Skráningarfærsla handrits
AM 433 1-2 fol.
Handrit hefur ekki verið myndað stafrænt
Íslensk-latnesk orðabók Íslenskt-latneskt orðasafn; Ísland, 1736-1811
Lýsing á handriti
Upprunalegum níu bindum (I.-IX.) skipt upp í 15 bækur 1994 til 1995.
Uppruni og ferill
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 31. mars 1995 (I. og II. bindi), 5. október 1995 (IX. bindi), 9. nóvember 1995 (III. bindi), 24. nóvember 1995 (V. bindi), 14. desember 1995 (IV. bindi), 17. janúar 1996 (VII. bindi), 1. febrúar 1996 (VIII. bindi) og 16. febrúar 1996 (VI. bindi).
Aðrar upplýsingar
I. bindi viðgert og bundið í tvær bækur í október til desember 1994. Gömul kápa fylgir í sér hefti.
II. bindi viðgert og bundið í tvær bækur í nóvember til desember 1994. Gömul kápa fylgir í sér hefti.
III. bindi viðgert og bundið í nóvember 1994 til maí 1995. Gömul kápa fylgir í sér hefti. Lýsing á ljósmyndun og viðgerð ásamt skrá um kveraskiptingu fylgdi einnig.
IV. bindi viðgert og bundið í tvær bækur í janúar 1994 til febrúar 1995. Gömul kápa fylgir í sér hefti. Lýsing á ljósmyndun og viðgerð ásamt skrá um kveraskiptingu kom 17. janúar 1996.
V. bindi viðgert og bundið í janúar 1994 til febrúar 1995. Lýsing á ljósmyndun og viðgerð ásamt skrá um kveraskiptingu fylgdi.
VI. bindi viðgert og bundið í febrúar 1994 til september 1995. Gömul kápa fylgir í sér hefti ásamt umslagi með þráðum úr gömlu bandi og miðum. Lýsing á ljósmyndun og viðgerð ásamt skrá um kveraskiptingu fylgdi einnig.
VII. bindi viðgert og bundið í tvær bækur í ágúst 1994 til maí 1995. Gömul kápa fylgir í sér hefti. Lýsing á ljósmyndun og viðgerð ásamt skrá um kveraskiptingu fylgdi.
VIII. bindi viðgert og bundið í tvær bækur í ágúst 1994 til maí 1995. Gömul kápa fylgir í sér hefti ásamt umslagi með þráðum úr gömlu bandi. Lýsing á ljósmyndun og viðgerð ásamt skrá um kveraskiptingu fylgdi einnig.
IX. bindi viðgert og bundið í tvær bækur í febrúar til maí 1994. Gömul kápa fylgir í sér hefti. Lýsing á ljósmyndun og viðgerð ásamt skrá um kveraskiptingu fylgdi einnig.
- Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
- Svart-hvítar ljósmyndir af bls. 98-116 í VII. bindi (kafla um leiki) á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi.
Innihald
Hluti I ~ AM 433 1 fol.
Íslensk-latnesk orðabók
Æviatriði Formáli Bókstafurinn A
I. bindi (c320 blöð, þ.m.t. smáseðlar og innlögð hefti), skipt í tvennt.
Bókstafirnir B, C, D
II. bindi (c440 blöð, þ.m.t. seðlar og laus blöð), skipt í tvennt.
Sérhljóðarnir E, EI, EY, I, IJ, O, OO, Æ, U, W, Y, YY
III. bindi (c230 blöð, þ.m.t. seðlar).
Æviatriði Bókstafirnir F, G
IV. bindi (c450 blöð, þ.m.t. seðlar), skipt í tvennt.
Bókstafurinn H
V. bindi (c330 blöð, þ.m.t. seðlar og minni hefti).
Bókstafirnir J, K
VI. bindi (c270 blöð, þ.m.t. seðlar).
Bókstafirnir L, M, N, P, R
VII. bindi (c660 blöð, þ.m.t. seðlar), skipt í tvennt.
Bókstafurinn S
VIII. bindi (c460 blöð, þ.m.t. seðlar), skipt í tvennt.
Bókstafirnir T, V, Þ
IX. bindi (c460 blöð, þ.m.t. seðlar o.þ.h.).
Lýsing á handriti
Uppruni og ferill
Eiginhandarrit Jóns Ólafssonar úr Grunnavík frá c1736-1772.