Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

AM 271 fol.

Handrit hefur ekki verið myndað stafrænt

Bréfabók Brynjólfs biskups Sveinssonar X; Ísland, 1657-1658

Nafn
Halldór Torfason 
Fæddur
1658 
Dáinn
1705 
Starf
Prestur 
Hlutverk
Eigandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Torfi Jónsson 
Fæddur
9. október 1617 
Dáinn
20. júlí 1689 
Starf
Prestur 
Hlutverk
Höfundur; Skrifari; Þýðandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Brynjólfur Sveinsson 
Fæddur
14. september 1605 
Dáinn
5. ágúst 1675 
Starf
Biskup 
Hlutverk
Fræðimaður; Eigandi; Höfundur; Bréfritari; Nafn í handriti  
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Kålund, Kristian Peter Erasmus 
Fæddur
19. ágúst 1844 
Dáinn
4. júlí 1919 
Starf
Bókavörður 
Hlutverk
Fræðimaður 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Drífa Kristín Þrastardóttir 
Fædd
2. júní 1976 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Þuríður Ósk Sigurbjörnsdóttir 
Fædd
4. apríl 1997 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Dall, Birgitte 
Fædd
1912 
Dáin
1989 
Starf
Forvörður 
Hlutverk
Bókbindari 
Ítarlegri upplýsingar

Innihald

(1r-174v)
Bréfabók Brynjólfs biskups Sveinssonar X
Titill í handriti

„Brefabök Biskupſens M: Bryn|jölfs Sveinſsonar frä Alþïnge, og byriast ä þui | Anno 1657. og tekur framm yfer næstkomanda | alþïng. Anno 1658 5. Julij“

Aths.

Fyrir árin 1657-1658.

Óheil. Nokkur bréfanna sem vantar eru í NKS 1392 fol.

(167r-174v)
Efnisyfirlit
1(2r-2v)
Citatia til Alþingis prestastefnu.
Titill í handriti

„Citatia til Alþingis prestastefnu.“

Aths.

Brynjólfur biskup boðar presta í Skálholtsbiskupsdæmi til prestastefnu á Þingvöllum. Engin sérstök mál eru tilgreind sem viðfangsefni fundarins heldur er bréfið almenn lýsing á kostum þess að hinir lærðustu menn komi saman og ráði ráðum sínum. Vísað er til skrifa Platós í bréfinu. Dags. á Þingvöllum 29. júní 1657.

Bréfið er á latínu.

Efnisorð
2(3r-3v)
Sendibréf til biskupsins herra Gísla Þorlákssonar.
Titill í handriti

„Sendibréf til biskupsins herra Gísla Þorlákssonar.“

Aths.

Brynjólfur biskup skrifar Gísla Þorlákssyni sem hefur fyrir skömmu tekið við biskupsmbættinu á Hólum. Brynjólfur tilkynnir Gísla að á þeim tíma sem leið frá því að Gísli var skipaður biskup á prestastefnu hafi hann vígt þrjá presta í Hólabiskupsdæmi: Jón Guðmundsson að Felli, Guðbrand Jónsson að Sauðanesi og Þorlák Halldórsson að Auðkúlu- og Svínavatnskirkju (sbr. 13., 19. og 117. bréf í AM 270 fol.). Dags. í Skálholti 25. júní 1657.

Efnisorð
3(4r)
Kvittun herra Árna Oddssonar lögmanns fyrir 20 vættum smjörs.
Titill í handriti

„Kvittun herra Árna Oddssonar lögmanns fyrir 20 vættum smjörs.“

Aths.

Brynjólfur biskup staðfestir að hann hefur þegið 53 og hálfan ríkisdal frá Árna Oddssyni lögmanni vegna tuttugu vætta smjörs sem Árni meðtók haustið 1656. Benedikt Halldórsson, sýslumaður í Hegranesþingi, greiðir skuldina fyrir hönd Árna. Dags. á Þingvöllum 30. júní 1657.

Efnisorð
4(4r)
Samþykki biskupsins upp á kosning séra Árna Loftssonar af Dýrfirðingum.
Titill í handriti

„Samþykki biskupsins upp á kosning séra Árna Loftssonar af Dýrfirðingum.“

Aths.

Brynjólfur biskup samþykkir kosningu nokkurra sóknarmanna í Dýrarfjarðarþingum sem hafa kosið Árna Loftsson til prests eftir sr. Bjarna Arnórsson. Dags. á Þingvöllum 30. júní 1657.

Efnisorð
5(4v)
Commendatia séra Böðvars Sturlusonar prófastinum séra Vigfúsi Árnasyni tilskr...
Titill í handriti

„Commendatia séra Böðvars Sturlusonar prófastinum séra Vigfúsi Árnasyni tilskrifuð.“

Aths.

Brynjólfur biskup skrifar Vigfúsi Árnasyni, prófasti í Múlasýslu, í tilefni af fráfalli sr. Einars Þorvarðssonar, prests á Valþjófsstað. Biskup óskar þess að aðstoðarpresturinn, sr. Böðvar Sturluson, taki við staðnum. Dags. á Þingvöllum 30. júní 1657.

Efnisorð
6(5r-5v)
Kaupbréf fyrir hálfum Bæ í Lóni.
Titill í handriti

„Kaupbréf fyrir hálfum Bæ í Lóni.“

Aths.

Brynjólfur biskup kaupir hálfa jörðina Bæ í Lóni, alls 15 hundruð að dýrleika, af sr. Þórði Jónssyni í Hítardal. Í staðinn lætur biskup alla jörðina Skipanes í Melasveit sem er 12 hundruð að dýrleika, auk fjögurra málnytukúgilda sem þar standa. Það er Sigurður Jónsson í Einarsnesi sem annast gjörninginn fyrir hönd sr. Þórðar. Dags. á Þingvöllum 1. júlí 1657.

Efnisorð
7(5v-6r)
Sala á þremur hundruðum í Króki í Holtum við Sigurð Jónsson fyrir 30 ríkisdali.
Titill í handriti

„Sala á þremur hundruðum í Króki í Holtum við Sigurð Jónsson fyrir 30 ríkisdali.“

Aths.

Brynjólfur biskup selur Sigurði Jónssyni í Einarsnesi þrjú hundruð í jörðinni Króki í Holtamannahreppi, en það er fimmtungur jarðarinnar. Kaupverðið er þrjátíu ríkisdalir og skulu þeir greiddir um næstu Mikjálsmessu. Dags. á Þingvöllum 1. júlí 1657.

Efnisorð
8(6r)
Kvittantia fyrir þriggja ára afgjaldi af Gautastöðum Jóni Þorvaldssyni til ha...
Titill í handriti

„Kvittantia fyrir þriggja ára afgjaldi af Gautastöðum Jóni Þorvaldssyni til handa.“

Aths.

Brynjólfur biskup hefur móttekið afgjald fyrir þrjú umliðin ár af jörðinni Gautastöðum í Fljótum frá Jóni Þorvaldssyni á Auðbrekku í Hörgárdal. Heildarupphæðin er 21 ríkisdalur. Það er Sigurður Björnsson sem tekur við gjaldinu fyrir hönd biskups. Dags. á Þingvöllum 1. júlí 1657.

Efnisorð
9(6r-6v)
Biskupstíunda reikningur af Barðastrandarsýslu anno 1657 og kvittun Gvöndar J...
Titill í handriti

„Biskupstíunda reikningur af Barðastrandarsýslu anno 1657 og kvittun Gvöndar Jónssonar.“

Aths.

Brynjólfur biskup staðfestir móttöku biskupstíunda úr Barðastrandarsýslu frá Guðmundi Jónssyni sem hefur safnað þeim saman. Guðmundur hefur nú komið síðari greiðslu af tveimur til biskups. Árleg heildarupphæð er sex hundruð en Guðmundur hefur greitt lítillega umfram þá upphæð, og skal mismunurinn ganga upp í greiðslu næsta árs. Dags. á Þingvöllum 1. júlí 1657.

Efnisorð
10(6v-7r)
Kaupbréf séra Þórðar Jónssonar fyrir hálfum Bæ í Lóni af Gvöndi Björnssyni.
Titill í handriti

„Kaupbréf séra Þórðar Jónssonar fyrir hálfum Bæ í Lóni af Gvöndi Björnssyni.“

Aths.

Þrír menn votta að þeir voru viðstaddir handsöl þar sem sr. Þórður Jónsson í Hítardal keypti hálfa jörðina Bæ í Lóni af Guðmundi Björnssyni. Á móti lætur sr. Þórður hálfa jörðina Þórólfsstaði í Miðdalasveit, sem er átta hundruð að dýrleika. Sr. Þórður greiðir fjögur málnytukúgildi og tólf ríkisdali á milli. Kaupin eru gerð með samþykki Guðrúnar Marteinsdóttur, eiginkonu Guðmundar. Dags. á Kvennabrekku 1. júní 1657.

Efnisorð
11(7r-7v)
Samþykki Guðrúnar Marteinsdóttur upp á sölu síns bónda Guðmundar á hálfum Bæ.
Titill í handriti

„Samþykki Guðrúnar Marteinsdóttur upp á sölu síns bónda Guðmundar á hálfum Bæ.“

Aths.

Þrír menn votta að þeir voru viðstaddir handsöl þar sem sr. Þórður Jónsson í Hítardal keypti hálfa jörðina Bæ í Lóni af Guðmundi Björnssyni. Á móti lætur sr. Þórður hálfa jörðina Þórólfsstaði í Miðdalasveit, sem er átta hundruð að dýrleika. Sr. Þórður greiðir fjögur málnytukúgildi og tólf ríkisdali á milli. Kaupin eru gerð með samþykki Guðrúnar Marteinsdóttur, eiginkonu Guðmundar. Dags. á Kvennabrekku 1. júní 1657.

Efnisorð
12(8r-8v)
Kaupbréf fyrir hálfum Saurstöðum í Jökulsárhlíð í Austfjörðum og Kirkjubæjars...
Titill í handriti

„Kaupbréf fyrir hálfum Saurstöðum í Jökulsárhlíð í Austfjörðum og Kirkjubæjarsókn af séra Jóni Daðasyni.“

Aths.

Sex menn votta að þeir voru viðstaddir handsöl þar sem Brynjólfur biskup kaupir hálfa jörðina Saurstaði í Jökulsárhlíð af sr. Jóni Daðasyni, alls sex hundruð að dýrleika. Á móti greiðir biskup tvö hundruð í jörðinni Kjóastöðum í Eystri Biskupstungum, allt landið Tröllaskóg fyrir ofan Keldur í Árverjahreppi (alls tíu hundruð) og og eitt hundrað í jörðinni Mýdal á Kjalarnesi. Dags. á Eyrarbakka 8. júlí 1657.

Efnisorð
13(8v-9r)
Eignarráð biskupinum gefin yfir hálfum Svarfhóli í Svínadal.
Titill í handriti

„Eignarráð biskupinum gefin yfir hálfum Svarfhóli í Svínadal.“

Aths.

Bræðurnir Þorleifur og Sigurður Jónssyni selja Brynjólfi biskup hálfa jörðina Svarfhól í Svínadal. Kaupin eru gerð í fullu trausti við þriðja bróðurinn, Guðmund Jónsson, sem er fjarverandi. Í staðinn mun biskup greiða jörð eða jarðarpart í Borgarfirði, átta eða tíu hundruð að dýrleika, og verður það nánar ákveðið síðar. Dags. á Þingvöllum 29. júní 1657.

Efnisorð
14(9r-10v)
Skikkunarbréf biskupsins á niðursetning séra Árna Loftssonar í Dýrafjarðarþing.
Titill í handriti

„Skikkunarbréf biskupsins á niðursetning séra Árna Loftssonar í Dýrafjarðarþing.“

Aths.

Brynjólfur biskup skipar tvo presta samtímis, annars vegar Sigurð Jónsson prest í Ögurs- og Eyrarsóknum og hins vegar Árna Loftsson prest í Dýrafjarðarþingum (sbr. 4. bréf). Upphaflega hafði biskup fengið bréflegt erindi frá sóknarmönnum í Dýrafirði sem óskuðu eftir því að Sigurður yrði vígður til prests hjá þeim, og var það gert með stuðningi Jóns Jónssonar, prófasts í Vestur-Ísafjarðarsýslu. Með því stóð til að afturkalla kosningu sr. Árna. Biskup ákvað hins vegar að bíða með málið fram yfir prestastefnu á Alþingi þar sem þeir Árni og Sigurður yrðu báðir viðstaddir. Málið var þó leyst í héraði áður en til Alþingis kom. Dags. í Skálholti 14. júlí 1657.

Efnisorð
15(13r)-12r
Reikningur Þorvarðs Magnússonar í Skaga 1657.
Titill í handriti

„Reikningur Þorvarðs Magnússonar í Skaga 1657.“

Aths.

Yfirlit yfir eignir, skuldir, leigur, launagreiðslur, innstæður og úttektir í versluninni á Skaga árið 1656. Ódags.

Efnisorð
16(12r)
Biskupsins hlutir á Akranesi 1657.
Titill í handriti

„Biskupsins hlutir á Akranesi 1657.“

Aths.

Yfirlit yfir þá hluti sem biskup á hjá sjómönnum á Akranesi árið 1657. Ódags.

S. 12v er auð.

Efnisorð
17(14r-14v)
Vígslubréf séra Sigurðar Jónssonar til Ögurs og Eyrar sókna.
Titill í handriti

„Vígslubréf séra Sigurðar Jónssonar til Ögurs og Eyrar sókna.“

Aths.

Brynjólfur biskup skrifar Jóni Arasyni, prófasti í Norður-Ísafjarðarsýslu, Magnúsi Magnússyni sýslumanni og öllum sóknarmönnum í Ögurs- og Eyrarsóknum. Erindi biskups er að tilkynna að hann hefur vígt Sigurð Jónsson til prests í umræddum sóknum. Dags. í Skálholti 14. júlí 1657.

Efnisorð
18(15r-15v)
Meðkenning Daða Jónssonar upp á sitt framfæri hjá biskupinum.
Titill í handriti

„Meðkenning Daða Jónssonar upp á sitt framfæri hjá biskupinum.“

Aths.

Jón Daðason, fráfarandi nemandi í Skálholtsskóla, vottar að hann hefur verið á framfæri biskups undanfarin ár, en Jón stendur á tvítugu þegar bréfið er ritað. Fram kemur að Jón kom til fósturs í skólanum þegar hann var tólf vetra gamall og var sex hundraða jarðarpartur í Egilsstöðum í Vopnafirði gefinn með honum við upphaf skólagöngu. Dags. í Skálholti 15. júlí 1657.

Efnisorð
19(15v-16r)
Afbeiðni biskupsins við Orm Vigfússon á hórdóms straffi Oddu í Klausturhólum.
Titill í handriti

„Afbeiðni biskupsins við Orm Vigfússon á hórdóms straffi Oddu í Klausturhólum.“

Aths.

