Skráningarfærsla handrits

AM 145 a 4to

Um tvíræðar lagagreinar ; Ísland, 1678

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-34v)
Um tvíræðar lagagreinar
Höfundur

Bárður Gíslason

Titill í handriti

Vm þær Laganna Greiner sem Tvyrædar eru …

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír
Blaðfjöldi
34 blöð ().
Umbrot

Skrifarar og skrift

Ein hönd.

Band

Pappaband.  

Fylgigögn

Á fremra saurblaði stendur með hendi Árna Magnússonar: Bárðar Gíslasonar yfir lögbók. Úr bók sem skrifað og átt hefir Gísli Guðmundsson á Rauðalæk. Af honum fékk Hákon Hannesson, en ég af Hákoni 1710.

Uppruni og ferill

Uppruni

Skrifað af Gísla Guðmundssyni á Rauðalæk (sjá seðil) árið 1678, ef marka má dagsetningu aftast í handritinu (34v): Anno 14. apríl 1678 . Það er hins vegar tímasett til síðari helmings 17. aldar í  Katalog I , bls. 430. Handritið var áður hluti af stærri bók með hendi Gísla (sjá seðil).

Ferill

Gísli Guðmundsson á Rauðalæk átti fyrstur handritið. Hákon Hannesson fékk það frá Gísla og síðan Árni Magnússon hjá Hákoni árið 1710 (sjá seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 18. júlí 1973.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog I , bls. 430-31 (nr. 809). Kålund gekk frá handritinu til skráningar 20. október 1886. GI skráði 23. ágúst 2001.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn