Skráningarfærsla handrits
AM 315 b fol.
Skoða myndirGrágás; Ísland, 1240-1260
Innihald
Lýsing á handriti
Leifar af fyrirsögnum með rauðu bleki.
Upphafsstafir í lit.
Band frá ágúst 1969.
Blað (212 mm x 150 mm) með hendi Árna Magnússonar: „Þetta blað fékk ég 1703 af Jóni nokkrum Einarssyni, heimilismanni í Garði á Suðurnesjum. Þar með fylgdi annað blað úr Jónsbók (var úr landsbrigðabálki) sömuleiðis í 4to, og í sama slags formi sem þetta, og með líkri skrift, þó eigi hinni sömu, sem mér virðist. Höfðu þessi 2 blöð verið utan um kver, og vissi maðurinn ekkert til hvaðan þau til sín komin væru. Maðurinn var annars kynjaður norðan úr landi. Jónsbókarblaðið lagði ég saman við fragmentum er ég á úr sömu bók.“
Uppruni og ferill
Blaðið er tímasett til 13. aldar í Katalog I, bls. 262, en c1250 í ONPRegistre, bls. 441.
Árni Magnússon fékk blaðið árið 1703, frá Jóni Einarssyni, heimilismanni í Garði á Suðurnesjum. Hann vissi ekkert hvaðan það var komið, en sjálfur var hann kynjaður norðan úr landi.
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 8. nóvember 1974.
Aðrar upplýsingar
Tekið eftir Katalog I, bls. 262-63 (nr. 470). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í janúar 1886. Haraldur Bernharðsson skráði í febrúar 2001.
Viðgert og bundið af Birgitte Dall í ágúst 1969. Eldra band fylgir í öskju.
Notaskrá
Höfundur | Titill | Ritstjóri / Útgefandi | Umfang |
---|---|---|---|
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling | ed. Kristian Kålund | ||
Ordbog over det norrøne prosasprog: Registre | ed. Den arnamagnæanske kommision | ||
Patricia Pires Boulhosa | „Layout and the structure of the text in Konungsbók“, The power of the book : medial approaches to medieval Nordic legal manuscripts | 2014; s. 75-97 | |
Haraldur Bernharðsson | „Skrifandi bændur og íslensk málsaga. Vangaveltur um málþróun og málheimildir“, Gripla | 2002; 13: s. 175-197 | |
Eiríks saga víðförla, | ed. Helle Jensen | 1983; 29 | |
Lena Rohrbach | „Introduction“, The power of the book : medial approaches to medieval Nordic legal manuscripts | 2014; s. 9-24 | |
Didrik Arup Seip | „Palæografi. B. Norge og Island“, Nordisk kultur | 1954; 28:B |