Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

AM 269 fol.

Handrit hefur ekki verið myndað stafrænt

Bréfabók Brynjólfs biskups Sveinssonar VIII; Ísland, 1654-1656

Nafn
Þórarinn Eiríksson 
Dáinn
1659 
Starf
Prestur; Fornritaþýðandi konungs 
Hlutverk
Þýðandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Þorlákur Arason 
Starf
Bóndi; Lögréttumaður 
Hlutverk
Óákveðið 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Ari Magnússon 
Fæddur
1571 
Dáinn
11. október 1652 
Starf
Sýslumaður 
Hlutverk
Höfundur; Skrifari; Þýðandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Hannes Björnsson 
Fæddur
1631 
Dáinn
1704 
Starf
Prestur 
Hlutverk
Eigandi; Skrifari; Nafn í handriti  
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Katrín Þormóðsdóttir 
Dáin
1655 
Starf
 
Hlutverk
Eigandi; Skrifari; Nafn í handriti  
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Katrín Erlendsdóttir 
Fædd
1612 
Dáin
12. mars 1693 
Starf
Húsfreyja 
Hlutverk
Nafn í handriti  
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Helga Magnúsdóttir 
Fædd
1623 
Dáin
3. nóvember 1677 
Starf
Húsfreyja 
Hlutverk
Eigandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Þorleifur Jónsson 
Fæddur
1619 
Dáinn
29. október 1690 
Starf
Skólameistari; Prestur; Prófastur 
Hlutverk
Viðtakandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Hákon Ormsson 
Fæddur
1614 
Dáinn
13. nóvember 1656 
Starf
Sýslumaður 
Hlutverk
Skrifari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Sesselja Ólafsdóttir 
Starf
 
Hlutverk
Ekki vitað 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Benedikt Halldórsson 
Fæddur
1608 
Dáinn
29. október 1688 
Starf
Sýslumaður 
Hlutverk
Eigandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Guðrún Hinriksdóttir 
Dáin
1664 
Starf
Húsfreyja 
Hlutverk
Eigandi; Nafn í handriti  
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Nansen, Hans 
Fæddur
28. nóvember 1598 
Dáinn
12. nóvember 1667 
Starf
Borgarstjóri; Forseti 
Hlutverk
Höfundur 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Hjalti Jónsson 
Starf
Lögréttumaður 
Hlutverk
Eigandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Bjarni Oddsson 
Fæddur
1590 
Dáinn
1667 
Starf
Sýslumaður 
Hlutverk
Nafn í handriti  
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Jón Marteinsson 
Fæddur
1627 
Dáinn
1701 
Starf
Prestur 
Hlutverk
Nafn í handriti  
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Magnús Sigfússon 
Fæddur
1630 
Dáinn
1674 
Starf
 
Hlutverk
Nafn í handriti ; Skrifari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Jóhann Vilhjálmsson 
Starf
Bóndi 
Hlutverk
undefined 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Bjarni Eiríksson 
Dáinn
1699 
Starf
Sýslumaður; Lögréttumaður; Ráðsmaður 
Hlutverk
Eigandi; Ljóðskáld 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Nikulásson, Tómas 
Dáinn
1665 
Starf
Fógeti 
Hlutverk
undefined 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Páll Gíslason 
Fæddur
1600 
Dáinn
9. febrúar 1678 
Starf
Alþingisskrifari 
Hlutverk
Nafn í handriti ; Ljóðskáld 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Árni Pálsson 
Starf
Bóndi; Lögréttumaður 
Hlutverk
undefined 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Böðvar Sturluson 
Fæddur
1622 
Dáinn
1712 
Starf
Prestur 
Hlutverk
Eigandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Halldór Eiríksson 
Fæddur
1621 
Dáinn
1707 
Starf
Prestur 
Hlutverk
Annað 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Jón Daðason 
Fæddur
1606 
Dáinn
13. janúar 1676 
Starf
Prestur 
Hlutverk
Höfundur; Ljóðskáld 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Vigfús Árnason 
Starf
Prestur; Prófastur 
Hlutverk
Óákveðið 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Þorsteinn Jónsson 
Fæddur
1605 
Dáinn
1668 
Starf
Prestur 
Hlutverk
Viðtakandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Matthías Guðmundarson 
Fæddur
1610 
Dáinn
1671 
Starf
Sýslumaður 
Hlutverk
undefined 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Magnús Jónsson 
Fæddur
1614 
Dáinn
9. nóvember 1707 
Starf
Prestur 
Hlutverk
undefined 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Björn Guðmundsson 
Dáin
1846 
Starf
Bóndi 
Hlutverk
Ljóðskáld; Eigandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Árni Loftsson 
Fæddur
1623 
Dáinn
1710 
Starf
Prestur 
Hlutverk
undefined 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Einar Þorvarðarson 
Dáinn
1657 
Starf
Prestur 
Hlutverk
Eigandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Þorkell Guðmundsson 
Dáinn
9. september 1662 
Starf
Sýslumaður 
Hlutverk
Gefandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Björn Gíslason 
Fæddur
1603 
Dáinn
2. ágúst 1656 
Starf
Lögréttumaður 
Hlutverk
Nafn í handriti  
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Ormur Jónsson 
Dáinn
12. mars 1665 
Starf
Bóndi 
Hlutverk
Óákveðið 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Torfi Erlendsson 
Fæddur
1598 
Dáinn
25. ágúst 1665 
Starf
Sýslumaður 
Hlutverk
Annað; Nafn í handriti  
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Þórður Jónsson 
Dáinn
27. október 1670 
Starf
Prestur 
Hlutverk
Eigandi; Nafn í handriti  
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Halldór Jónsson 
Fæddur
1626 
Dáinn
15. maí 1704 
Starf
Prestur 
Hlutverk
Nafn í handriti ; Eigandi; Skrifari; Ljóðskáld 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Árni Magnússon 
Fæddur
13. nóvember 1663 
Dáinn
7. janúar 1730 
Starf
Prófessor 
Hlutverk
Fræðimaður; Höfundur; Skrifari; Ljóðskáld 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Kålund, Kristian Peter Erasmus 
Fæddur
19. ágúst 1844 
Dáinn
4. júlí 1919 
Starf
Bókavörður 
Hlutverk
Fræðimaður 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Drífa Kristín Þrastardóttir 
Fædd
2. júní 1976 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Hjalti Snær Ægisson 
Fæddur
11. október 1981 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Þuríður Ósk Sigurbjörnsdóttir 
Fædd
4. apríl 1997 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar

Innihald

(1r-232v)
Bréfabók Brynjólfs biskups Sveinssonar VIII
Aths.

Fyrir árin 1654-1656.

Bl. 145v-147v auð.

(223r-232v)
Efnisyfirlit
1(2r)
Cítatíubréf prestunum tilskrifað að Þingvöllum er þeir samankallaðir voru um ...
Titill í handriti

„Cítatíubréf prestunum tilskrifað að Þingvöllum er þeir samankallaðir voru um mál séra Þórarins Eiríkssonar.“

Ábyrgð
Aths.

Brynjólfur biskup skrifar prestum sem viðstaddir eru almenna prestastefnu á Þingvöllum og boðar þá til fundar daginn eftir um málefni sr. Þórarins Eiríkssonar sem lýstur hefur verið faðir að barni utan hjónabands. Fyrir dyrum stendur að bjóða sr. Þórarni að sverja eið að því að hann sé ekki faðir barnsins. Ekkert af þessu er þó nefnt í bréfinu, sem er einungis formlegt fundarboð. Dags. á Þingvöllum 29. júní 1654.

2(2v-3r)
Framburður Þorláks Arasonar um portionem Ögurkirkju við Ísafjörð. Item lýsing...
Titill í handriti

„Framburður Þorláks Arasonar um portionem Ögurkirkju við Ísafjörð. Item lýsing Ara Magnússonar þar um.“

Ábyrgð

Bréfritari Þorlákur Arason

Bréfritari Ari Magnússon

Aths.

Þorlákur Arason tekur saman þær eigur sem faðir hans, Ari Magnússon sýslumaður í Ögri, segist hafa gefið Ögurkirkju af tekjum sínum, auk þess að tilfæra þær framkvæmdir og endurbætur sem unnar hafa verið við kirkjubygginguna á hans vegum. Við þetta er bætt athugasemd frá Ara sjálfum sem krefur biskup svara um þann kostnað sem kirkjubændur þurfa að leggja út þegar kirkjugestir verða veðurtepptir og þurfa að dvelja á staðnum dögum saman. Dags. í Ögri 4. apríl 1651, afrit gert á Þingvöllum 29. júní 1654.

Efnisorð
3(3v)
Qvittantia uppá 53 1/2 Ríkisdal, sem koma fyrir tuttugu vættir smjörs í Heiin...
Titill í handriti

„Qvittantia uppá 53 1/2 Ríkisdal, sem koma fyrir tuttugu vættir smjörs í Heiiness umboði, er lögmaðurinn herra Árni meðtekur.“

Aths.

Brynjólfur biskup hefur milligöngu milli tveggja manna, Benedikts Halldórssonar kaupmanns og Árna Oddssonar lögmanns. Benedikt greiðir skuld til Árna að andvirði 53 1/2 ríkisdals og fær á móti 20 vættir smjörs. Dags. á Þingvöllum 29. júní 1654.

4(3v)
Qvittantia Bjarna Péturssyni gefin uppá 70 ríkisdali, sem hann var biskupinum...
Titill í handriti

„Qvittantia Bjarna Péturssyni gefin uppá 70 ríkisdali, sem hann var biskupinum umskyldugur.“

Aths.

Brynjólfur biskup staðfestir að hann hefur meðtekið 70 ríkisdali frá Bjarna Péturssyni. Dags. á Hrafnagili 2. júlí 1654.

Efnisorð
5(4r)
Gjafarbréf fyrir Geitavík í Borgarfirði austur, í Desjarmýrarkirkjusókn er Bj...
Titill í handriti

„Gjafarbréf fyrir Geitavík í Borgarfirði austur, í Desjarmýrarkirkjusókn er Bjarni Pétursson gaf Ragneiði Brynjólfsdóttur.“

Aths.

Sex menn votta að þeir voru viðstaddir handsöl þar sem Bjarni Pétursson ánafnaði Ragnheiði Brynjólfsdóttur alla jörðina Geitavík í Borgarfirði eystri. Sá hængur er þó á að Ásmundur Jónsson situr á jörðinni og því þarf að sækja jörðina réttum lögsóknum að Ásmundi. Brynjólfur biskup hefur beðist undan verkinu, bæði vegna embættis síns og vináttu við Ásmund. Í staðinn er sr. Torfi Jónsson fenginn til verksins. Dags. að Hrafnagjá á Þingvöllum 2. júlí 1654.

Efnisorð
6(4v)
Handskrift uppá 8 ríkisdali Pétri Þórðarsyni bítalaða.
Titill í handriti

„Handskrift uppá 8 ríkisdali Pétri Þórðarsyni bítalaða.“

Aths.

Tveir menn votta að Árni Halldórsson hefur endurgreitt Pétri Þórðarsyni á Innra Hólmi átta ríkisdali. Dags. 3. júlí 1654 við Hrafnagjá á Þingvöllum.

Efnisorð
7(4v-5r)
Hannes Björnsson gjörður umboðsmaður Ragneiðar Brynjólfsdóttur að lögsækja og...
Titill í handriti

„Hannes Björnsson gjörður umboðsmaður Ragneiðar Brynjólfsdóttur að lögsækja og brigða Geitavík.“

Ábyrgð

Resp.Key.asg Hannes Björnsson

Aths.

Þrír menn votta að þeir voru viðstaddir handsalaðan gjörning þar sem Torfi Jónsson gerði Hannes Björnsson að umboðsmanni Ragnheiðar Brynjólfsdóttur að sækja jörðina Geitavík í Borgarfirði eystri. Dags. 4. júlí 1654 í Skálholti.

Efnisorð
8(5v)
Vígslubréf séra Narfa Guðmundssonar Anno 1654 9 Julii.
Titill í handriti

„Vígslubréf séra Narfa Guðmundssonar Anno 1654 9 Julii.“

Aths.

Brynjólfur biskup ávarpar sóknarbörn á Austfjörðum og tilkynnir að hann hefur vígt Narfa Guðmundsson til sóknarprests til Berunes- og Berufjarðarkirkna. Dags. í Skálholti 9. júlí 1654.

9(6r)
Meðkenning Páls Árnasonar uppá meðtöku á 60 ríkisdölum.
Titill í handriti

„Meðkenning Páls Árnasonar uppá meðtöku á 60 ríkisdölum.“

Aths.

Páll Árnason staðfestir að hann hefur tekið við 60 ríkisdölum úr hendi Brynjólfs biskups. Páll á að nota peningana til að greiða Mats Rasmussen, kaupmanni í Hafnarfirði, skuld vegna siglingarkostnaðar, skv. loforði Brynjólfs við Árna Pálsson, föður Páls, en Rasmussen flutti Pál til Íslands frá Kaupmannahöfn sama ár. Dags. í Skálholti 12. júlí 1654.

Efnisorð
10(6v-7r)
Kaupbréf fyrir 7 hundruðum í Straumfirði á Mýrum fyrir 5 hundruð í Gröf í Grí...
Titill í handriti

„Kaupbréf fyrir 7 hundruðum í Straumfirði á Mýrum fyrir 5 hundruð í Gröf í Grímsnesi og 16 ríkisdali.“

Ábyrgð
Aths.

Sex menn votta að þeir voru viðstaddir handsöl Brynjólfs biskups og Katrínar Þormóðsdóttur. Brynjólfur selur Katrínu fimm hundruð í jörðinni Gröf í Grímsnesi en Katrín lætur á móti sjö hundruð í jörðinni Straumfirði í Álftaneshreppi, að viðbættum sextán ríkisdölum. Dags. að Hrauni á Eyrarbakka 18. júlí 1654.

Efnisorð
11(7v)
Forlíkunargjörningur milli Katrínar Erlendsdóttur og Helgu Magnúsdóttur um 10...
Titill í handriti

„Forlíkunargjörningur milli Katrínar Erlendsdóttur og Helgu Magnúsdóttur um 10 hundraða jörð, er börn Vigfúsar sáluga voru börnum Hákonar skyldug.“

Ábyrgð
Aths.

Katrín Erlendsdóttir, ekkja Vigfúsar Gíslasonar, selur Helgu Magnúsdóttur jörðina Krók í Flóa sem er tíu hundrað að verðmæti. Í staðinn fær hún hálfa jörðina Vindás í Kjós sem er jafndýr. Sjö menn eru vottar að jarðaskiptunum. Dags. að Skúmsstöðum á Eyrarbakka 19. júlí 1654.

Efnisorð
12(8r)
Um barn Ásmundar Þorsteinssonar.
Titill í handriti

„Um barn Ásmundar Þorsteinssonar.“

Aths.

Brynjólfur biskup lýsir því yfir að hann hefur enga peninga þegið af Ásmundi Þorsteinssyni til að fóstra barn hans. Dags. að Skúmsstöðum á Eyrarbakka 19. júlí 1654.

Efnisorð
13(8r)
Umboðsbréf séra Þorleifs yfir hospítalshlutum í Rangárvallasýslu og Vestmanna...
Titill í handriti

„Umboðsbréf séra Þorleifs yfir hospítalshlutum í Rangárvallasýslu og Vestmannaeyjum.“

Ábyrgð

Resp.Key.asg Þorleifur Jónsson

Aths.

Brynjólfur biskup gefur sr. Þorleifi Jónssyni í Odda, prófasti í Rangárvallasýslu, umboð til að annast þann fisk sem er lagður fram í Rangárvallasýslu og Vestmannaeyjum til spítalans á Klausturhólum. Dags. að Skúmsstöðum á Eyrarbakka 20. júlí 1654.

14(8v)
Tíu hundruð í Steinsvaði gefin Hákoni Ormssyni af biskupinum.
Titill í handriti

„Tíu hundruð í Steinsvaði gefin Hákoni Ormssyni af biskupinum.“

Ábyrgð

Resp.Key.asg Hákon Ormsson

Aths.

Brynjólfur biskup gefur Hákoni Ormssyni, sýslumanni í Rangárþingi, ellefu hundruð í jörðinni Steinsvaði í Fljótsdalshéraði. Með þessu vill biskup endurgjalda Hákoni trúfesti og þjónustu við sig, en setur jafnframt það skilyrði að "Hákon Ormsson sé börnum mínum meðfylgjandi til styrktar í öllum réttum málum nær mín viðmissir." Dags. að Skúmsstöðum á Eyrarbakka 20. júlí 1654.

Efnisorð
15(9r-9v)
Lýsing Cæciliu Ólafsdóttur um partinn barna Hannesar heitins Helgasonar í Nar...
Titill í handriti

„Lýsing Cæciliu Ólafsdóttur um partinn barna Hannesar heitins Helgasonar í Narfastöðum í Melasveit.“

Ábyrgð
Aths.

Sesselja Ólafsdóttir, húsfreyja í Hvammi í Kjós, lýsir því yfir að fimm hundraða partur í jörðinni Narfastöðum í Melasveit er hennar eign með réttu. Hannes Helgason, sonur Sesselju, lést tæpu ári áður en yfirlýsingin er gerð (30. júní 1653) en Sesselja skjalfestir hér að það hafi verið sameiginlegur skilningur sinn og sonar hennar að Hannes teldist ekki eigandi jarðarpartsins fyrr en að henni látinni. Þar sem Hannes lést á undan móður sinni eiga börn hans enga kröfu í jarðarpartinn. Yfirlýsingin er gerð í Hvammi í Kjós 24. maí 1654 en bréfið skjalfest og undirritað á Alþingi 30. júní s.á.

Efnisorð
16(9v-10r)
Reconciliatio milli Benedikts Halldórssonar og Guðrúnar Henriksdóttur item Jó...
Titill í handriti

„Reconciliatio milli Benedikts Halldórssonar og Guðrúnar Henriksdóttur item Jóns Jónssonar Anno 1654 á Alþingi.“

Ábyrgð
Aths.

Friðarsáttmáli á milli tveggja manna, Benedikts Halldórssonar, sýslumanns í Skagafjarðarsýslu, og Jóns Jónssonar, sem giftir eru systrunum Jórunni (Benedikt) og Guðrúnu (Jón) Hinriksdætrum. Guðrún Hinriksdóttir arfleiðir fjórar dætur Benedikts og Jórunnar að öllum sínum eigum, svo framarlega að hún eignist sjálf engin skilgetin börn til arfs eftir sig, en þau Jón og Guðrún eru barnlaus. Á móti heitir Benedikt því að láta niður falla ágreining og tiltal um fjármál þeirra Jóns og Guðrúnar. Þessum aðfinnslum Benedikts er ekki lýst í smáatriðum í bréfinu en ljóst er að hann hefur gagnrýnt meðferð Jóns á lausafjármunum Guðrúnar, mágkonu sinnar. Jón Vigfússon, faðir Jóns, veitir sitt samþykki fyrir þessum gjörningi. Auk Brynjólfs biskups rita átta vottar undir skjalið. Dags. á Alþingi 1. júlí 1654.

S. 10v er auð.

17(11r-11v)
Dómur um löggjöf Bjarna Péturssonar item umboð Hannesar Björnssonar.
Titill í handriti

„Dómur um löggjöf Bjarna Péturssonar item umboð Hannesar Björnssonar.“

Aths.

Ormur Jónsson, umboðsmaður Torfa Erlendssonar, sýslumanns í Árnessýslu, hefur skipað sex menn í dóm til að skera úr um lögmæti þess að Hannesi Björnssyni skuli hafa verið fengið umboð til að sækja jörðina Geitavík fyrir hönd Ragnheiðar Brynjólfsdóttur sem fær hana að gjöf frá Bjarna Péturssyni (sbr. 5. og 7. bréf). Vitnað er í ákvæði í landslögum þar sem kveðið er á um að hver maður megi gefa fjórðungsgjöf af öllu því fé sem hann hefur aflað en tíundargjöf af því fé sem hann hefur að erfðum tekið. Þar sem Bjarni er stórauðugur þykir ljóst að jörðin Geitavík sé innan þessara marka sem hlutfall af heildareigum hans og því þykir gjöfin lögleg. Enginn dómsmanna efar heldur að umboð Hannes sé löglegt. Því næst er rætt um ábata jarðarinnar, m.a. hvalreka, en niðurlag bréfsins er skert. Undirskriftir og dagsetningu vantar en í upphafi bréfsins kemur þó fram að dómurinn hafi verið skipaður þann 25. júlí 1654 á Vatnsleysu í Biskupstungum.

