Skráningarfærsla handrits

AM 139 4to

Jónsbók ; Ísland, 1390-1410

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-72r)
Jónsbók
Athugasemd

Vantar framan af, hefst á lokaorðum inngangs laganna (21/2 lína).

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn
Blaðfjöldi
71 blað ().
Tölusetning blaða

Blaðmekt 1-72, óvart hlaupið yfir 48.

Umbrot

Ástand

  • Hér og þar hefur verið skorið af skinninu þar sem ekki var skrifað á það.
  • Bl. 71 skaddað að neðan.

Skreytingar

Upphafsstafir í ýmsum litum.

Teikningar (bl. 18v og 68v).

Rauðritaðar fyrirsagnir.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Bl. 72r: Aftan við Jónsbók er viðbót (8 línur) um merkingu þess að sverja: vſærann eıd ok anngann .
  • Bl. 72v: Upphafið á Kristinrétti Árna biskups. Upphaf 1. kap. endar svo: helld hann ada ım.

Spássíugreinar víða:

  • Á spássíum á stöku stað hefur skrifarinn skrifað trúarlegar setningar á latínu og íslensku (t.d. bl. 4v og 26r).
  • Á neðri spássíu á bl. 66-67 eru skrifaðar með klunnalegri hendi frá um 1600, nokkrar línur úr fornkvæði: Riemvnnd þadi.

Band

 

Fylgigögn

Einn seðill með hendi Árna Magnússonar.

Uppruni og ferill

Uppruni

Tímasett til um 1400 (sjá  ONPRegistre , bls. 445), en til 15. aldar í  Katalog I , bls. 427.

Ferill

Árni Magnússon fékk handritið frá Gunnari Höskuldssyni lögréttumanni (sbr. seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 9. desember 1974.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog I , bls. 427-428 (nr. 803). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í október 1886. GI skráði 23. apríl 2001.

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall í nóvember 1973. Eldra band liggur hjá í öskju.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Höfundur: Guðvarður Már Gunnlaugsson
Titill: Sýnisbók íslenskrar skriftar
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Titill: Ordbog over det norrøne prosasprog: Registre
Ritstjóri / Útgefandi: Den arnamagnæanske kommision
Höfundur: Stefán Karlsson
Titill: Um Vatnshyrnu,
Umfang: s. 279-303
Höfundur: Ólafur Halldórsson
Titill: , Skarðsbók - uppruni og ferill
Umfang: I
Lýsigögn
×
Efni skjals
×
  1. Jónsbók

Lýsigögn