Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 402 fol.

Svarfdæla saga ; Ísland, 1700-1799

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-19v)
Svarfdæla saga
Titill í handriti

Svarfdæla saga

Vensl

Skrifað eftir JS 33 4to (Jónas Kristjánsson 1966).

Upphaf

Það er upphaf á þessi sögu …

Niðurlag

… bróðurson Karls hins unga.

Baktitill

Og lýkur hér svo Svarfdæla sögu.

Athugasemd

Bl. 6 að mestu autt til að tákna eyðu í fyrsta hluta sögunnar.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 20 + i blöð (318 mm x 200 mm). Bl. 20 er autt.
Tölusetning blaða

Handritið hefur verið blaðmerkt nýlega 1-19. Bl. 20 er ómerkt.

Kveraskipan

Þrjú kver.

  • Kver I: 6 blöð, 3 tvinn.
  • Kver II: 6 blöð, 3 tvinn.
  • Kver III: 8 blöð, 4 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 250-255 mm x 150-160 mm.
  • Línufjöldi er 32-37.
  • Síðutitill: Svarfdæla saga.
  • Griporð.

Ástand

Vatnsblettir víða, þó án þess að skemma textann.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, fornleg kansellískrift.

Band

Band frá ca 1880-1920 (332 mm x 220 mm x 7 mm). Spjöldin eru klædd rauðum marmarapappír, strigi á kili og hornum, saumað á móttök. Saurblöð tilheyra bandi. Vatnsmerki á saurblöðum.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi, líklega í Eyjafirði. Það er tímasett til 18. aldar í Katalog I , bls. 308.

Ferill

Kom í Árnasafn frá Det Kongelige Nordiske Oldskrift-Selskab 1883.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 25. mars 1985.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

ÞS skráði 9. desember 2008.

DKÞ færði inn grunnupplýsingar 12. nóvember 2001.

Kålund gekk frá handritinu til skráningar í 2. júlí 1887 (sjá Katalog I 1889:308 (nr. 560) .

Viðgerðarsaga

Bundið af Otto Ehlert á árunum 1880-1920.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: Svarfdæla saga, Rit Handritastofnunar Íslands
Ritstjóri / Útgefandi: Jónas Kristjánsson
Umfang: 2
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn