Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

AM 147 4to

Skoða myndir

Jónsbók; Ísland, 1400-1610

Nafn
Árni Magnússon 
Fæddur
13. nóvember 1663 
Dáinn
7. janúar 1730 
Starf
Prófessor 
Hlutverk
Fræðimaður; Höfundur; Skrifari; Ljóðskáld 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Jón Sigurðsson 
Fæddur
17. júní 1811 
Dáinn
7. desember 1879 
Starf
Fræðimaður; Skjalavörður 
Hlutverk
Fræðimaður; Skrifari; Höfundur; Nafn í handriti ; Eigandi; Gefandi; Bréfritari; Viðtakandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Bjarni Sigurðsson 
Fæddur
1655 
Dáinn
1740 
Starf
Lögréttumaður 
Hlutverk
Eigandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Valgerður Hilmarsdóttir 
Fædd
15. maí 1956 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Drífa Kristín Þrastardóttir 
Fædd
2. júní 1976 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Kålund, Kristian Peter Erasmus 
Fæddur
19. ágúst 1844 
Dáinn
4. júlí 1919 
Starf
Bókavörður 
Hlutverk
Fræðimaður 
Ítarlegri upplýsingar
Tungumál textans
Íslenska

Innihald

1(1r-89r)
Jónsbók
Upphaf

Magnús með Guðs miskunn …

Niðurlag

„… þó til fullra aura.“

Aths.

Á nokkrum blöðum eru göt sem skerða textann; oftast aðeins lítillega.

Efnisorð
2(89r-111v)
RéttarbæturAlþingissamþykktirKonunglegar tilskipanir
Aths.

Texti ritaður með rauðum lit er víða nánast horfinn (sjá nánar í ástandslýsingu handrits).

Efnisorð
2.1(89r-100v)
Staðfesting Kristjáns konungs II á réttarbótum Hákonar konungs
Titill í handriti

„Hér hefur upp réttardiktir […]“

Upphaf

Með vottum og handsölum …

Niðurlag

„… eður synji með lir[…]ar eyði.“

Efnisorð
2.2(100v-103v)
Alþingissamþykktir
Titill í handriti

„Nokkrar samþykktir Íslendinga á [alþ]ingi [… … ]“

Upphaf

Að enginn skuli bera uppbundinn kníf …

Niðurlag

„… konungs erfðum.“

Aths.

Blað 104r-v er autt.

Efnisorð
2.3(105r-107r)
Langaréttarbót
Upphaf

Ef maður vill selja …

Niðurlag

„… en lögtekinn í Íslandi.“

Efnisorð
2.4(107r-107v)
Gamli sáttmáli
Titill í handriti

„Bréf um sátt á Íslandi“

Upphaf

Í nafni föður og sonar og anda heilags …

Niðurlag

„… verður af yðar hendi.“

Efnisorð
2.5(107v-109v)
Stóri-dómur
Upphaf

… [… …] og kvenna að frændsemi og mægðum sem til eru greindar í þeim gömlu kirkjulögum …

Niðurlag

„… sem honum með ráðinu lýst gagnligast landinu.“

Aths.

Upphaf textans ritað með rauðu er afmáð að mestu og því illlæsilegt.

Efnisorð
2.6(109v)
Búalög
Upphaf

Í gömlum Búalögum …

Niðurlag

„… og eru þá vii merkur fyrir […]“

Aths.

Eitt ákvæði úr lögunum.

Texti ritaður með rauðu á undan lögunum er nánast ólæsilegur (sjá 109v).

Efnisorð
2.7(110r-110v)
Um lyktir staðamála
Titill í handriti

„Réttarbót Eiríks konungs um staði á Íslandi“

Upphaf

Eiríkur með Guðs miskunn …

Niðurlag

„… undir vort signi […]gefið.“

Efnisorð
2.6(110v)
Um tíund og ljóstoll
Upphaf

Ef maður […] xii mánuði svo hann tíundar ei rétt …

Niðurlag

„… gjaldist […] […]dag er sekur vi aurum“

Efnisorð
3(112r-133v)
Kristinréttur Árna biskups
Upphaf

Pín skal ba[…] hvert er borið verður …

Niðurlag

„… hálft ker en hálft […]“

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
i + 133 blöð + i (152-157 mm x 110-129 mm). Blöð 104 og 111 eru auð fyrir utan merki um fyrri texta sem skafinn hefur verið upp.
Tölusetning blaða

Blaðsíðumerkt (síðar); yfirleitt á öðru hverju blaði (rektohlið), sbr. 1, 3, 5, 7…. 259, 261, 263, 265 og 266 (síðasta blað er síðumerkt beggja vegna); ýmist eru blaðsíður merktar í hægra horn efst eða neðst í hægra horn (sjá t.d. bls. 201-211 eða blöð 101r-106r).

