Skráningarfærsla handrits

AM 281 fol.

Bréfabók Brynjólfs biskups Sveinssonar XXI ; Ísland, 1674-1675

Innihald

1 (1r-215v)
Bréfabók Brynjólfs biskups Sveinssonar XXI
Athugasemd

Fyrir árin 1674-1675.

2 (216r-237v)
Skjöl
Athugasemd

Fyrir árin 1672-1673 og 1676-1678.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Dárahöfuð 1, með 7 litlum bjöllum á kraga, Hermes kross og 3 meðalstórir hringir // Ekkert mótmerki ( 1 , 4 , 6 , 8 , 9 , 12 , 14 , 17 , 19 , 20-21 , 25-27 , 30-31 , 39 , 41-42 , 44 , 46 , 48 , 51 , 53 , 55-58 , 60 , 62 , 64 , 66 , 68 , 77 , 79 , 81-85 , 91 , 129 , 133 , 135-136 , 137 , 142-143 , 145 , 148-151 , 153 , 156-157 , 160-161 , 163 , 165-167 , 169 , 172 , 178-182 , 187-191 , 193-195 , 198 , 200 , 200 , 205-206 , 209 , 210-212 , 222-224 , 227 , 229-230 ).

Vatnsmerki 2. Aðalmerki: Þrír smárar ásamt fangamarki DT // Ekkert mótmerki ( 32 , 113 , 115 , 116 , 118 ).

Vatnsmerki 3. Aðalmerki: Stórt skjaldarmerki með flaggi og bókstöfum DBEABVR? // Ekkert mótmerki ( 34-35 ).

Vatnsmerki 4. Aðalmerki: Skjaldarmerki Amsterdam // Ekkert mótmerki ( 37 ).

Vatnsmerki 5. Aðalmerki: Dárahöfuð 2, með 7 litlum bjöllum á kraga, Hermes kross, 3 meðalstórir hringir, fangamark HC? // Ekkert mótmerki ( 85 , 88 , 89 , 93-94 , 96-99 , 100-101 ).

Vatnsmerki 6. Aðalmerki: Dárahöfuð 3, með 5 litlum bjöllum á kraga, Hermes kross og 3 meðalstórir hringir // Ekkert mótmerki ( 108-109 , 111-112 , 126 ).

Blaðfjöldi
237 blöð (330 mm x 215 mm).
Umbrot

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Athugagrein um eiganda með hendi Árna Magnússonar á bl. 1 (titilblaði), síðar yfirstrikuð.

Band

Fylgigögn

á saurblaði stendur með hendi Árna Magnússonar: [Strikað yfir: Er eign herra lögmanns Sigurðar Björnssonar] A. Magnæus.

Uppruni og ferill

Uppruni

Þetta bindi er skrifað á árunum 1674-1675.

Ferill

Bókin var í eigu Sigurðar Björnssonar lögmanns og gekk frá honum til Árna Magnússonar (sbr. bl. 1). Sigurður gæti hafa fengið hana frá mági sínum Jóni Sigurðssyni í Einarsnesi, er átti Ragnheiði dóttur sr. Torfa Jónssonar, sem var aðalerfingi Brynjólfs biskups (sbr. Jón Helgason, Úr bréfabókum Bryjólfs biskups Sveinssonar , bls. VII).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 20. mars 1975.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog I , bls. 245 (nr. 436). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í janúar 1886. DKÞ skráði 17. júlí 2002. ÞÓS skráði 8. júlí 2020.

Viðgerðarsaga

Lagfært af Birgitte Dall í febrúar 1975.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn