Skráningarfærsla handrits
AM 154 4to
Skoða myndirJónsbók Réttarbætur; Ísland, 1320-1330
Innihald
Viðbót frá c1500 (sbr. ONPRegistre, bls. 446, og Katalog I, bls. 436).
Viðbót frá 15. öld (sbr. ONPRegistre, bls. 446, og Katalog I, bls. 434).
Vantar síðustu línurnar aftan af.
„fvlltiða menn ok valinkvnna. þa sem“
Óheil, vantar blað aftan við bl. 63 og bl. 69, endar í 19. kafla þjófabálks.
Frá 13.-14. öld.
Óheilt, vantar blöð aftan við bl. 72 og bl. 77.
Bl. 73r-77v viðbætur frá c1500 (sbr. ONPRegistre, bls. 446).
Skipan Magnúsar biskups 1479
Vantar aftan af.
Lýsing á handriti
- Vantar blað á eftir bl. 63.
- Vantar blað á eftir bl. 69.
- Vantar blöð á eftir bl. 72.
- Vantar blöð á eftir bl. 77.
- Neðri spássía skorin neðan af bl. 47 og 56.
- Máð skrift víða skýrð upp með yngra bleki.
Upphafsstafir í ýmsum litum.
Rauðritaðar fyrirsagnir.
Viðbætur við handritið:
- Viðbót frá c1500 á bl. 1r (sbr. ONPRegistre, bls. 446, og Katalog I, bls. 436).
- Viðbót frá 15. öld á bl. 1v-2r (sbr. ONPRegistre, bls. 446, og Katalog I, bls. 434)
- Viðbætur frá c1500 á bl. 73r-77v (sbr. ONPRegistre, bls. 446; 15. öld í Katalog I, bls. 436), e.t.v. með sömu hendi og bl. 1v-2r (sbr. Katalog I, bls. 436).
Margvíslegar spássíugreinar og krot:
- Formáli um vígslýsingu? á bl. 7v (Kolbeinsstaðahreppur nefndur).
- Teikning af völundarhúsi á spássíu bl. 49v.
- Kvittun? fyrir púðri á bl. 73v.
- Tvær spássíugreinar með gamansömu innihaldi á bl. 75r-76v.
- Ýmis nöfn á bl. 7v-39r.
- Víða pennakrot.
Tréspjöld.
- Einn seðill (119 mm x 125 mm) með hendi Árna Magnússonar frá um 1710: „Jónsbók, vantar sums staðar í: Réttarbætur, sumar með annarri hendi. Statutum Magnúss biskups Eyjólfssonar. Bókin er in 4to. Komin til mín frá Einari Eyjólfssyni, hefir verið eign Þorsteins Eyjólfssonar á Háeyri. Er antiquus codex.“
- Nákvæm efnislýsing Jóns Sigurðssonar (212 mm x 174 mm) liggur með í öskju.
Uppruni og ferill
Meginhluti handritsins (bl. 2v-72v) er tímasettur til c1330-1340 (sbr. ONPRegistre, bls. 446), en til fyrri hluta 14. aldar í Katalog I, bls. 436. Um viðbætur sjá að ofan.
Árni Magnússon fékk handritið frá Einari Eyjólfssyni en það hafði verið í eigu bróður Einars, Þorsteins Eyjólfssonar á Háeyri (sbr. seðil).
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 27. nóvember 1981.
Aðrar upplýsingar
Tekið eftir Katalog I, bls. 436 (nr. 819). Kålund gekk frá handritinu til skráningar 25. október 1886. DKÞ skráði 21. júlí 2003. Már Jónsson skráði hlut Árna Magnússonar 25. febrúar 2000.
- Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
- Negatíf filma á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, ljósmyndari Jóhanna Ólafsdóttir (askja 334).
Notaskrá
Höfundur | Titill | Ritstjóri / Útgefandi | Umfang |
---|---|---|---|
Ordbog over det norrøne prosasprog: Registre | ed. Den arnamagnæanske kommision | ||
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling | ed. Kristian Kålund | ||
Jóns saga Hólabyskups ens helga, | ed. Peter Foote | 2003; XIV | |
Bernhard Luxner | On the history of the Icelandic pronouns nokkur and nokkuð : an examination of selected manuscripts from the 13th to the 16th century | ||
Már Jónsson | „Textatengsl nokkurra elstu handrita Jónsbókar“, Líndæla. Sigurður Líndal sjötugur 2. júlí 2001 | 2001; s. 373-387 |