Brynjólfur biskup skrifar Ormi Vigfússyni, sýslumanni í Kjósarsýslu, vegna máls konu sem heitir Odda og er eiginkona Jóns Þórarinssonar, ölmusumanns sem er vistaður á spítalanum á Klausturhólum. Odda hefur orðið uppvís að barneign utan hjónabands með Einari Einarssyni, vinnumanni í Bræðratungu, og á því yfir höfði sér refsingu fyrir hórdómsbrot. Hún hefur hins vegar boðið biskupi að taka til starfa sem þjónustukona við spítalann á Klausturhólum gegn því að refsingin verði felld niður. Biskup hefur samþykkt tilboðið, enda hefur reynst afar erfitt að fá fólk til starfa við spítalann, og því biðlar hann til sýslumanns að leysa Oddu undan refsingunni. Dags. í Skálholti 17. júlí 1657.

Efnisorð
20(16r-16v)
Bón Ingveldar Jónsdóttur felld til biskupsins að afturkalla sinn son úr Austf...
Titill í handriti

„Bón Ingveldar Jónsdóttur felld til biskupsins að afturkalla sinn son úr Austfjörðum.“

Aths.

Tveir menn votta að þeir voru viðstaddir í Skálholti þar sem Ingveldur Jónsdóttir biður Brynjólf biskup að kalla til sín Runólf Ólafsson, son Ingveldar, sem búsettur er á Austfjörðum. Runólfur fór upphaflega austur með Ólafi Finnssyni en Ingveldur hefur spurt að hann sé nú vistráðinn annars staðar. Hún vill að Runólfur veiti sér liðsinni í ellinni. Dags. í Skálholti 19. janúar 1657.

Efnisorð
21(16v-17r)
Lögfesta jarða biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar Bakka og Hafnar á Ströndum.
Titill í handriti

„Lögfesta jarða biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar Bakka og Hafnar á Ströndum.“

Aths.

Þorleifur Árnason, umboðsmaður Brynjólfs biskups, lögfestir jarðirnar Bakka og Höfn á Ströndum, sem báðar eru eignarjarðir biskups. Biskup má heimila jarðirnar þeim sem hann vill en öllum mönnum er bannað að yrkja jörðina eða byggja á henni nema með leyfi biskups. Dags. á Skeggjastöðum á Ströndum 5. ágúst 1657.

Efnisorð
22(17v-19r)
Skoðun jarðarinnar Bakka á Ströndum.
Titill í handriti

„Skoðun jarðarinnar Bakka á Ströndum.“

Aths.

Fjórir erindrekar biskups skoða húsakost á jörðinni Bakka á Ströndum þar sem Guðmundur Magnússon hefur búið undanfarin ár. Ítarleg lýsing á húsum fylgir og fram kemur að á þeim húsum sem Guðmundur hefur ekki upphlaðið eru moldir flestallar gamlar og að falli komnar. Lýsing á landamerkjum jarðarinnar fylgir og gerð er grein fyrir kúgildum sem jörðinni fylgja. Dags. á Bakka 5. ágúst 1657.

Efnisorð
23(19v-20v)
Skoðuð og skrifuð hús í Höfn á Ströndum.
Titill í handriti

„Skoðuð og skrifuð hús í Höfn á Ströndum.“

Aths.

Fjórir erindrekar biskups skoða húsakost á jörðinni Höfn á Ströndum þar sem Jón Marteinsson hefur búið undanfarin ár. Ítarleg lýsing á húsum fylgir. Gerð er grein fyrir rekaviði undanfarinna þriggja ára, landskuldum og landamerkjum. Dags. á Höfn 5. ágúst 1657.

Efnisorð
24(20v-22v)
Skoðuð og uppskrifuð hús á Hámundarstöðum í Vopnafirði.
Titill í handriti

„Skoðuð og uppskrifuð hús á Hámundarstöðum í Vopnafirði.“

Aths.

Sjö erindrekar biskups skoða húsakost á jörðinni Hámundarstöðum í Vopnafirði þar sem Ólafur Þórðarson hefur búið undanfarin ár. Ítarleg lýsing á húsum fylgir. Gerð er grein fyrir rekaviði undanfarinna þriggja ára, landamerkjum og afgjöldum jarðarinnar. Dags. á Hámundarstöðum 7. ágúst 1657.

Efnisorð
25(22v-24r)
Skoðuð húsin á Ytra-Núpi í Vopnafirði.
Titill í handriti

„Skoðuð húsin á Ytra-Núpi í Vopnafirði.“

Aths.

Sex erindrekar biskups skoða húsakost á jörðinni Ytri-Núpi í Vopnafirði þar sem Jón Snjólfsson hefur búið undanfarin ár. Ítarleg lýsing á húsum fylgir. Gerð er grein fyrir rekaviði, landamerkjum og landskuldum jarðarinnar. Dags. á Ytri-Núpi 7. ágúst 1657.

Efnisorð
26(24v-26r)
Skoðuð og uppskrifuð hús á Ásbrandsstöðum.
Titill í handriti

„Skoðuð og uppskrifuð hús á Ásbrandsstöðum.“

Aths.

Sex erindrekar biskups skoða húsakost á jörðinni Ásbrandsstöðum í Vopnafirði þar sem Ólafur Jónsson hefur búið undanfarin ár. Ítarleg lýsing á húsum fylgir, auk greinargerðar um þann kostnað sem biskup hefur lagt í við endurbætur húsa á jörðinni, bæði efniskostnaður og laun vinnumanna. Gerð er grein fyrir landamerkjum jarðarinnar. Dags. á Ásbrandsstöðum 8. ágúst 1657.

Efnisorð
27(26v-27r)
Skoðuð og uppskrifuð hús á Svínabakka í Vopnafirði.
Titill í handriti

„Skoðuð og uppskrifuð hús á Svínabakka í Vopnafirði.“

Aths.

Níu erindrekar biskups skoða húsakost á jörðinni Svínabakka í Vopnafirði og gera grein fyrir landamerkjum jarðarinnar. Dags. á Svínabakka 8. ágúst 1657.

Efnisorð
28(27r-27v)
Skoðuð og uppskrifuð hús á Skjaldtingsstöðum.
Titill í handriti

„Skoðuð og uppskrifuð hús á Skjaldtingsstöðum.“

Aths.

Fimm erindrekar biskups skoða húsakost á jörðinni Skjaldtingsstöðum í Vopnafirði og gera grein fyrir landamerkjum jarðarinnar. Dags. á Skjaldtingsstöðum 8. ágúst 1657.

Efnisorð
29(27v-29r)
Skoðuð og uppskrifuð hús í Syðri-Vík.
Titill í handriti

„Skoðuð og uppskrifuð hús í Syðri-Vík.“

Aths.

Fimm erindrekar biskups skoða húsakost á jörðinni Syðri-Vík, þar sem Jón Þórðarson er ábúandi, og gera grein fyrir landamerkjum jarðarinnar. Dags. á Skjaldtingsstöðum 9. ágúst 1657.

Efnisorð
30(29r-30r)
Skoðuð og uppskrifuð hús jarðarinnar Vindfullu.
Titill í handriti

„Skoðuð og uppskrifuð hús jarðarinnar Vindfullu.“

Aths.

Sjö erindrekar biskups skoða húsakost á jörðinni Vindfullu, þar sem Jóhann Vilhjálmsson er ábúandi, og gera grein fyrir landamerkjum og kúgildum jarðarinnar. Dags. á Skjaldtingsstöðum 11. ágúst 1657.

Efnisorð
31(30r-30v)
Kaup fyrir fimm hundruðum í Búastöðum í Vopnafirði.
Titill í handriti

„Kaup fyrir fimm hundruðum í Búastöðum í Vopnafirði.“

Aths.

Brynjólfur biskup selur Ólöfu Sigurðardóttur alla jörðina Fossgerði í Eiðamannaþinghá, alls fimm hundruð að dýrleika, en jörðin er fjórðungur af jörðinni Finnsstöðum. Á móti lætur Ólöf fimm hundruð í jörðinni Búastöðum í Vopnafirði. Sex vottar eru að kaupunum. Dags. að Vindfelli í Vopnafirði 11. ágúst 1657.

Efnisorð
32(30v)
Meðkenning biskupsins upp á ábýli Ólafar Sigurðardóttur á þriðjungi af Eyvind...
Titill í handriti

„Meðkenning biskupsins upp á ábýli Ólafar Sigurðardóttur á þriðjungi af Eyvindarstöðum.“

Aths.

Brynjólfur biskup vottar að hann hefur veitt Ólöfu Sigurðardóttur ábýli á þriðjungi jarðarinnar Eyvindarstöðum í Vopnafirði. Dags. að Vindfelli í Vopnafirði 11. ágúst 1657.

Efnisorð
33(30v-32r)
Eyvindarstaðir 6 hundruð. Húsin þar svo standandi sem eftir fylgir.
Titill í handriti

„Eyvindarstaðir 6 hundruð. Húsin þar svo standandi sem eftir fylgir.“

Aths.

Yfirlit yfir húsakost á jörðinni Eyvindarstöðum í Vopnafirði, landskuldir og landamerki. Dags. á Eyvindarstöðum 11. ágúst 1657.

Efnisorð
34(32r-32v)
Böðvarsdalur með þýfi 18 hundruð.
Titill í handriti

„Böðvarsdalur með þýfi 18 hundruð.“

Aths.

Yfirlit yfir húsakost á jörðinni Böðvarsdal. Ábúandinn, Jón Jónsson, segist hafa lagt mikinn við til endurbóta á húsunum og biður um að þau útgjöld verði gerð upp síðar, “þegar reynist og sést hvers verð eru.” Dags. í Böðvarsdal 11. ágúst 1657.

Efnisorð
35(33r-34v)
Heima í Böðvarsdal húsin sem eftir fylgja.
Titill í handriti

„Heima í Böðvarsdal húsin sem eftir fylgja.“

Aths.

Áframhald á yfirliti yfir húsakost í Böðvarsdal (sbr. 34. bréf), auk þess sem gerð er grein fyrir landamerkjum jarðarinnar. Dags. í Böðvarsdal 12. ágúst 1657.

Efnisorð
36(34v-35v)
Egilsstaðir 16 hundruð. Húsin þar svo standandi sem eftir fylgir.
Titill í handriti

„Egilsstaðir 16 hundruð. Húsin þar svo standandi sem eftir fylgir.“

Aths.

Yfirlit yfir húsakost á jörðinni Egilsstöðum í Vopnafirði, auk þess sem gerð er grein fyrir landamerkjum jarðarinnar. Dags. að Egilsstöðum 13. ágúst 1657.

Efnisorð
37(35v)
Forlíkun milli biskupsins og Jóhanns Vilhjálmssonar á afgjaldi og húsabót Egi...
Titill í handriti

„Forlíkun milli biskupsins og Jóhanns Vilhjálmssonar á afgjaldi og húsabót Egilsstaða.“

Aths.

Brynjólfur biskup semur við Jóhann Vilhjálmsson, ábúanda á Egilsstöðum, um afgjöld af jörðinni. Jóhann hefur lagt út í töluverðan kostnað vegna húsabóta á jörðinni og eru afgjöld undanfarinna ára því látin falla niður í staðinn. Dags. að Egilsstöðum 13. ágúst 1657.

Efnisorð
38(36r)
Reikningur Jóhanns Vilhjálmssonar á Vindfells afgjöldum.
Titill í handriti

„Reikningur Jóhanns Vilhjálmssonar á Vindfells afgjöldum.“

Aths.

Jóhann Vilhjálmsson, ábúandi á Egilsstöðum, gerir grein fyrir afgjöldum síðustu þriggja ára af jörðinni Vindfelli. Ólafur Jónsson á Ásbrandsstöðum meðtók afgjöld fyrri tveggja áranna vegna Björns Sæbjörnssonar, sem nú er látinn. Afgjöld þriðja og yfirstandandi árs hafa verið lögð inn á reikning Barthólómeusar Jenssonar, kaupmanns í Vopnafirði, þar sem þau bíða ráðstöfunar biskupsins. Dags. að Egilsstöðum 13. ágúst 1657.

Efnisorð
39(36r-36v)
Kaupbréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar fyrir Fremri-Hlíð í Vopnafirði.
Titill í handriti

„Kaupbréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar fyrir Fremri-Hlíð í Vopnafirði.“

Aths.

Björn Sæbjarnarson selur Brynjólfi biskup alla jörðina Fremri-Hlíð í Vopnafirði. Bjarni Oddsson annast kaupin fyrir hönd biskups. Kaupverðið er átján hundruð. Af því greiðast fjórtán hundruð í peningum, sauðum og fiski um næstu fardaga, en þau fjögur hundruð sem út af standa óskar Björn að “ei gjaldist fyrr en báðum semur.” Dags. að Leiðarhöfn í Eystra-Skálanesi 5. janúar 1654; afrit gert að Hofi í Vopnafirði 15. ágúst 1657.

Efnisorð
40(37r-37v)
Reikningur millum Ólafs Jónssonar á Ásbrandsstöðum og Björns Snæbjörnssonar.
Titill í handriti

„Reikningur millum Ólafs Jónssonar á Ásbrandsstöðum og Björns Snæbjörnssonar.“

Aths.

Viðauki við 39. bréf. Hér er að finna sundurliðun þeirrar upphæðar sem Birni Snæbjarnarsyni er greidd fyrir jörðina Fremri-Hlíð. Ólafur Jónsson á Ásbrandsstöðum annast reikninginn fyrir hönd biskups. Ódags; afrit gert að Hofi í Vopnafirði 15. ágúst 1657.

Efnisorð
41(37v)
Kvittantia útgefin biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni af Birni Snæbjarnarsyni.
Titill í handriti

„Kvittantia útgefin biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni af Birni Snæbjarnarsyni.“

Aths.

Björn Sæbjarnarson vottar að hann hefur meðtekið átján hundruð frá Brynjólfi biskup fyrir jörðina Fremri-Hlíð. Dags. að Leiðarhöfn í Vopnafirði 6. september 1656; afrit gert að Hofi í Vopnafirði 15. ágúst 1657.

Efnisorð
42(37v-38r)
Reikningur Ólafs Jónssonar að Ásbrandsstöðum á viðum.
Titill í handriti

„Reikningur Ólafs Jónssonar að Ásbrandsstöðum á viðum.“

Aths.

Ólafur Jónsson, ábúandi á Ásbrandsstöðum í Vopnafirði, tekur saman yfirlit fyrir Brynjólf biskup um þann rekavið sem hefur komið að landi á jörðinni frá árinu 1655. Auk þess gerir Ólafur grein fyrir þeim viði sem hann hefur látið öðrum í té til húsbygginga. Dags. að Hofi í Vopnafirði 15. ágúst 1657.

Efnisorð
43(38r-38v)
Kvittantia Ólafi Jónssyni útgefin af biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni.
Titill í handriti

„Kvittantia Ólafi Jónssyni útgefin af biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni.“

Aths.

Brynjólfur biskup staðfestir að Ólafur Jónsson hefur greitt landskuld af Ásbrandsstöðum fyrir undangengin þrjú ár, auk þess sem hann hefur skilað biskupstíundunum sem safnast hafa á milli Smjörvatnsheiðar og Þórskambs á Langanesi á sama tímabili. Upphæðin sem Ólafur greiðir biskupi nemur alls níu hundruðum. Dags. að Hofi í Vopnafirði 15. ágúst 1657.

Efnisorð
44(38v-39v)
Kaupbréf Bjarna Oddssonar fyrir Ytri-Hlíð í Vopnafirði.
Titill í handriti

„Kaupbréf Bjarna Oddssonar fyrir Ytri-Hlíð í Vopnafirði.“

Aths.

Björn Sæbjarnarson selur Bjarna Oddssyni jörðina Ytri-Hlíð í Vopnafirði sem er tólf hundruð að dýrleika. Kaupverðið er átján hundruð sem greiðast að hluta í lausafé og að hluta sem afgjöld af jörðinni Þorbrandsstöðum, en Björn fær að hafa þá jörð til fullkomins eignarhalds þar til upphæðin er að fullu greidd. Dags. á Hofi í Vopnafirði 11. september 1642; afrit gert á Saurstöðum í Jökulsárhlíð 22. ágúst 1657.

Efnisorð
45(39v-40v)
Fremri-Hlíð í Vopnafirði 6 hundruð að dýrleika hús svo standandi.
Titill í handriti

„Fremri-Hlíð í Vopnafirði 6 hundruð að dýrleika hús svo standandi.“

Aths.

Yfirlit yfir húsakost á jörðinni Fremri-Hlíð í Vopnafirði. Magnús Þormóðsson, ábúandi jarðarinnar, gerir grein fyrir landamerkjum og landskuldum og hefur þær upplýsingar að mestu eftir Birni Snæbjörnssyni sem áður bjó á jörðinni. Dags. að Fremri-Hlíð í Vopnafirði 14. ágúst 1657.

Efnisorð
46(40v-41r)
Hús á Þorbrandsstöðum skoðuð og uppskrifuð sem eftir fylgir.
Titill í handriti

„Hús á Þorbrandsstöðum skoðuð og uppskrifuð sem eftir fylgir.“

Aths.

Yfirlit yfir húsakost á jörðinni Þorbrandsstöðum þegar fráfarandi ábúandi, Högni Pétursson, skilur við jörðina. Dags. 1655; afrit gert á Saurstöðum í Jökulsárhlíð 22. ágúst 1657.

Efnisorð
47(41r-41v)
Hús á Þorbrandsstöðum skoðuð og uppskrifuð sem eftir fylgir.
Titill í handriti

„Hús á Þorbrandsstöðum skoðuð og uppskrifuð sem eftir fylgir.“

Aths.

Yfirlit yfir húsakost á jörðinni Þorbrandsstöðum, auk þess sem gerð er grein fyrir landamerkjum jarðarinnar. Dags. að Þorbrandsstöðum 17. ágúst 1657.

Efnisorð
48(42r)
Umboð útgefið af biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni Ólafi Jónssyni að Ásbrand...
Titill í handriti

„Umboð útgefið af biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni Ólafi Jónssyni að Ásbrandsstöðum.“

Aths.

Brynjólfur biskup veitir Ólafi Jónssyni að Ásbrandsstöðum heimild til þess að sækja sr. Martein Jónsson til laga. Ágreiningsefnið er hús sem Marteinn lét taka niður í leyfisleysi á Höfn á Ströndum, eignarjörð biskups, auk þess sem húsviðirnir hafa verið fluttir burt af jörðinni. Dags. á Hofi í Vopnafirði 16. ágúst 1657.

Efnisorð
49(42r-43r)
Kaupbréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar fyrir sjö hundruðum í Búastöðum ...
Titill í handriti

„Kaupbréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar fyrir sjö hundruðum í Búastöðum í Vopnafirði.“

Aths.

Sex menn votta að þeir voru viðstaddir handsöl þar sem Hallur Björnsson selur Brynjólfi biskup sjö hundruð í jörðinni Búastöðum í Vopnafirði. Á móti lætur biskup hálfa jörðina Saurstaði í Jökulsárhlíð sem er sex hundruð að dýrleika, auk þess sem hann skuldbindur sig til að greiða Halli þrjú hundruð í þarflegum peningum til viðbótar um haustið. Dags. á Hofi í Vopnafirði 16. ágúst 1657.

Efnisorð
50(43r-43v)
Bygging á Höfn á Ströndum Halli Björnssyni.
Titill í handriti

„Bygging á Höfn á Ströndum Halli Björnssyni.“

Aths.

Brynjólfur biskup heimilar Halli Björnssyni ábúnað á jörðinni Höfn á Ströndum frá næstu fardögum. Hallur á að hirða jörðina, safna reka og greiða árlega landskuld sem nemur sjö vættum fiska í reiðufé. Dags. á Hofi í Vopnafirði 16. ágúst 1657.

Efnisorð
51(43v-44r)
Kaupbréf fyrir Birnufelli sex hundruð.
Titill í handriti

„Kaupbréf fyrir Birnufelli sex hundruð.“

Aths.

Sex menn votta að þeir voru viðstaddir handsöl þar sem Bjarni Oddsson selur Brynjólfi biskup jörðina Birnufell í Fellum sem er níu hundruð að dýrleika. Bjarni hafði selt biskupi jörðina Hafrafell þremur árum fyrr (sbr. 29. bréf í AM 269 fol.) en kaupin voru síðan dæmd ólögmæt (sbr. 69. bréf í AM 270 fol.). Bjarni hefur nú verið dæmdur til að greiða biskupi andvirði jarðarinnar aftur í annarri fasteign og lætur hann Birnufell koma í staðinn. Dags. að Burstarfelli í Vopnafirði 18. ágúst 1657.

Efnisorð
52(44v)
Meðkenning Bjarna Oddssonar biskupinum útgefin upp á átta hundruð og áttatíu ...
Titill í handriti

„Meðkenning Bjarna Oddssonar biskupinum útgefin upp á átta hundruð og áttatíu álnir.“

Aths.

Bjarni Oddsson staðfestir að hann skuldar Brynjólfi biskup áttahundruð og áttatíu álnir, sem hann lofar að endurgreiða í gildum peningum eftir nánara samkomulagi. Dags. að Burstarfelli 18. ágúst 1657.

Efnisorð
53(44v-45r)
Afskiptisbréf Péturs Bjarnasonar móts við önnur sín samborin systkin.
Titill í handriti

„Afskiptisbréf Péturs Bjarnasonar móts við önnur sín samborin systkin.“

Aths.

Sex menn votta að þeir voru viðstaddir handsöl þar sem Bjarni Oddsson fékk syni sínum, Pétri Bjarnasyni, jarðirnar Torfastaði og Teig í Vopnafirði til fullkomlegrar eignar. Torfastaðir eru þrjátíu hundruð að dýrleika en Teigur átta hundruð. Dags. að Burstarfelli í Vopnafirði 18. ágúst 1657.

Efnisorð
54(45r-46r)
Kaup biskupsins á Teigi í Vopnafirði.
Titill í handriti

„Kaup biskupsins á Teigi í Vopnafirði.“

Aths.

Pétur Bjarnason eldri fær Brynjólfi biskup jörðina Teig í Vopnafirði, sem er átta hundruð að dýrleika, til fullrar eignar. Eignaskiptin eru gerð til að jafna úti um níutíu og sjö ríkisdala skuld Péturs við biskup. Kaupin eru gerð með fullu samþykki fjögurra systkina Péturs. Dags. að Burstarfelli í Vopnafirði 18. ágúst 1657.

Efnisorð
55(46r)
Lýsing biskupsins á Svínabakka kaupi, áheyrenda móður Ólafs, Salans.
Titill í handriti

„Lýsing biskupsins á Svínabakka kaupi, áheyrenda móður Ólafs, Salans.“

Aths.

Tveir menn votta að þeir voru viðstaddir að Svínabökkum í Vopnafirði þann 8. ágúst 1657 þar sem Brynjólfur biskup keypti jörðina Svínabakka af Ólafi Sigfússyni. Í staðinn lætur biskup jörðina Vakursstaði í Vopnafirði og greiðir auk þess 20 ríkisdali í milligjöf. Biskup fékk samþykki hjá Helgu Jónsdóttur, móður Ólafs, fyrir kaupunum. Dags. að Hofteigi 21. ágúst 1657.

Efnisorð
56(46v)
Meðkenning um lofun séra Guðmundar Ketilssonar að selja biskupinum Ljósaland ...
Titill í handriti

„Meðkenning um lofun séra Guðmundar Ketilssonar að selja biskupinum Ljósaland í Vopnafirði.“

Aths.

Fimm menn votta að þeir voru viðstaddir handsöl að Refsstöðum í Vopnafirði þann 13. ágúst 1657 þar sem sr. Guðmundur Ketilsson, prestur á Refsstöðum, lofaði að selja Brynjólfi biskup jörðina Ljósaland í Vopnafirði. Í staðinn mun biskup selja Guðmundi jörð sem verður ákveðin síðar. Dags. að Hofteigi í Jökulsdal 21. ágúst 1657.

Efnisorð
57(46v-47r)
Lofun Ólafar Sigurðardóttur á Vindfullu að selja biskupinum fyrstum manna aft...
Titill í handriti

„Lofun Ólafar Sigurðardóttur á Vindfullu að selja biskupinum fyrstum manna aftur Fossgerði.“

Aths.

Fjórir menn votta að þeir voru viðstaddir handsöl að Vindfullu í Vopnafirði þar sem Ólöf Sigurðardóttir lofaði að selja Brynjólfi biskup jörðina Fossgerði í Eiðamannaþinghá sem er fimm hundruð að dýrleika. Biskup mun greiða fyrir jörðina í lausafé. Dags. að Hofteigi í Jökulsdal 21. ágúst 1657.

Efnisorð
58(47r-47v)
Fullmakt Bjarna Oddssonar upp á nokkrar biskupsins jarðir fyrir austan.
Titill í handriti

„Fullmakt Bjarna Oddssonar upp á nokkrar biskupsins jarðir fyrir austan.“

Aths.

Brynjólfur biskup heimilar Bjarna Oddssyni að byggja jarðir sínar Fagranes á Langanesi, Bakka á Ströndum og Hámundarstaði í Vopnafirði. Bjarni á að rækta jarðirnar og vakta reka en afgjaldið af jörðunum verður ákveðið síðar. Dags. á Saurstöðum í Jökulsárhlíð 22. ágúst 1657.

Efnisorð
59(47v-48v)
Kaupbréf biskupsins fyrir Strandhöfn.
Titill í handriti

„Kaupbréf biskupsins fyrir Strandhöfn.“

Aths.

Fimm menn votta að þeir voru viðstaddir handsöl þar sem Brynjólfur biskup seldi bræðrunum Brandi og Birni Árnasonum jarðirnar Birnufell í Fellum og Skálanes í Seyðarfirði. Hvor jörðin um sig er sex hundruð að dýrleika. Á móti láta bræðurnir jörðina Strandhöfn í Vopnafirði sem er tólf hundruð að dýrleika. Sá hængur er á kaupunum að erfingjar sr. Einars heitins Þorvarðssonar, prests á Valþjófsstöðum, hafa gert kröfu um hálfa Strandhöfn. Biskup bætir því fjórum hundruðum í jörðinni Eyrarteigi í Skriðdal við jörðina sem hann selur bræðrunum og er sá hlutur ætlaður börnum Einars. Fyrir hlutinn í Eyrarteigi greiða bræðurnir biskupi átta hundruð, þar af þrjú gild kúgildi með Strandhöfn sem greiðast um næstu fardaga. Hjalti Jónsson, umboðsmaður biskups, mun síðar innheimta þau fimm hundruð sem út af standa. Dags. að Valþjófsstöðum í Fljótsdal 28. ágúst 1657.

Efnisorð
60(48v-49r)
Ráðstöfun biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar við sinn umboðsmann Hjalta Jóns...
Titill í handriti

„Ráðstöfun biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar við sinn umboðsmann Hjalta Jónsson.“

Aths.

Brynjólfur biskup veitir Hjalta Jónssyni umboð til þess að semja um afhendingu þriggja kúgilda og fimm hundraða við bræðurna Brand og Björn Árnasyni (sbr. 59. bréf). Dags. að Valþjófsstöðum í Fljótsdal 28. ágúst 1657.

Efnisorð
61(49r-49v)
Reikningur Jóns Jónssonar á Dvergasteini.
Titill í handriti

„Reikningur Jóns Jónssonar á Dvergasteini.“

Aths.

Jón Jónsson, bóndi á Dvergasteini (áður búsettur í Húsavík) gerir reikningsskil við Brynjólf biskup vegna jarðarinnar Eyrarteigs í Skriðdal sem Jón seldi biskupi fimm árum fyrr (sbr. 32. bréf í AM 268 fol.). Jón hafði samið við Hjalta Jónsson, umboðsmann biskups, um að andvirði jarðarinnar kæmi fyrir skólavist og uppihald Ólafs Jónssonar, sonar Jóns, í Skálholtsskóla, en afgangurinn yrði síðan greiddur út þegar skólavist hans lyki. Nú hefur Ólafur lokið vistinni í Skálholtsskóla og reiknaðar eftirstöðvar af andvirði Eyrarteigs eru 33 ríkisdalir sem biskup greiðir með bréfinu. Dags. í Vallanesi 30. ágúst 1657.

Efnisorð
62(49v-50r)
Lofun Sigurðar Árnasonar á Hrappstöðum í Vopnafirði biskupinum til handa.
Titill í handriti

„Lofun Sigurðar Árnasonar á Hrappstöðum í Vopnafirði biskupinum til handa.“

Aths.

Sigurður Árnason, bóndi í Sandbrekku, lofar að selja Brynjólfi biskup jörðina Hreppsstaði í Vopnafirði gegn því að fá í staðinn jörðina Bárðarstaði í Loðmundarfirði. Báðar jarðirnar eru tólf hundruð að dýrleika. Hjalti Jónsson, umboðsmaður biskups, mun fullnusta kaupin þegar þar að kemur. Dags. að Vallanesi 30. ágúst 1657.

Efnisorð
63(50r-50v)
Reikningur séra Sigurðar Árnasonar á afgift tveggja jarðarparta biskupsins.
Titill í handriti

„Reikningur séra Sigurðar Árnasonar á afgift tveggja jarðarparta biskupsins.“

Aths.

Sigurður Árnason yngri, prestur á Skorrastað, greiðir landskuld til Brynjólfs biskups af tveimur jarðarpörtum sem hann hefur í sinni umsjá. Heildarupphæðin er sex dalir fyrir þriggja ára tímabil. Aftan við bréfið er bætt athugasemd um að biskup muni hafa milligöngu fyrir Sigurð við sr. Guðmund Lárentíusson á Stafafelli um að Guðmundur taki Árna, son Sigurðar, til kennslu gegn greiðslu. Dags. á Vallanesi á Völlum 4. september 1657.

Efnisorð
64(50v-51r)
Vitnisburður Árna Ketilssonar.
Titill í handriti

„Vitnisburður Árna Ketilssonar.“

Aths.

Brynjólfur biskup skrifar meðmælabréf fyrir Árna Ketilsson sem áður var nemandi hans í Skálholtsskóla. Biskup gefur Árna góða umsögn og segist ekki vita til annars en að hann hafi verið til fyrirmyndar í orði og verki, en undantekur þó eitt atvik þar sem Árna, ásamt hópi annarra skólapilta, var vísað frá skólanum tímabundið vegna “óleyfilegrar kunnáttu.” Hér vísar biskup til galdrastafamálsins sem upp kom í skólanum 1650. Dags. á Vallanesi á Völlum 4. september 1657.

Notaskrá

Bréfið er prentað í bókinni Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Sjá Jón Helgason (útg.). Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Safn Fræðafélagsins um Ísland og Íslendinga XII, 106-107. Kaupmannahöfn: Hið íslenzka fræðafélag, 1942.

Efnisorð
65(51r-51v)
Reikningur Hjalta Jónssonar og biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar.
Titill í handriti

„Reikningur Hjalta Jónssonar og biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar.“

Aths.

Yfirlit yfir eftirstöðvar reiknings Hjalta Jónssonar við Brynjólf biskup (sbr. 62. bréf í AM 269 fol.) og þær landskuldir sem Hjalti hefur innheimt af jörðum biskups í Múlasýslu frá 1654. Ódags.

Efnisorð
66(51v-53r)
Reikningur biskupstíundanna.
Titill í handriti

„Reikningur biskupstíundanna.“

Aths.

Yfirlit yfir þær biskupstíundir sem Hjalti Jónsson hefur innheimt frá árinu 1654, svo og þau útgjöld sem Hjalti hefur greitt fyrir hönd biskups á sama tímabili. Aftast er bætt við upplýsingum um landskuldir og afgjöld sem Hjalti á eftir að skila til biskups. Dags. að Vallanesi á Völlum 4. september 1657.

Efnisorð
67(53v)
Kaupbréf biskupsins fyrir þremur hundruðum í Ketilsstöðum.
Titill í handriti

„Kaupbréf biskupsins fyrir þremur hundruðum í Ketilsstöðum.“

Aths.

Páll Björnsson selur Brynjólfi biskup þrjú hundruð í jörðinni Ketilsstöðum í Útmannasveit, en Páll hafði ánafnað biskupi jarðarpartinn skriflega þremur árum fyrr (sbr. 54. bréf í AM 269 fol.). Biskup greiðir í smjöri og reiðufé. Dags. að Vallanesi á Völlum 5. september 1657.

Efnisorð
68(54r-55r)
Umboðsbréf Hjalta Jónssonar yfir jörðum biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar í...
Titill í handriti

„Umboðsbréf Hjalta Jónssonar yfir jörðum biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar í Austfjörðum.“

Aths.

Brynjólfur biskup gefur Hjalta Jónssyni heimild til að byggja sex jarðir í Vopnafirði: Strandhöfn, Fremri-Hlíð, Búastaði, Svínabakka, Vindfell, Eyvindarstaði. Hjalti fær einnig endurnýjað umboð með eignarjörðum og jarðapörtum biskups í Múlasýslu fyrir austan og sunnan Smjörvatnsheiði. Dags. að Vallanesi á Völlum 7. september 1657.

Efnisorð
69(55r)
Eignarráð Hjalta Jónssonar yfir hálfum Dísarstöðum og fimm hundruð í Eyrartei...
Titill í handriti

„Eignarráð Hjalta Jónssonar yfir hálfum Dísarstöðum og fimm hundruð í Eyrarteigi af biskupi.“

Aths.

Brynjólfur biskup staðfestir að hann hefur fengið Hjalta Jónssyni, umboðsmanni sínum, hálfa jörðina Dísarstaði í Breiðdal, alls tíu hundruð að dýrleika, og fimm hundruð í jörðinni Eyrarteigi í Skriðdal til fullkominnar eignar. Dags. að Vallanesi á Völlum 7. september 1657.

Efnisorð
70(55v)
Samþykki Sigurðar Bjarnasonar upp á Syðri-Kleifar og Skálanes kaup biskupinum...
Titill í handriti

„Samþykki Sigurðar Bjarnasonar upp á Syðri-Kleifar og Skálanes kaup biskupinum gefið.“

Aths.

Sigurður Bjarnason, bóndi í Snæhvammi í Breiðdal, veitir Brynjólfi biskup samþykki til að gera kaupskap við Eirík Bjarnason, bróður Sigurðar, á jörðunum Syðri-Kleif í Breiðdal og Skálanesi í Seyðarfirði. Biskup hefur þegar rætt kaupin við Eirík og í staðinn mun hann selja Eiríki hálfa jörðina Bæ í Lóni. Dags. að Hálsi 15. september 1657.

Efnisorð
71(55v-56r)
Kaupbréf fyrir fremri Kleif í Breiðdal og Skálanesi í Seyðarfirði.
Titill í handriti

„Kaupbréf fyrir fremri Kleif í Breiðdal og Skálanesi í Seyðarfirði.“

Aths.

Fimm menn votta að þeir voru viðstaddir handsöl þar sem Brynjólfur biskup seldi Eiríki Bjarnasyni hálfa jörðina Bæ í Lóni, alls fimmtán hundruð að dýrleika. Í staðinn selur Eiríkur biskupi alla jörðina Fremri-Kleif í Breiðdal, sem er níu hundruð að dýrleika, og alla jörðina Skálanes í Seyðarfirði sem er sex hundruð að dýrleika. Dags. að Stafafelli í Lóni 18. september 1657.

Efnisorð
72(56r-56v)
Samþykki Valgerðar Hjörleifsdóttur upp á sölu síns sonar Eiríks Bjarnasonar á...
Titill í handriti

„Samþykki Valgerðar Hjörleifsdóttur upp á sölu síns sonar Eiríks Bjarnasonar á Fremri-Kleif í Breiðdal fyrir hálfan Bæ í Lóni.“

Aths.

Fylgiskjal með 71. bréfi. Valgerður Hjörleifsdóttir, móðir Eiríks Bjarnasonar, veitir syni sínum skriflegt leyfi fyrir því að selja jörðina Fremri-Kleifar í Breiðdal, sem er hennar eign. Dags. á Stöðvarstað 27. maí 1657.

Efnisorð
73(56v-57v)
Reikningur séra Jóns Bjarnasonar á hospítalsins fiski.
Titill í handriti

„Reikningur séra Jóns Bjarnasonar á hospítalsins fiski.“

Aths.

Yfirlit yfir þann fisk sem sr. Jón Bjarnason, prestur í Bjarnarnesi, hefur innheimt af skipum í Lóni, Hornafirði og Öræfum til spítalans á Hörgslandi á Síðu (sbr. 88. bréf í AM 270 fol.). Dags. á Bjarnarnesi 20. september 1657.

Efnisorð
74(57v)
Meðkenning séra Torfa Jónssonar um meðtekna eitt hundrað stórt ríkisdala af Þ...
Titill í handriti

„Meðkenning séra Torfa Jónssonar um meðtekna eitt hundrað stórt ríkisdala af Þorleifi Árnasyni.“

Aths.

Torfi Jónsson vottar að hann hefur móttekið hundrað og tuttugu ríkisdali frá Þorleifi Árnasyni sem annast greiðsluna fyrir hönd Brynjólfs biskups. Torfi á að koma fénu áfram til sr. Þorláks Bjarnasonar til að greiða fyrir jörðina Sand. Dags. í Gaulverjabæ 20. júlí 1657; afrit gert að Bjarnarnesi í Hornafirði 20. september s.á.

Efnisorð
75(58r)
Afgjalds summa af Mýrartungu sem Þórður meðtekið hefur Pétursson.
Titill í handriti

„Afgjalds summa af Mýrartungu sem Þórður meðtekið hefur Pétursson.“

Aths.

Þrír menn, Guðmundur Bjarnason, Þorleifur Árnason og Gísli Sigurðsson, votta að þeir hafa séð og yfirlesið kvittunarbréf fyrir afgjaldi af Mýrartungu í Króksfirði. Þetta er afgjald sem sr. Guðmundur Bjarnason greiddi Þórði Péturssyni, umboðsmanni Brynjólfs biskups, en Þórður er nú látinn. Dags. að Laugardælum 21. júlí 1657; afrit gert að Bjarnarnesi í Hornafirði 20. september s.á.

Efnisorð
76(58r)
Kvittun séra Jóns Bjarnasonar í Bjarnanesi fyrir Bjarnaness umboðs afgjalda m...
Titill í handriti

„Kvittun séra Jóns Bjarnasonar í Bjarnanesi fyrir Bjarnaness umboðs afgjalda meðferð.“

Aths.

Brynjólfur biskup staðfestir að sr. Jón Bjarnason, prestur í Bjarnarnesi, hefur greitt umboðsgjald af jörðinni þar sem hann situr. Greiðsla Jóns er innt af hendi í ýmsu formi, sem smjör, kúgildi og hross. Dags. að Bjarnarnesi í Hornafirði 21. september 1657.

Efnisorð
77(58v)
Memorial að minnast við Pétur Þórðarson vegna Björns Magnússonar í Bolungarví...
Titill í handriti

„Memorial að minnast við Pétur Þórðarson vegna Björns Magnússonar í Bolungarvík um jarðaskipti.“

Aths.

Eldjárn Sumarliðason biður Brynjólf biskup að fara þess á leit við Pétur Þórðarson, bónda á Innra-Hólmi, að hann hafi jarðaskipti við Eldjárn. Jarðirnar sem um ræðir eru Hvítanes í Skötufirði (jörð Péturs) og Hóll á Fellsströnd (jörð Eldjárns), en báðar eru jarðirnar 24 hundruð að dýrleika. Ódags.

Bréfið er yfirstrikað í handriti og bætt svo við með annarri hendi: “Er skriflega skilað en ekki svarað.”

Efnisorð
78(59r-59v)
Útskrift af sendibréfi séra Sigurði Torfasyni tilskrifuðu um ofurstans vilja ...
Titill í handriti

„Útskrift af sendibréfi séra Sigurði Torfasyni tilskrifuðu um ofurstans vilja og hans burtför frá Görðum.“

Aths.

Brynjólfur biskup skrifar sr. Sigurði Torfasyni, presti í Görðum, varðandi deilu Sigurðar við Tómas Nikulásson sem nú hefur staðið í meira en eitt ár (sbr. 61. og 120. bréf í AM 270 fol.). Biskup hefur nú fengið bréf frá hirðstjóranum Henrik Bjelke sem hefur beðið hann að miðla málum milli Sigurðar og Tómasar, en Bjelke hefur þau orð eftir Tómasi í bréfi sínu að afstaða sr. Sigurðar í deilunni sé fremur sprottin af “prívat hatri en eftir ordinantíunni.” Bjelke hefur biðlað til biskups um að finna annað prestakall þar sem Sigurður gæti tekið við sem aðstoðarprestur. Eina lausa embættið sem Brynjólfur veit um er sjálf Skálholtskirkja, en Halldór Jónsson, fráfarandi kirkjuprestur, mun taka við sem prestur í Reykholti innan hálfs mánaðar. Biskup hvetur sr. Sigurð til að þiggja boðið, enda sé óráðlegt að “bakspyrna á móti broddunum.” Dags. í Skálholti 15. október 1657.

Efnisorð
79(60r)
Vitnisburður Árna Rögnvaldssonar.
Titill í handriti

„Vitnisburður Árna Rögnvaldssonar.“

Aths.

Guðmundur Lárentíusson, prestur á Stafafelli, skrifar Brynjólfi biskup meðmælabréf um Árna Rögnvaldsson sem hefur verið í námi hjá Guðmundi um fimm ára skeið og er nú að hefja nám í Skálholtsskóla. Guðmundur gefur honum sín bestu meðmæli. Dags. á Stafafelli í Lóni 18. september 1657.

Efnisorð
80(60r-60v)
Kvittantia Styr Torfasonar upp á andvirði fyrir þrjú hundruð í Ytra-Súlunesi ...
Titill í handriti

„Kvittantia Styr Torfasonar upp á andvirði fyrir þrjú hundruð í Ytra-Súlunesi í Melasveit.“

Aths.

Styr Torfason vottar að hann hefur meðtekið fulla greiðslu fyrir þau þrjú hundruð í jörðinni Ytra-Súlunesi í Melasveit sem hann seldi Brynjólfi biskup (sbr. 73. bréf í AM 269 fol.). Biskup greiðir Styr sex hundruð fyrir jarðarpartinn. Dags. í Skálholti 19. október 1657.

Efnisorð
81(60v-61r)
Skiptareikningur Árna Pálssonar við biskupinn M. Brynjólf Sveinsson.
Titill í handriti

„Skiptareikningur Árna Pálssonar við biskupinn M. Brynjólf Sveinsson.“

Aths.

Árni Pálsson staðfestir eigna- og skuldaskipti á milli sín og Brynjólfs biskups. Árni hefur fengið biskupi sexæring til eignar, skip sem biskup hefur áður haft að láni til helminga á móti Árna, en um er að ræða greiðslu með Símoni, syni Árna, sem er við það að hefja nám í Skálholtsskóla. Auk þess kemur fram að biskup hefur greitt Árna landskuld fyrir jarðirnar Gautastaði í Fljótum og Tannastaði. Dags. í Skálholti 19. október 1657.

Efnisorð
82(61r-62r)
Vígslubréf Péturs Rafnssonar ásamt hans veitingu fyrir Stöðvarstað.
Titill í handriti

„Vígslubréf Péturs Rafnssonar ásamt hans veitingu fyrir Stöðvarstað.“

Aths.

Brynjólfur biskup skrifar sóknarmönnum í Stöðvarstaðarkirkjusókn og tilkynnir þeim að hann hefur vígt Pétur Rafnsson til prests í sókninni. Eyjólfur Bjarnason, prestur á Kolfreyjustað, og Vigfús Árnason, prófastur í Múlasýslu, aðstoðuðu biskup við að yfirheyra Pétur í guðfræðilegum lærdómi og fór vígslan fram þann 18. október. Dags. í Skálholti 19. október 1657.

Efnisorð
83(62r-62v)
Grein úr bréfi Halli á Búastöðum tilskrifuðu.
Titill í handriti

„Grein úr bréfi Halli á Búastöðum tilskrifuðu.“

Aths.

Brot úr bréfi Brynjólfs biskups til Halls Björnssonar sem fengið hefur heimild biskups til ábúnaðar á jörðinni Höfn á Ströndum (sbr. 50. bréf). Biskup skorar á Hall að svara öllum lögskilum fyrir jörðina. Pétur Rafnsson tekur að sér að færa Halli bréfið. Dags. í Skálholti 19. október 1657.

Efnisorð
84(62v)
Inntak úr bréfi biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar Sigurði Bjarnasyni tilskr...
Titill í handriti

„Inntak úr bréfi biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar Sigurði Bjarnasyni tilskrifuðu.“

Aths.

Brot úr bréfi Brynjólfs biskups til Sigurðar Bjarnasonar, bónda í Snæhvammi í Breiðdal. Biskup býður Sigurði jörðina Fremri-Kleif í Breiðdal til kaups, en biskup hefur skömmu áður keypt jörðina af Eiríki, bróður Sigurðar (sbr. 71. bréf). Sigurður virðist hafa falast eftir jörðinni við biskup og boðið aðra jafndýra jörð í staðinn og biskup spyr nú hvaða jörð Sigurður hafi í huga. Pétur Rafnsson tekur að sér að færa Sigurði bréfið. Dags. í Skálholti 19. október 1657.

Efnisorð
85(63r)
Inntak úr bréfi biskupsins Bjarna Oddssyni tilskrifuðu.
Titill í handriti

„Inntak úr bréfi biskupsins Bjarna Oddssyni tilskrifuðu.“

Aths.

Brot úr bréfi Brynjólfs biskups til Bjarna Oddssonar. Biskup biður Bjarna að innheimta afgjald hjá leiguliðum á þremur biskupsjörðum, þ.e. Fagranesi, Bakka og Hámundarstöðum, auk þess sem hann æskir þess að Bjarni gæti að því hvort viðhald jarða og eftirlit með reka séu ekki í góðu lagi á umræddum jörðum. Pétur Rafnsson tekur að sér að færa Bjarna bréfið. Dags. í Skálholti 19. október 1657.

Efnisorð
86(63v)
Meðkenning séra Péturs Rafnssonar upp á meðtekna 33 ríkisdali.
Titill í handriti

„Meðkenning séra Péturs Rafnssonar upp á meðtekna 33 ríkisdali.“

Aths.

Pétur Rafnsson, nývígður prestur á Stöðvarstað, vottar að hann hefur móttekið þrjátíu og þrjá ríkisdali úr hendi Brynjólfs biskups. Um er að ræða eftirstöðvar af skuld biskups við Jón Jónsson á Dvergasteini í Seyðarfirði, móðurbróður sr. Péturs (sbr. 61. bréf), en Pétur á að koma fénu til Jóns. Dags. í Skálholti 20. október 1657.

Efnisorð
87(63v)
Trjáreikningur biskupsins í Hafnarfirði.
Titill í handriti

„Trjáreikningur biskupsins í Hafnarfirði.“

Aths.

Yfirlit yfir viði sem tilheyra Brynjólfi biskup og eru í vörslu Jóns Halldórssonar á Hvaleyri í Hafnarfirði. Dags. 21. október 1657.

Efnisorð
88(64r-64v)
Kaupbréf fyrir fjórum hundruðum í Bæ í Lóni af Jóni í Oddgeirshólum fyrir 32 ...
Titill í handriti

„Kaupbréf fyrir fjórum hundruðum í Bæ í Lóni af Jóni í Oddgeirshólum fyrir 32 ríkisdali.“

Aths.

Jón Jónsson, lögréttumaður í Oddgeirshólum, selur Brynjólfi biskup fjögur hundruð í jörðinni Bæ í Lóni. Það er Þorleifur Árnason sem annast kaupin fyrir hönd biskups og kaupin eru gerð að frumkvæði Þórdísar Jónsdóttur, móður Jóns. Þorleifur greiðir Jóni þrjátíu og tvo ríkisdali fyrir jarðarpartinn. Dags. að Oddgeirshólum 21. júlí 1657.

Efnisorð
89(64v)
Meðkenning Jóns Jónssonar.
Titill í handriti

„Meðkenning Jóns Jónssonar.“

Aths.

Jón Jónsson á Dvergasteini staðfestir að hann hefur móttekið þrjátíu og þrjá ríkisdali úr hendi Rafns Jónssonar sem hefur skilað fénu frá sr. Pétri Rafnssyni, en um er að ræða eftirstöðvar skuldar frá Brynjólfi biskup (sbr. 86. bréf). Dags. á Vallanesi 7. september 1659; afrit gert í Skálholti 21. október s.á.

Efnisorð
90(65r)
Álnarreytur eftir Ásmund heitinn Brynjólfsson.
Titill í handriti

„Álnarreytur eftir Ásmund heitinn Brynjólfsson.“

Aths.

Átta menn úrskurða um skiptingu eftirlátinna eigna eftir Ásmund Brynjólfsson, ómaga í Skálholti, sem er nýlátinn. Ásmundur hafði framfærslu til skiptis hjá Skálholtsbiskupi og hreppstjórunum í Tungnasveit, þeim Eiríki og Jóni Þorsteinssonum og Jóni Þorvaldssyni. Bræðurnir Gissur og Árni Bjarnasynir, sem teljast erfingjar eftir Ásmund, samþykkja að eigur hins látna skiptist jafnt á milli hreppsins og biskupsins. Hvor helmingur um sig reiknast fjögur ærgildi, ásamt því sem er “hálft frítt, hálft ófrítt skran. Dags. í Skálholti 18. október 1657.

S. 65v er auð.

Efnisorð
91(66r-67v)
Reikningur biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar af rökum og ástæðum sem hann h...
Titill í handriti

„Reikningur biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar af rökum og ástæðum sem hann hefur átt við Bjarna Oddsson frá anno 1654.“

Aths.

Yfirlit yfir þau afgjöld sem Bjarni Oddsson hefur innheimt af jörðum biskups í umboði hans frá árinu 1654. Ódags.

Efnisorð
92(68r)
Vitnisburður séra Halldórs Jónssonar frá Reykholti.
Titill í handriti

„Vitnisburður séra Halldórs Jónssonar frá Reykholti.“

Aths.

Brynjólfur biskup skrifar vitnisburð um sr. Halldór Jónsson sem býst undir að taka við prestsembætti í Reykholti. Biskup hefur þekkt Halldór frá því hann kom til náms í Skálholtsskóla, fjórtán ára að aldri, en Halldór stundaði nám við skólann um átta ára skeið. Að námi loknu starfaði Halldór við Skálholt í sex ár, fyrstu þrjú árin í skólaþjónustu en síðari þrjú árin sem kirkjuprestur. Segist biskup ekki vita til annars en að Halldór hafi hegðað sér frómlega og siðsamlega allan þennan tíma. Dags. í Skálholti 22. október 1657.

Efnisorð
93(68v-70r)
Vorreikningur á biskupsins jörðum í Borgafirði.
Titill í handriti

„Vorreikningur á biskupsins jörðum í Borgafirði.“

Aths.

Samantekt á öllum þeim eigum sem tilheyra biskupsjörðum í Borgarfirði, bæði kvikfénaði og búsgögnum. Jarðirnar sem um ræðir eru Höfn í Melasveit, Skálpastaðir í Lundarreykjadal, Reynir á Akranesi og Mófeldsstaðir í Skorradal. Dags. að Höfn 19. maí 1657.

Efnisorð
94(70r-70v)
Reikningur millum biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar og Sigurðar Pálssonar.
Titill í handriti

„Reikningur millum biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar og Sigurðar Pálssonar.“

Aths.

Yfirlit um skuldaskipti Brynjólfs biskups og Sigurðar Pálssonar, einkum um kvikfénað. Dags. 19. október 1657.

Efnisorð
95(70v-71r)
Vígslubréf Magnúsar Jónssonar.
Titill í handriti

„Vígslubréf Magnúsar Jónssonar.“

Aths.

Brynjólfur biskup skrifar sóknarmönnum kirknanna í Kvennabrekku og Vatnshorni í Dalasýslu og tilkynnir þeim að hann hefur vígt Magnús Jónsson til prests í umræddum sóknum. Sóknarmenn höfðu áður tilnefnt Magnús í embættið og fengið samþykki héraðsprófasts fyrir tillögunni, en Magnús tekur við af föður sínum, sr. Jóni Ormssyni, sem lést fyrr á árinu. Dags. í Skálholti 26. október 1657.

Efnisorð
96(71r-71v)
Þorlákshafnarreka trjáreikningur.
Titill í handriti

„Þorlákshafnarreka trjáreikningur.“

Aths.

Samantekt um þann við sem hefur rekið að landi við Þorlákshöfn, en ekki kemur fram á hvaða tímabili. Höfundur samantektarinnar er Álfur Gíslason, lögréttumaður á Reykjum í Ölfusi. Dags. 17. október 1657; móttekið í Skálholti þremur dögum síðar.

Efnisorð
97(71v-72r)
Meðkenning biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar upp á meðtekna 30 ríkisdali fy...
Titill í handriti

„Meðkenning biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar upp á meðtekna 30 ríkisdali fyrir þrjú hundruð í Króki.“

Aths.

Brynjólfur biskup staðfestir að hann hefur meðtekið þrjátíu ríkisdali frá Sigurði Jónssyni í Einarsnesi, en um er að ræða greiðslu fyrir þrjú hundruð í jörðinni Króki í Holtum sem biskup seldi Sigurði um sumarið (sbr. 7. bréf). Það er Gísli Sigurðsson sem annast milligöngu um greiðsluna fyrir Sigurð. Dags. í Skálholti 29. október 1657.

Efnisorð
98(72r-72v)
Grein úr bréfi séra Jóni Pálssyni tilskrifuðu af biskupinum .
Titill í handriti

„Grein úr bréfi séra Jóni Pálssyni tilskrifuðu af biskupinum .“

Aths.

Brynjólfur biskup skrifar sr. Jóni Pálssyni í Selvogi um málefni Ragnhildar, dóttur Jóns, og fyrirhugaða giftingu hennar og Jóns Jónssonar (sbr. 235. og 283. bréf í AM 269 fol.). Sr. Jón hefur skrifað biskupi að hann vilji ekki samþykkja hjónabandið nema Jón Jónsson sverji að hann hafi ekki verið í tygjum við aðrar konur á meðan á trúlofun hans og Ragnhildar hefur staðið. Segist sr. Jón jafnframt hafa heimildir fyrir því að Jón Jónsson hafi átt sér frillu um nokkurt skeið, konu sem heitir Ingibjörg, en föðurnafnið fylgir ekki í bréfinu. Biskup segir ekkert því til fyrirstöðu að kalla saman prestastefnu í þeim tilgangi að láta Jón Jónsson sverja eið að skírlífi sínu og trúfesti. Stefnan verði þó að bíða þar til daginn tekur að lengja og reiðfærið verður nægilega gott. Dags. í Skálholti 31. október 1657.

Notaskrá

Bréfið er prentað í bókinni Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Sjá Jón Helgason (útg.). Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Safn Fræðafélagsins um Ísland og Íslendinga XII, 107-108. Kaupmannahöfn: Hið íslenzka fræðafélag, 1942.

Efnisorð
99(72v)
Trjáreikningur í Herdísarvík, uppskrifaður af Sigmundi Jónssyni.
Titill í handriti

„Trjáreikningur í Herdísarvík, uppskrifaður af Sigmundi Jónssyni.“

Aths.

Yfirlit yfir viði sem tilheyra Brynjólfi biskup og eru í vörslu Sigmundar Jónssonar í Herdísarvík. Dags. 27. október 1657.

Efnisorð
100(73r-73v)
Afhending skrúðans í Skálholti.
Titill í handriti

„Afhending skrúðans í Skálholti.“

Aths.

Yfirlit yfir skrúða og áhöld í Skálholtskirkju, gert þegar sr. Halldór Jónsson lætur af embætti kirkjuprests og sr. Sigurður Torfason tekur við. Dags. í Skálholti 22. október 1657.

Efnisorð
101(73v-74v)
Úr Bréfi Bjarna Eiríkssonar.
Titill í handriti

„Úr Bréfi Bjarna Eiríkssonar.“

Aths.

Brot úr bréfi Bjarna Eiríkssonar til Brynjólfs biskups. Bjarni greinir biskupi frá samskiptum sínum við tengdaföður sinn Bjarna Oddsson, sýslumann í Burstarfelli, sem seldi biskupi hálfa jörðina Hafrafell í heimildarleysi árið 1654 (sbr. 51. bréf). Bjarni sýslumaður kennir minnisleysi sínu um mistökin og biður Bjarna Eiríksson um aðstoð við að krefjast réttar síns við þá er selt höfðu honum jörðina áður. Einnig er fjallað um jörðina Teig í Vopnafirði í bréfinu en Pétur, sonur Bjarna Oddssonar, seldi Brynjólfi biskup þá jörð um sumarið (sbr. 54. bréf). Bjarni Eiríksson hefur tjáð Bjarna Oddssyni óánægju sína með að Teigur hafi verið seldur Brynjólfi biskup því hann fullyrðir að jörðin sé lögmæt eign Sigríðar Bjarnadóttur, eiginkonu Bjarna Eiríkssonar og dóttur Bjarna Oddssonar. Dags. í Búlandi 6. nóvember 1657; afrit gert í Skálholti 12. nóvember s.á.

Efnisorð
102(74v-75v)
Vígslubréf Snjólfs Einarssonar.
Titill í handriti

„Vígslubréf Snjólfs Einarssonar.“

Aths.

Brynjólfur biskup skrifar sóknarmönnum á Álftanesi og tilkynnir að hann hefur vígt Snjólf Einarsson til aðstoðarprests með sr. Ólafi Jónssyni á Görðum. Snjólfur kemur í stað Sigurðar Torfasonar sem er nú horfinn frá Görðum eftir deilur við Tómas Nikulásson, höfuðsmann á Bessastöðum (sbr. 61. og 103. bréf í AM 269 fol.) Biskup beinir orðum sínum sérstaklega til Tómasar í bréfinu og segist vona að “hann vilji hans [Snjólfs] þjónustu í hentugan tíma ásjá.” Dags. í Skálholti 15. nóvember 1657.

Efnisorð
103(75v-76r)
Vígslubréf Péturs Ámundasonar.
Titill í handriti

„Vígslubréf Péturs Ámundasonar.“

Aths.

Brynjólfur biskup skrifar sóknarmönnum í Ölfusi og tilkynnir að hann hefur vígt Pétur Ámundason til aðstoðarprests með sr. Jóni Daðasyni í Arnarbæli. Sr. Jón hafði áður beðið biskup um að sér yrði fenginn aðstoðarprestur og tilfærði hann einkum tvenn rök til stuðnings þeirri bón sinni: “bágindi milli sóknanna, sem og fjölmenni í Þorlákshöfn.” Dags. í Skálholti 15. nóvember 1657.

Efnisorð
104(76r-77v)
Kvittantia Halldórs Sigfússonar.
Titill í handriti

„Kvittantia Halldórs Sigfússonar.“

Aths.

Halldór Sigfússon staðfestir að átta hundraða jarðarpartur í Ásbrandsstöðum, sem Helga Jónsdóttir, móðir Halldórs, seldi biskupi árið 1648 er með réttu eign biskups. Helga seldi biskupi jarðarpartinn sem greiðslu með Halldóri þegar hann hóf nám tólf vetra gamall, fyrst einn vetur hjá sr. Vigfúsi Árnasyni að Hofi í Vopnafirði en síðan átta vetur í Skálholtsskóla. Halldór gerir grein fyrir því hvernig reikningurinn fyrir jarðarpartinum skiptist í útgjaldaliði og nefnir þar m.a. að hann hafi haft hest sinn með sér allan þann tíma sem hann var í Skálholti og var hesturinn á fullu fóðri. Niðurstaða Halldórs er að nám hans og uppihald í Skálholti hafi verið eins og um var samið og biskup teljist því réttmætur eigandi jarðarpartsins í Ásbrandsstöðum. Dags. í Skálholti 29. nóvember 1657.

Efnisorð
105(77v-78r)
Kvittun Magnúsar Þorsteinssonar fyrir Skammbeinsstaða umboðsreikning.
Titill í handriti

„Kvittun Magnúsar Þorsteinssonar fyrir Skammbeinsstaða umboðsreikning.“

Aths.

Brynjólfur biskup staðfestir að Magnús Þorsteinsson, sýslumaður í Rangárþingi, hefur skilað til hans leigugjöldum og landskuldum sem hann hefur innheimt í Skammbeinsstaðaumboði fyrir árið 1657. Af því fé sem safnast hefur fær biskup tvo þriðju, eða alls fimmtán hundruð og fimm aura. Einn þriðji rennur í hlut Magnúsar. Dags. í Skálholti 4. desember 1657.

Efnisorð
106(78r-79v)
Ráðsmanns umboðsbréf.
Titill í handriti

„Ráðsmanns umboðsbréf.“

Aths.

Brynjólfur biskup fær Magnúsi Þorsteinssyni, sýslumanni í Rangárþingi, byggingarráð og ráðsmannsumboð yfir þeim dómkirkjujörðum sem nefndar eru Skammbeinsstaðaumboð. Magnús fær það hlutverk að finna ábyrga ábúendur á jarðirnar og innheimta landskuld af þeim. Magnús á auk þess að vakta reka á jörðunum og fá landsetana til að aðstoða sig við að flytja viðina yfir Þjórsá að Háholti. Dags. í Skálholti 5. desember 1657.

Efnisorð
107(79v)
(engin fyrirsögn)
Titill í handriti

„(engin fyrirsögn)“

Aths.

Skuldaviðurkenning. Brynjólfur biskup lánar Jóni Sigurðssyni í Káranesi átta ríkisdali. Dags. í Skálholti 6. desember 1657.

Efnisorð
108(79v-80r)
Vígslubréf Árna Halldórssonar.
Titill í handriti

„Vígslubréf Árna Halldórssonar.“

Aths.

Brynjólfur biskup skrifar sr. Halldóri Daðasyni í Hruna, prófasti í Árnessþingi, og sóknarmönnum í Hruna-, Reykjadals- og Tungufellskirkjusóknum. Erindi biskups er að tilkynna að hann hefur vígt Árna, son Halldórs, til aðstoðarprest með föður sínum. Vígslan fór fram í Skálholtskirkju þann 13. desember. Dags. í Skálholti 15. desember 1657.

Efnisorð
109(80r-80v)
Biskupstíunda reikningur af Árnessýslu anno 1657.
Titill í handriti

„Biskupstíunda reikningur af Árnessýslu anno 1657.“

Aths.

Yfirlit yfir biskupstíundir úr Árnessýslu árið 1657. Dags. í Skálholti 23. desember 1657.

Efnisorð
110(81r)
Kvittun Jóns á Hömrum upp á biskupstíunda reiknings og greiðslu af Árnessýslu.
Titill í handriti

„Kvittun Jóns á Hömrum upp á biskupstíunda reiknings og greiðslu af Árnessýslu.“

Aths.

Brynjólfur biskup staðfestir að Jón Jónsson á Hömrum hefur staðið skil á þeim biskupstíundum sem safnast hafa í Árnessýslu árið 1657. Dags. í Skálholti 23. desember 1657.

Efnisorð
111(81v)
Kvittantia Jóns Jónssonar á Hömrum fyrir Hamraumboðs meðferð.
Titill í handriti

„Kvittantia Jóns Jónssonar á Hömrum fyrir Hamraumboðs meðferð.“

Aths.

Brynjólfur biskup staðfestir að Jón Jónsson á Hömrum hefur staðið reikningsskap á öllum peningi Skálholtsdómkirkjunnar í Hamraumboði, þ.e. Grímsnesi, Grafningi og Ölvesi, fyrir árið 1657. Dags. í Skálholti 23. desember 1657.

Efnisorð
112(82r)
Meðkenning Jóns Jónssonar á Hömrum upp á þrjú kúgildi.
Titill í handriti

„Meðkenning Jóns Jónssonar á Hömrum upp á þrjú kúgildi.“

Aths.

Jón Jónsson, lögréttumaður á Hömrum, vottar að hann hefur móttekið þrjú kúgildi frá Brynjólfi biskup. Kúgildin eru eign Jóns með réttu, en þau fylgdu jarðarpartinum í Fjalli í Ölvesi sem Jón seldi biskupi fyrr á árinu (sbr. 178. bréf í AM 270 fol.). Dags. í Skálholti 24. desember 1657.

Efnisorð
113(82r-82v)
Byggingarráðabréf Björns Þorvaldssonar á Vindási í Landi.
Titill í handriti

„Byggingarráðabréf Björns Þorvaldssonar á Vindási í Landi.“

Aths.

Brynjólfur biskup veitir Birni Þorvaldssyni jörðina Vindás á Landi til ábúnaðar í eitt ár. Jörðinni fylgja fjögur leigukúgildi. Dags. í Skálholti 6. janúar 1658.

Efnisorð
114(83r)
Reiðingsskurðarleyfi útgefið Birni Þorvaldssyni að skera upp á 15 hesta á Hre...
Titill í handriti

„Reiðingsskurðarleyfi útgefið Birni Þorvaldssyni að skera upp á 15 hesta á Hreiðri í Holtum.“

Aths.

Brynjólfur biskup heimilar Birni Þorvaldssyni að skera reiðing á fimmtán hesta á jörðinni Hreiðri í Holtum. Dags. í Skálholti 6. janúar 1658.

Efnisorð
115(83r-85r)
Húsaskoðun Reynis á Akranesi.
Titill í handriti

„Húsaskoðun Reynis á Akranesi.“

Aths.

Tveir erindrekar biskups, Sigurður Torfason og Þorleifur Árnason, skoða húsakost á jörðinni Reyni á Akranesi. Bréfið er tvískipt og er í hvorum helmingi lýst húsum annars tveggja ábúenda á jörðinni, en þeir eru Gísli Sæmundsson og Þorvarður Kolbeinsson. Þau hús sem Gísli hefur yfir að ráða fá almennt slæma umsögn, eru sögð “fúin” og “fánýt” að undanteknu einu skálahúsi sem er sagt “á öllu sterkt og stæðilegt.” Ástandið á húsum Þorvarðar er öllu betra þótt þar séu fúin og gömul hús innan um. Bæði Gísli og Þorvarður fá afhenta viði til viðhalds á húsunum og er yfirlit yfir þá í bréfinu. Dags. í Skálholti 8. janúar 1658.

Efnisorð
116(85r-86v)
Húsaskoðun Skammbeinsstaða.
Titill í handriti

„Húsaskoðun Skammbeinsstaða.“

Aths.

Lýsing á húsakosti á jörðinni Skammbeinsstöðum. Skoðunin er gerð af því tilefni að Finnur Guðmundsson, sem hefur búið á jörðinni undanfarin ár, hefur nú flust búferlum. Það er Magnús Þorsteinsson sem tekur saman húsareikninginn og sendir til Skálholts en þeir Þorleifur Árnason og Daði Halldórsson skrifa hann upp. Auk þess sem sagt er um húsakostinn er í bréfinu að finna lýsingu á ýmsum búsgögnum og innanstokksmunum, þ. á m. gripum kirkjunnar. Dags. í Skálholti 12. janúar 1658.

Efnisorð
117(86v-87r)
Kvittantia biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar og séra Guðmundar Bjarnasonar.
Titill í handriti

„Kvittantia biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar og séra Guðmundar Bjarnasonar.“

Aths.

Sr. Guðmundur Bjarnason, prestur í Laugardælum, staðfestir að Brynjólfur biskup hefur staðið skil á öllum landskuldum og leignagjöldum af jörðinni Mýrartungu í Króksfirði, auk þeirra innstæðukúgilda sem jörðinni tilheyra og voru áður í eigu Guðmundar. Dags. í Skálholti 20. janúar 1658.

Efnisorð
118(87v-88v)
Mýrartungu í Króksfirði úttekt af séra Gunnlaugi Snorrasyni.
Titill í handriti

„Mýrartungu í Króksfirði úttekt af séra Gunnlaugi Snorrasyni.“

Aths.

Gunnlaugur Snorrason, umboðsmaður Brynjólfs biskups, skrifar ítarlega lýsingu á húsakosti á jörðinni Mýrartungu í Króksfirði en þar eru alls tólf hús. Greinargerðinni fylgir samantekt um búfénað á jörðinni og selstöðu er tilheyrir landinu. Skjalið er sent til Alþingis. Dags. 30. júní 1657.

Efnisorð
119(88v-89r)
Lýsing séra Guðmundar Bjarnasonar upp á Mýrartungu landamerki ítakalaus.
Titill í handriti

„Lýsing séra Guðmundar Bjarnasonar upp á Mýrartungu landamerki ítakalaus.“

Aths.

Sr. Guðmundur Bjarnason, prestur í Laugardælum, lýsir landamerkjum jarðarinnar Mýrartungu í Króksfirði eftir sinni bestu vitneskju. Skjalið er sent til Brynjólfs biskups á Alþingi sumarið 1657; afritið gert í Skálholti 21. janúar 1658.

Efnisorð
120(89r-89v)
Útvalning séra Jóhanns Jónssonar af Sæbóls sóknarmönnum.
Titill í handriti

„Útvalning séra Jóhanns Jónssonar af Sæbóls sóknarmönnum.“

Aths.

Átta sóknarmenn í Sæbólskirkjusókn lýsa yfir stuðningi við sr. Jóhann Jónsson í embætti sóknarprests, en Jóhann hefur áður lýst því yfir að hann hafi áhuga á að gegna embættinu. Tveir mótframbjóðendur eru nefndir í bréfinu, sr. Árni og sr. Sigurður, en föðurnöfnin vantar. Dags. að Sæbóli á Ingjaldssandi 30. nóvember 1657; afrit gert í Skálholti 2. febrúar 1658.

Efnisorð
121(90r-95r)
Ráðsmanns umboðsbréf Jóni Jónssyni á Hömrum útgefið.
Titill í handriti

„Ráðsmanns umboðsbréf Jóni Jónssyni á Hömrum útgefið.“

Aths.

Brynjólfur biskup veitir Jóni Jónssyni, lögréttumanni á Hömrum í Grímsnesi, umboð fyrir jörðum Skálholts í Grímsnesi, Grafningi, Ölfusi og út með sjónum í Grindavík. Samanlagt eru þetta 62 jarðir ásamt innstæðukúgildum, afgjöldum og ítökum. Jón á að safna reka, hafa yfirumsjón með allri skipaútgerð, flytja fisk í kaupstaði og fylgjast með því að allir ábúendur jarða haldi þeim við góða rækt og haldi við húsum. Honum ber síðan að standa árlegan reikning á öllu saman til biskups. Getið er um ýmsar kvaðir landsetanna á þeim jörðum sem um ræðir, þ. á m. eitt mannslán af hverri jörðu til sjóróðra. Ítarlega er rætt um skyldur Jóns sem fela í sér landgang, hvalreka, skipaútgerð, nauðsynjareiðir og ýmislegt fleira. Gjörningurinn skal gilda á meðan báðir eru ásáttir. Dags. í Skálholti 9. febrúar 1658.

Efnisorð
122(95r-96r)
Framburður Vigfúsa Jónssonar að Heysholti upp á Björn Guðmundsson um misþyrmi...
Titill í handriti

„Framburður Vigfúsa Jónssonar að Heysholti upp á Björn Guðmundsson um misþyrming nokkra.“

Aths.

Vigfús Jónsson, bóndi í Heysholti, kemur til Skálholts og ber vitni um ofbeldi sem hann hefur þurft að þola af hendi nágranna síns, Björns Guðmundssonar að Flagbjarnarholti. Átökin eiga rætur í eldri deilum milli þeirra Vigfúsar og Björns sem birtust m.a. í því að Vigfús þurfti að svara fyrir ólöglega sölu á reiðingstorfum til Björns og fleiri manna (sbr. 159. bréf í AM 269 fol.). Vigfús greinir frá því þegar Björn réðst á Jón, son Vigfúsar, er Jón sinnti hestum úti við svo að hann hlaut af mikinn bakverk. Vigfús fékk þá lánaðan “arngeirsstaf” sem hann hafði með sér til kirkju í tvígang ef ske kynni að hann þyrfti að verja sig. Í seinna skiptið skildi hann stafinn eftir úti við húsagarð en Björn braut hann í sex parta á meðan á messunni stóð. Vigfúsi þykir hegðun Björns orðin svo ógnandi að hann leitar eftir liðsinni biskups við að leysa deiluna. Dags. í Skálholti 18. febrúar 1658.

Notaskrá

Bréfið er prentað í bókinni Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Sjá Jón Helgason (útg.). Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Safn Fræðafélagsins um Ísland og Íslendinga XII, 108-109. Kaupmannahöfn: Hið íslenzka fræðafélag, 1942.

Efnisorð
123(96r-97v)
Áminningarbréf biskupsins sent séra Jóni á Fellsmúla til að lesa yfir Birni G...
Titill í handriti

„Áminningarbréf biskupsins sent séra Jóni á Fellsmúla til að lesa yfir Birni Guðmundssyni.“

Aths.

Brynjólfur biskup skrifar sr. Jóni Jónssyni í Fellsmúla, greinir honum frá deilum Vigfúsar Jónssonar og Björns Guðmundssonar (sbr. 121. bréf) og biður hann að miðla málum milli deiluaðila. Ætlun biskups er að sr. Jón lesi bréfið upphátt þegar Vigfús og Björn eru báðir viðstaddir, en texti bréfsins minnir einna helst á prédikun þar sem lagt er út af orðum frelsarans. Í bréfinu vitnar Brynjólfur einnig til 5. kapítula Galatabréfsins og skipar ofstopa Björns í þann flokk sem Páll postuli kallar “holdsins verk.” Dags. í Skálholti 19. febrúar 1658.

Notaskrá

Bréfið er prentað í bókinni Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Sjá Jón Helgason (útg.). Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Safn Fræðafélagsins um Ísland og Íslendinga XII, 110-111. Kaupmannahöfn: Hið íslenzka fræðafélag, 1942.

Efnisorð
124(97v)
Gjörningur millum biskupsins M. Sveinssonar og Jóns Jónssonar smiðs um skuldi...
Titill í handriti

„Gjörningur millum biskupsins M. Sveinssonar og Jóns Jónssonar smiðs um skuldir Jóns.“

Aths.

Jón Jónsson, smiður í Skálholti, hefur tilkynnt Brynjólfi biskup að hann vilji fara frá staðnum. Ástæðan er sú að hann vill liðsinna föður sínum, Jóni Þórðarsyni, sem skuldar biskupi fé. Jón eldri býr á Bóli sem er dómkirkjujörð en Jón sonur hans vill vinna að því að segja jörðinni lausri og finna afbýli eða hjáleigu þar sem hann geti búið. Niðurlag bréfsins vantar og það er því ódagsett.

S. 98r er auð.

Efnisorð
125(98v-99r)
Hæderlig och höylerdi Mand M. Bryndholffur Biskobff for Sönden offer Islannd ...
Titill í handriti

„Hæderlig och höylerdi Mand M. Bryndholffur Biskobff for Sönden offer Islannd bekommet.“

Aths.

Reikningur Páls Kristjánssonar, kaupmanns í Hólmi, við Brynjólf biskup fyrir árið 1655. Dags. 23. júní 1655.

S. 99v er auð að undanskilinni utanáskrift 125. bréfs.

Efnisorð
126(100r-109v)
Skagareikningur Þorvarðs Magnússonar anno 1656.
Titill í handriti

„Skagareikningur Þorvarðs Magnússonar anno 1656.“

Aths.

Reikningur Þorvarðar Magnússonar, kaupmanns á Skaga, við Brynjólf biskup og landseta á Skálholtsjörðum fyrir árin 1656 og 1657. Þessi gögn eru skrifuð upp eftir reikningskveri Þorvarðar. Dags. í Skálholti 16. mars 1658.

Efnisorð
127(109v)
Hlutir biskupsins á Akranesi útteknir á krossmessu 1658.
Titill í handriti

„Hlutir biskupsins á Akranesi útteknir á krossmessu 1658.“

Aths.

Viðauki við 126. bréf. Yfirlit yfir þá biskupshluti sem útteknir hafa verið á Akranesi á árinu 1658, gert eftir reikningi Þorvarðar Magnússonar kaupmanns. Dags. á Höfn í Melasveit 22. maí 1658.

Efnisorð
128(110r-111v)
Reikningur Páls Kristjánssonar í Hólmi (coperadur) Anno 1656.
Titill í handriti

„Reikningur Páls Kristjánssonar í Hólmi (coperadur) Anno 1656.“

Aths.

Reikningur Páls Kristjánssonar, kaupmanns í Hólmi, við Brynjólf biskup fyrir árið 1656. Dags. á Hólmi 7. júlí 1656. Viðauki aftan við er dags. á Hólmi 29. júlí 1657.

S. 111r og 112r-113r eru auðar.

Efnisorð
129(113v-114r)
Reikningur Páls Kristjánssonar í Hólmi Anno 1658.
Titill í handriti

„Reikningur Páls Kristjánssonar í Hólmi Anno 1658.“

Aths.

Reikningur Páls Kristjánssonar, kaupmanns í Hólmi, við Brynjólf biskup fyrir árið 1657. Dags. 14. maí 1658.

S. 114v er auð.

Efnisorð
130(115r-115v)
Inntak úr sendibréfi Biskupsins til Sigurðar Jónssonar sýslumanns.
Titill í handriti

„Inntak úr sendibréfi Biskupsins til Sigurðar Jónssonar sýslumanns.“

Aths.

Brynjólfur biskup skrifar Sigurði Jónssyni sýslumanni, lögmanni í Einarsnesi, um fyrirhugaða sölu jarðarinnar Skipaness í Melasveit. Biskup hefur áður selt sr. Þórði Jónssyni í Hítardal jörðina og hafði Sigurður milligöngu um söluna fyrir hönd Þórðar (sbr. 6. bréf). Nú stendur fyrir dyrum að biskup eignist jörðina aftur og er ætlunin að hann selji hana sr. Gunnlaugi Snorrasyni fyrir jörðina Maulustaði í Borgarfirði. Gunnlaugur hefur nefnt það í bréfi til biskups að hann sé reiðubúinn að selja honum jörðina fyrir aðra jörð vestanlands en ekkert hefur verið ákveðið frekar um kaupin. Biskup biður Sigurð að ræða við sr. Gunnlaug um fyrirhuguð jarðaskipti og þau mál er þeim tengjast. Dags. í Skálholti 16. mars 1658.

Efnisorð
131(115v-117r)
Umboðsbréf Þorvarðs Magnússonar yfir Heyness umboði og sjóarútveg og skipaútg...
Titill í handriti

„Umboðsbréf Þorvarðs Magnússonar yfir Heyness umboði og sjóarútveg og skipaútgjörð á Akranesi.“

Aths.

Brynjólfur biskup ritar opið bréf og tilkynnir að hann hefur fengið Þorvarði Magnússyni Heyness umboð, en Páll Gíslason, sem hefur haft umboðið undanfarin ár, hefur nýlega sagt því upp. Umboðið felur í sér umráð yfir skipaútgerð á umboðsjörðunum á Akranesi, eftirlit með því að landsetar rækti jarðir og haldi við húsum, innheimtu leigugjalda, jöfnun skulda o.fl. Sérstaklega er kveðið á um að þeim landsetum sem ekki ræki skyldur sínar skuli úthýst af jörðum. Þorvarður fær greidd fimm hundruð árlega fyrir að sinna umboðinu. Þorvarði er gert að skila reikningabók til biskups árlega þar sem gerð er grein fyrir öllum tekjum og útgjöldum. Um vorið á Þorvarður að fara í yfirreið um jarðrinar með forvera sínum, Páli Gíslasyni, sem mun láta honum í té allar nánari upplýsingar um jarðirnar. Dags. í Skálholti 16. mars 1658.

Efnisorð
132(117v)
Heimildar og eignarráð yfir Sandi í Kjós gefin biskupinum M. Brynjólfi Sveins...
Titill í handriti

„Heimildar og eignarráð yfir Sandi í Kjós gefin biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni.“

Aths.

Þorlákur Bjarnason, prestur á Helgafelli, tjáir Brynjólfi biskup að jörðin Sandur í Kjós sé honum heimil til eignar. Biskup mun greiða gjald fyrir jörðina (sbr. 74. bréf) en ekki hefur enn verið samið um verðið. Þorlákur nefnir engar upphæðir en segist treysta biskupi til að finna sanngjarnt verð. Dags. á Helgafelli 15. mars 1658.

Efnisorð
133(118r-118v)
Hospítalsins að Hallbjarnareyri byggingarbréf.
Titill í handriti

„Hospítalsins að Hallbjarnareyri byggingarbréf.“

Aths.

Matthías Guðmundsson, umboðsmaður Brynjólfs biskups, semur við Þórð Guðmundsson, bónda í Gröf, um að sá síðarnefndi taki að sér yfirumsjón spítalans á Hallbjarnareyri frá fardögum 1658 til fardaga 1659. Þórður fær yfirráð yfir jörðinni Eyri með öllum landgæðum og í staðinn mun hann annast alla sjúklinga á spítalanum, en þeir eru fjórir að tölu. Dags. á Arnarstapa 7. október 1657; afrit gert í Skálholti 2. apríl 1658.

Efnisorð
134(119r-119v)
Útskrit úr bréfi lögmannsins herra Árna Oddssonar séra Þorsteini í Holti tils...
Titill í handriti

„Útskrit úr bréfi lögmannsins herra Árna Oddssonar séra Þorsteini í Holti tilskrifuðu.“

Aths.

Árni Oddsson lögmaður skrifar sr. Þorsteini Jónssyni, presti í Holti. Árni ætlar sér að bjóða upp hálfa jörðina Reyki í Lundarreykjadal en jarðarparturinn er próventugjöf frá Arnfríði Rafnsdóttur, eiginkonu Teits Helgasonar sem hefur arfleitt Brynjólf biskup að eignum sínum (sbr. 110. og 137. bréf í AM 270 fol.). Ætlunin er að Arnfríður verði á framfæri Árna lögmanns í ellinni. Þorsteinn hefur skrifað Árna að hann hafi ekki áhuga á að kaupa jarðarpartinn svo að Árni hyggst nú selja hann einhverjum öðrum. Árni bregst jafnframt við bón Þorsteins um að hann veiti sér veð í fimm hundraða jarðarparti “fyrir austan.” Tillaga Árna er að Þorsteinn greiði honum 40 ríkisdali fyrir fimm hundraða part í jörðinni Stóradal í Eyjafirði. Dags. að Leirá 14. júlí 1657.

Efnisorð
135(119v-120v)
Annað bréf lögmannsins herra Árna Oddssonar um sama efni útskrifað.
Titill í handriti

„Annað bréf lögmannsins herra Árna Oddssonar um sama efni útskrifað.“

Aths.

Árni Oddsson lögmaður skrifar sr. Þorsteini Jónssyni, presti í Holti. Erindið er hið sama og í 135. bréfi og Árni bregst við bréfi sem Þorsteinn hefur ritað honum í millitíðinni. Árni greinir frá því að hann hafi viljað fá úr því skorið hvort próventugjöf Arnfríðar Rafnsdóttur til hans hafi verið lögleg og lagði hann því málið í dóm sex manna þar sem Þórður Hinriksson var yfirdómari. Niðurstaða dómsins var sú að próventan væri lögleg en Arnfríður lést síðan fyrir jólin 1657, áður en til þess kom að hún kæmi á framfæri Árna. Teitur Helgason, eftirlifandi eiginmaður Arnfríðar, varð ásáttur um það við Árna að jarðarparturinn sem Arnfríður hefur ánafnað Árna skuli ganga upp í skuld Teits við hann en hún nemur alls um 20 hundruðum. Dags. 12. febrúar 1658; afrit af báðum bréfum Árna lögmanns gert í Skálholti 11. apríl 1658.

Efnisorð
136(120v-121v)
Biskupsins bréf Bjarna Odssyni tilskrifað um eignarjarðir biskupsins.
Titill í handriti

„Biskupsins bréf Bjarna Odssyni tilskrifað um eignarjarðir biskupsins.“

Aths.

Brynjólfur biskup skrifar Bjarna Oddssyni. Biskup undrar sig á því að hafa ekki enn fengið svar við því bréfi sem hann skrifaði Bjarna síðastliðinn vetur (85. bréf) og hann skortir því upplýsingar um ýmis jarðakaupamál. Auk þess veit hann ekkert um það hversu mikið Bjarni hefur innheimt í gjöld af þeim biskupsjörðum sem hann hefur haft umboð fyrir síðan 1654. Biskup tilkynnir Bjarna að ef engin borgun berist fljótlega vegna þessara jarða þurfi hann að innkalla umboðið og fá það einhverjum öðrum. Hann nefnir einnig jörðina Teig og tjáir Bjarna að tvímæli muni vera á jörðinni (sbr. 101. bréf). Dags. í Skálholti 13. apríl 1658.

Efnisorð
137(122r)
Reikningur millum biskupsins og þeirra bræðra á Indriðastöðum um skuldaskipti.
Titill í handriti

„Reikningur millum biskupsins og þeirra bræðra á Indriðastöðum um skuldaskipti.“

Aths.

Ónefndir bræður sem búsettir eru á Indriðastöðum greiða landskuld sína til biskups með tveimur innstæðukúgildum. Bræðurnir hafa uppbyggt bænhús á staðnum og meðtaka þeir eitt hundrað og fimm aura í laun fyrir verkið. Dags. að Indriðastöðum í Skorradal 1. maí 1658.

Efnisorð
138(122r-122v)
Útgjaldaskikkun af biskupsins landskyldum í Borgarfirði og Akranesi 1658.
Titill í handriti

„Útgjaldaskikkun af biskupsins landskyldum í Borgarfirði og Akranesi 1658.“

Aths.

Yfirlit yfir ýmsar útistandandi landskuldir hjá landsetum Brynjólfs biskups í Borgarfirði og á Akranesi, auk áætlana um það hvernig hver og einn mun greiða sína skuld. Þeir landsetar sem hér eru nefndir eru Teitur Helgason og Bjarni Ámundason að Höfn í Melasveit, Ívar Magnússon á Narfastöðum og Hannes Sigmundsson í Skipanesi. Dags. að Höfn 2. maí og í Skipanesi 3. maí 1658.

Efnisorð
139(123r)
Tillag Torfa Helgasonar af biskupinum.
Titill í handriti

„Tillag Torfa Helgasonar af biskupinum.“

Aths.

Torfi Helgason meðtekur fjögurra ríkisdala greiðslu úr hendi Brynjólfs biskups. Dags. að Höfn í Melasveit 2. maí 1658.

Efnisorð
140(123r)
Bón Teits í Höfn að sér útvegist í kaupstaðnum.
Titill í handriti

„Bón Teits í Höfn að sér útvegist í kaupstaðnum.“

Aths.

Teitur Helgason óskar eftir vörum úr kaupstað. Ódags.

Efnisorð
141(123r)
Kaupgjald séra Halldórs Jónssonar fyrir sinn kvót á prestkaupi móts við séra ...
Titill í handriti

„Kaupgjald séra Halldórs Jónssonar fyrir sinn kvót á prestkaupi móts við séra Sigurð Torfason.“

Aths.

Sr. Halldór Jónsson, prestur í Reykholti, tekur við níu ríkisdölum frá Brynjólfi biskup. Um er að ræða prestkaup frá fardögum til allra heilagra messu árið 1657. Dags. að Innstavogi 3. maí 1658.

Efnisorð
142(123r)
Landskyldargjald Jóns í Innstavogi.
Titill í handriti

„Landskyldargjald Jóns í Innstavogi.“

Aths.

Jón Jónsson, bóndi í Innstavogi, greiðir fjóra ríkisdali í landskuld til Brynjólfs biskups. Steinunn Halldórsdóttir, kona Jóns, segist hafa afhent Ögmundi Jónssyni, vinnumanni í Skálholti, tvo fjórðunga riklings. Dags. í Innstavogi 3. maí 1658.

Efnisorð
143(123v)
Innstavogs lögfesta.
Titill í handriti

„Innstavogs lögfesta.“

Aths.

Guðmundur Jónsson, sýslumaður í Borgarfjarðarsýslu, lögfestir Jóni Jónssyni leigujörð hans Innstavog. Öllum öðrum mönnum er bannað að nytja landið nema með leyfi Jóns. Dags. við Garðakirkju 8. nóvember 1657.

Efnisorð
144(123v)
Kaupgjald Þorvarðs Magnússonar.
Titill í handriti

„Kaupgjald Þorvarðs Magnússonar.“

Aths.

Brynjólfur biskup greiðir Þorvarði Magnússyni sextán ríkisdali í kaup fyrir ráðsmennsku á Skaga. Dags. á Skipaskaga 3. maí 1658.

Efnisorð
145(124r)
Löggjöf Hans Þórðarsonar Pétri Þórðarsyni gefin.
Titill í handriti

„Löggjöf Hans Þórðarsonar Pétri Þórðarsyni gefin.“

Aths.

Tveir menn votta að þeir voru viðstaddir handsöl bræðranna Péturs og Hans Þórðarsona þar sem Hans fékk Pétri fjárbeitarítak sitt í jörðinni Ósi í Skilmannahreppi til fullrar eignar. Auk þess heimilar Hans bróður sínum útræði frá Innrahólmi og stöðu fyrir tvo báta, en Hans á fjórtán hundraða jarðarpart í landi Innrahólms. Dags. að Innrahólmi 1. maí 1658.

S. 124v-125r eru auðar. Á s. 125v er einungis utanáskrift 145. bréfs: “Gjafabréf fyrir fjárbeitarítaki í Ósi og tveggja báta frígöngu í Innrahólms landi.”

Efnisorð
146(126r)
Kaupbréf biskupsins fyrir hálfum Svarfhól í Svínadal af Guðmundi Jónssyni.
Titill í handriti

„Kaupbréf biskupsins fyrir hálfum Svarfhól í Svínadal af Guðmundi Jónssyni.“

Aths.

Brynjólfur biskup kaupir hálfa jörðina Svarfhól í Svínadal af Guðmundi Jónssyni, sýslumanni í Borgarfjarðarsýslu. Jarðarparturinn er átta hundruð að dýrleika. Biskup lofar að greiða jafngildan part í jörð sem skal liggja á milli Hítarár og Ellerár, og verður jörðin ákveðin síðar. Dags. á Skipaskaga á Akranesi 3. maí 1658.

Efnisorð
147(126v)
Húsaskoðun og virðing á Reyni á Akranesi.
Titill í handriti

„Húsaskoðun og virðing á Reyni á Akranesi.“

Aths.

Sjö erindrekar biskups skoða húsakost á jörðinni Reyni á Akranesi. Tilefnið eru endurbætur sem Þorvarður Kolbeinsson, annar ábúandi jarðarinnar, hefur látið gera á bæjarhúsi og fjósi síðan húsin voru skoðuð í janúar (sbr. 115. bréf). Skoðunarmennirnir áætla að kostnaðurinn við húsabætur Þorvarðar nemi þremur hundruðum. Þorvarður hefur þegar fengið hluta fjárins greiddan og eru honum nú greiddar eftirstöðvarnar. Við sama tilefni er skoðað nýtt smiðjuhús sem Gísli Sæmundsson hefur reist á sínum parti jarðarinnar. Dags. að Reyni á Akranesi 4. maí 1658.

Efnisorð
148(127v-128r)
Kaupbréf biskupsins fyrir hálfum Svarfhól í Svínadal af Sigurði Árnasyni.
Titill í handriti

„Kaupbréf biskupsins fyrir hálfum Svarfhól í Svínadal af Sigurði Árnasyni.“

Aths.

Brynjólfur biskup kaupir hálfa jörðina Svarfhól í Svínadal af Sigurði Árnasyni lögréttumanni og eignast þar með alla jörðina (sbr. 146. bréf) að undanteknum skógarítökum sem tilheyra jörðunum Efra-Skarði og Hlíðarfæti. Í staðinn fær Sigurður tíu hundruð í jörðinni Skaga á Akranesi. Dags. að Innrahólmi 4. maí 1658.

Efnisorð
149(128r-129r)
Kaupbréf biskupsins fyrir 60 sauða beit í Óss jörðu og tveggja báta stöðu í I...
Titill í handriti

„Kaupbréf biskupsins fyrir 60 sauða beit í Óss jörðu og tveggja báta stöðu í Innra-Hólms landi.“

Aths.

Þrír menn votta að þeir voru viðstaddir handsöl þar sem Pétur Þórðarson seldi Brynjólfi biskup fríbeit fyrir sextíu fjár á jörðinni Ósi í Skilmannahreppi um vetrartímann. Kveðið er á um að fjármaður á vegum biskups fái gistingu og aðbúnað í skála á jörðinni á meðan á fjárbeitinni stendur. Pétur selur biskupi einnig engjaslátt á jörðinni upp á tuttugu hesta árlega og bátastöðu fyrir tvo báta (sbr. 145. bréf). Biskup greiðir Pétri fimmtán hundruð í ríkisdölum fyrir þessi ítök. Dags. á Katanesi í Strandahreppi 5. maí 1658.

Efnisorð
150(129v-130r)
Gjafabréf fyrir fjárbeitar ítaki í Ósi, og tveggja báta frígöngu í Innra-Hólm...
Titill í handriti

„Gjafabréf fyrir fjárbeitar ítaki í Ósi, og tveggja báta frígöngu í Innra-Hólms landi.“

Aths.

145. bréf afritað; afrit gert á Kalastöðum 6. maí 1658.

Efnisorð
151(130r-131v)
Kaupbréf biskupsins fyrir Höfða á Akranesi.
Titill í handriti

„Kaupbréf biskupsins fyrir Höfða á Akranesi.“

Aths.

Fimm menn votta að þeir voru viðstaddir handsöl þar sem Brynjólfur biskup seldi hjónunum Einari Illugasyni og Arndísi Torfadóttur tvær jarðir: Alla jörðina Svarfhól í Svínadal, sem er sextán hundruð að dýrleika, og alla jörðina Skipanes í Melasveit sem er tólf hundruð að dýrleika. Við þetta bætir biskup átta hundruðum í reiðufé og fær á móti alla jörðina Höfða á Akranesi sem er tuttugu hundruð að dýrleika. Um tólf álna fjárítak Höfða er vitnað til kaupbréfs frá 13. nóvember 1582, ritað á Melum í Melasveit, þar sem Gísli Þórðarson seldi föður sinum, Þórði Guðmundssyni, hálfa jörðina og er ítakinu lýst þar (154. bréf). Þetta er stutt með því að vitnað er til Ingibjargar Jónsdóttur, eiginkonu sr. Eyjólfs Arnþórssonar er lengi hélt Garðastað, sem bjó þrjátíu og átta ár á Görðum og telur að lýsingin sé rétt. Einar Illugason gerir grein fyrir landamerkjum milli Höfða og Galmansvíkur og leggur fram bréf frá 1631 þar sem sr. Grímur Bergsveinsson, prestur að Görðum, ræðir um landamerkin. Dags. að Kalastöðum á Hvalfjarðarströnd 6. maí 1658.

Efnisorð
152(132r)
Memorial upp á biskupsins skuld við Einar Illugason .
Titill í handriti

„Memorial upp á biskupsins skuld við Einar Illugason .“

Aths.

Brynjólfur biskup gerir grein fyrir kúgildum sem fylgja þeim jörðum sem skipta um hendur í viðskiptum hans við Einar Illugason á Kalastöðum (sbr. 151. bréf), ásamt þeim skuldum sem hann á útistandandi við Einar. Dags. á Kalastöðum 6. maí 1658.

Efnisorð
153(132r)
Afhending biskupsins vegna Einars Illugasonar, séra Einari til handa, á fjóru...
Titill í handriti

„Afhending biskupsins vegna Einars Illugasonar, séra Einari til handa, á fjórum ríkisdölum.“

Aths.

Þorleifur Árnason, umboðsmaður Brynjólfs biskups, vottar að biskup hefur greitt Einari Illugasyni fjóra ríkisdali vegna skuldaskipta þeirra. Dags. á Kalastöðum 6. maí 1658.

Efnisorð
154(132v-133r)
Kaupbréf þeirra feðga Þórðar Guðmundssonar og Gísla Þórðarsonar.
Titill í handriti

„Kaupbréf þeirra feðga Þórðar Guðmundssonar og Gísla Þórðarsonar.“

Aths.

Kaupbréf frá 1582, lagt fram sem fylgigagn með 151. bréfi. Þrír menn votta að þeir voru viðstaddir handsöl þar sem Gísli Þórðarson seldi föður sínum, Þórði Guðmundssyni, hálfa jörðina Höfða á Akranesi, alls tíu hundruð að dýrleika. Fram kemur að Höfði á tólf mánaða beit á landi Garðastaða og skal eigandi Höfða gjalda eina lambgimbur árlega til Garðastaða fyrir það. Á móti fær Gísli hálfa jörðina Geldingaá í Melasveit sem er tólf hundruð að dýrleika. Þórður greiðir syni sínum mismuninn á jarðarverðunum, tvö hundruð, í reiðufé. Dags. á Melum í Melasveit 13. nóvember 1582. Aftan við bréfið fylgir staðfesting á því að bréfið hafi verið lesið yfir og því fylgi tvö hangandi innsigli; dags. 3. mars 1650. Afrit gert í Skálholti 13. maí 1658.

Efnisorð
155(133r-133v)
Meðkenning Ingibjargar Jónsdóttur.
Titill í handriti

„Meðkenning Ingibjargar Jónsdóttur.“

Aths.

Vitnisburður Ingibjargar Jónsdóttur sem vitnað er til í 151. bréfi. Ingibjörg vottar að hún bjó um 38 ára skeið á Görðum á Akranesi og vissi aldrei til þess að tekinn væri hærri hagabeitartollur frá Höfða til Garða en tólf álnir. Dags. á Fitjum í Skorradal 8. júlí 1639; afrit gert í Skálholti 13. maí 1658.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Dárahöfuð 1, með 4 meðalstórum bjöllum á kraga, Hermes kross og 3 meðalstórir hringir // Ekkert mótmerki ( 1 , 6-9 , 12 , 13-15 , 17 , 19 , 21 , 24-25 , 27 , 29 , 31 , 34-35 , 37-38 , 41 , 44-46 , 47-48 ).

Vatnsmerki 2. Aðalmerki: Dárahöfuð 2, með 7 litlum bjöllum á kraga, Hermes kross og 3 meðalstórir hringir ( 54-55 , 56-58 , 68-72 , 78-82 , 93 , 94-97 ) // Mótmerki: Fangamark PD ( 59-63 , 73-77 , 83-92 ).

Vatnsmerki 3. Aðalmerki: Skjaldarmerki með hornum // Ekkert mótmerki ( 65 ).

Vatnsmerki 4. Aðalmerki: Fangamark PI? Ps? // Ekkert mótmerki ( 67 , 159 ).

Vatnsmerki 5. Aðalmerki: Dárahöfuð 4, með 7 litlum bjöllum á kraga, Hermes kross og 3 stórir hringir // Ekkert mótmerki ( 98 ).

Vatnsmerki 6. Aðalmerki: Dárahöfuð 5, með 7 meðalstórum bjöllum á kraga, Hermes kross og 3 stórir hringir ( 100 , 102-104 , 108 , 115 , 117 , 119 , 121 , 123 , 126 , 128 , 131 , 133-134 , 136 , 138-140 , 144-146 ) // Mótmerki: Fangamark GM ( 105-107 , 109-110 , 116 , 118 , 120 , 122 , 127 , 129-130 , 132 , 135 , 137 , 141-143 , 147-149 ).

Vatnsmerki 7. Aðalmerki: Dárahöfuð 3, með 4 litlum bjöllum á kraga, Hermes kross og 3 stórir hringir ( 64 , 111 , 173-174 ) // Mótmerki: Fangamark BD ( 112 , 164 ).

Vatnsmerki 8. Aðalmerki: Dárahöfuð 6, með 5 meðalstórum bjöllum á kraga, Hermes kross og 3 meðalstórir hringir // Ekkert mótmerki ( 124 , 150 , 154-156 , 158? , 162-163 , 165 , 167-168 , 171 ).

Blaðfjöldi
174 blöð (329 mm x 216 mm).
Tölusetning blaða

  • Blaðsíðumerking, ekki upprunaleg.
  • Efnisnúmerun við hliðina á blaðsíðumerkingunni.

Ástand

Vantar í bókina á mörgum stöðum.

Skrifarar og skrift
Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Fangamark eiganda á bl. 1 (titilblaði).

Uppruni og ferill

Uppruni

Þetta bindi er skrifað á árunum 1657-1658.

Ferill

Á titilblaði eru upphafsstafirnir „HT:“, en það mun vera fangamark Halldórs sonar sr. Torfa Jónssonar í Gaulverjabæ, sem var aðalerfingi Brynjólfs biskups (sbr. Jón Helgason, Úr bréfabókum Bryjólfs biskups Sveinssonar, bls. VII).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 10. september 1975.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog I, bls. 242-243 (nr. 426). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í janúar 1886. DKÞ skráði 3. júlí 2002. ÞÓS skráði 6. júlí 2020.

Viðgerðarsaga

Lagfært af Birgitte Dall í júlí 1975.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
Úr bréfabókum Bryjólfs biskups Sveinssonar
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamlinged. Kristian Kålund
Haraldur Bernharðsson„Þykkja og þykja. Hljóðbeygingarvíxl einfölduð“, Gripla2004; 15: s. 121-151
Jón HelgasonBókasafn Brynjólfs biskups, Árbók 1946 (Landsbókasafn Íslands)1946-1947; 3-4: s. 115-147
Mariane Overgaard„AM 124 8vo: En islandsk schwank-samling“, s. 268-317
Guðrún Ása Grímsdóttir, Þórður Jónsson í HítardalÆttartölusafnrit séra Þórðar Jónssonar í Hítardal I-II
« »