Skráningarfærsla handrits

AM 387 a-c fol.

Rímnabók ; Ísland, 1849

Innihald

(1r-466v)
Rímnabók
Athugasemd

Uppskrift eftir skinnhandritinu Aug. 42. 7. í Wolfenbüttel.

Fremst er stutt lýsing á forritinu og innihaldi þess.

Fyrsti rímnaflokkurinn er í nákvæmri uppskrift en þeir sem á eftir fylgja eru skrifaðir með uppleystum böndum og vafaatriði tilfærð á spássíum.

Lesbrigði við Ectorsrímur úr handriti sem vísað er til sem B.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír
Blaðfjöldi
466 blöð í þremur bindum (). Bl. 29-54 minni á bæði hæð og breidd ().
Umbrot

Skrifarar og skrift

Ýmsar hendur.

Band

Uppruni og ferill

Uppruni

Bókin er skrifuð 1849.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 24. júní 1994.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog I , bls. 302 (nr. 545). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í janúar 1886. DKÞ skráði 15. janúar 2001.

Viðgerðarsaga

Viðgert í Kaupmannahöfn í maí 1993 til janúar 1994.

Handritið var nýinnbundið í þrjú bindi þegar það var skráð í spjaldaskrá á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi (án dags.). Þrjú eldri bindi fylgdu.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Negatíf filma á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi (askja 142-143).
  • Filma á Landsbókasafni Íslands-Háskólabókasafni.

Notaskrá

Lýsigögn
×
Efni skjals
×
  1. Rímnabók

Lýsigögn