Skráningarfærsla handrits

AM 355 b fol.

Kristinréttur Árna biskups ; Ísland, 1625-1672

Innihald

(1r-16v)
Kristinréttur Árna biskups
Titill í handriti

[Hinn] nyi Chistinett[ur]

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Lítið skjaldarmerki // Ekkert mótmerki ( 1 , 4-5 , 7-8 , 11-12 , 14 ).

Blaðfjöldi
16 blöð (255 mm x 166 mm).
Umbrot

Ástand

Handritið er skemmt og mjög fúið.

Skrifarar og skrift

Ein hönd.

Band

Band frá 1976.

Fylgigögn

Umslag sem Árni Magnússon hefur skrifað á: Kristinréttur. Úttekinn úr bók er ég fékk af séra Katli í Ásum í Skaftártungu, og ég kalla Kópíubók með hendi séra Jóns Erlendssonar í Villingaholti.

Uppruni og ferill

Uppruni

Skrifað af Jóni Erlendssyni og tímasett til 17. aldar í Katalog I , bls. 288, en virkt skriftartímabili Jóns var c1625-1672. Var áður hluti af stærri bók sem var öll með hendi Jóns Erlendssonar og Árni Magnússon kallar Copiubok (sbr. seðil).

Ferill

Bókina sem Árni Magnússon tók handritið úr fékk hann frá sr. Katli Halldórssyni í Ásum í Skaftártungu.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 25. mars 1977.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog I bls. 288 (nr. 514). Kålund gekk frá handritinu til skráningar ?. janúar 1886. NN skráði ??.ÞÓS skráði 9. júlí 2020.

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall í mars 1976. Eldra band fylgir.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, gerðar eftir filmu frá febrúar 1973 (fyrir viðgerð) og fylgdu handritinu þegar það var afhent.

Notaskrá

Höfundur: Guðrún Ása Grímsdóttir, Þórður Jónsson í Hítardal
Titill: Ættartölusafnrit séra Þórðar Jónssonar í Hítardal I-II
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn