Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

AM 455 fol.

Skoða myndir

Grettis saga; Kaupmannahöfn, 1775-1798

Nafn
Guðmundur Magnæus 
Fæddur
1741 
Dáinn
1798 
Starf
Fornritafræðingur 
Hlutverk
Skrifari; publisher; Þýðandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Þórunn Sigurðardóttir 
Fædd
14. janúar 1954 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Drífa Kristín Þrastardóttir 
Fædd
2. júní 1976 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Kålund, Kristian Peter Erasmus 
Fæddur
19. ágúst 1844 
Dáinn
4. júlí 1919 
Starf
Bókavörður 
Hlutverk
Fræðimaður 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Dall, Birgitte 
Fædd
1912 
Dáin
1989 
Starf
Forvörður 
Hlutverk
Bókbindari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Kaupmannahöfn 
Svæði
Sjáland 
Land
Danmörk 
Ítarlegri upplýsingar

Innihald

(1r-379r)
Grettis saga
Titill í handriti

„Grettis saga“

Upphaf

Maður er nefndur Önundur …

Niðurlag

„… sá hinn sami er hans hefndi.“

Baktitill

„Og lýkur hér sögu Grettis Ásmundarsonar.“

Aths.

Íslenskur texti (á versósíðum) ásamt latneskri þýðingu (á rektósíðum) og lesbrigðum.

Á bl. 1r er aðeins titill sögunnar og númerið „No 55“, en sagan hefst á bl. 1v, latneska þýðingin á 2r.

Tungumál textans

Íslenska

Latína

(379v-444v)
Skýringar við Grettis sögu
Tungumál textans

Íslenska

Latína

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
454 blöð, þrjú bindi: i + 1-211 (+149bis og 189bis) + ii; ii + 212-361 + i; i + 362-444 + i (335 mm x 215 mm). Auð blöð: 38v, 321v-322r, 323r, 337r-v, 356v-368v (skrifað á rektósíðurnar), 380r-392r (skrifað á versósíðurnar), 396v, 404r, 406r, 408r, 410r-417r (skrifað á versósíðurnar), 424v-426v, 441v-442v og 443v-444r. Bl. 269r, 355v, 393r, 394v og 409r að mestu auð. Enn fremur er neðri fjórðungur (stundum neðri helmingur) blaða víða auður og á nokkur blöð eru aðeins fáeinar línur skrifaðar.
Tölusetning blaða

Handritið hefur nýlega verið blaðmerkt með blýanti á neðri spássíu 1-444.

Ástand

Bl. 390, 394 og 444 lítillega skemmd.

Bl. 432 ætti að vera á undan bl. 431.

Umbrot

Eindálka.

Leturflötur er ca 220-330 mm x 200-220 mm.

Línufjöldi er ca 22-32 (á sum blöð eru aðeins fáeinar línur skrifaðar).

Skrifarar og skrift

Með hendi Guðmundar Magnússonar, sprettskrift.

Band

Band (þrjú bindi) frá 1991 (350 mm x 240 mm x 20-45 mm). Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk. Grófari dúkur á kili og hornum. Saumað á móttök. Saurblöð tilheyra bandi.

Fylgigögn

Laus seðill frá Kaupmannahöfn með upplýsingum um band og forvörslu.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað í Kaupmannahöfn vegna fyrirhugaðrar útgáfu á Grettis sögu á vegum Árnanefndar í Kaupmannahöfn, sem ekki varð af (Guðvarður Már Gunnlaugsson 2000:37-78). Það er tímasett til loka 18. aldar í Katalog I, bls. 327, en skrifari lést 1798.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 11. mars 1991.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið í þrjú bindi á verkstæði Birgitte Dall í Kaupmannahöfn í febrúar 1991. Eldra band fylgir ásamt skrá um kveraskiptingu.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamlinged. Kristian Kålund
Bjarni EinarssonHallfreðar saga, 1977; 15: s. cxlii, 116
Guðvarður Már Gunnlaugsson„Lesbrigði í AM 455 fol. Vitnisburður um týnd handrit?“, Sagnaþing helgað Jónasi Kristjánssyni sjötugum 10. apríl 19941994; s. 289-305
Guðvarður Már Gunnlaugsson„"Grettir vondum vættum, veitti hel og þreytti". Grettir Ásmundarson og vinsældir Grettis sögu“, Gripla2000; 11: s. 37-78
Jón Helgason„Observations on some manuscripts of Egils saga“, s. 3-47
« »