Kveraskipan

Nítján kver.

 • Kver I: blöð 1-5, 2 tvinn + 1 stakt blað.
 • Kver II: blöð 6-13, 4 tvinn.
 • Kver III: blöð 14-20, 3 tvinn + 1 stakt blað.
 • Kver IV: blöð 21-26, 3 tvinn.
 • Kver V: blöð 27-38, 6 tvinn.
 • Kver VI: blöð 39-48, 5 tvinn.
 • Kver VII: blöð 49-58, 5 tvinn.
 • Kver VIII: blöð 59-68, 5 tvinn.
 • Kver IX:blöð 69-76, 4 tvinn.
 • Kver X: blöð 77-85, 4 tvinn + 1 stakt blað.
 • Kver XI: blöð 86-88, 1 tvinn + 1 stakt blað.
 • Kver XII: blöð 89-92, 2 tvinn.
 • Kver XIII: blöð 93-97, 2 tvinn + 1 stakt blað.
 • Kver XIV: blöð 98-103, 3 tvinn.
 • Kver XV: blöð 104-107, 2 tvinn.
 • Kver XVI: blöð 108-111, 2 tvinn.
 • Kver XVII: blöð 112-119, 4 tvinn.
 • Kver XVIII: blöð. 120-127, 4 tvinn.
 • Kver XIX: blöð 128-133, 3 tvinn.

Ástand

 • Blöð eru víða skert vegna afskurðar. Teikningar á spássíum eru af þessum sökum oft töluvert skertar, sbr. t.d. á blöðum 57v-58r.
 • Blað 14 er uppskafningur en þar má sjá leifar af eldri skrift sem skafin hefur verið burt.

  Blöð 93r-111v eru einnig uppskafningar. Á blöðum 104 og 111, sem ekki hafa verið skrifuð á ný má nokkuð greinilega sjá merki um upprunalegu skriftina.

 • Blöð eru sum dökk og skítug, sbr. blað 1r.
 • Fyrirsagnir og texti í rauðum lit eru oft illlæsilegur (sbr. t.d. 25r, 26v og 107v-108r).
 • Göt eru á blöðum 5, 9, 14, 31, 48, 50, 51, 75, 103, 109 og 130. Flest götin skerða textann aðeins lítillega, sbr. textann á blaði 5; önnur eru aðeins stærri eins og gatið á blaði 9.
 • Morknað hefur úr jöðrum blaða og sums staðar hafa horn þeirra morknað eða brotnað af (sjá t.d. blöð 39, 95, 108).

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca 115-122 mm x 95-102 mm.
 • Fyrirsagnir eru með rauðum lit (sbr. t.d. 100v).
 • Litaðir upphafsstafir eru við upphaf kafla (sjá t.d. 4r).

Skrifarar og skrift

 • Skrifari blaða 86r-88v er óþekktur, kansellískrift.

Skreytingar

 • Frásagnarmyndir með ýmsum fígúrum, staðsettar á neðri spássíu (sjá t.d. blöð 57v-58r og 70v-75r.

 • Upphafsstafur í upphafi bálka með manna- og/eða dýramyndum; grunnlitur stafanna er yfirleitt grænn en myndin í ljósgrænum -gulum og -rauðum litbrigðum (sjá t.d. á blöðum 8r, 81v og 89r).

 • Upphafsstafir með „ófígúratífu“ skrauti í ýmsum litum eru í upphafi kafla, sbr. t.d. á blöðum 6v-7r.

 • Rauðritaðar fyrirsagnir.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Band

Forvörsluband (167 mm x 151 mm x 75 mm).

Spjöld eru klædd fínofnum striga. Horn og kjölur klædd skinni, saumað á móttök.

Eldra band, fylgir með í öskju (178 mm x 140 mm x 70 mm).

Pappír með marmaramynstri er á kápuspjöldum; skinn á hornum og kili. Blár safnmarksmiði er á kili.

Fylgigögn

 • Tveir fastir seðlar fremst með hendi Árna Magnússonar: á fremri seðli (85 mm x 133 mm) eru upplýsingar um innihald og aðföng („Jónsbók. Vantar sums staðar í. Réttarbætur nokkrar. Kristinréttur Árna biskups R[éttar]bótarusl í annað þvílíkt með nýrri hendi. 4to komin til mín frá Bjarna Sigurðssyni á Heynesi.“) Á aftari seðli (70 mm x 85 mm) eru sömuleiðis upplýsingar um aðföng: („Frá Bjarna Sigurðssyni í Heynesi.“
 • Nákvæm efnislýsing Jóns Sigurðssonar liggur með í öskju.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi.

Meginhluti þess (blöð 1r-13v, 21r-85v, 89r-92v og 112r-133v) er tímasettur á bilinu ca 1525-1550 (sbr. ONPRegistre, bls. 445), en til loka 15. aldar í Katalog I, bls. 431. Handritið er að hluta til uppskafningur. Á blöðum 93r-111v var áður Ragnars saga loðbrókar (brot), sem skrifuð var á 15. öld en skafin upp og skrifuð á ný ca 1600 (sbr. ONPRegistre, bls. 445 og Katalog I, bls. 432).

Ferill

Árni Magnússon fékk handritið frá Bjarna Sigurðssyni á Heynesi árið 1709 (sbr. seðla).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 6. maí 1997.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH endurskráði handritið 26. febrúar 2009; lagfærði í nóvember 2010. DKÞ grunnskráði 18. júlí 2003. Kålund gekk frá handritinu til skráningar 2. nóvember 1886 Katalog Ibls. 431-432 (nr. 812).

Viðgerðarsaga

Viðgert í Kaupmannahöfn í febrúar 1973 til mars 1974. Nákvæm lýsing á ljósmyndun og viðgerð fylgdi ásamt lýsingu á kveraskiptingu.

Handritið var nýinnbundið þegar það var skráð í spjaldaskrá á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi (án dags.). Gamalt band fylgdi.

Myndir af handritinu

 • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
 • Svart-hvítar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, sem keypti þær af Arne Mann Nielsen 2. maí 1973.

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamlinged. Kristian Kålund
Ordbog over det norrøne prosasprog: Registreed. Den arnamagnæanske kommision
Íslenzkt fornbréfasafn I. 834-1264
Bjarni Vilhjálmsson„Postulínsgerð og hestavíg. Athugun á heimild Jóns Espólíns um hestaþing á Bleiksmýrardal“, Gripla1990; 7: s. 7-50
Guðvarður Már Gunnlaugsson„Hvernig litu íslenskir miðaldamenn út?“, Viskustykki undin Soffíu Guðnýju Guðmundsdóttur fimmtugri 4. apríl 20142014; s. 28-31
Halldór HermannssonIcelandic illuminated manuscripts of the middle ages, 1935; 7
Halldór HermannssonIlluminated manuscripts of the Jónsbók, Islandica1940; 28
Anne Mette Hansen„Om AM 687 D 4to : en dokumentationsrapport“, 2010; s. 219-233
Silvia V. HufnagelSörla saga sterka : studies in the transmission of a fornaldarsaga
Jón Helgason„Introduction“, Hauksbók the Arna-Magnæan manuscripts, 371, 4to, 544, 4to, and 675, 4to1960; s. V-XXXVII
Bernhard LuxnerOn the history of the Icelandic pronouns nokkur and nokkuð : an examination of selected manuscripts from the 13th to the 16th century
Ellen Marie MagerøyIslandsk hornskurd. Drikkehorn fra før "brennevinstiden", 2000; Supplementum 7
Magnús Lyngdal Magnússon„"Kátt er þeim af kristinrétti, kærur vilja margar læra". Af kristinrétti Árna, setningu hans og valdsviði“, Gripla2004; 15: s. 43-90
Magnús Lyngdal MagnússonKristinréttur Árna frá 1275. Athugun á efni og varðveizlu í miðaldahandritum
Rory McTurk„The relationship of Ragnars saga loðbrókar to Þiðriks saga af Bern“, Sjötíu ritgerðir helgaðar Jakobi Benediktssyni, 1977; 12: s. 568-585
Rory W. McTurk„The extant Icelandic manifestations of Ragnars saga loðbrókar“, Gripla1975; 1: s. 43-75
Danish kings and the Jomsvikings in the greatest saga of Óláfr Tryggvasoned. Ólafur Halldórsson
Svavar Sigmundsson„Handritið Uppsala R:719“, s. 207-220
Íslenskar bænir fram um 1600, ed. Svavar Sigmundsson2018; 96: s. 403
Völsunga saga ok Ragnars saga Loðbrókar, ed. Magnus Olsen1906-1908; 36
Anna Zanchi„Manuscript illumination : a reliable source for medieval Scandinavian dress?“, Varði : reistur Guðvarði Má Gunnlaugssyni fimmtugum 16. september 20062006; s. 11-13
« »