12 síður vantar í handritið á milli 11v og 12r.

18(12r-12v)
Brot af kaupmálabréfi Péturs Pálssonar og Þorbjargar Bjarnardóttur.
Titill í handriti

„Brot af kaupmálabréfi Péturs Pálssonar og Þorbjargar Bjarnardóttur.“

Aths.

Kaupmáli hjónanna Péturs Pálssonar og Þorbjargar Bjarnardóttur. Upphaf skjalsins vantar. Dags. á Kirkjubæ í Fljótsdalshéraði 14. mars 1654, afrit gert í Skálholti 30. júlí s.á.

19(13r)
Quittantia uppá andvirðið fyrir 4 hundruðum í Ásbrandsstöðum.
Titill í handriti

„Quittantia uppá andvirðið fyrir 4 hundruðum í Ásbrandsstöðum.“

Aths.

Sr. Jón Bessason, prestur á Sauðanesi, selur Brynjólfi biskup fjögur hundruð í jörðinni Ásbrandsstöðum í Vopnafirði. Dags. á Sauðanesi á Langanesi 10. ágúst 1654.

S. 13v er auð.

Efnisorð
20(14r)
Samþykki Jóns Einarssonar eldra uppá gifting dóttur sinnar Þórunnar.
Titill í handriti

„Samþykki Jóns Einarssonar eldra uppá gifting dóttur sinnar Þórunnar.“

Aths.

Níu menn votta að þeir hafi hlýtt á Jón Einarsson eldri lýsa því yfir að hann hefði fyrir löngu veitt Brynjólfi biskup fullt umboð til að gifta dóttur hans, Þórunni Jónsdóttur, hverjum þeim manni sem biskupi sýndist. Biskup hefur nú gift Þórunni og Guðbrand Egilsson og Jón staðfestir að hann samþykki ráðahaginn að fullu. Dags. í Skipholti í Ytra-Hrepp 1. ágúst 1654.

S. 14v er auð.

Efnisorð
21(15r-16v)
Sendibréf Absalon Beyer tilskrifað.
Titill í handriti

„Sendibréf Absalon Beyer tilskrifað.“

Aths.

Bréfið er ritað á latínu.

Efnisorð
22(16v-17v)
Bréf tilskrifað Hans Nanssyni 1654.
Titill í handriti

„Bréf tilskrifað Hans Nanssyni 1654.“

Ábyrgð

Viðtakandi Hans Nansen

Aths.

Bréfið er ritað á dönsku.

Efnisorð
23(17v)
Bygging Hjalta Jónssonar á Fagranesi Jóni Jónssyni bréflega útgefin anno 1652...
Titill í handriti

„Bygging Hjalta Jónssonar á Fagranesi Jóni Jónssyni bréflega útgefin anno 1652 17 septembris svohljóðandi sem eftirfylgir.“

Ábyrgð

Bréfritari Hjalti Jónsson

Aths.

Hjalti Jónsson, lögréttumaður í Meðalnesi og umboðsmaður yfir jörðum Brynjólfs biskups á Austfjörðum, veitir Jóni Odssyni heimild til að búa á jörðinni Fagranesi sem er eign biskupsins. Dags. 17. september 1652; afrit gert í Fagranesi 11. ágúst 1654.

Efnisorð
24(18r)
Samþykki biskupsins uppá fyrrskrifað byggingarbréf Hjalta Jónssonar fyrir Fag...
Titill í handriti

„Samþykki biskupsins uppá fyrrskrifað byggingarbréf Hjalta Jónssonar fyrir Fagranesi og Skálholtskirkjureka umboði á Langanesi.“

Aths.

Brynjólfur biskup veitir samþykki sitt fyrir því að Jón Oddsson fái að búa á jörðinni Fagranesi og útlistar þær skyldur sem ábýlinu fylgja. Helsta verkefni Jóns fyrir biskup er að varðveita reka á jörðinni. Sjö menn eru vottar að gjörningnum. Dags. á Fagranesi 11. ágúst 1654.

25(18v)
Bygging Hjalta Jónssonar á Bakka, Guðmundi Magnússyni bréflega útgefin anno 1...
Titill í handriti

„Bygging Hjalta Jónssonar á Bakka, Guðmundi Magnússyni bréflega útgefin anno 1652 18 septembris (sem eftir fylgir).“

Ábyrgð

Bréfritari Hjalti Jónsson

Aths.

Hjalti Jónsson, lögréttumaður í Meðalnesi og umboðsmaður yfir jörðum Brynjólfs biskups á Austfjörðum, veitir Guðmundi Magnússyni heimild til að búa á jörðinni Bakka á Ströndum sem er eign biskupsins. Guðmundi er gert að varðveita reka á jörðinni og svara öllum lögskilum til dómkirkjunnar í Skálholti. Dags. á Bakka á Ströndum 18. september 1652; afrit gert á sama stað 12. ágúst 1654.

26(19r-20r)
Dómur um barnfaðernis lýsing Steinunnar Björnsdóttur á hendur Bjarna Oddssyni.
Titill í handriti

„Dómur um barnfaðernis lýsing Steinunnar Björnsdóttur á hendur Bjarna Oddssyni.“

Ábyrgð

Resp.Key.dfd Bjarni Oddsson

Aths.

Bjarni Oddsson, sýslumaður á Burstarfelli, er sagður vera faðir barns sem hann hefur eignast utan hjónabands. Jakob Hildibrandsson er settur sýslumaður í stað Bjarna að nefna dóma um það er varðar málið. Jakob skipar sex menn í dóm og hlýða þeir á framburð Steinunnar Björnsdóttur sem kveðst vera barnsmóðir Bjarna Oddssonar. Málið þykir svo mikilvægt að sex menn eru nefndir til viðbótar í dóminn. Eftir nokkurt þóf um málið, þar sem bæði er vitnað til mannhelgisbálks Jónsbókar og réttarbótar Hákonar konungs háleggs er Bjarni látinn sverja eið að málinu. Bjarni lýsir sig með öllu saklausan af faðernismálinu. Dómurinn tekur framburð hans gildan og hann er leystur undan ákæru. Dags. á Burstafelli í Vopnafirði 17. ágúst 1654.

27(20v)
Eiður Bjarna Oddssonar.
Titill í handriti

„Eiður Bjarna Oddssonar.“

Ábyrgð

Bréfritari Bjarni Oddsson

Aths.

Bjarni Oddsson, sýslumaður á Burstarfelli, leggur hönd á helga bók og sver eið þess efnis að hann er ekki faðir barnsins sem Steinunn Björnsdóttir hefur kennt honum. Dags. á Burstarfelli í Vopnafirði 17. ágúst 1654.

Efnisorð
28(21r)
Hálft Stóra Steinsvað gefið Bjarna Oddssyni 24 hundruð.
Titill í handriti

„Hálft Stóra Steinsvað gefið Bjarna Oddssyni 24 hundruð.“

Ábyrgð

Resp.Key.asg Bjarni Oddsson

Aths.

Brynjólfur biskup gefur Bjarna Oddssyni, sýslumanni á Burstarfelli, hálfa jörðina Stóra Steinsvað í Útmannasveit. Dags. að Burstarfelli í Vopnafirði 16. ágúst 1654.

Efnisorð
29(21v-22r)
Kaupbréf fyrir Höfn á Ströndum 12 hundruð og Hámundarstöðum í Vopnafirði 12 h...
Titill í handriti

„Kaupbréf fyrir Höfn á Ströndum 12 hundruð og Hámundarstöðum í Vopnafirði 12 hundruð.“

Ábyrgð

Resp.Key.sll Bjarni Oddsson

Aths.

Yfirlit yfir meiriháttar jarðakaup milli Bjarna Oddssonar, sýslumanns á Burstarfelli, og Brynjólfs biskups. Sex menn votta að þeir voru viðstaddir handsöl þar sem Bjarni seldi Brynjólfi alla jörðina Höfn á Ströndum, hálfa jörðina Hafrafell í Fellum og part úr jörðinni Sandvík í Norðfirði. Í staðinn fékk Bjarni tólf hundruð í jörðinni Skorrasteinsvaði í Útmannasveit og hálfa jörðina Hof í Fellum, auk tuttugu hundruða og fjörtíu ríkisdala í lausafé. Auk þess seldi biskup Bjarna jörðina Meðalnes í Fellum og fékk á móti alla jörðina Hámundarstaði í Vopnafirði. Dags. að Burstarfelli 16. ágúst 1654.

Efnisorð
30(22v-23r)
Meðkenning Péturs Bjarnasonar eldra uppá 55 ríkisdali, og það meira útleggst ...
Titill í handriti

„Meðkenning Péturs Bjarnasonar eldra uppá 55 ríkisdali, og það meira útleggst framvegis.“

Aths.

Skuldaviðurkenning þar sem Pétur Bjarnason eldri tilfærir skuld sína við Brynjólf biskup, en hún er tilkomin vegna jarða sem Pétur hefur haft að léni í Múlasýslu og í Hornafirði. Afgjaldið af jörðunum er 14 ríkisdalir á ári og hefur Brynjólfur greitt það til landfógetans á Bessastöðum fyrir hönd Péturs um fjögurra ára skeið. Pétur mun greiða einn ríkisdal "hið snarasta," en þá 55 sem eftir standa ber honum að greiða komandi sumar, þ.e. 1655. Partur úr jörð Péturs er settur sem veð fyrir skuldinni. Dags. að Ásbrandsstöðum í Vopnafirði 18. ágúst 1654. Aftan við bréfið er viðbót, gerð þremur árum síðar, þar sem kemur fram að biskup eignist átta hundruð í jörðinni Teig í Vopnafirði upp í skuldina. Viðbótin er dags. að Geldingafelli 20. ágúst 1657.

Efnisorð
31(23v)
Byggingarbréf séra Jóns Marteinssonar á Höfn á Ströndum.
Titill í handriti

„Byggingarbréf séra Jóns Marteinssonar á Höfn á Ströndum.“

Ábyrgð

Resp.Key.asg Jón Marteinsson

Aths.

Brynjólfur biskup veitir sr. Jóni Marteinssyni hálfa jörðina Höfn á Ströndum til ábúnaðar næstu tólf mánuði. Jón mun halda jörðinni að helmingi til móts við Þorvald Ljótsson sem býr þar áður. Bjarni Oddsson veitir samþykki sitt fyrir gjörningnum. Dags. að Ásbrandsstöðum í Vopnafirði 18. ágúst 1654.

Efnisorð
32(24r-24v)
Kaupbréf fyrir 24 hundruðum í Stóra Steinsvaði.
Titill í handriti

„Kaupbréf fyrir 24 hundruðum í Stóra Steinsvaði.“

Ábyrgð

Resp.Key.sll Bjarni Oddsson

Aths.

Bjarni Oddsson, sýslumaður á Burstarfelli, selur Ólafi Jónssyni hálfa jörðina Stóra Steinsvað (sbr. 28. bréf). Kaupverðið er 172 ríkisdalir, sem Bjarni á að gera upp við kaupmanninn í Vopnafirði sem hefur tekið jörðina upp í skuld Bjarna við sig. Dags. að Ásbrandsstöðum í Vopnafirði 19. ágúst 1654.

Efnisorð
33(24v-25v)
Reikningsskaparbréf biskupsins við Bjarna Oddsson Hjalta Jónsson Bjarna Eirík...
Titill í handriti

„Reikningsskaparbréf biskupsins við Bjarna Oddsson Hjalta Jónsson Bjarna Eiríksson uppá samfélag.“

Aths.

Sjö menn votta að þeir voru viðstaddir handsöl þar sem Brynjólfur biskup gerir upp eignarfélag sitt um jarðakaup með þremur mönnum öðrum: Bjarna Oddssyni, Hjalta Jónssyni og Bjarna Eiríkssyni. Fjórmenningarnir gerðu samning sumarið 1651 um að kaupa jarðir sem falar yrðu í Múlasýslu fyrir lausafé og skipta kostnaðinum á milli sín. Þeir hafa eignast fimm jarðir eða jarðarparta með þessu fyrirkomulagi: Ásbrandsstaði, Eyrarteig, Fossgerði, Vakursstaði og Snotrunes. Eignarhlutur hvers fjórmenninganna í þessum jörðum er útlistaður í bréfinu. Dags. að Ásbrandsstöðum í Vopnafirði 19. ágúst 1654.

Efnisorð
34(26r-26v)
Bréf fyrir 10 hundruðum í Ásbrandsstöðum.
Titill í handriti

„Bréf fyrir 10 hundruðum í Ásbrandsstöðum.“

Ábyrgð

Viðtakandi Magnús Sigfússon

Aths.

Brynjólfur biskup greiðir Magnúsi Sigfússyni skuld frá því er Magnús seldi honum tíu hundruð í jörðinni Ásbrandsstöðum þann 17. ágúst 1651. Brynjólfur selur Magnúsi í staðinn alla jörðina Fell í Vopnafirði, auk 20 ríkisdala og eins málnytukúgildis sem fylgja mun jörðinni (sbr. 35. bréf í AM 268 fol.). Níu menn eru vottar að gjörningnum. Dags. að Refstöðum í Vopnafirði 20. ágúst 1654.

Efnisorð
35(26v-27r)
Quittantia Ólafs Jónssonar á Ásbrandsstöðum.
Titill í handriti

„Quittantia Ólafs Jónssonar á Ásbrandsstöðum.“

Aths.

Brynjólfur biskup staðfestir að Ólafur Jónsson, leiguliði á Ásbrandsstöðum, hefur greitt biskupstíundir sem hann hefur innheimt milli Fagradals og Skála á Langanesi árin 1651-1653. Jón heldur sjálfur þriðjungi fjárins fyrir störf sín. Biskup áréttar að Jón hefur heimild til að sekta eða semja við þá sem ekki standa í skilum. Hann biður sýslumann og hreppstjóra héraðsins að veita Jóni liðsinni við innheimtustörfin. Dags. að Syðri-Vík í Vopnafirði 21. ágúst 1654.

36(27r-28r)
Byggingarbréf Ólafs Jónssonar fyrir Ásbrandsstöðum í Vopnafirði Anno 1654.
Titill í handriti

„Byggingarbréf Ólafs Jónssonar fyrir Ásbrandsstöðum í Vopnafirði Anno 1654.“

Aths.

Brynjólfur biskup kunngjörir að hann hefur heimilað Ólafi Jónssyni jörðina Ásbrandsstaði til ábúðar svo lengi sem Ólafur vill. Ólafur á að rækta jörðina, halda við húsum og svara fyrir öllum lögskilum. Í bréfinu er jafnframt tilgreint hvernig skuli ganga frá eignum á jörðinni fari svo að Ólafur kjósi að flytja eitthvert annað. Dags. að Syðri-Vík í Vopnafirði 21. ágúst 1654.

Efnisorð
37(28r-28v)
Byggingarbréf Jóns Þórðarsonar fyrir Syðri-Vík og hans gjörningur ásamt bisku...
Titill í handriti

„Byggingarbréf Jóns Þórðarsonar fyrir Syðri-Vík og hans gjörningur ásamt biskupsins samþykki og loforði Jóni Jónssyni til handa uppá eftirkomandi ábúð á Syðri-Vík.“

Aths.

Brynjólfur biskup kunngjörir að hann hefur heimilað Jóni Þórðarsyni jörðina Syðri-Vík í Vopnafirði til ábúðar svo lengi sem Jón vill. Jón á að rækta jörðina, halda við húsum og svara fyrir öllum lögskilum. Auk þess ber honum að safna reka á jörðinni og standa skil á honum við biskup. Jón hefur óskað eftir því að sonur sinn, Jón Jónsson, fái að búa á jörðinni eftir sinn dag og veitir biskup samþykki sitt fyrir því. Dags. að Syðri-Vík í Vopnafirði 21. ágúst 1654.

38(28v-29v)
Byggingarbréf fyrir Egilsstöðum og Vindfelli í Vopnafirði Anno 1654 1 Augusti.
Titill í handriti

„Byggingarbréf fyrir Egilsstöðum og Vindfelli í Vopnafirði Anno 1654 1 Augusti.“

Ábyrgð
Aths.

Brynjólfur biskup kunngjörir að hann hefur heimilað Jóhanni Vilhjálmssyni jörðina Egilsstaði í Vopnafirði til ábúðar svo lengi sem Jóhann vill. Jóhann á að rækta jörðina, halda við húsum og svara fyrir öllum lögskilum. Þar sem jörðin þarfnast mikils viðhalds skal landskuldin ganga upp í ræktunarkostnað. Brynjólfur fær Jóhanni jafnframt í hendur jörðina Vindfell í sömu sveit og biður hann að annast Ólöfu Sigurðardóttur, ekkju eina sem þar býr, hvort sem hún vill vera áfram á jörð sinni eða flytja yfir á Egilsstaði til Jóhanns. Dags. að Syðri-Vík í Vopnafirði 21. ágúst 1654.

Efnisorð
39(29v-30r)
Byggingarbréf fyrir Fagranesi á Langanesi og Bakka á Ströndum.
Titill í handriti

„Byggingarbréf fyrir Fagranesi á Langanesi og Bakka á Ströndum.“

Aths.

Brynjólfur biskup tilgreinir heimild til ábúðar fyrir fjóra menn á jafnmörgum jörðum í eigu biskups, en allir mennirnir eru þegar búsettir á jörðunum. Þetta eru Jón Oddsson á Fagranesi á Langanesi, Guðmundur Magnússon á Bakka á Ströndum, sr. Jón Marteinsson á hálfri Höfn á Ströndum og Ólafur Þórðarson á Hámundarstöðum. Landskuldir allra jarðanna eru útlistaðar í bréfinu. Leiguliðunum ber að hýsa jarðirnar og rækta, vakta reka og standa skil á öllum afgjöldum. Falli nokkur mannanna frá skal ekkja viðkomandi taka við býlinu. Biskup setur Bjarna Oddsson til umsjónar yfir jörðunum fjórum og skal hann tryggja að öllu sé rétt framfylgt. Dags. að Syðri-Vík í Vopnafirði 21. ágúst 1654.

40(30v)
Byggingarbréf fyrir Þorbrandsstöðum í Vopnafirði.
Titill í handriti

„Byggingarbréf fyrir Þorbrandsstöðum í Vopnafirði.“

Aths.

Brynjólfur biskup kunngjörir að hann hefur heimilað Sigurði Bjarnasyni að búa á jörð sinni Þorbrandsstöðum í Vopnafirði "vegna sinna frómu foreldra," en Sigurður er sonur Bjarna Oddssonar, umboðsmanns biskups. Sigurður á að hýsa, rækta og forbetra jörðina eftir bestu getu og greiða þau afgjöld sem tilgreind eru í bréfinu. Dags. að Syðri-Vík í Vopnafirði 21. ágúst 1654.

Efnisorð
41(31r)
Byggingarbréf fyrir Skjalltingsstöðum til minnis.
Titill í handriti

„Byggingarbréf fyrir Skjalltingsstöðum til minnis.“

Aths.

Brot eða uppkast að bréfi þar sem Brynjólfur biskup veitir Jóni Þórðarsyni jörðina Skjalltingsstaði til ábúðar. Ódags.

Efnisorð
42(31v)
Byggingarbréf fyrir Hámundarstöðum í Vopnafirði.
Titill í handriti

„Byggingarbréf fyrir Hámundarstöðum í Vopnafirði.“

Aths.

Brynjólfur biskup kunngjörir að hann hefur heimilað Ólafi Þórðarsyni jarðirnar Hámundarstaði og Hvammsgerði í Vopnafirði til ábúðar. Ólafur á að rækta jörðina, halda við húsum og svara fyrir öllum lögskilum. Dags. að Vindfelli í Vopnafirði 22. ágúst 1654.

Efnisorð
43(32r-32v)
Kaupbréf fyrir Eyvindarstöðum.
Titill í handriti

„Kaupbréf fyrir Eyvindarstöðum.“

Aths.

Fimm menn votta að þeir voru viðstaddir handsöl þar sem Ólafur Ketilsson eldri seldi Brynjólfi biskup jörðina Eyvindarstaði í Vopnafirði með samþykki eiginkonu sinnar, Sesselju Torfadóttur. Torfi Einarsson, faðir Sesselju, hafði gefið dóttur sinni jörðina en áður hafði hann lofað Brynjólfi að kaupa jörðina fyrir aðra fasta eign. Að auki fær biskup fjögurra hundraða jarðarpart þar sem Torfi fær að búa áfram gegn leigu. Á móti selur Brynjólfur Ólafi jörðina Hvalnes í Lóni. Dags. að Eyvindarstöðum í Vopnafirði 23. ágúst 1654.

Efnisorð
44(32v-33r)
Kaupmálabréf Ólafs Ketilssonar og Cæciliu Torfadóttur.
Titill í handriti

„Kaupmálabréf Ólafs Ketilssonar og Cæciliu Torfadóttur.“

Aths.

Kaupmálabréf Ólafs Ketilssonar og Sesselju Torfadóttur, lagt fram í tilefni af því er Brynjólfur biskup kaupir Eyvindarstaði af þeim hjónum (sbr. 47. bréf). Í kaupmálanum kemur fram að Torfi Einarsson gefur Sesselju dóttur sinni jörðina í heimamund, auk fjögurra hundruða í "annarri góðri fastaeign" þar sem Torfi fær sjálfur að búa áfram svo lengi sem honum líkar. Kaupmálinn er gerður 8. júlí 1653 að Hafursá í Skógum í Fljótsdalshéraði; afritið dags. að Böðvarsdal í Vopnafirði 23. ágúst 1654.

45(33r-33v)
Quittantia Björns Bjarnarsonar.
Titill í handriti

„Quittantia Björns Bjarnarsonar.“

Aths.

Brynjólfur biskup staðfestir að hann hefur tekið við landskuldargjaldi af jörðinni Böðvarsdal í Vopnafirði fyrir árin 1652-1654 úr hendi Björns Bjarnasonar. Samið er um að Björn fái landskuld næstu þriggja ára til eignar, ásamt öllum rekavið, svo að hann megi ráðast í endurbætur á húsakosti á jörðinni. Dags. að Böðvarsdal 24. ágúst 1654.

46(33v-34v)
Bréf til presta í Múlasýslu hljóðandi um prestastefnu að Eydölum Anno 1654.
Titill í handriti

„Bréf til presta í Múlasýslu hljóðandi um prestastefnu að Eydölum Anno 1654.“

Ábyrgð
Aths.

Brynjólfur biskup skrifar prestum í Múlasýslu og boðar þá til prestastefnu að Eydölum í Breiðdal þann 8. september næstkomandi. Meðal þeirra mála sem til stendur að taka fyrir er barnsfaðernismál sr. Þórarins Eiríkssonar (sbr. 1. bréf). Brynjólfur nefnir í bréfinu allmarga menn sem hafa komið að rannsókn málsins, ýmist sem vitni eða rannsakendur, og boðar þá til stefnunnar, þ. á m. sr. Rögnvald Einarsson aðstoðarprófast og sr. Höskuld Einarsson í Heydölum, auk barnsmóðurinnar, Guðrúnar Sæmundsdóttur, og Gunnsteins Brynjólfssonar eiginmanns hennar . Hann biðlar jafnframt til Gísla Magnússonar, sýslumanns í Múlasýslu í bréfinu og biður hann að koma með öll skrifleg gögn um þetta mál til stefnunnar. Þórarinn sjálfur er boðaður til stefnunnar og beðinn að hafa með sér öll þau skjöl sem hann kjósi að leggja fram sér til varnar. Dags. á Kirkjubæ 26. ágúst 1654.

Dómur prestastefnunnar að Eydölum 8. september 1654 er prentaður í bókinni Guðs dýrð og sálnanna velferð. Sjá Már Jónsson (útg.). Guðs dýrð og sálnanna velferð: Prestastefnudómar Brynjólfs biskups Sveinssonar 1639-1674. Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar 10, 181-187. Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2005.

Efnisorð
47(34v-35r)
Stefna Hannesar Björnssonar Eiríki Snjólfssyni fyrir hald á Geitavík.
Titill í handriti

„Stefna Hannesar Björnssonar Eiríki Snjólfssyni fyrir hald á Geitavík.“

Ábyrgð

Resp.Key.ptf Hannes Björnsson

Aths.

Hannes Björnsson stefnir Eiríki Snjólfssyni, ábúanda í Geitavík ásamt Ásmundi Jónssyni, fyrir dóm sýslumanns á komandi sumri (þ.e. 1655). Hannes starfar í umboði Ragnheiðar Brynjólfsdóttur sem nú telst lögmætur eigandi jarðarinnar (sbr. 5. og 7. bréf). Stefnan er ekki fullskrifuð og hún er því ódagsett.

Efnisorð
48(35r-35v)
Stefna Hannesar Björnssonar Ásmundi Jónssyni fyrir hald á Geitavík.
Titill í handriti

„Stefna Hannesar Björnssonar Ásmundi Jónssyni fyrir hald á Geitavík.“

Ábyrgð

Resp.Key.ptf Hannes Björnsson

Aths.

Hannes Björnsson stefnir Ásmundi Jónssyni, ábúanda í Geitavík ásamt Eiríki Snjólfssyni, fyrir dóm sýslumanns á komandi sumri (þ.e. 1655). Hannes starfar í umboði Ragnheiðar Brynjólfsdóttur sem nú telst lögmætur eigandi jarðarinnar (sbr. 5. og 7. bréf). Stefnan er ekki fullskrifuð og hún er því ódagsett.

S. 36r er auð.

Efnisorð
49(36v)
Vitnisburður Markúsar Þorvaldssonar um Hrafnabjörg.
Titill í handriti

„Vitnisburður Markúsar Þorvaldssonar um Hrafnabjörg.“

Aths.

Markús Þorvaldsson, sem bjó í 54 ár í Útmannasveit, staðhæfir að hann hafi aldrei vitað annað en að jörðin Hrafnabjörg ætti "selför [...] og þrjár dælur til slægna" í landi Heyskála. Auk þess vottar Markús um landamerki Hrafnabjarga. Dags. á Hólmum í Reyðarfirði 22. ágúst 1602.

50(36v)
Vitnisburður Steffanar Jónssonar.
Titill í handriti

„Vitnisburður Steffanar Jónssonar.“

Aths.

Stefán Jónsson, sem hefur búið mestalla ævina í Útmannasveit og þar af 14 ár á Hrafnabjörgum, vottar að hann hafi aldrei heyrt annað en að jörðin Hrafnabjörg ætti "selför norður yfir Selfljót í Eyskálalandi og 3 dælur til slægna." Stefán kveðst sjálfur hafa haft í seli í tíu ár í Eyskálalandi án þess að því væri nokkru sinni mótmælt. Elstu menn í Útmannasveit munu hafa lýst því að þetta ítak og selför hafi fylgt Hrafnabjörgum um aldur og ævi átölulaust. Dags. að Hólmum í Reyðarfirði 2. júlí 1598; afritið samlesið og undirritað að Hjaltastað 27. ágúst 1654.

Efnisorð
51(37r)
Quittun Guðrúnu Árnadóttur uppá fjörtíu ríkisdali meðtekna af biskupinum fyri...
Titill í handriti

„Quittun Guðrúnu Árnadóttur uppá fjörtíu ríkisdali meðtekna af biskupinum fyrir 10 kúgildi Eydalakirkju sem hann hafði lofað fyrir að forlíka.“

Aths.

Guðrún Árnadóttir staðfestir að hún hefur móttekið 40 ríkisdali sem sættargreiðslu fyrir tíu kirkjukúgildi kirkjunnar að Eiðum í Útmannasveit. Sex menn votta undirskrift bréfsins. Dags. á Eiðum í Útmannasveit 28. ágúst 1654.

Efnisorð
52(37r)
Fullmakt Ólafs Jónssonar að selja Þorvaldsstaði á Ströndum.
Titill í handriti

„Fullmakt Ólafs Jónssonar að selja Þorvaldsstaði á Ströndum.“

Aths.

Ólöf Jónsdóttir gefur bróður sínum Ólafi Jónssyni umboð til þess að selja Brynjólfi biskup jörðina Þorvaldsstaði á Ströndum. Í staðinn lætur biskupinn jörðina Hjarðarhaga og fimm hundruð í jörðinni Skjöldólfsstöðum. Dags. 7. ágúst 1654 að Hofi í Vopnafirði; afritið gert í Vallanesi 3. september s.á.

53(37v)
Biskupsins veitingarbréf á afgift af Syðri-Vík Páli Björnssyni til handa.
Titill í handriti

„Biskupsins veitingarbréf á afgift af Syðri-Vík Páli Björnssyni til handa.“

Aths.

Brynjólfur biskup leigir Páli Björnssyni jörðina Syðri-Vík í Vopnafirði. Dags. að Vallanesi 4. september 1654.

Efnisorð
54(37v-38r)
Meðkenning Páls Björnssonar um þrjúhundruð í Ketilsstöðum á Útmannasveit, að ...
Titill í handriti

„Meðkenning Páls Björnssonar um þrjúhundruð í Ketilsstöðum á Útmannasveit, að hann þau biskupinum til eignar fengið hafi etc.“

Aths.

Páll Björnsson staðfestir að hann hefur fengið Brynjólfi biskup þrjú hundruð í jörðinni Ketilsstöðum í Útmannasveit til eignar. Dags. að Vallanesi 4. september 1654; sex menn votta undirskriftina tveimur dögum síðar í Breiðdal gagnvart Jórvík.

Efnisorð
55(38r)
Meðkenning Þórðar Snjólfssonar um 7 hundruð meðtekin af Hjalta Jónssyni bisku...
Titill í handriti

„Meðkenning Þórðar Snjólfssonar um 7 hundruð meðtekin af Hjalta Jónssyni biskupsins vegna.“

Aths.

Þórður Snjólfsson staðfestir að hann hefur þegið sjö hundruð af Hjalta Jónssyni. Hjalti greiðir féð fyrir hönd Brynjólfs biskups, sem hafði skuldað Þórði þessa upphæð. Brynjólfur bætir athugasemd aftan við undirskriftina og segir að Þórður Snjólfsson eigi eftir hjá sér þrjú kúgildi á leigu. Dags. 3. september 1654; athugasemd Brynjólfs dags. 12. október s.á.

Efnisorð
56(38v)
Kaupbréf fyrir 1 hundraði í Snotrunesi í Borgarfirði fyrir austan.
Titill í handriti

„Kaupbréf fyrir 1 hundraði í Snotrunesi í Borgarfirði fyrir austan.“

Ábyrgð

Resp.Key.sll Bjarni Eiríksson

Aths.

Þrír menn votta að þeir voru viðstaddir handsöl þar sem Bjarni Eiríksson seldi Brynjólfi biskup eitt hundrað í jörðinni Snotrunesi í Borgarfirði eystri. Brynjólfur greiðir tíu ríkisdali fyrir jarðarpartinn. Dags. að Eydölum í Breiðdal 8. september 1654.

Efnisorð
57(38v)
Meðkenning Bjarna Eiríkssonar uppá meðtekna 10 ríkisdali af biskupinum.
Titill í handriti

„Meðkenning Bjarna Eiríkssonar uppá meðtekna 10 ríkisdali af biskupinum.“

Ábyrgð

Bréfritari Bjarni Eiríksson

Aths.

Bjarni Eiríksson vottar að hann hefur tekið við 10 ríkisdölum frá Brynjólfi biskup sem greiðslu fyrir eitt hundrað í jörðinni Snotrunesi (sbr. 56. bréf). Dags. 9. september 1654.

Efnisorð
58(38v-39v)
Vitnisburður biskupsins M Brynjólfssonar útgefinn af prestum í Múla og Skafta...
Titill í handriti

„Vitnisburður biskupsins M Brynjólfssonar útgefinn af prestum í Múla og Skaftafellssýslu anno 1654.“

Aths.

Prestar í Múlasýslu skrifa vitnisburð um Brynjólf biskup, störf hans og eðlisfar, en skjalið er sett saman að beiðni Brynjólfs sjálfs. Bréfið er ritað á prestastefnu í Eydölum (sbr. 46. bréf). Biskup er lofaður í hástert í bréfinu, mannkostum hans lýst ítarlega og embættisverk hans sögð óaðfinnanleg í einu og öllu. 21 prestur ritar nafn sitt undir vitnisburðinn, þ. á m. sr. Þórarinn Eiríksson og sr. Stefán Ólafsson í Vallanesi. Dags. í Eydölum 9. september 1654. Aftan við bréfið er bætt stuttri klausu þar sem sjö prestar í Skaftafellssýslu taka undir vitnisburðinn, dags. 25. september 1654. Loks staðfesta sex sýslumenn vitnisburðinn.

59(40r-40v)
Sendibréf Ingibjargar Jónsdóttur til séra Halldórs Daðasonar um Fossgerði.
Titill í handriti

„Sendibréf Ingibjargar Jónsdóttur til séra Halldórs Daðasonar um Fossgerði.“

Aths.

Ingibjörg Jónsdóttir skrifar föðurbróður sínum, sr. Halldóri Daðasyni, vegna viðskipta sinna við Hjalta Jónsson, umboðsmann Brynjólfs biskups. Ingibjörg og Jón maður hennar hafa selt Hjalta jörðina Fossgerði en ekki fengið hana greidda að fullu. Verðgildi jarðarinnar er tólf hundruð en af þeim hafa Ingibjörg og Jón enn ekki fengið fimm hundruð greidd. Auk þess átti Hjalti að svara þeim hjónum eina mörk árlega í landskuld af jörðinni næstu sex ár, en hann greiddi hana einungis fyrstu tvö árin. Ingibjörg biðlar til sr. Halldórs að taka málið upp við Brynjólf biskup sem er eigandi jarðarinnar: "Því er ég yður einkum umbiðjandi [...] um soddan ranglæti að ég fæ ekki fyrir mitt, því við erum so fjarlæg biskupi..." Helsta ósk Ingibjargar er að kaupunum verði rift og þau Jón fái að flytja aftur í Fossgerði, en frá því að kaupin gengu í gegn hafa þau búið á Vakursstöðum. Dags. 29. ágúst 1655.

Efnisorð
60(41r)
Lofun biskupsins að setja niður með Ingibjörgu Jónsdóttur og Hjalta Jónssyni ...
Titill í handriti

„Lofun biskupsins að setja niður með Ingibjörgu Jónsdóttur og Hjalta Jónssyni þeirra ágreining, það gjöra kunni.“

Aths.

Brynjólfur biskup bregst við erindi Ingibjargar Jónsdóttur (sbr. 59. bréf) og rekur málavöxtu. Hann lofar að taka málið upp og segist munu tala við Hjalta Jónsson, svo og ábúandann á Vindfelli, þegar hann verður næst á Austurlandi. Dags. í Skálholti 10. mars 1656.

S. 41v er auð að mestu, einungis fyrirsögn næsta bréfs skrifuð neðst.

Efnisorð
61(42r)
Meðkenning séra Eyjólfs Bjarnasonar á útgreiðslu 24 ríkisdala fyrir 6 hundruð...
Titill í handriti

„Meðkenning séra Eyjólfs Bjarnasonar á útgreiðslu 24 ríkisdala fyrir 6 hundruð fríð Kolfreyjustaðarkirkju. Sömuleiðis biskupsins meðkenning á meðtökunni.“

Aths.

Sr. Eyjólfur Bjarnason á Kolfreyjustað afhendir Brynjólfi biskup 24 ríkisdali. Féð er reiknað út frá of miklum "ábyrgðarþunga" á jörðinni, þ.e. út frá búpeningi sem er umfram það sem jörðinni löglega tilheyrir. Dags. að Eydölum 11. september 1654. Upphæðin er reiknuð inn í bókhald Skálholts 13. maí 1658.

Efnisorð
62(42v-43r)
Reikningur Hjalta Jónssonar (Anno 1654) af biskupsins umboði í Múlasýslu.
Titill í handriti

„Reikningur Hjalta Jónssonar (Anno 1654) af biskupsins umboði í Múlasýslu.“

Aths.

Yfirlit yfir þau afgjöld sem Hjalti Jónsson hefur innheimt af jörðum biskups í Múlasýslu. Dags. að Eydölum 11. september 1654.

Efnisorð
63(43v)
Kaupbréf fyrir 5 hundruðum í Eyrarteigi.
Titill í handriti

„Kaupbréf fyrir 5 hundruðum í Eyrarteigi.“

Ábyrgð

Resp.Key.sll Hjalti Jónsson

Aths.

Hjalti Jónsson selur Brynjólfi biskup fimm hundruð í jörðinni Eyrarteigi í Skriðdal. Greiðslan er dregin af þeim afgjöldum biskupsjarða sem Hjalti hefur afhent Brynjólfi (sbr. 62. bréf). Dags. að Eydölum 11. september 1654.

Efnisorð
64(44r)
Umboðsbréf Hjalta Jónssonar að halda svari fyrir Hafrafelli.
Titill í handriti

„Umboðsbréf Hjalta Jónssonar að halda svari fyrir Hafrafelli.“

Aths.

Brynjólfur biskup gefur Hjalta Jónssyni, umboðsmanni sínum í Múlasýslu, umboð til að halda lagasvari fyrir hálfa jörðina Hafrafell í Fellum sem biskup keypti skömmu áður af Bjarna Oddssyni, sýslumanni á Burstarfelli (sbr. 29. bréf). Dags. að Eydölum 11. september 1654.

65(44v)
Vitnisburður séra Þórarins Eiríkssonar séra Rögnvaldi útgefinn anno 1654
Titill í handriti

„Vitnisburður séra Þórarins Eiríkssonar séra Rögnvaldi útgefinn anno 1654“

Ábyrgð
Aths.

Sr. Þórarinn Eiríksson skrifar vitnisburð að beiðni sr. Rögnvalds Einarssonar aðstoðarprófasts (sbr. 46. bréf). Hann biður guð, biskupinn, sr. Rögnvald og aðra kennimenn afsökunar á óvarlegum orðum sem hann mun hafa mælt við sr. Rögnvald, en ekki er tilgreint í bréfinu hver þau eru. Brynjólfur biskup og níu prestar með honum undirrita yfirlýsingu aftan við vitnisburðinn þar sem fram kemur að orð sr. Þórarins séu dæmd dauð og ómerk og sr. Rögnvaldi gefinn andmælislaus og hneykslislaus vitnisburður. Dags. að Eydölum 11. september 1654.

Efnisorð
66(45r)
Bygging séra Eiríks Höskuldssonar á dómkirkjunnar eyjum Annarey og Flatey lig...
Titill í handriti

„Bygging séra Eiríks Höskuldssonar á dómkirkjunnar eyjum Annarey og Flatey liggjandi við Papey.“

Aths.

Brynjólfur biskup heimilar sr. Eiríki Höskuldssyni að nytja eyjarnar Flatey og Arnarey næstu þrjú ár. Dags. að Hvalsá við Hamarsfjörð 15. september 1654.

Efnisorð
67(45r-54v)
Citatia Skaftafellssýslupresta og séra Björns til Ása um mál hans.
Titill í handriti

„Citatia Skaftafellssýslupresta og séra Björns til Ása um mál hans.“

Aths.

Brynjólfur biskup boðar prófast, presta og sýslumenn í Skaftafellssýslu til fundar að Ásum í Skaftártungu þann 25. september næstkomandi. Til stendur að fjalla um mál sr. Björns Þórðarsonar en Elín Árnadóttir að Heiði í Mýrdal hefur kennt honum barn. Björn og Elín eru sjálf boðuð til fundarins ásamt því heimilisfólki sem kynni að vitna um málavöxtu. Dags. að Kálfafelli í Fljótshverfi 23. september 1654.

Efnisorð
68(45v-46r)
Quittantia fyrir 2 hundruðum og 40 álnum í Fannardal.
Titill í handriti

„Quittantia fyrir 2 hundruðum og 40 álnum í Fannardal.“

Aths.

Þrír menn votta að þeir voru viðstaddir handsöl þar sem Sigríður Halldórsdóttur á Búlandsnesi lýsti Brynjólf biskup lausan undan 240 álna skuld fyrir jarðarpart í Fannardal í Norðfirði. Magnús Höskuldsson, látinn eiginmaður Sigríðar, hafði selt biskupi jarðarpartinn til framfæris syni þeirra hjóna, Þórði Magnússyni. Umsaminn dvalartími Þórðar í Skálholti er nú liðinn og skuldin telst því að fullu greidd. Handsölin eru gerð að Hálsi við Hamarsfjörð 15. september 1654; bréfið dags. að Höfðabrekku í Mýrdal 28. september s.á.

Efnisorð
69(46r)
(engin fyrirsögn)
Titill í handriti

„(engin fyrirsögn)“

Aths.

Magnús Jónsson vottar að hann skuldar Brynjólfi biskup átta ærgildi og lofar að greiða honum skuldina að fardögum 1655. Dags. í Skálholti 9. október 1654.

Efnisorð
70(46r-46v)
Bréf um kirkjusókn Drumboddsstaða og Einholts til Tungu.
Titill í handriti

„Bréf um kirkjusókn Drumboddsstaða og Einholts til Tungu.“

Aths.

Brynjólfur biskup bregst við erindi ábúenda á Drumboddsstöðum og Einholti í Eystri-Tungu. Þetta fólk á erfitt með að sækja kirkju til Haukadals því nauðsynlegt er að fara yfir Ölfusá sem er torfær og lífshættuleg í vatnavöxtum bæði að sumri né vetri. Brynjólfur vísar til kirkjuordinansíunnar og kveður það vera skyldu sína að tryggja fólki sem greiðastan aðgang að sáluhjálparmeðulum kirkjunnar. Skálholtsbiskup hefur eignarforræði ("jus patronatus") yfir jörðinni Haukadal og afræður Brynjólfur að besta lausnin á þessu vandamáli sé að gera kirkjuna í Tungu að nýrri sóknarkirkju fyrir Drumboddsstaði og Einholt. Dags. í Skálholti 9. október 1654.

Efnisorð
71(47r-48r)
Resignerun séra Þórarins Eiríkssonar á Eydalastað.
Titill í handriti

„Resignerun séra Þórarins Eiríkssonar á Eydalastað.“

Aths.

Brynjólfur biskup tilkynnir að hann hefur meðtekið uppsagnarbréf sr. Þórarins Eiríkssonar í Eydölum sem lætur af embætti vegna barnfaðernismáls (sbr. 46. bréf). Uppsagnarbréf sr. Þórarins er birt í heild sinni og þar óskar Þórarinn eftir því að bróðir hans, sr. Halldór Eiríksson, fái að taka við brauðinu. Auk þess biður hann um að sér sjálfum verði veitt annað brauð síðar. Brynjólfur bregst vel við fyrri bóninni og telur sr. Halldór vel hæfan til að þjóna Eydalaprestakalli, en um framtíð Þórarins sjálfs treystir hann sér ekki til að fullyrða fyrr en barnsfaðernismálið er til lykta leitt að fullu. Biskup setur sr. Halldóri þau tilmæli að hann beiti sér ekkert í þá veru að tefja eða flækja mál sr. Þórarins, svo og að hann taki við fjárforráðum Eydalakirkju um leið og hann kemur þangað, "því ég vil upp frá því ekki við séra Þórarin lengur eiga," og sporni við frekari eyðslu á peningum staðarins. Loks mælist hann til þess að hinn nýi sóknarprestur taki til við að greiða skuldir staðarins og setji fullnaðarveð fyrir þeim. Dags. í Skálholti 10. október 1654.

72(48r)
Eydalastaður boðinn fjórum Attestatis með sömu Conditione sem fyrir framan st...
Titill í handriti

„Eydalastaður boðinn fjórum Attestatis með sömu Conditione sem fyrir framan stendur.“

Aths.

Fjórir menn staðfesta að Brynjólfur biskup hefur boðið þeim að taka við Eydalakirkju með sömu skilyrðum og Halldóri Eiríkssyni hafa verið boðin (sbr. 71. bréf). Þetta eru Gísli Einarsson skólameistari, Halldór Jónsson heyrari, Sigurður Torfason og Páll Árnason. Allir afþakka þeir boðið en segjast þó skulu hugleiða málið ef skilyrðin verða felld niður. Dags. í Skálholti 4. nóvember 1654.

Efnisorð
73(48v-49r)
Kaupbréf fyrir 9 hundruðum í Súlunesi ytra í Melasveit.
Titill í handriti

„Kaupbréf fyrir 9 hundruðum í Súlunesi ytra í Melasveit.“

Aths.

Þrír menn votta að þeir voru viðstaddir handsöl þar sem bræðurnir Jón, Þorvaldur og Styr Torfasynir seldu Brynjólfi biskup þrjú hundruð hver í jörðinni Ytra-Súlunesi í Melasveit, alls níu hundruð. Hver bræðranna fær sex hundruð í reiðufé sem borgun. Kaupin eru gerð með því skilyrði að Torfi Helgason, faðir bræðranna, fái að búa áfram á jörðinni svo lengi sem hann vill. Dags. í Skálholti 10. október 1654.

Efnisorð
74(49r)
Quittantia Finns Guðmundssonar.
Titill í handriti

„Quittantia Finns Guðmundssonar.“

Aths.

Brynjólfur biskup vottar að Finnur Guðmundsson hefur staðið skil á þeim biskupstíundum sem hann hefur innheimt í Rangárvallasýslu vorið 1654. Biskup endurnýjar umboð Finns til innheimtunnar fyrir næsta ár. Dags. í Skálholti 11. október 1654.

75(49r-50v)
Inntak úr bréfi biskupsins Thomas Nicholassyni tilskrifuðu anno 1654 12 octob...
Titill í handriti

„Inntak úr bréfi biskupsins Thomas Nicholassyni tilskrifuðu anno 1654 12 octobris frá Skálholti.“

Ábyrgð

Viðtakandi Tómas Nikulásson

Aths.

Útdráttur úr bréfi þar sem Brynjólfur biskup skrifar Tómasi Nikulássyni, umboðsmanni á Bessastöðum, og rekur fyrir honum helstu atriðin í máli sr. Þórarins Eiríkssonar í Eydölum (sbr. 46. og 71. bréf). Sr. Þórarinn fullyrðir að hinn raunverulegi faðir barnsins sé Gunnsteinn Brynjólfsson, eiginmaður Guðrúnar Sæmundsdóttur, en þau giftust eftir að hún var orðin þunguð. Ýmsum þykir barnið líkt sr. Þórarni og biskup telur ólíklegt að Þórarni takist að fá menn til að sverja eið til varnar málstað hans því það sé hald manna að hann sé ekki trúanlegur til eiðs. Meðal þeirra gagna sem sr. Þórarinn hefur lagt fram er skriflegt aflausnarform sem hann segist hafa sett saman eftir að Guðrún skriftaði hjá honum í kjölfar þess brots sem var holdlegt samræði með Gunnsteini utan hjónabands. Þrettán sóknarmenn hafa hins vegar borið að vera viðstaddir í kirkjunni þegar Guðrún var afleyst, og segjast þeir ekki hafa heyrt Gunnstein nefndan í aflausninni. Á prestastefnu sem haldin var á Egilsstöðum 23.-25. maí 1654 voru ekki viðstaddir þeir prestar sem gætu fyllilega skorið úr um málið, og því telur biskup öruggast að skjóta málinu til nýrrar prestastefnu á Alþingi á komandi sumri. Loks fjallar Brynjólfur um fjármál Eydalakirkju sem eru í miklum ólestri. Hann hefur heimtað fullnaðarborgun frá sr. Þórarni á öllu því fé sem hann hefur dregið sér af reikningi kirkjunnar, burtséð frá því hver verður lokaniðurstaðan í barnsfaðernismálinu. Dags. í Skálholti 12. október 1654.

Efnisorð
76(51r-51v)
NB til minnis um fisk erfingja sálugu Rannveigar Jónsdóttur í Þorlákshöfn eft...
Titill í handriti

„NB til minnis um fisk erfingja sálugu Rannveigar Jónsdóttur í Þorlákshöfn eftir tilsögn Jóns Jónssonar búandi þar.“

Aths.

Jón Jónsson í Þorlákshöfn gerir grein fyrir erfðamálum eftir Ragnheiði Jónsdóttur, þ.e. fiski sem skipta á milli þriggja systra hennar, Helgu, Halldóru yngri og Guðríðar. Dags. í Skálholti 16. október 1654.

Efnisorð
77(52r-52v)
Lögfesta biskupsins jarða í Skorradal.
Titill í handriti

„Lögfesta biskupsins jarða í Skorradal.“

Aths.

Páll Teitsson, próventumaður Brynjólfs biskups, lögfestir eignarjarðir biskupsins í Skorradal, þ.e. Vatnsenda, Eindriðastaði og Mófellsstaði. Ítarleg lýsing á landamerkjum jarðanna þriggja fylgir. Dags. að Vatnsenda í Skorradal 21. október 1654.

78(52v)
Quittantia biskups M. Brynjólfs Sveinssonar á andvirði fyrir útlenskt hús í S...
Titill í handriti

„Quittantia biskups M. Brynjólfs Sveinssonar á andvirði fyrir útlenskt hús í Skoruvík, af séra Þórarni Eiríkssyni.“

Ábyrgð
Aths.

Sr. Þórarinn Eiríksson staðfestir að hann hefur selt Brynjólfi biskup timburhús sem stendur í Skoruvík á Langanesi, og hefur Brynjólfur greitt fullt verð fyrir. Dags. í Skálholti 8. nóvember 1654.

Efnisorð
79(53r-54v)
Kaupbréf fyrir Tindsstöðum 20 hundruð.
Titill í handriti

„Kaupbréf fyrir Tindsstöðum 20 hundruð.“

Ábyrgð

Resp.Key.sll Páll Gíslason

Aths.

Páll Gíslason selur Brynjólfi biskup jörðina Tindsstaði sem er 20 hundruð að dýrleika. Brynjólfur greiðir með fjórum hundruðum í jörðinni Mýdal, smjöri og 27 kúgildum. Eftir standa þá fjögur hundruð sem Brynjólfur skuldbindur sig til að greiða Páli á komandi fardögum. Ingibjörg Bjarnadóttir, eiginkona Páls, gefur samþykki sitt fyrir kaupunum. Dags. að Vatnsenda í Skorradal 21. október 1654.

Efnisorð
80(54v)
Quittantia útgefin Páli Gíslasyni fyrir meðferð á Heyness umboði.
Titill í handriti

„Quittantia útgefin Páli Gíslasyni fyrir meðferð á Heyness umboði.“

Aths.

Brynjólfur biskup staðfestir að Páll Gíslason landsþingisskrifari hefur staðið reikningsskap á útgjöldum og inntektum af Heynesumboði. Aftan við bréfið er bætt þrennum viðbótum þar sem fram kemur að Björn hefur greitt biskupi sex ríkisdala landskuld, að Brynjólfur hefur afhent Þórarni Illugasyni tíu ríkisdali sem hann síðan afhenti Páli Gíslasyni til að greiða eftirstöðvar kaupverðsins fyrir Tindsstaði. Dags. að Vatnsenda í Skorradal 21. október 1654; viðbæturnar dagsettar 22. október 1654 og 28. janúar 1655.

Efnisorð
81(54v-55r)
Húsabót Helga á Mófeldsstöðum 1654.
Titill í handriti

„Húsabót Helga á Mófeldsstöðum 1654.“

Aths.

Yfirlit yfir þær endurbætur sem Helgi Jónsson, leiguliði Brynjólfs biskups, hefur gert undanfarið ár á húsum á Mófeldsstöðum í Skorradal, svo og samantekt þess kostnaðar sem Helgi hefur greitt fyrir viði til endurbótanna. Dags. að Mófeldsstöðum í Skorradal 20. október 1654 (yfirlit yfir endurbætur) og að Vatnsenda í Skorradal 21. október 1654 (samantekt kostnaðar).

Sbr. 159. bréf í AM 268 fol.

Efnisorð
82(55v)
Meðkenning Páls Gíslasonar á útgreiðslu fjögurra hundraða í Mýdal í Kjós með ...
Titill í handriti

„Meðkenning Páls Gíslasonar á útgreiðslu fjögurra hundraða í Mýdal í Kjós með fylgjandi qvittantiu biskupsins.“

Ábyrgð

Bréfritari Páll Gíslason

Aths.

Páll Gíslason staðfestir að hann hefur móttekið fjögur hundruð í jörðinni Mýdal í Kjós frá Brynjólfi biskup fyrir fimm hundruð í jörðinni Tindsstöðum á Kjalarnesi (sbr. 79. bréf). Dags. að Vatnsenda í Skorradal 8. maí 1655.

Efnisorð
83(56r-56v)
Kaupbréf fyrir hálfri Höfn í Melasveit.
Titill í handriti

„Kaupbréf fyrir hálfri Höfn í Melasveit.“

Aths.

Hjónin Teitur Helgason og Arnfríður Rafnsdóttir selja Brynjólfi biskup hálfa jörðina Höfn í Melasveit, en jarðarparturinn er tuttugu hundruð að dýrleika. Með því eignast biskup alla jörðina, en hann hafði keypt hinn helminginn hálfu öðru ári áður (sbr. 111. bréf í AM 268 fol.). Á móti skuldbindur Brynjólfur sig til að greiða Teiti aðra jörð í Borgarfirði sem jafnast á við hálflenduna hvað varðar landskuld (eitt hundrað árgildi) og kúgildi (fimm kúgildi). Ekki hefur verið ákveðið hver sú jörð er og fá þau Teitur og Arnfríður að búa að Höfn þar til hún finnst. Dags. að Höfn í Melasveit 23. október 1654.

Efnisorð
84(57r)
Lýsing Helga Torfasonar um Höfn.
Titill í handriti

„Lýsing Helga Torfasonar um Höfn.“

Aths.

Afrit bréfs þar sem Helgi Torfason lýsir því yfir að hann hefur selt sonum sínum, Torfa og Teiti, hvorum sinn helming jarðarinnar Höfn í Melasveit. Helgi fullyrðir jafnframt að hann hefur ekki selt neinn hluta jarðarinnar. Aftan við bréfið er viðbót þar sem Jón Vigfússon yngri, lögréttumaður, staðfestir þessar fullyrðingar Helga. Dags. 11. nóvember1639 (yfirlýsing Helga) og 14. janúar 1640 (viðbót Jóns); afritið gert að Höfn í Melasveit 23. október 1654.

Efnisorð
85(57v)
Lögfesta Halldórs Teitssonar á Hálfri Höfn í Melasveit Anno 1634.
Titill í handriti

„Lögfesta Halldórs Teitssonar á Hálfri Höfn í Melasveit Anno 1634.“

Aths.

Halldór Teitsson lögfestir eign föður síns, Teits Helgasonar, á hálfri jörðinni Höfn í Melasveit, og fyrirbýður hverjum manni að yrkja jarðarpartinn nema samþykki Teits komi þar til. Dags. 1634; afritið gert að Höfn í Melasveit 23. október 1654.

Efnisorð
86(58r-59r)
Samþykki Torfa Helgasonar upp á sölu á hálfu Súlunesi ytra.
Titill í handriti

„Samþykki Torfa Helgasonar upp á sölu á hálfu Súlunesi ytra.“

Aths.

Brynjólfur biskup birtir Torfa Helgasyni kaupbréf þar sem fram kemur að þrír synir Torfa, Jón, Þorvaldur og Styr, hafa selt biskupi níu hundruð í jörðinni Ytra-Súlunesi í Melasveit, að því gefnu að faðir þeirra samþykki kaupin. Torfi veitir samþykki sitt og hefur fullnaðarhandsöl við Brynjólf biskup í votta viðurvist. Bréfinu fylgir yfirlit yfir það fé sem Brynjólfur hefur greitt hverjum bræðranna vegna jarðarpartsins. Dags. að Höfn í Melasveit 23. október 1654.

Efnisorð
87(59r)
(engin fyrirsögn)
Titill í handriti

„(engin fyrirsögn)“

Ábyrgð

Bréfritari Árni Pálsson

Aths.

Árni Pálsson, forstöðumaður spítalans í Klausturhólum, skrifar biskupi vegna ómaga af Suðurnesjum sem komið hefur verið fyrir á spítalanum gegn vilja Árna. Árni spyr Brynjólf hvort þetta sé gert að hans ráði og hvort hann geti lagt til fé til þess að ráða þjónustukonu sem myndi annast sjúklingana á spítalanum. Dags. í Skálholti 9. nóvember 1654.

Efnisorð
88(59r-60r)
Andsvar biskupsins upp á þessa fyrirfarandi 3 pósta framsetta af Árna Pálssyni.
Titill í handriti

„Andsvar biskupsins upp á þessa fyrirfarandi 3 pósta framsetta af Árna Pálssyni.“

Ábyrgð

Viðtakandi Árni Pálsson

Aths.

Brynjólfur biskup svarar bréfi Árna Pálssonar um ómagann af Suðurnesjum (87. bréf). Í bréfinu kemur fram að skv. tilskipan biskups eigi einungis að greiða upphald fyrir tvo ómaga af Suðurnesjum á spítalanum á Klausturhólum (sbr. 240. bréf í AM 268 fol.). Sá sem bæst hefur við er því umfram þau fjárráð sem stofnunin hefur úr að spila. Brynjólfur hvetur Árna til þess að skrifa Tómasi Nikulássyni, umboðsmanni biskups, umsókn ("suplicatiu") vegna málsins og biðja hann um að leiðrétta þessa framkomu við spítalann, sem hann kallar "yfirgang," enda virðast hreppstjórar í Sandvíkurhreppi ábyrgir fyrir ákvörðuninni og heyra þeir undir umboðsmanninn. Brynjólfur tekur vel í þá hugmynd að ráða þjónustukonu til spítalans, að því gefnu að rétta konan finnist í starfið. Dags. í Skálholti 3. nóvember 1654.

Efnisorð
89(60v-61r)
Sendibréf til Tómasar Nikulássonar um ómagaflutning ólöglegan í hospítalið.
Titill í handriti

„Sendibréf til Tómasar Nikulássonar um ómagaflutning ólöglegan í hospítalið.“

Ábyrgð

Bréfritari Árni Pálsson

Viðtakandi Tómas Nikulásson

Aths.

Árni Pálsson, forstöðumaður spítalans í Klausturhólum, skrifar Tómasi Nikulássyni, umboðsmanni á Bessastöðum, um ómaga sem nýlega hefur verið fluttur til spítalans af Suðurnesjum (sbr. 87.-88. bréf). Árni biður um að þetta verði leiðrétt, enda hafi hann ekki fjármuni til að standa straum af einum sjúklingi umfram það sem samið hefur verið um. Auk þess ber hann erindið um að ráða þjónustukonu til spítalans undir umboðsmanninn. Dags. í Skálholti 3. nóvember 1654.

Efnisorð
90(61r-61v)
Tómasi Nikulássyni um ómagaflutning.
Titill í handriti

„Tómasi Nikulássyni um ómagaflutning.“

Ábyrgð

Viðtakandi Tómas Nikulásson

Aths.

Brynjólfur biskup skrifar Tómasi Nikulássyni, umboðsmanni á Bessastöðum, um málefni spítalans á Klausturhólum og er mál hans efnislega samhljóða bréfi Árna Pálssonar (89. bréf). Brynjólfur telur það varhugavert að hreppstjórar taki sér vald til að koma fólki fyrir á spítulum án samráðs við aðra er að málaflokknum standa: "... þá er strax útgjört um þessi hospítöl og slíka náðarstiftun kristilegs yfirvalds, hvílík aldrei hefur skeð síðan landið byggðist." Dags. í Skálholti 4. nóvember 1654.

Notaskrá

Bréfið er prentað í bókinni Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Sjá Jón Helgason (útg.). Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Safn Fræðafélagsins um Ísland og Íslendinga XII, 35-36. Kaupmannahöfn: Hið íslenzka fræðafélag, 1942.

Efnisorð
91(62r-62v)
Til séra Böðvars.
Titill í handriti

„Til séra Böðvars.“

Ábyrgð

Viðtakandi Böðvar Sturluson

Aths.

Brynjólfur biskup skrifar sr. Böðvari Sturlusyni, aðstoðarpresti á Valþjófsstöðum, og bregst við fyrirspurnum sem Böðvar hefur sent biskupi í tveimur bréfum. Böðvar hefur áhuga á að taka við sem prestur á Eydalastað eftir afsögn sr. Þórarins Eiríkssonar (sbr. 71. bréf). Brynjólfur tekur ágætlega í hugmyndina en greinir Böðvari frá því að fjármál Eydalastaðar séu í miklum ólestri og að ekki komi til greina af sinni hálfu að ráða nýjan prest til staðarins nema nýi presturinn geti greitt áhvílandi skuldir og sett fullnaðarveð fyrir eignum kirkjunnar. Dags. í Skálholti 6. nóvember 1654.

