Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

AM 315 c fol.

Skoða myndir

Grágás; Ísland, 1200-1225

Nafn
Árni Magnússon 
Fæddur
13. nóvember 1663 
Dáinn
7. janúar 1730 
Starf
Prófessor 
Hlutverk
Fræðimaður; Höfundur; Skrifari; Ljóðskáld 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Kålund, Kristian Peter Erasmus 
Fæddur
19. ágúst 1844 
Dáinn
4. júlí 1919 
Starf
Bókavörður 
Hlutverk
Fræðimaður 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Haraldur Bernharðsson 
Fæddur
12. apríl 1968 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Dall, Birgitte 
Fædd
1912 
Dáin
1989 
Starf
Forvörður 
Hlutverk
Bókbindari 
Ítarlegri upplýsingar

Innihald

(1r, 2r-2v)
Grágás
Aths.

Brot úr Rannsóknaþætti og Ómagabálki.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn
Blaðfjöldi
Leifar af 2 blöðum.
Ástand

Leifar af tveimur blöðum, sem hér segir: (a) ytri helmingur (225 mm x 90 mm) af blaði sem skorið hefur verið af langsum; skinnið er götótt og fúið, einkum að ofan og neðan; (b) 5 strimlar (nú í 8 hlutum).

Skrifarar og skrift
Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Íslenskt jarðakaupabréf á 1v er viðbót frá 1465; þar hefur eldri texti líklega verið skafinn burt. Á spássíu 1r sést niðurlag dansks texta með 16. aldar hendi er varðar viðskipti á milli tveggja Íslendinga, en það kemur vel heim við athugagrein Árna Magnússonar (sjá seðil) þar sem hann segir að brotin hafi fundist í Danmörku.

Band

Band frá ágúst 1969.

Fylgigögn

Umslag með hendi Árna Magnússonar: „Úr Grágás fundið í Danmörku. Hefði verið brúk að til uppskafnings að rita á bréf. Smáu geirarnar eru einar úr tveimur innsiglum er lágu laus, er svo óvíst hvert þau séu undan nefndu bréfi.“

Uppruni og ferill

Uppruni

Brotin eru frá um 1200, skv. Katalog I, bls. 262. Þau eru tímasett c1200-1225 í ONPRegistre, bls. 441, en jarðakaupabréfið á 1v er frá 1465.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 8. nóvember 1974.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog I, bls. 262-63 (nr. 470). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í janúar 1886. Haraldur Bernharðsson skráði í febrúar 2001.

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall í ágúst 1969. Eldra band fylgir í öskju.

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamlinged. Kristian Kålund
Ordbog over det norrøne prosasprog: Registreed. Den arnamagnæanske kommision
Guðvarður Már Gunnlaugsson„Nokkur orð um bókstafi á 12. öld“, Hallamál : rétt Haraldi Bernharðssyni fimmtugum 12. apríl 20182018; s. 48-49
Haraldur Bernharðsson„Skrifandi bændur og íslensk málsaga. Vangaveltur um málþróun og málheimildir“, Gripla2002; 13: s. 175-197
Hreinn BenediktssonLinguistic studies, historical and comparative
Alex Speed KjeldsenFilologiske studier i kongesagahåndskriftet Morkinskinna, 2013; Supplementum 8
Gustaf LindbladStudier i Codex Regius av äldre eddan
Didrik Arup Seip„Palæografi. B. Norge og Island“, Nordisk kultur1954; 28:B
« »