Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 140 4to

Jónsbók ; Ísland, 1530

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-1r)
Annálsgreinar fyrir árin 1546-1552
Athugasemd

Um ordinatíuna og Jón biskup Arason og syni hans. Neðarlega á blaðinu eru stefnuformálar sem að miklu leyti hafa verið skafnir burt.

Bl. 1r upprunalega autt. Á bl. 1v og 2 eru myndir.

Efnisorð
2 (3r-115v)
Jónsbók
Athugasemd

Óheil.

Efnisorð
3 (115v-116r)
Um miskunn dómenda og skrúðklæðabúnað
Athugasemd

Greinar um lögfræðilegt efni.

Efnisorð
4 (116r-119r)
Réttarbætur Eiríks konungs Magnússonar
Athugasemd

Hér er varðveitt ein réttarbót.

Efnisorð
5 (119r-123r)
Réttarbætur Hákonar konungs Magnússonar
Athugasemd

Hér eru varðveittar tvær réttarbætur.

Efnisorð
6 (123r-125r)
Lagaformálar
Athugasemd

Samtals 12 formálar, lýkur með formála um merkingu þess að sverja rangan eið. Þar á eftir fylgir trúarjátningin eftir Kristindómsbálki Jónsbókar.

Efnisorð
7 (125r-139r)
Kristinréttur Árna biskups
Athugasemd

Óheill.

Lýkur efst á bl. 139r. Þar á eftir virðist upprunalegur texti blaðsins hafa verið skafinn burt og nöfnum og bókahnútum bætt við á uppskafninginn.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn
Blaðfjöldi
i + 139 + i blöð ().
Umbrot

  

Ástand

  • Af blaði 76 er aðeins varðveittur stubbur við kjölinn.
  • Vantar blöð á eftir blaði 133.
  • Skorið hefur verið af spássíum.

Skreytingar

Bl. 1v: Blekteikning af Kristi á krossinum og María og Jóhannes standa undir.

Bl. 2r: Blekteikning af konungi í hásæti með öxi og valdaepli. Hásætið, skammelið og ramminn eru skreytt með kynjaskepnum og dýrum.

Bl. 2v: Blekteikning af konungi í hásæti með veldissprota og valdaepli. Hásætið, skammelið og ramminn eru skreytt með kynjaskepnum og dýrum.

Upphafsstafir í ýmsum litum og með myndum á bl. 4v, 9v, 30r, 53v, 58v, 80r og 86v.

Upphafsstafir í ýmsum litum.

Rauðritaðar fyrirsagnir.

Bókahnútar á bl. 139r-v.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á spássíum eru athugasemdir, nöfn og þess háttar.

Band

 

Fylgigögn

  • Tveir seðlar með hendi Árna Magnússonar.
  • Seðill 1 (165 mm x 105 mm): Lögbók þá er landsskrifarinn léði mér describens hann svo, að hún hafi verið í 4to, vel þriggja fingra þykk. Hafi aftan við hana verið Kristinréttar 2 að vísu Item heil sorp réttarbætur og statutur gamlir lögmannadómar og í bland hafi þetta er aftan við bókina var occuperað eins mikið pláss í bókinni, og lögbókin sjálf. Hana hafði átt Guðmundur Eyjólfsson á Melum á Kjalarnesi og mun á henni í misvarium stað finnast hans nafn eða hans sonar Snjólfs.
  • Seðill 2 (67 mm x 126 mm): Jónsbók. Réttarbætur nokkrar. Kristinréttur Árna biskups. 4to ekki rétt gömul, sine ligatura. Ég trúi ég hafi þessa bók fengið af Sigurði Sigurðssyni landsskrifara.
  • Lýsing Jóns Sigurðssonar á handritinu liggur með.

Uppruni og ferill

Uppruni

Tímasett til um 1530 (sjá  ONPRegistre , bls. 445), en til 1500-1550 í  Katalog I , bls. 428.

Ferill

Árni Magnússon fékk handritið hjá Sigurði Sigurðssyni landskrifara (sbr. seðil). Áður átti það Guðmundur Eyjólfsson á Melum á Kjalarnesi (sbr. seðil), en auk þess er nafn sonar hans Einars Eyjólfssonar að finna á bl. 45 og 70. Aftast segist Ketill Guðmundsson eiga handritið með réttu og einnig virðist Sigurður Valdason hafa verið eigandi (sbr. bl. 26r).

Nafn í handriti: Brandur Einarsson (bl. 42r).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 9. desember 1974.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog I , bls. 428-429 (nr. 804). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í október 1886. GI skráði 30. maí 2001.

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall í nóvember 1973. Eldra band liggur hjá í öskju.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Höfundur: Halldór Hermannsson
Titill: , Icelandic illuminated manuscripts of the middle ages
Umfang: 7
Höfundur: Halldór Hermannsson
Titill: Illuminated manuscripts of the Jónsbók, Islandica
Umfang: 28
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Titill: Ordbog over det norrøne prosasprog: Registre
Ritstjóri / Útgefandi: Den arnamagnæanske kommision
Lýsigögn
×

Lýsigögn