92(63r-63v)
Grein úr bréfi biskupsins til séra Vigfúsar Árnasonar prófasts í Múlasýslu um...
Titill í handriti

„Grein úr bréfi biskupsins til séra Vigfúsar Árnasonar prófasts í Múlasýslu um séra Halldór Eiríksson.“

Aths.

Útdráttur úr bréfi þar sem Brynjólfur biskup skrifar sr. Vigfúsi Árnasyni, prófasti í Múlasýslu, um málefni Eydalakirkju (sbr 71. bréf). Brynjólfi reiknast svo til að skuld sr. Þórarins við staðinn sé u.þ.b. 20 hundruð og að hann telji það skásta kostinn í stöðunni að skipa Halldór, bróður Þórarins, prest í hans stað og gera hann þar með að borgunarmanni fyrir skuldinni. Verði einhver ótengdur Þórarni fenginn til staðarins séu litlar líkur á að nokkuð fáist upp í skuldina. Ódags.

93(64r)
Commendatia séra Halldórs Eiríkssonar til Eydala sóknarmanna.
Titill í handriti

„Commendatia séra Halldórs Eiríkssonar til Eydala sóknarmanna.“

Aths.

Brynjólfur biskup skrifar sóknarmönnum í Eydalakirkjusókn og kunngjörir að sr. Halldór Eiríksson eigi að taka við staðnum. Vísað er til þess að sóknarmenn hafi kvartað undan prestleysinu, en engin rituð skjöl hafa varðveist sem sýna það. Biskup gefur sr. Halldóri meðmæli sín en dregur þó ekki dul á að honum er fyrst og fremst fenginn staðurinn þar sem hann er reiðubúinn að greiða skuldina eftir sr. Þórarin og setja fullnaðarveð fyrir eigum kirkjunnar. Dags. í Skálholti 9. nóvember 1654.

94(64v)
(engin fyrirsögn)
Titill í handriti

„(engin fyrirsögn)“

Ábyrgð
Aths.

Meðmælabréf sem Brynjólfur biskup ritar um sr. Halldór Eiríksson að ósk Halldórs sjálfs. Halldór hefur starfað í Skálholti frá 1639, fyrst sem sveinn biskups og síðan sem kirkjuprestur frá 1651. Brynjólfur fullyrðir að Halldór hafi hegðað sér í allan máta skikkanlega og heiðarlega á meðan þeir hafa þekkst. Dags. í Skálholti 9. nóvember 1654.

95(65r-65v)
Borgun séra Halldórs Eiríkssonar vegna séra Þórarins Eiríkssonar um lausafé E...
Titill í handriti

„Borgun séra Halldórs Eiríkssonar vegna séra Þórarins Eiríkssonar um lausafé Eydalakirkju.“

Ábyrgð
Aths.

Sr. Halldór Eiríksson skuldbindur sig til að greiða skuldir Eydalakirkju í stað bróður síns og leggur fram tíu hundraða jarðarpart í Búlandi í Skaftártungu sem fyrstu greiðslu. Fullyrt er að Eiríkur Sigvaldason, faðir Halldórs og næsti erfingi, sé samþykkur þessari tilhögun. Halldóri hefur ekki verið veitt brauðið þegar bréfið er ritað og setur hann það sem skilyrði fyrir greiðslunni að hann fái kosningu í embættið. Dags. í Skálholti 9. nóvember 1654.

96(65v-66r)
Gjörningur millum þeirra bræðra séra Þórarins og séra Halldórs um Eydali.
Titill í handriti

„Gjörningur millum þeirra bræðra séra Þórarins og séra Halldórs um Eydali.“

Ábyrgð
Aths.

Sr. Þórarinn Eiríksson semur við bróður sinn, sr. Halldór Eiríksson, um að gera hann að kapellán (aðstoðarpresti) við Eydalakirkju, en ætlunin er að Halldór taki síðan við sem sóknarprestur á næstkomandi fardögum. Sr. Þórarinn setur þau skilyrði fyrir afsögn sinni að Halldór greiði alla skuldina eftir sig og að hann fái sjálfur umráð yfir jörðinni Núpi á Berufjarðarströnd næstu þrjú ár, en sú jörð er eign Eydalakirkju. Auk þess fær Þórarinn að halda hálft skip með Hvammi í Fáskrúðsfirði á sama tímabili. Dags. í Skálholti 10. nóvember 1654.

97(66v)
Kallsbréf séra Halldórs Eiríkssonar til kapelláns að Eydölum útgefið af séra ...
Titill í handriti

„Kallsbréf séra Halldórs Eiríkssonar til kapelláns að Eydölum útgefið af séra Þórarni.“

Ábyrgð
Aths.

Sr. Þórarinn Eiríksson kallar bróður sinn, sr. Halldór Eiríksson, til kapelláns við Eydalakirkju "eftir ordinantsíunnar fríheitum." Köllunin er lögð fram biskupi til samþykkis. Dags. í Skálholti 9. nóvember 1654.

98(67r)
Lofun séra Þórarins uppá ómakslaun prestanna sem þjónað hafa Eydalasókn.
Titill í handriti

„Lofun séra Þórarins uppá ómakslaun prestanna sem þjónað hafa Eydalasókn.“

Ábyrgð
Aths.

Sr. Þórarinn Eiríksson lofar að greiða tveimur prestum, sr. Hinrik Jónssyni og sr. Narfa Guðmundssyni, fyrir embættisstörf sem þeir hafa unnið við kirkjuna í Breiðdal. Dags. í Skálholti 10. nóvember 1654.

99(67v)
Uppgjöf biskupsins á taksetningarbréfi sem fyrir stuttu skrifað hafði vegna s...
Titill í handriti

„Uppgjöf biskupsins á taksetningarbréfi sem fyrir stuttu skrifað hafði vegna séra Þórarins.“

Aths.

Brynjólfur biskup vottar að sr. Halldór Eiríksson hefur skuldbundið sig til að greiða skuldir Eydalakirkju (sbr. 96. bréf) og að sr. Þórarinn Eiríksson hefur lofað að greiða prestunum í Breiðdal fyrir störf sín (sbr. 98. bréf). Í ljósi þessa afturkallar biskup tilskipun sem hann hafði gefið út fyrr um haustið til sóknarmanna í Eydalakirkjusókn um að ekki ætti að gjalda Þórarni það sem eftir stæði í sókninni. Dags. í Skálholti 9. nóvember 1654.

100(68r)
Kvittantia Jóns á Hömrum uppá biskups tíunda meðferð.
Titill í handriti

„Kvittantia Jóns á Hömrum uppá biskups tíunda meðferð.“

Aths.

Brynjólfur biskup staðfestir að Jón Jónsson á Hömrum hefur staðið skil á þeim biskupstíundum sem safnast hafa í Árnessýslu á árinu 1654. Dags. í Skálholti 13. nóvember 1654.

101(68v-69v)
Kaupbréf fyrir Votmúla í Flóa hálfum.
Titill í handriti

„Kaupbréf fyrir Votmúla í Flóa hálfum.“

Aths.

Þrír menn votta að þeir voru viðstaddir handsöl þar sem Jón Ingimundarson yngri seldi Brynjólfi biskup hálfa jörðina Votmúla í Flóa, fimm hundruð að dýrleika. Kaupverðið er tuttugu hundruð, og greiðir biskup fimmtán hundruð þegar í stað í formi sextíu ríkisdala. Þau fimm hundruð sem eftir standa verða greidd næsta sumar. Auk þess lofar biskuð að losa aðra hvora jörðina Flóagafl eða Hjálmholt í næstu fardögum Jóni til ábýlis, eftir því hvor jörðin losnar fyrr. Dags. 19. nóvember 1654. Aftan við bréfið er viðbót þar sem fram kemur að biskup hafi greitt eina voð vaðmáls upp í þau fimm hundruð sem hann skuldar Jóni Ingimundarsyni, dags. 25. febrúar 1655.

Efnisorð
102(70r)
Quittantia Halldórs Sigfússonar fyrir 1 ríkisdal af Gísla Einarssyni.
Titill í handriti

„Quittantia Halldórs Sigfússonar fyrir 1 ríkisdal af Gísla Einarssyni.“

Aths.

Gísli Einarsson, skólameistari í Skálholti, staðfestir að hann hefur þegið einn ríkisdal úr hendi Brynjólfs biskups, sem greiddur er upp í skuld Halldórs Sigfússonar við Gísla. Dags. í Skálholti 22. nóvember 1654.

Efnisorð
103(70v)
Kaupbréf fyrir Sigurðarhúsum.
Titill í handriti

„Kaupbréf fyrir Sigurðarhúsum.“

Ábyrgð

Resp.Key.cli Jón Daðason

Aths.

Brynjólfur biskup selur sr. Jóni Daðasyni hálfa jörðina Votmúla í Flóa sem er fimm hundruð að dýrleika (sbr. 101. bréf). Í staðinn lætur sr. Jón fimm hundruð í jörðinni Arnarholti á Kjalarnesi, sem kallast Sigurðarhús. Hákon Bjarnason og Ragnheiður Snæbjörnsdóttir, kona hans, veita samþykki sitt fyrir kaupunum. Dags. í Bakkarholti í Ölvesi 27. nóvember 1654.

Efnisorð
104(71r)
Kaupbréf fyrir 5 hundraða jarðarparti óánefndum af séra Jóni Daðasyni.
Titill í handriti

„Kaupbréf fyrir 5 hundraða jarðarparti óánefndum af séra Jóni Daðasyni.“

Ábyrgð

Resp.Key.cli Jón Daðason

Aths.

Þrír menn votta að þeir voru viðstaddir handsöl þar sem Brynjólfur biskup seldi sr. Jóni Daðasyni allt skógland á milli áa fyrir ofan Keldur, tíu hundruð að dýrleika, og tvö hundruð í jörðinni Kjóastöðum í Eystri-Tungu. Í staðinn lætur Jón fimm hundraða jarðarpart í jörð sunnanlands sem verður ákveðin síðar, að viðbættum einum báti og einu kúgildi. Dags. í Skálholti 1. desember 1654.

Efnisorð
105(71r-71v)
Heimild séra Jóns Daðasonar fyrir Sigurðarhúsum.
Titill í handriti

„Heimild séra Jóns Daðasonar fyrir Sigurðarhúsum.“

Aths.

Ragnheiður Snæbjörnsdóttir og Hákon Bjarnason, maður hennar, heimila sr. Jóni Daðasyni Sigurðarhús á Kjalarnesi til eignarráða (sbr. 103. bréf). Dags. að Barkarholti í Ölvesi 27. nóvember 1654.

Efnisorð
106(71v)
Lýsing biskupsins á kaupi sínu á hálfum Votmúla.
Titill í handriti

„Lýsing biskupsins á kaupi sínu á hálfum Votmúla.“

Aths.

Þrír menn votta að þeir voru viðstaddir þegar Brynjólfur biskup lýsti kaupi sínu á hálfum Votmúla í Flóa (sbr. 101. bréf). Dags. í Skálholti 1. desember 1654.

Efnisorð
107(72r-72v)
Útskrift af bréfi til lögmannsins Árna Oddssonar um hospítalin.
Titill í handriti

„Útskrift af bréfi til lögmannsins Árna Oddssonar um hospítalin.“

Aths.

Brynjólfur biskup skrifar Árna Odssyni lögmanni um málefni spítalanna. Brynjólfur biður Árna að taka að sér að hafa yfirumsjón með spítölunum á Hörgslandi og Klausturhólum. Hann kveðst hafa skrifað bréf með sama erindi til Árna frá Innra-Hólmi fyrr um haustið, en það bréf er nú glatað. Brynjólfi er verulega misboðið vegna þess er hreppstjórar úr Garði innsettu sjúkling á spítalann á Klausturhólum án hans vitundar og samþykkis (sbr. 87.-90. bréf). Hann telur hyggilegast að einhver annar taki að sér að hafa forsjá yfir spítölunum ef slík framkoma á að líðast í hans garð. Tillögur Brynjólfs um rekstur spítalanna hafa áður verið virtar að vettugi, en hann vildi byrja á því að safna nægilegu fé til þess að hægt væri að reka spítalana af vöxtunum í stað þess að hefja starfsemina strax (sbr. eldra bréf biskups til Árna Oddssonar, nr. 77-81 í AM 268 fol.). Dags. í Skálholti 3. desember 1654.

Notaskrá

Bréfið er prentað í bókinni Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Sjá Jón Helgason (útg.). Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Safn Fræðafélagsins um Ísland og Íslendinga XII, 37-38. Kaupmannahöfn: Hið íslenzka fræðafélag, 1942.

Efnisorð
108(73r-73v)
Byggingarbréf Jóns Ingimundarsonar fyrir Flóagafli.
Titill í handriti

„Byggingarbréf Jóns Ingimundarsonar fyrir Flóagafli.“

Aths.

Brynjólfur biskup heimilar Jóni Ingimundarsyni ábúnað á jörðinni Flóagafli, sem er eign Skálholtskirkju, en Jón hefur áður selt biskupi hálfa jörðina Votmúla í Flóa (sbr. 101. bréf). Jón á að greiða leigu af jörðinni og útvega við til húsbygginga. Dags. í Skálholti 8. desember 1654.

Efnisorð
109(73v-74v)
Vígslubréf séra Jóns Salómonssonar.
Titill í handriti

„Vígslubréf séra Jóns Salómonssonar.“

Aths.

Brynjólfur biskup skrifar opið bréf til sr. Magnúsar Péturssonar, prófasts í Skaftafellssýslu, og allra sóknarmanna að Reyni og Höfðabrekku í Mýrdal. Hann greinir frá því að Jón Salómonsson hafi komið til sín með útvalningarbréf í embætti sóknarprests í kirkjusóknunum tveimur, Reyni og Höfðabrekku. Bréfið var undirritað af flestum kirkjubændum beggja staða og öðrum málsmetandi mönnum í sóknunum, en þótt nokkrar undirskriftir vanti samþykkir biskup útvalninguna í því trausti að hún sé ekki í óþökk þeirra sem ekki skrifa undir. Jón Salómonsson er "eftir ordinantsíunni examíneraður" í Skálholti og síðan vígður til prests í dómkirkjunni þann 17. desember. Jón tekur við brauðinu af sr. Birni Þórðarsyni sem lætur af embætti vegna barnsfaðernismáls (sbr. 67. bréf). Brynjólfur biður Magnús prófast jafnframt að afhenda Jóni Salómonssyni til léns jörðina Heiði í Mýrdal. Dags. í Skálholti 18. desember 1654.

110(74v-75r)
Kaupbréf biskupsins fyrir 15 hundraða jörðu sem séra Halldór Daðason greiða á...
Titill í handriti

„Kaupbréf biskupsins fyrir 15 hundraða jörðu sem séra Halldór Daðason greiða á séra Magnúsi á Breiðabólsstað.“

Aths.

Sr. Halldór Daðason samþykkir að greiða Magnúsi Jónssyni á Breiðabólstað fimmtán hundruð í nálægri jörðu fyrir hönd biskups. Greiðslan er gerð vegna þess að Brynjólfur hefur útlagt allan siglingarkostnað fyrir Árna Halldórsson, son sr. Halldórs, sem er farinn til náms í Kaupmannahöfn, og nemur sú upphæð tólfræðu hundraði ríkisdala. Dags. í Skálholti 28. desember 1654.

Efnisorð
111(75r)
NB átta ríkisdalir sendir Sigurði Pálssyni.
Titill í handriti

„NB átta ríkisdalir sendir Sigurði Pálssyni.“

Aths.

Brynjólfur biskup sendir Sigurði Pálssyni á Hvanneyri átta ríkisdali til láns. Dags. í Skálholti 15. janúar 1655.

Efnisorð
112(75v)
Peningasumma sem Guðbrandur Egilsson hefur meðtekið vegna sinnar konu Þórunnar.
Titill í handriti

„Peningasumma sem Guðbrandur Egilsson hefur meðtekið vegna sinnar konu Þórunnar.“

Aths.

Yfirlit yfir það fé sem Guðbrandur Egilsson hefur fengið að láni hjá Brynjólfi biskup vegna konu sinnar, Þórunnar Jónsdóttur, frá síðustu fardögum. Heildarupphæðin er 740 álnir. Dags. 13. janúar 1655.

Efnisorð
113(76r-77r)
Bref til Offverstans Streng och Velbyrdig Herre, Her Henrich Bjelck etc.
Titill í handriti

„Bref til Offverstans Streng och Velbyrdig Herre, Her Henrich Bjelck etc.“

Aths.

S. 77v er auð.

Efnisorð
114(78r-78v)
Kvittantia Finns Guðmundssonar.
Titill í handriti

„Kvittantia Finns Guðmundssonar.“

Aths.

Brynjólfur biskup vottar að Finnur Guðmundsson hefur greitt að fullu þau leigugjöld sem hann hefur innheimt af Skammbeinsstöðum í Holtum fyrir árið 1654. Dags. í Skálholti 27. janúar 1655.

Efnisorð
115(78v)
Byggingarbréf Jóns Hróbjartssonar á Kvíarholti.
Titill í handriti

„Byggingarbréf Jóns Hróbjartssonar á Kvíarholti.“

Aths.

Brynjólfur biskup felur Jóni Hróbjartssyni jörðina Kvíarholt til ábúnaðar. Dags. í Skálholti 27. janúar 1655.

Efnisorð
116(79r)
Vitnisburður Ólafs Þórðarsonar.
Titill í handriti

„Vitnisburður Ólafs Þórðarsonar.“

Aths.

Brynjólfur biskup skrifar meðmælabréf um Ólaf Þórðarson á Spóastöðum. Ólafur hefur sjálfur óskað eftir meðmælunum "að þau mættu sér til nytsemda koma móti aðskotum ósvífinna manna." Biskup gefur Ólafi góð meðmæli og óskar honum velfarnaðar. Dags. í Skálholti 27. janúar 1655.

117(79v-80v)
Inntak úr sendibréfi Magnúsi Jónssyni tilskrifuðu.
Titill í handriti

„Inntak úr sendibréfi Magnúsi Jónssyni tilskrifuðu.“

Aths.

Útdráttur úr bréfi sem Brynjólfur biskup ritar Magnúsi Jónssyni, sýslumanni í Haga. Brynjólfur þakkar Magnúsi fyrir aðstoð við að koma spítalanum á Hallbjarnareyri á laggirnar og biður hann að hafa forsjá með spítalanum þar til skikk kemst á reksturinn. Sjálfur segist biskup ekki hafa getað sinnt spítalanum, bæði vegna anna við málefni hinna spítalanna tveggja og vegna þess að Hallbjarnareyri sé afskekkt og erfitt fyrir hann að komast þangað. Að auki ræðir Brynjólfur um jarðarparta, m.a. í jörðunum Bakka og Gullberastöðum. Ódags.

Efnisorð
118(80v-81r)
Fullmakt Jóns Torfasonar að taka saman aukahluti í öllum eyjum á Breiðafirði.
Titill í handriti

„Fullmakt Jóns Torfasonar að taka saman aukahluti í öllum eyjum á Breiðafirði.“

Aths.

Efnisorð
119(81v)
Vitnisburður Árbjarts Þorleifssonar.
Titill í handriti

„Vitnisburður Árbjarts Þorleifssonar.“

Aths.

Brynjólfur biskup skrifar meðmælabréf fyrir Árbjart Þorleifsson, fráfarandi bryta í Skálholti (sbr. 233. bréf í AM 268 fol.). Biskup fullyrðir að Árbjartur hafi ekki unnið annað en það sem frómt og ærlegt er í embættisverkum sínum, en lætur vera að fullyrða um mannkosti hans að öðru leyti. Dags. í Skálholti 26. febrúar 1655.

120(82r-82v)
Byggingarbréf Magnúsar Arnórssonar fyrir Sólheimum í Ytra-Hrepp.
Titill í handriti

„Byggingarbréf Magnúsar Arnórssonar fyrir Sólheimum í Ytra-Hrepp.“

Aths.

Brynjólfur biskup heimilar Magnúsi Arnórssyni ábýli á jörðinni Sólheimum í Ytra-Hrepp. Öllum þeim lögskilum og landskuldum sem Magnúsi ber að standa skil á vegna jarðarinnar er lýst í bréfinu og vitnað til jarðabókar Gísla Oddssonar biskups um þau efni. Dags. í Skálholti 1. mars 1655.

Efnisorð
121(82v-83r)
Kaupbréf fyrir Skipanesi í Melasveit.
Titill í handriti

„Kaupbréf fyrir Skipanesi í Melasveit.“

Aths.

Fjórir menn votta að þeir voru viðstaddir handsöl þar sem Brynjólfur biskup seldi Finni Jónssyni sex hundruð í jörðinni Gullberastöðum í Lundarreykjadal og sjö hundruð í jörðinni Straumfirði í Álftaneshrepp á Mýrum. Í staðinn hlýtur biskup jörðina Skipanes í Melasveit sem er tólf hundruð að dýrleika. Dags. í Skálholti 12. mars 1655.

S. 83v er auð.

Efnisorð
122(84r-84v)
Kaupbréf fyrir Skipanesi í Melasveit 12 hundruð að dýrleika.
Titill í handriti

„Kaupbréf fyrir Skipanesi í Melasveit 12 hundruð að dýrleika.“

Aths.

Orðrétt sama bréfið og nr. 121.

Efnisorð
123(85r-86r)
Inntak úr bréfi séra Vigfúsi Árnasyni tilskrifuðu.
Titill í handriti

„Inntak úr bréfi séra Vigfúsi Árnasyni tilskrifuðu.“

Ábyrgð

Viðtakandi Vigfús Árnason

Aths.

Brynjólfur biskup skrifar Vigfúsi Árnasyni, prófasti í Múlaþingi, um málefni sr. Böðvars Sturlusonar. Böðvar hefur skrifað biskupi og tjáð honum að hann vilji róa að því öllum árum að taka við prestsembætti á Eydalastað þar sem allt stefni í að sr. Þórarinn Eiríksson muni láta af störfum (sbr. 71. bréf). Brynjólfur sér fram á að málið verði tekið fyrir á prestastefnu í Múlaþingi í náinni framtíð og biður hann Vigfús að láta kanna það á þeirri stefnu hvort Böðvar hafi ekki tilskilin gögn sér til meðmæla. Sjálfur hefur Brynjólfur aldrei séð vitnisburð Böðvars frá Hafnarháskóla, en hann stundaði nám í Kaupmannahöfn árin 1640-1644. Böðvar segist sjálfur vera attestatus í guðfræði en það er óstaðfest. Böðvar hefur lýst því yfir við biskup að sér þyki fullnaðarveð það sem sr. Halldór Eiríksson hefur sett fyrir skuldum bróður síns (sbr. 92. bréf) jafngilda mútum til að fá embættið. Brynjólfur útskýrir að sér þyki sú túlkun ekki standast. Ódags.

124(86v-87v)
Sendibréf séra Böðvari Sturlusyni tilskrifað anno 1655.
Titill í handriti

„Sendibréf séra Böðvari Sturlusyni tilskrifað anno 1655.“

Ábyrgð

Viðtakandi Böðvar Sturluson

Aths.

Brynjólfur biskup skrifar Böðvari Sturlusyni og bregst við bréfi frá Böðvari sem hann meðtók 10. mars s.á. Biskup bendir á ekki sé enn tímabært að skipa nýjan sóknarprest til Eydala, enda hafi sr. Þórarinn Eiríksson gefið í skyn að hann muni leggja fram ný gögn í máli sínu á komandi alþingi. Hann fullyrðir jafnframt að fullnaðarveð sr. Halldórs Eiríkssonar fyrir skuldum Þórarins bróður síns sé á engan hátt sambærilegt við mútur. Dags. í Skálholti 29. mars 1655.

125(87v)
Citatia séra Þórarins Eiríkssonar, Gunnsteins Brynjólfssonar, Jóns Eiríkssona...
Titill í handriti

„Citatia séra Þórarins Eiríkssonar, Gunnsteins Brynjólfssonar, Jóns Eiríkssonar og Magnúsar Loðvíkssonar til næstkomandi prestastefnu á Þingvöllum anno 1655.“

Aths.

Brynjólfur biskup boðar sr. Þórarin Eiríksson, Gunnstein Brynjólfsson, Jón Eiríksson og Magnús Loðvíksson til prestastefnu sem haldin verður á komandi alþingi. Tilefnið eru frekari vitnaleiðslur í barnsfaðernismáli sr. Þórarins. Biskup biður um að stefnubréfið verði lesið yfir mönnunum fjórum og sér síðan sendar vottuð og undirrituð staðfestingarskjöl þar sem fram kemur að allir hlutaðeigandi hafi heyrt erindið. Dags. í Skálholti 30. mars 1655.

Efnisorð
126(88r)
Umboðsbréf Hannasar [sic] Björnssonar.
Titill í handriti

„Umboðsbréf Hannasar [sic] Björnssonar.“

Aths.

Brynjólfur biskup endurnýjar umboð Hannesar Björnssonar til þess að sækja jörðina Geitavík í Borgarfirði eystri fyrir hönd Ragnheiðar, dóttur biskups (sbr. 7. bréf). Dags. í Skálholti 30. mars 1655.

127(88v-89r)
Commendatia Finns Jónssonar hospítalsforstandara til búendanna við sjávarsíðu...
Titill í handriti

„Commendatia Finns Jónssonar hospítalsforstandara til búendanna við sjávarsíðuna í Árnes- og Gullbringusýslu um aukahlutina.“

Ábyrgð

Viðtakandi Tómas Nikulásson

Aths.

Brynjólfur biskup skrifar íbúum við sjávarsíðuna í Kjalarnes- og Árnesþingi og tilkynnir þeim að Árni Oddsson lögmaður hafi skipað Finn Jónsson forstöðumann spítalans á Klausturhólum. Finnur mun á næstunni ferðast í allar veiðistöðvar þessara tveggja þinga og innheimta aukahlutinn sem ætlaður er spítalanum af öllum fiskiskipum. Biskup beinir orðum sínum sérstaklega til Tómasar Nikulássonar, umboðsmanns á Bessastöðum, og biður hann að aðstoða Finn við innheimtuna. Dags. í Skálholti 2. apríl 1655.

Efnisorð
128(89v-90v)
Byggingarbréf Eilífs Sveinssonar fyrir Kalmanstungu.
Titill í handriti

„Byggingarbréf Eilífs Sveinssonar fyrir Kalmanstungu.“

Aths.

Brynjólfur biskup heimilar Eilífi Sveinssyni ábýli á jörðinni Kalmanstungu í Hvítársýslu. Í bréfinu er alllöng lýsing á þeim gjöldum sem Eilífur á að standa skil á vegna jarðarinnar og þeim kvöðum sem ábýlinu fylgja, þ. á m. að róa á skipum biskupsins. Dags. í Skálholti 8. apríl 1655.

Efnisorð
129(90v-91r)
Útskrift af bréfi séra Þorsteins Jónssonar til Jóns Sigurðssonar um afhending...
Titill í handriti

„Útskrift af bréfi séra Þorsteins Jónssonar til Jóns Sigurðssonar um afhending á Bæ og Flekkudal í Kjós.“

Ábyrgð
Aths.

Sr. Þorsteinn Jónsson, prestur í Holti undir Eyjafjöllum, skrifar Jóni Sigurðssyni og biður hann að afhenda Brynjólfi biskup jörðina Bæ og hálfa jörðina Flekkudal í Kjós. Biskup hefur keypt jarðirnar af Þorsteini og Sólveigu Ísleifsdóttur, konu hans. Ódags.

Efnisorð
130(91v-92v)
Bréf tilskrifað lögsagnarmönnum í Þverárþingi fyrir sunnan á umsetu Péturs Bj...
Titill í handriti

„Bréf tilskrifað lögsagnarmönnum í Þverárþingi fyrir sunnan á umsetu Péturs Björnssonar.“

Aths.

Brynjólfur biskup skrifar Jóni Jónssyni, umboðsmanni sýslumanns, og öðrum lögréttu- og dómsmönnum í Þverárþingi um mál Péturs Björnssonar á Hofstöðum. Biskup vekur máls á þeirri nýlundu að prestum sé ekki lengur frjálst að byggja kirkjujarðir að landslögum. Að mati Brynjólfs er það ný túlkun, sem orðin sé viðtekin, að láta sömu lög gilda um kirkjujarðir og konungsjarðir, þótt hefðin kveði á um að kirkjujarðirnar eigi að vera undanþegnar ýmsum ákvæðum. Pétur Björnsson býr á Hofstöðum, en sú jörð tilheyrir Reykholtskirkju og er Pétur þar í óþökk sr. Jóns Böðvarssonar, prests í Reykholti. Biskup felur viðeigandi yfirvaldi að úrskurða um málið, “hvort sem vera má sýslumaður, umboðsmaður eður lögmaður,” á næstkomandi alþingi. Biskup biður viðtakendur bréfsins að kynna sr. Jóni í Reykholti þessa tilhögun á Reykholtsþingi. Dags. í Skálholti 13. apríl. 1655.

131(93r)
(engin fyrirsögn)
Titill í handriti

„(engin fyrirsögn)“

Aths.

Yfirlit yfir þær greiðslur sem Gísli Einarsson, skólameistari í Skálholtsskóla, hefur þegið fyrir störf sín á yfirstandandi ári. Gísli undirritar skjalið og staðfestir móttökuna. Dags. í Skálholti. 14. júní 1655.

132(93v-95v)
Sendibréf til Tómasar Nikulássonar um Pétur Björnsson.
Titill í handriti

„Sendibréf til Tómasar Nikulássonar um Pétur Björnsson.“

Ábyrgð

Viðtakandi Tómas Nikulásson

Aths.

Brynjólfur biskup skrifar Tómasi Nikulássyni umboðsmanni á Bessastöðum um mál Péturs Björnssonar á Hofstöðum (sbr. 130. bréf). Sr. Jón Böðvarsson í Reykholti hefur óskað eftir því að Pétur flytji frá Hofstöðum. Ástæðan er sú að sr. Jón er orðinn veikur og þarf aðstoðarprest sem á að búa á jörðinni. Fram kemur að þeim Pétri og sr. Jóni hafi sinnast vegna kýr sem Pétur heldur á jörðinni þótt Jón hafi óskað eftir því að kýrin yrði látin fara. Pétur hefur neitað að svara fyrir kúna nema hann verði dreginn fyrir dóm, en sr. Jón vill forðast öll átök. Þetta þykir biskupi bagalegt í ljósi þess að sr. Jón tók við Pétri sem landseta af góðmennsku sinni fyrir nokkrum árum, en enginn vildi þá fá Pétur sem landseta sökum þess hversu þrætugjarn hann er. Mál Péturs er til marks um það hvernig bændur í landinu eru farnir að álíta að sömu lög gildi um kirkjujarðir og konungsjarðir, og því hefur biskup ráðlagt sr. Jóni að taka málið upp fyrir veraldlegum dómstólum fremur en kirkjulegum. Dags. í Skálholti 17. apríl. 1655.

Efnisorð
133(96r-96v)
Vitnisburður biskupsins af Hannesi Björnssyni útgefinn.
Titill í handriti

„Vitnisburður biskupsins af Hannesi Björnssyni útgefinn.“

Ábyrgð

Bréfritari Hannes Björnsson

Aths.

Hannes Björnsson, prestur í Saurbæ, skrifar vitnisburð um Brynjólf biskup að ósk Brynjólfs. Hannes kynntist biskupi þegar hann kom sjálfur í Skálholtsskóla 19 ára gamall og segist hafa notið góðs af honum í hvívetna þau sex ár sem hann var í skólanum. Dags. í Skálholti 8. júlí 1655.

134(97r-97v)
Heimstefnudómur Austfirðinga um Geitavíkurmál anno 1655 3. maí.
Titill í handriti

„Heimstefnudómur Austfirðinga um Geitavíkurmál anno 1655 3. maí.“

Aths.

Fundargerð dómstefnu þar sem sjö dómsmenn þinga um stefnu Hannesar Björnssonar gegn Ásmundi Jónssyni varðandi jörðina Geitavík í Borgarfirði eystri (sbr. 47. og 48. bréf). Dómsmennirnir sjö eru tilnefndir af Einari Magnússyni í umboði sýslumannsins, Gísla Magnússonar. Ásmundur hefur áfrýjað þeirri niðurstöðu að gjöf Bjarna Péturssonar sé lögmæt (sbr. 17. bréf) en dómurinn staðfestir þá niðurstöðu. Dags. í Geitavík í Borgarfirði 3. maí 1655.

135(98r-99v)
Sendibréf Matthíasi Guðmundssyni.
Titill í handriti

„Sendibréf Matthíasi Guðmundssyni.“

Ábyrgð
Aths.

Brynjólfur biskup skrifar Matthíasi Guðmundssyni, sýslumanni í Snæfellsnessýslu. Matthías hefur skrifað biskupi um Einar Torfason, en Brynjólfur skrifar honum til baka og biður um staðfestingu þess að Einar sé “með æru við yður kvittur.” Þetta er nauðsynlegt ef Einar skyldi sækja um prestsembætti síðar meir. Brynjólfur spyr jafnframt um málefni spítalans á Hallbjarnareyri, en til stendur að reisa spítalahúsið sama vor. Biskup tilkynnir að Magnús Jónsson, sýslumaður í Haga á Barðaströnd, muni annast málefni spítalans fyrir sína hönd. Matthías hefur lagt til að Jón Jónsson frá Hraunskarði verði gerður forstöðumaður spítalans og Brynjólfur fellst á þá tillögu. Dags. í Skálholti 17. apríl 1655.

Efnisorð
136(99v-100r)
Sendibréf til Jóns Brynjólfssonar.
Titill í handriti

„Sendibréf til Jóns Brynjólfssonar.“

Aths.

Brynjólfur biskup skrifar Jóni Brynjólfssyni, sem hefur starfað í umboði Magnúsar Jónssonar, mannsins sem Brynjólfur hefur falið að annast málefni spítalans á Hallbjarnareyri. Biskup biður Jón að afhenda Matthíasi Guðmundssyni, sýslumanni í Snæfellsnessýslu, allt það fé sem hann hafi safnað til spítalans. Dags. í Skálholti 17. apríl 1655.

Efnisorð
137(100v-101v)
Um uppheldisálag séra Gísla Pálssonar.
Titill í handriti

„Um uppheldisálag séra Gísla Pálssonar.“

Ábyrgð

Viðtakandi Þorleifur Jónsson

Viðtakandi Magnús Jónsson

Viðtakandi Þorsteinn Jónsson

Aths.

Brynjólfur biskup skrifar þremur kennimönnum: sr. Þorleifi Jónssyni, prófasti í Rangárþingi, sr. Magnúsi Jónssyni, presti á Breiðabólstað í Fljótshlíð, og sr. Þorsteini Jónssyni, presti í Holti undir Eyjafjöllum. Tilefni skrifanna er mál sr. Gísla Pálssonar, prests á Hvalsnesi, sem hefur þurft að hverfa frá embætti sökum holdsveiki. Biskup mælist til þess að sérstakur skattur verði lagður á kirkjustaðina þrjá þar sem viðtakendur bréfsins sitja, Odda, Breiðabólstað og Holt, til þess að tryggja Gísla framfærslu. Dags. í Skálholti 23. apríl 1655.

Notaskrá

Bréfið er prentað í bókinni Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Sjá Jón Helgason (útg.). Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Safn Fræðafélagsins um Ísland og Íslendinga XII, 39-40. Kaupmannahöfn: Hið íslenzka fræðafélag, 1942.

138(101v-102v)
Forlíkunar sami fyrir reiðings þágu Björns Gvöndssonar.
Titill í handriti

„Forlíkunar sami fyrir reiðings þágu Björns Gvöndssonar.“

Ábyrgð

Bréfritari Hákon Ormsson

Bréfritari Björn Guðmundsson

Aths.

Hákon Ormsson, sýslumaður í Rangárþingi, og Björn Guðmundsson í Flagbjarnarholti undirrita greinargerð ásamt þremur vottum. Í greinargerðinni kemur fram að Brynjólfur biskup hefur spurt Björn Guðmundsson hvort það sé satt sem heyrst hafi að Björn hafi þegið nokkrar reiðingstorfur að gjöf frá Vigfúsi Jónssyni, leiguliða á jörðinni Heysholti, en sú jörð tilheyrir Skálholtsdómkirkju. Björn játar því að hafa þegið reiðingstorfur hjá Vigfúsi og minnir að þær hafi ekki verið fleiri en fimm alls. Biskup tekur það loforð af Birni að hann láti af því að þiggja gjafir sem með réttu tilheyri Skálholtsjörðum. Björn er gerður ákærulaus um þær reiðingstorfur sem hann hefur þegið. Loks spyr Brynjólfur Björn um tilhögun reiðingsskurðar í Heysholti undanfarin ár. Dags. í Skálholti 24. apríl 1655.

Efnisorð
139(102v-103r)
Meðkenning Hákonar Bjarnasonar á meðtöku 32 ríkisdala af biskupinum vegna sér...
Titill í handriti

„Meðkenning Hákonar Bjarnasonar á meðtöku 32 ríkisdala af biskupinum vegna séra Þorsteins.“

Aths.

Hákon Bjarnason staðfestir að hann hefur þegið 32 ríkisdali úr hendi Brynjólfs biskups. Um er að ræða greiðslu á átta kúgildum sem sr. Þorsteinn Jónsson í Holti skuldar Hákoni. Dags. að Bakkarholti í Ölvesi 26. apríl 1655.

Efnisorð
140(103r)
Meðkenning Hákonar Bjarnasonar um meðtöku 4ra ríkisdala af biskupinum.
Titill í handriti

„Meðkenning Hákonar Bjarnasonar um meðtöku 4ra ríkisdala af biskupinum.“

Aths.

Hákon Bjarnason staðfestir að hann hefur þegið 4 ríkisdali úr hendi Brynjólfs biskups, til viðbótar við hina 32 sem þegar eru greiddir. Um er að ræða níunda kúgildið sem sr. Þorsteinn Jónsson í Holti skuldar Hákoni. Dags. að Bakkarholti í Ölvesi 26. apríl 1655.

Efnisorð
141(103r)
Meðkenning Hákonar Bjarnasonar um eins kúgildis meðtöku af séra Jóni Daðasyni.
Titill í handriti

„Meðkenning Hákonar Bjarnasonar um eins kúgildis meðtöku af séra Jóni Daðasyni.“

Aths.

Hákon Bjarnason staðfestir að hann hefur þegið eitt kúgildi úr hendi sr. Jóns Daðasonar. Dags. að Bakkarholti í Ölvesi 26. apríl 1655.

Efnisorð
142(103v-104r)
Afhending Bæjar 16 hundraða með 4 kúgildum og hálfs Flekkudals 20 hundruðum b...
Titill í handriti

„Afhending Bæjar 16 hundraða með 4 kúgildum og hálfs Flekkudals 20 hundruðum beggja liggjandi í Kjós.“

Aths.

Jón Sigurðsson, umboðsmaður sr. Þorsteins Jónssonar í Holti, afhendir Brynjólfi biskup jörðina Bæ í Kjós (sbr. 129. bréf). Í bréfinu er greinargóð lýsing á þeim húsakosti sem jörðinni fylgir og landamerkjum. Við sama tilefni afhendir Jón biskupi innstæðukúgildi með hálfum Flekkudal. Dags. á Neðra-Hálsi í Kjós 3. maí 1655.

143(104v-105r)
Kaupbréf fyrir hálfum Flekkudal 20 hundruð.
Titill í handriti

„Kaupbréf fyrir hálfum Flekkudal 20 hundruð.“

Aths.

Fimm menn votta að þeir voru viðstaddir handsöl þar sem Brynjólfur biskup seldi Eyjólfi Ísleifssyni jörðina Tindsstaði á Kjalarnesi. Á móti selur Eyjólfur Brynjólfi hálfa jörðina Flekkudal í Kjós. Dags. að Eyjum í Kjós 3. maí 1655.

Á s. 105r er yfirstrikað uppkast að 145. bréfi.

Efnisorð
144(105v)
NB til minnis.
Titill í handriti

„NB til minnis.“

Aths.

Yfirlit yfir bjálkatré og aðra viði sem biskupnum tilheyra í Hafnarfirði. Dags. 30. apríl 1655.

Efnisorð
145(106r-106v)
Kaupbréf fyrir Vatnsenda og Hálsum í Skorradal.
Titill í handriti

„Kaupbréf fyrir Vatnsenda og Hálsum í Skorradal.“

Aths.

Uppskrift af bréfi frá 14. öld. Fimm menn votta að þeir voru viðstaddir handsöl þar sem Snorri Torfason seldi Jóni Jónssyni jörðina Hof í Vatnsdal. Á móti lætur Jón jarðirnar Vatnsenda og Hálsa í Skorradal, að viðbættum skógi er liggur fyrir Skorradalsvatn og einum hesti. Í bréfinu er gert grein fyrir þeim í tökum sem umræddum jörðum tilheyra. Dags. 1. febrúar 1369; afritið gert á Þingvöllum 1. júlí 1646.

Notaskrá

Bréfið er prentað í Íslenzku fornbréfasafni III, 250-251. Kaupmannahöfn: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1896.

Efnisorð
146(107r-107v)
Útskrift af bréfi séra Árna Loftssonar um niðurníðslu á Aðalvíkurstað, Þorste...
Titill í handriti

„Útskrift af bréfi séra Árna Loftssonar um niðurníðslu á Aðalvíkurstað, Þorsteini Magnússyni tilskrifuðu.“

Ábyrgð

Bréfritari Árni Loftsson

Aths.

Sr. Árni Loftsson, prestur á Stað í Aðalvík, skrifar Þorsteini Magnússyni sýslumanni og lýsir veru sinni á staðnum síðan hann tók við brauðinu árið 1653. Staðurinn var í mikilli niðurníðslu þegar Árni tók við honum en hann hefur síðan látið bæta jarðir og tún og endurbyggja húsin að miklu leyti. Sr. Árni Kláusson, forveri sr. Árna Loftssonar á staðnum, fær falleinkunn fyrir umgengi og viðhald staðarins í þessari samantekt. Dags. á Stað í Aðalvík 14. september 1654; afritið gert í Þykkvabæjarklaustri 1. júní 1655.

147(107v-108r)
Andvitni séra Árna Kláussonar á móti skrifi séra Árna Loftssonar um Aðalvíkur...
Titill í handriti

„Andvitni séra Árna Kláussonar á móti skrifi séra Árna Loftssonar um Aðalvíkurstað.“

Aths.

Fjórir menn andmæla vitnisburði sr. Árna Loftssonar (sbr. 146. bréf) og þeirri staðhæfingu að sr. Árni Kláusson hafi skilið við allt í óreiðu á Stað í Aðalvík þegar hann fór þaðan. Dags. á Hesteyri í Aðalvíkursveit 11. júlí 1655; afritið gert í Skálholti 29. júlí s.á.

Efnisorð
148(108r-108v)
Vígslubréf Hafnarkirkju í Melasveit.
Titill í handriti

„Vígslubréf Hafnarkirkju í Melasveit.“

Aths.

Uppskrift af vígslumáldaga og aflátsbréfi Hafnarkirkju í Skálholti, sem útgefið var af Stefáni Jónssyni Skálholtsbiskup. Dags. í Skálholti 14. ágúst 1510; afritið gert í Skálholti 11. apríl 1656.

Notaskrá

Bréfið er prentað í Íslenzku fornbréfasafni VIII, 326-327. Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1906-1913.

Efnisorð
149(109r-110r)
Kaupbréf fyrir hálfum Flekkudal af séra Þorsteini Jónssyni og fyrir Bæ í Kjós...
Titill í handriti

„Kaupbréf fyrir hálfum Flekkudal af séra Þorsteini Jónssyni og fyrir Bæ í Kjós af sama séra Þorsteini.“

Aths.

Fjórir menn votta að þeir voru viðstaddir handsöl þar sem Brynjólfur biskup seldi hjónunum Þorsteini Jónssyni og Sólveigu Ísleifsdóttur jörðina Drumboddsstaði í Eystri Tungu. Á móti selja Þorsteinn og Sólveig Brynjólfi hálfa jörðina Flekkudal í Kjós (sbr. 129. bréf). Biskup fær Þorsteini jafnframt umráð yfir tveimur jörðum í eigu dómkirkjunnar í Skálholti, þ.e. Berjanesi í Landeyjum og Moshvoli í Hvolhrepp. Biskup mun greiða landskuld af Drumboddsstöðum gegn því að fá að halda hús á jörðinni fyrir sig og börn sín. Dags. að Gaulverjabæ í Flóa 23. júní 1655.

Efnisorð
150(110r-110v)
Áreiðarbréf millum Kross og Garða.
Titill í handriti

„Áreiðarbréf millum Kross og Garða.“

Aths.

Uppskrift af bréfi frá 16. öld. Tólf menn úrskurða í landamerkjadeilu milli tveggja jarða á Akranesi, Garða og Kross. Við rannsókn málsins hefur verið leitað til fjölda manna sem eru uppaldir á Akranesi og eru sextugir eða eldri. Það er samdóma álit allra að Krosslækur ráði landamerkjunum, og er það haft eftir elstu mönnum sem vitnin muna eftir. Aðilar málsins eru Gísli Jónsson Skálholtsbiskup, og Vilhjálmur Oddsson og Erlendur Guðbrandsson, bændur á Krossi, og fallast þeir allir á að þetta séu hin réttu landamerki. Dags. í Görðum á Akranesi 10. september 1560. Einar Hallgrímsson, prestur á Útskálum, staðfestir bréfið á Hvalsnesi 14. september 1597. Afrit gert í Skálholti 23. maí 1656.

Notaskrá

Bréfið er prentað í Íslenzku fornbréfasafni XIII, 526-527. Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1933-1939.

151(111r-111v)
Veitingarbréf séra Jóni Höskuldssyni útgefið af biskupinum fyrir Hálsstað í Á...
Titill í handriti

„Veitingarbréf séra Jóni Höskuldssyni útgefið af biskupinum fyrir Hálsstað í Álftafirði.“

Aths.

Brynjólfur biskup veitir sr. Jóni Höskuldssyni prestsembætti að Hálsi í Álftafirði. Eiríkur Höskuldsson, bróðir Jóns, hefur áður þjónað á staðnum en hefur nú verið dæmdur frá embætti vegna barnsfaðernismáls og hefur Jón því óskað eftir að taka við staðnum. Brynjólfur dregur ekki dul á þá staðreynd að Háls er “smástaður” sem aðeins fáir sóknarmenn tilheyra. Vísað er til Tyrkjaránsins þar sem talað er um kirkjugripi staðarins sem Jón mun framvegis hafa umsjón með, “því sem eftir er af yfirgangi tyrkneskra ræningja eftirlátið.” Dags. 5. júní 1655.

S. 112r er auð.

152(112v)
Kaupbréf fyrir hálfum Krossi 12 hundruð fyrir hálfa Þórisstaði 10 hundruð.
Titill í handriti

„Kaupbréf fyrir hálfum Krossi 12 hundruð fyrir hálfa Þórisstaði 10 hundruð.“

Aths.

Brynjólfur biskup selur Sigurði Árnasyni á Leirárgörðum hálfa jörðina Þverstaði í Ölvesi. Á móti fær biskup hálfa jörðina Kross í Lundarreykjadal. Dags. á Efra-Skarði í Svínadal 4. maí 1655.

Efnisorð
153(113r-113v)
Dómur um Pétur Björnsson.
Titill í handriti

„Dómur um Pétur Björnsson.“

Aths.

Jón Jónsson, umboðsmaður Þorkels Guðmundssonar, sýslumanns í Borgarfirði, skipar sex menn í dóm á héraðsþingi í Reykholti. Viðfangsefni þingsins er fyrirhuguð brottför Péturs Björnssonar af Hofstöðum (sbr. 130. og 132. bréf). Pétur hefur lagt fram skriflegt erindi um málið sem er lesið upp á stefnunni og er það birt í heild í bréfinu. Þar mótmælir hann því að þurfa að yfirgefa jörðina og tilgreinir ýmsar endurbætur á jörð og húsum sem hann hefur gengist fyrir undanfarin ár á eigin kostnað. Á eftir fylgir bréf frá Jóni Böðvarssyni þar sem hann furðar sig á því að kirkjujarðir skuli lúta sömu lögum og konungsjarðir, þótt það komi skýrt fram í kirkjuordinansíunni að munur sé á þessu tvennu. Þriðja bréfið sem er lesið upp á héraðsþinginu er frá Brynjólfi Sveinssyni (130. bréf). Dags. í Reykholti 23. apríl 1655; afritið gert á Skipaskaga 5. maí s.á.

154(113v-114r)
Kaupbréf fyrir Gröf í Skilmannahrepp hálfri.
Titill í handriti

„Kaupbréf fyrir Gröf í Skilmannahrepp hálfri.“

Aths.

Brynjólfur biskup selur Jóni Jónssyni hálfa jörðina Kross í Lundarreykjadal, tólf hundruð að dýrleika. Á móti lætur Jón hálfa jörðina Gröf í Skilmannahrepp, sem einnig er tólf hundruð að dýrleika. Dags. að Vatnsenda í Skorradal 8. maí 1655.

Efnisorð
155(114r)
Samþykki Guðrúnar uppá Grafar kaup.
Titill í handriti

„Samþykki Guðrúnar uppá Grafar kaup.“

Aths.

Guðrún Henriksdóttir veitir samþykki sitt fyrir jarðakaupum Brynjólfs biskups og Jóns Jónssonar (154. bréf). Dags. á Hvanneyri 29. ágúst 1655.

Efnisorð
156(114v)
NB til minnis.
Titill í handriti

„NB til minnis.“

Aths.

Stutt athugasemd um tvær koparklukkur í eigu kirkjunnar að Bæ í Borgarfirði. Báðar eru ónýtar og lagt er til að þær verði seldar og keyptur viður til dómkirkjunnar fyrir ágóðann. Ódags.

Efnisorð
157(114v)
Reikningur biskupsins við Helga á Mófeldsstöðum anno 1655 8. maí og framvegis...
Titill í handriti

„Reikningur biskupsins við Helga á Mófeldsstöðum anno 1655 8. maí og framvegis þetta ár.“

Aths.

Brynjólfur biskup greiðir Helga Jónssyni útlagðan kostnað vegna endurbóta á Mófeldsstöðum (sbr. 81. bréf). Niðurlag bréfsins vantar. Dags. 8. maí 1655.

Eitt blað vantar í handritið á eftir bréfinu.

Efnisorð
158(115r)
Islands compagnies handskript og obligation uppá 1000 ríkisdali af óbrúkanleg...
Titill í handriti

„Islands compagnies handskript og obligation uppá 1000 ríkisdali af óbrúkanlegu inventario aflögðu af dómkirkjunni og öðrum kirkjum í Skálholtsstifti sem compagniet lofar af að svara árlegri rentu.“

Aths.

Bréfið er á dönsku.

S. 115v er auð.

Efnisorð
159(116r-117r)
Sami uppá reiðingsskurð og sölu Fúsa í Heysholti.
Titill í handriti

„Sami uppá reiðingsskurð og sölu Fúsa í Heysholti.“

Aths.

Vigfús Jónsson, leiguliði á dómkirkjujörðinni Heysholti í Rangárvallasýslu til nítján ára, er kallaður fyrir Brynjólf biskup og krafinn svara um þær fréttir að hann hafi stundað það að rista reiðing úr jörðinni og selja (sbr. 138. bréf). Vigfús gengst við ásökununum og harmar þær. Hann er spurður hverjum hann hafi selt reiðing á undanförnum ári, og hversu mikið. Vigfús tilgreinir nokkurn fjölda manna en man ekki ljóslega hversu mikið hver þeirra fékk. Hann biðst innilega afsökunar og niðurstaða málsins er sú að Vigfús megi framvegis rista reiðing til eigin húsa en ekki annarra. Dags. í Skálholti 28. maí 1655.

Efnisorð
160(117v-118r)
Meðkenning biskupsins að séð hafi seðil þann sem gjörðist á millum Benedikts ...
Titill í handriti

„Meðkenning biskupsins að séð hafi seðil þann sem gjörðist á millum Benedikts Þorleifssonar og Katrínar um uppgjöf á Hrauni.“

Aths.

Brynjólfur biskup staðfestir að hann hefur lesið skriflegan samning sem Benedikt Þorleifsson, ráðsmaður Skálholtsdómkirkju, hefur gert við Katrínu Þormóðsdóttur á Hrauni á Eyrarbakka. Þar gefur Katrín Benedikt dómkirkjujörðina Hraun til umráða og ráðstöfunar. Katrín glímir við veikindi og treystir sér ekki til að búa á jörðinni lengur. Benedikt hefur óskað eftir samþykki biskups fyrir þessari ráðstöfun og er það veitt. Dags. í Skálholti 30. maí 1655.

Efnisorð
161(118r-118v)
Meðkenning Finns Jónssonar um meðtöku á hospítalsins peningi.
Titill í handriti

„Meðkenning Finns Jónssonar um meðtöku á hospítalsins peningi.“

Aths.

Yfirlit yfir þær greiðslur sem Finnur Jónsson, forstöðumaður spítalans á Klausturhólum, hefur innheimt til spítalans. Dags. í Skálholti 2. júní 1655.

Efnisorð
162(118v)
Reikningur Finns Guðmundssonar á biskupstíundum í Rangárvallasýslu.
Titill í handriti

„Reikningur Finns Guðmundssonar á biskupstíundum í Rangárvallasýslu.“

Aths.

Yfirlit yfir þær biskupstíundir sem Finnur Guðmundsson hefur innheimt í Rangárvallasýslu vorið 1655. Dags. í Skálholti 4. júní 1655.

163(118v)
Quittantia Finns Guðmundssonar fyrir biskupstíunda meðferð.
Titill í handriti

„Quittantia Finns Guðmundssonar fyrir biskupstíunda meðferð.“

Aths.

Brynjólfur biskup vottar að Finnur Guðmundsson hefur staðið skil á þeim biskupstíundum sem hann hefur innheimt í Rangárvallasýslu vorið 1655. Dags. í Skálholti 4. júní 1655.

164(119r)
Commendatia Einars Torfasonar.
Titill í handriti

„Commendatia Einars Torfasonar.“

Aths.

Bréfið er á latínu.

Efnisorð
165(119v)
Skógadómur Gísla sáluga lögmanns.
Titill í handriti

„Skógadómur Gísla sáluga lögmanns.“

Aths.

Dómur gerður að beiðni Gísla Hákonarsonar lögmanns, þar sem kveðið er á um refsingar við því að nytja skóga annarra í leyfisleysi. Dags. á Skarði 3. maí 1627.

Notaskrá

Bréfið er prentað í Alþingisbókum Íslands V, 144-145. Reykjavík: Sögufélag, 1922, 1925-1932.

166(120r-121r)
Citatiubréf til prestastefnu um dóttur séra Jóns í Vogshúsum til Hrungerðis í...
Titill í handriti

„Citatiubréf til prestastefnu um dóttur séra Jóns í Vogshúsum til Hrungerðis í Flóa.“

Aths.

Brynjólfur biskup skrifar kennimönnum í Árnessýslu varðandi erindi sem honum hefur borist frá Jóni Pálssyni í Vogshúsum. Málið varðar Ragnhildi, dóttur Jóns, sem hefur verið lofuð í hjónaband með Jóni Jónssyni (nefndur Þórhildarson) en Ragnhildur er nú orðin afhuga hjónabandinu. Brynjólfur biður prófastinn Halldór Daðason að halda héraðsprestastefnu að Hraungerði í Flóa þann 21. júní nk. þar sem þetta mál verði skoðað ofan í kjölinn. Ef ekki tekst að leysa málið á fundinum skal því skotið til prestastefnudóms á Alþingi síðar um sumarið. Dags. í Skálholti 13. júní 1655.

Efnisorð
167(121r)
Reikningur millum biskupsins og séra Jóns Torfasonar um andvirði þriggja hund...
Titill í handriti

„Reikningur millum biskupsins og séra Jóns Torfasonar um andvirði þriggja hundraða í Súlunesi.“

Aths.

Brynjólfur biskup greiðir Jóni Torfasyni þrjú hundruð fyrir sinn hlut í jörðinni Súlunesi (sbr. 73. bréf). Dags. 14. júní 1655.

Efnisorð
168(121v)
Quittantia biskupsins útgefin af séra Halldóri Eiríkssyni á prestkaupi sínu, ...
Titill í handriti

„Quittantia biskupsins útgefin af séra Halldóri Eiríkssyni á prestkaupi sínu, sem og um öll önnur skipti.“

Ábyrgð
Aths.

Halldór Eiríksson lýsir því yfir að Brynjólfur biskup hefur skilvíslega greitt sér kaup allan þann tíma sem hann þjónaði sem kirkjuprestur í Skálholti. Halldór hefur þjónað í Skálholti frá 1651 en skiptir nú um vettvang og tekur við sem sóknarprestur í Eydalakirkju (sbr. 92. bréf). Dags. í Skálholti 26. júní 1655.

169(121v)
Reikningur biskupsins við séra Jón Torfason á andvirði þriggja hundraða í Ytr...
Titill í handriti

„Reikningur biskupsins við séra Jón Torfason á andvirði þriggja hundraða í Ytra-Súlunesi sem vera átti 6 hundruð.“

Aths.

Leiðréttingar og viðbætur við reikninginn sem Brynjólfur biskup hefur gert varðandi skuld sína til Jóns Torfasonar (167. bréf). Dags. í Skálholti 16. júlí 1656.

Efnisorð
170(122r)
Reikningur Einars á Núpstað á biskupstíundum.
Titill í handriti

„Reikningur Einars á Núpstað á biskupstíundum.“

Aths.

Yfirlit yfir þær biskupstíundir sem Einar Jónsson á Núpsstað hefur innheimt í Skaftafellssýslu vorið 1655 og afhent biskupi. Brynjólfur biskup endurnýjar umboð Einars til innheimtu í sýslunni. Dags. í Skálholti 26. júní 1655.

171(122v)
Umboðsbréf biskupinum útgefið af Halldóri Ásmundssyni til að gifta Sigríði Þo...
Titill í handriti

„Umboðsbréf biskupinum útgefið af Halldóri Ásmundssyni til að gifta Sigríði Þorvaldsdóttur.“

Aths.

Fjórir menn votta að þeir voru viðstaddir handsöl þar sem Halldór Ásmundsson veitti Brynjólfi biskup fullnaðarumboð til að sjá fyrir ráði og giftingum Sigríðar Þorvaldsdóttur, bróðurdóttur Halldórs. Umboðinu fylgir sú skylda að ráðstafa heimanmundi Sigríðar. Ódags.

Efnisorð
172(123r)
Kaupbréf fyrir 6 hundruð í Gullberastöðum af Magnúsi Jónssyni.
Titill í handriti

„Kaupbréf fyrir 6 hundruð í Gullberastöðum af Magnúsi Jónssyni.“

Aths.

Brynjólfur biskup selur Magnúsi Jónssyni sex hundruð í jörðinni Bakka í Arnarfirði og fær í staðinn sex hundruð í jörðinni Gullberastöðum í Lundarreykjadal. Dags. í Skálholti 2. júlí 1655.

Efnisorð
173(123v)
Meðkenning Péturs Einarssonar um viðurvist sína þá Bjarni Pétursson brigðaði ...
Titill í handriti

„Meðkenning Péturs Einarssonar um viðurvist sína þá Bjarni Pétursson brigðaði jörðina Geitavík.“

Aths.

Pétur Einarsson vottar að hann var viðstaddur á Alþingi þar sem Bjarni Pétursson brigðaði jörðina Geitavík við Ásmund Jónsson (sbr. 5. og 17. bréf). Dags. á Þingvöllum 2. júlí 1655.

Efnisorð
174(123v-124r)
Meðkenning biskupsins uppá tvær handskriftir, hvora upp á 6 hundruð fiska, út...
Titill í handriti

„Meðkenning biskupsins uppá tvær handskriftir, hvora upp á 6 hundruð fiska, útgefnar af Páli Kristjánssyni í Hofsós en aðra af Michel Jónssyni á Akureyri í fyrra 1654 og þar til 12 ríkisdalir hvað allt séra Torfi afhenti vegna Benedikts Halldórssonar.“

Aths.

