst betur (sbr. t.d. 43v).

 • Leifar af rauðum fyrirsögnum (sbr. t.d. 36r og 40r).

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

 • Spássíugreinar af ýmsu tagi (sjá t.d. 17v-18r).

Band

Band frá 1974 (196 mm x 166 mm x 59 mm). Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk. Horn og kjölur klædd skinni, saumað á móttök.

Fylgigögn

 • Tveir fastir seðlar fremst með hendi Árna Magnússonar, að mestu samhljóða.
 • Seðill 1 (156 mm x 118 mm): „[efst á seðlinum:] Þetta er úr lögbókar fragmento, sem átt hefur Ólafur Árnason á Höfðaströnd og gaf Gísla Sigurðssyni, en hann ýmsum skólapiltum. [Neðst á seðlinum:] Gísli hefur lofað mér meiru hér úr. Hann gaf mér síðan restina, og [Yfirstrikað: er það þetta innsaumaða] hefi ég nú bókina nærri komplet.“
 • Seðill 2 (82 mm x 148 mm): „37 Jónsbók 4to, gott exemplar. Hefur nýlega verið eign Ólafs Árnasonar á Höfðaströnd í Jökulfjörðunum. Hann gaf hana Gísla Sigurðssyni, fóstursyni sínum, til að rífa í sundur utan um kver. Gísli gjörði og svo og gaf ýmsum skólapiltum. Ég safnaði öllum blöðum hjá skólapiltum, og það órifna af bókinni (dimidiam circeter partem) fékk ég hjá Gísla, og er nú svo bókin nærri heil á ný.“
 • Miði með upplýsingum um forvörslu handrits.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi og er tímasett 1350-1375 (sjá ONPRegistre, bls. 446), en til 14. aldar í Katalog I, bls. 437.

Ferill

Til Árna Magnússonar kom handritið smám saman frá Gísla Sigurðssyni og skólapiltum, en þeir rifu það í sundur og notuðu blöðin utan um kver. Fósturfaðir Gísla, Ólafur Árnason á Höfðaströnd í Jökulfjörðum, hafði gefið honum handritið. Af spássíugreinum má ráða að áður áttu það feðginin Tómas Arason (42v) og síðar dóttir hans Soffía Tómasdóttir (63r).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 21. nóvember 1974.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH endurskráði handritið 26. febrúar 2009; lagfærði í nóvember 2010,> GI skráði 28. ágúst 2001, Kålund gekk frá handritinu til skráningar í október 1886 Katalog I, bls. 437-438 (nr. 822).

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall í mars 1974. Eldra band fylgdi með.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
Ordbog over det norrøne prosasprog: Registreed. Den arnamagnæanske kommision
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamlinged. Kristian Kålund
Matthew James Driscoll„Postcards from the edge: an overview of marginalia in Icelandic manuscripts“, Variants2004; s. 21-36
Guðvarður Már GunnlaugssonSýnisbók íslenskrar skriftar
Haraldur Bernharðsson„Skrifari Skarðsbókar postulasagna : nokkrar athuganir á skriftarþróun“, Handritasyrpa : rit til heiðurs Sigurgeiri Steingrímssyni sjötugum 2. október 2013, 2014; 88: s. 201-222
Már JónssonÁrni Magnússon : ævisaga
Ólafur HalldórssonÓlafs saga Tryggvasonar en mesta, 1958; 1
Ólafur HalldórssonHelgafellsbækur fornar, 1966; 24
Sögur úr Skarðsbóked. Ólafur Halldórsson
Ólafur Halldórsson„Introduction“, The Great sagas of Olaf Tryggvason and Olaf the Saint AM 61 fol, Early Icelandic manuscripts in facsimile1982; 14: s. 7-32
Færeyinga saga, ed. Ólafur Halldórsson1987; 30: s. cclxviii, 142 s.
Lena Rohrbach„Repositioning Jónsbók. Rearrangements of the law in fourteenth-century Iceland.“, Legislation and State Formation. Norway and its neighbours in the Middle Ages.2014; s. 183-209
Desmond Slay„Introduction“, Codex Scardensis1960; s. 7-18
« »