Brynjólfur biskup staðfestir viðtöku tveggja inneignarbréfa hjá kaupmönnum; annað útgefið af Páli Kristjánssyni á Hofsósi upp á sexhundruð fiska en hitt útgefið af Mikael Hanssyni á Akureyri, jafngilt. Sr. Torfi Jónsson í Bæ afhendir biskupi bréfin fyrir hönd Benedikts Halldórssonar. Um er að ræða greiðslu til Árna Oddssonar lögmanns (sbr. 3. bréf). Dags. í Skálholti 4. júlí 1655.

175(124v-125r)
Afhending Hannesar Björnssonar á Geitavíkur skjölum, og umboði því er hann ha...
Titill í handriti

„Afhending Hannesar Björnssonar á Geitavíkur skjölum, og umboði því er hann hafði af biskupinum meðtekið þá jörð að sækja vegna Ragnheiðar Brynjólfsdóttur að Ásmundi Jónssyni og Eiríki Snjólfssyni, og öllu því sem Hannes hefur átt hingað til þar út í með að fara.“

Aths.

Fimm menn votta að þeir voru viðstaddir handsöl þar sem Hannes Björnsson afhenti Brynjólfi biskup öll gögn er varða málarekstur hans um jörðina Geitavík í Borgarfirði (sbr. 47. og 48. bréf). Dags. í Skálholti 4. júlí 1655.

Efnisorð
176(125v)
Tillag biskupsins við séra Böðvar Sturlason 1655.
Titill í handriti

„Tillag biskupsins við séra Böðvar Sturlason 1655.“

Aths.

Brynjólfur biskup tilkynnir að sr. Böðvar Sturluson eigi að fá greitt hálft þriðja hundrað árlega þar til hann fær framgang í starfi. Fyrsta greiðslan á að koma um haustið sama ár og skal féð koma af þeim jörðum sem Hjalti Jónsson hefur í umsjá fyrir biskup í Múlasýslu. Dags. í Skálholti 5. júlí 1655.

Efnisorð
177(126r)
Commendatia séra Böðvars til prófastsins séra Vigfúsar Árnasonar 1655 5. júlí.
Titill í handriti

„Commendatia séra Böðvars til prófastsins séra Vigfúsar Árnasonar 1655 5. júlí.“

Ábyrgð

Viðtakandi Vigfús Árnason

Aths.

Brynjólfur biskup biður Vigfús Árnason, prófast í Múlasýslu, að aðstoða sr. Böðvar Sturluson við að fá prestakall í sýslunni. Dags. í Skálholti 5. júlí 1655.

178(126v-127v)
Inntak úr bréfi séra Einari Þorvarðssyni tilskrifuðu með séra Böðvari.
Titill í handriti

„Inntak úr bréfi séra Einari Þorvarðssyni tilskrifuðu með séra Böðvari.“

Ábyrgð
Aths.

Brynjólfur biskup skrifar Einari Þorvarðssyni, presti á Valþjófsstað, sem hefur hvatt biskup til að veita Böðvari Sturlusyni prestsembættið í Eydölum (sbr. 123. bréf), því hann eigi fyrir konu og barni að sjá. Biskup svarar því til að staðurinn sé stórskuldugur og að sr. Böðvar hafi aðeins treyst sér til að greiða þrettán hundruð af þeim tuttugu hundruðum sem skuldin nemur. Af þessum sökum vill hann ekki veita Böðvari staðinn, en greinir þó frá því að hann muni veita Böðvari árlegt fjárframlag þar til hann fær prestakall. Dags. í Skálholti 5. júlí 1655.

179(127v-128v)
Vitnisburður um Þernuvallar land í Hornafirði.
Titill í handriti

„Vitnisburður um Þernuvallar land í Hornafirði.“

Aths.

Eiríkur Eiríksson, sem ólst upp í Einholti hjá afa sínum, sr. Jóni Arnórssyni, ber vitnisburð um jörðina Þernuvelli í Hornafirði. Hann fulllyrðir að svo langt sem hann muni hafi ábúendur á Borg í Vopnafirði haft margháttuð not af landi Þernuvalla, m.a. árlega eggjatöku og grasnautn. Aftan við bréfið er sams konar vitnisburður frá Arngrími Þorvaldssyni, sem hefur búið í héraðinu alla sína ævi, og staðfestir hann framburð Eiríks um Þernuvelli. Vitnisburðirnir eru ritaðir að frumkvæði sr. Jóns Bjarnasonar, prests í Bjarnanesi. Bæði bréfin eru dags. í Bjarnanesi 7. maí 1655.

Efnisorð
180(128v-129r)
Commendatia Sæmundar Oddssonar.
Titill í handriti

„Commendatia Sæmundar Oddssonar.“

Aths.

Bréfið er á latínu.

Notaskrá

Bréfið er prentað í bókinni Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Sjá Jón Helgason (útg.). Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Safn Fræðafélagsins um Ísland og Íslendinga XII, 40-41. Kaupmannahöfn: Hið íslenzka fræðafélag, 1942.

Efnisorð
181(129r)
Vitnisburður Hannesar Björnssonar.
Titill í handriti

„Vitnisburður Hannesar Björnssonar.“

Aths.

Meðmælabréf Brynjólfs biskups um Hannes Björnsson. Biskup gefur honum sín bestu meðmæli. Dags. í Skálholti 8. júlí 1655.

182(129v)
Commendatia séra Halldórs Eiríkssonar til prófastsins.
Titill í handriti

„Commendatia séra Halldórs Eiríkssonar til prófastsins.“

Aths.

Brynjólfur biskup skrifar Vigfúsi Árnasyni, prófasti í Múlasýslu, og biður hann að setja sr. Halldór Eiríksson í embætti í Eydalasókn. Veitingin hefur verið staðfest af Tómasi Nikulássyni, fógeta á Bessastöðum. Dags. í Skálholti 8. júlí 1655.

Efnisorð
183(130r)
Lofun Odds Þorleifssonar vegna Sæmundar Oddssonar.
Titill í handriti

„Lofun Odds Þorleifssonar vegna Sæmundar Oddssonar.“

Aths.

Oddur Þorleifsson, bóndi á Borg á Mýrum, lofar að endurgreiða það fé sem Brynjólfur biskup hefur greitt Sæmundi Oddssyni syni hans fyrir hans hönd. Dags. á Þingvöllum 2. júlí 1655.

Efnisorð
184(130r)
Meðkenning Sæmundar Oddssonar uppá áttatíu ríkisdali meðtekna 1655 8. júlí.
Titill í handriti

„Meðkenning Sæmundar Oddssonar uppá áttatíu ríkisdali meðtekna 1655 8. júlí.“

Aths.

Sæmundur Oddsson staðfestir að hann hefur þegið áttatíu ríkisdali úr hendi Brynjólfs biskups. Oddur Þorleifsson, faðir Sæmundar, mun endurgreiða upphæðina (sbr. 183. bréf). Dags. í Skálholti 8. júlí 1655.

Efnisorð
185(130v)
R.P. Dno Thorlaco Sculonio Episcopo Holano Islandiæ Septentrionalis dignissim...
Titill í handriti

„R.P. Dno Thorlaco Sculonio Episcopo Holano Islandiæ Septentrionalis dignissimo. Viro clarissimo Domino fratri in Christo et fautori honoratissimo S.P.D.“

Aths.

Bréfið er á latínu.

Efnisorð
186(131r)
R.P. Domino D Laurentio Scavenio Sælandiæ episcopo venerando, SS Theologiæ de...
Titill í handriti

„R.P. Domino D Laurentio Scavenio Sælandiæ episcopo venerando, SS Theologiæ decano et professori excellentissimo, Dno patrono et fautori Suspiciendo S.P.D.“

Aths.

Bréfið er á latínu.

Efnisorð
187(131v-132r)
Vígslubréf séra Nikulásar Guðmundssonar 1655.
Titill í handriti

„Vígslubréf séra Nikulásar Guðmundssonar 1655.“

Aths.

Brynjólfur biskup tilkynnir að hann hefur vígt Nikulás Guðmundsson til prests í Flateyjarþingum, og fór vígsluathöfnin fram þann 29. júlí 1655. Sr. Nikulás mun því þjóna við tvær kirkjur: Flateyjarkirkju og kirkjuna í Múla í Skálmarnesi. Brynjólfur biður Pál Björnsson, prófast í Barðastrandarsýslu, að taka við sr. Nikulási og setja hann í embætti. Hann biður jafnframt fjárhalds- og forstöðumenn kirknanna tveggja að taka vel á móti sr. Nikulási. Dags. í Skálholti 30. júlí 1655.

188(132v)
Forlíkun milli biskupsins og Benedikts Þorleifssonar um 2 kúgildi Eggerts Bjö...
Titill í handriti

„Forlíkun milli biskupsins og Benedikts Þorleifssonar um 2 kúgildi Eggerts Björnssonar, með Gullberastaða parti.“

Aths.

Brynjólfur biskup greiðir Benedikt Þorleifssyni, ráðsmanni í Skálholti, tvö hundruð. Með því er gert úti um skuld Eggerts Björnssonar, sýslumanns á Skarði, við Benedikt, en Eggert hafði áður gefið biskupi tvö kúgildi og fylgdu þau með jörðinni Gullberastöðum. Dags. í Skálholti 6. ágúst 1655.

Efnisorð
189(132v-133r)
Meðkenning biskupsins og Finns Jónssonar um eignarskipti á 4m kúgildum og lei...
Titill í handriti

„Meðkenning biskupsins og Finns Jónssonar um eignarskipti á 4m kúgildum og leignaskikkun hvors um sig eftir þau.“

Aths.

Brynjólfur biskup og Finnur Jónsson, forstöðumaður spítalans á Klausturhólum, gera eignaskipti sín á milli á fjórum kúgildum. Dags. að Klausturhólum í Grímsnesi 8. ágúst 1655.

Efnisorð
190(133r)
Skikkun Finns Jónssonar á fiski hospítalsins á Kjalarnesi og Akranesi til rei...
Titill í handriti

„Skikkun Finns Jónssonar á fiski hospítalsins á Kjalarnesi og Akranesi til reiknings við biskupinn sem og á sínum eigin fiski.“

Aths.

Finnur Jónsson, forstöðumaður spítalans á Klausturhólum, biður Brynjólf biskup að taka þann fisk sem safnast hefur til spítalans, bæði á Kjalarnesi og Akranesi. Dags. að Klausturhólum í Grímsnesi 8. ágúst 1655.

Efnisorð
191(133v)
Umboðsbréf Erlends Halldórssonar af biskupinum útgefið til að vakta rekann á ...
Titill í handriti

„Umboðsbréf Erlends Halldórssonar af biskupinum útgefið til að vakta rekann á Skeiði.“

Aths.

Brynjólfur biskup fær Erlendi Halldórssyni umboð til þess að safna reka á Skeiði fyrir Hraunslandi og skila honum til dómkirkjunnar í Skálholti. Dags. að Strönd í Selvogi 11. ágúst 1655.

192(133v-134r)
Reikningur biskupsins við Árna Pálsson í Mýrarholti 1655 20. ágúst.
Titill í handriti

„Reikningur biskupsins við Árna Pálsson í Mýrarholti 1655 20. ágúst.“

Aths.

Yfirlit yfir greiðslur Brynjólfs biskups til Árna Pálssonar í Mýrarholti, en Árni hefur unnið við að smíða hústóftir fyrir biskup. Dags. í Brautarholti 20. ágúst 1655.

Efnisorð
193(134r)
Vigt og tala á hospítals fiski í Brautarholti sem biskupinn keypti.
Titill í handriti

„Vigt og tala á hospítals fiski í Brautarholti sem biskupinn keypti.“

Aths.

Yfirlit yfir fjölda og vigt þeirra fiska sem safnast hafa til spítalans á Klausturhólum og verið hafa í vörslu Snæbjarnar Klemenssonar. Þetta eru 333 fiskar, hálf áttunda vætt að þyngd. Dags. í Brautarholti 20. ágúst 1655.

Efnisorð
194(134r)
Vigt og tala á hospítals fiskinum á Akranesi.
Titill í handriti

„Vigt og tala á hospítals fiskinum á Akranesi.“

Aths.

Yfirlit yfir fjölda og vigt þeirra fiska sem safnast hafa til spítalans á Klausturhólum og verið hafa í vörslu Odds Ólafssonar í Skaga. Þetta eru 157 fiskar, þrjár vættir og átján merkur að þyngd. Dags. á Skaga 25. ágúst 1655.

Efnisorð
195(135r)
Meðkenning séra Þorláks Bjarnasonar uppá 100 ríkisdali sem biskupinn honum í ...
Titill í handriti

„Meðkenning séra Þorláks Bjarnasonar uppá 100 ríkisdali sem biskupinn honum í hendur fékk til að kaupa jarðarkorn vestra sem hann meinti falt mundi verða og hann mundi á kaupi ná hans vegna.“

Aths.

Þorlákur Bjarnason prestur staðfestir að hann hefur þegið hundrað ríkisdali úr hendi biskups. Féð á Þorlákur að nota til að kaupa tíu hundraða jörð sem er föl á Vesturlandi, en ekki er tilgreint hvaða jörð þetta er. Dags. að Helgafelli 14. september 1655.

Efnisorð
196(135v)
Samþykki Ögötu Helgadóttur uppá hálfs Flekkudals kaupi 1655 21. ágúst.
Titill í handriti

„Samþykki Ögötu Helgadóttur uppá hálfs Flekkudals kaupi 1655 21. ágúst.“

Aths.

Sex menn votta að þeir voru viðstaddir handsöl þar sem Brynjólfur biskup lýsti jarðakaupum sínum við Eyjólf Ísleifsson þann 3. maí 1655 (sbr. 143. bréf). Kaupunum er lýst fyrir Agötu Helgadóttur, eiginkonu Eyjólfs, því hálf jörðin Flekkudalur í Kjós er hennar eign. Agata veitir samþykki sitt fyrir jarðakaupunum. Dags. að Saurbæ á Kjalarnesi 21. ágúst 1655.

Efnisorð
197(136r-136v)
Vitnisburður uppá samtal biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar og Jóns Hannesso...
Titill í handriti

„Vitnisburður uppá samtal biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar og Jóns Hannessonar um part í Narfastöðum.“

Aths.

Þrír menn votta að þeir voru viðstaddir handsöl þar sem Brynjólfur biskup gerir samning í umboði Ragnhildar Daðadóttur, ekkju Hannesar Helgasonar, við Jón Hannesson. Málið varðar jarðarpart í jörðinni Narfastöðum í Melasveit sem hefur verið í eigu Sesselju Ólafsdóttur, móður Hannesar heitins Helgasonar og Jóns Hannessonar (sbr. 15. bréf). Sesselja er nú fallin frá og Jón sonur hennar gerir þá kröfu að öll jörðin falli í sinn hlut. Brynjólfur biskup talar hins vegar máli Vigfúsar Jónssonar, sonar Ragnhildar og sonarsonar Sesselju, og úrskurðar að hann skuli fá þrjú hundruð af fimm hundraða jarðarpartinum. Dags. á Katanesi við Hvalfjörð 24. ágúst 1655.

Efnisorð
198(137r-139r)
Reikningur Þorsteins Eyvindssonar í Skaga anno 1655. Inntekið í fiski.
Titill í handriti

„Reikningur Þorsteins Eyvindssonar í Skaga anno 1655. Inntekið í fiski.“

Aths.

Yfirlit um útistandandi skuldir Þorsteins Eyvindssonar við rúmlega sextíu einstaklinga. Um er að ræða ýmiss konar vöru; fisk, vaðmál, sýru, smjör, færi, timbur o.fl. Dags. á Skaga á Akranesi 25. ágúst 1655.

Efnisorð
199(139r-139v)
Prestastefnu citatia biskupsins til Efra-Hrepps í Skorradal um hjónabandshind...
Titill í handriti

„Prestastefnu citatia biskupsins til Efra-Hrepps í Skorradal um hjónabandshindrun milli Helga Eyjólfssonar og Guðrúnar Snorradóttur.“

Aths.

Brynjólfur biskup skrifar kennimönnum í Borgarfjarðarsýslu varðandi málefni Helga Eyjólfssonar sem hefur fengið loforð um að kvænast Guðrúnu Snorradóttur á Geldingaá. Bæði Guðrún sjálf og Snorri Jónsson, faðir hennar, hafa veitt samþykki sitt fyrir ráðahagnum og fullnaðarhandsöl hafa farið fram í vitna viðurvist. Nú, þegar fyrir liggur að fullkomna hjónabandið, hefur Guðrún skipt um skoðun og er orðin afhuga ráðahagnum. Helgi hefur því leitað til biskups og biður um að málið verði lagt í dóm kennimanna. Brynjólfur boðar presta í sýslunni til stefnu að Efra-Hrepp í Skorradal þann 21. september nk. Málsaðilar eru einnig boðaðir til stefnunnar. Dags. á Melum í Melasveit 27. ágúst 1655.

Efnisorð
200(140r)
Forpliktan Jóns Jónssonar við Klausturhóla hospítal á sínu leyfisgjaldi nú að...
Titill í handriti

„Forpliktan Jóns Jónssonar við Klausturhóla hospítal á sínu leyfisgjaldi nú að næstu fardögum.“

Aths.

Jón Jónsson og Guðrún Hinriksdóttir hyggjast ganga í hjónaband (sbr. 16. bréf). Þau skuldbinda sig til að greiða fjörtíu ríkisdali í leyfisgjald til næsta spítala, sem er spítalinn á Klausturhólum, skv. tilmælum í konungsbréfi. Dags. að Hvanneyri 29. ágúst 1655.

Efnisorð
201(140v)
Meðkenning biskupsins að hann ekki viti nokkra hindrun í vegi standa hvar fyr...
Titill í handriti

„Meðkenning biskupsins að hann ekki viti nokkra hindrun í vegi standa hvar fyrir Jón og Guðrún megi ekki saman vígjast.“

Aths.

Brynjólfur biskup veitir leyfi sitt fyrir því að Jón Jónsson og Guðrún Hinriksdóttir gangi í hjónaband (sbr. 201. bréf), að því tilskyldu að þau greiði umsamið leyfisgjald til næsta spítala og séu ekki skyldari en í þriðja lið. Dags. á Hvanneyri 29. ágúst 1655.

Efnisorð
202(140v-141r)
Gjörningur milli biskupsins og Gvöndar Árnasonar um umskipti á landskuld og l...
Titill í handriti

„Gjörningur milli biskupsins og Gvöndar Árnasonar um umskipti á landskuld og leigum.“

Aths.

Samningur milli Brynjólfs biskups og Guðmundar Árnasonar í Hraunfirði. Guðmundur skal taka árlega landskuld af sjö hundraða jarðarparti í Straumfirði á Mýrum (sbr. 10. bréf), og nemur upphæðin fjörtíu álnum og hálfri vætt smjörs. Á móti skal biskup taka jafnháa landskuld árlega af Hvammi í Skorradal. Dags. að Álftanesi 2. september 1655.

Efnisorð
203(141r-141v)
NB Vitnisburður útgefinn af biskupinum Magnúsi Bersasyni, áhrærandi trúskap v...
Titill í handriti

„NB Vitnisburður útgefinn af biskupinum Magnúsi Bersasyni, áhrærandi trúskap við séra Árna Einarsson.“

Aths.

Fjórir menn votta að þeir voru viðstaddir þar sem Magnús Bersason spurði Brynjólf biskup út í orðaskipti hans við Árna Einarsson. Um svör biskups segir einungis að hann meðkenndi að “hann hefði honum allt hið besta tillagt, leynt og ljóst, í það sinn sem framast honum vitanlegt var.” Dags. við Hvítá að Eyrarvaði í Borgarfirði 24. september 1655.

Efnisorð
204(142r-143v)
Drumboddsstaða Reikningur biskupsins fyrsti við Jón þá búið var selt.
Titill í handriti

„Drumboddsstaða Reikningur biskupsins fyrsti við Jón þá búið var selt.“

Aths.

Brynjólfur biskup undirbýr að selja jörðina Drumboddsstaði (sbr. 149. bréf) og gerir yfirlit yfir allar eigur staðarins, skepnur og búsgögn, í samráði við Jón Vilhjálmsson sem býr á jörðinni. Biskup leggur Jóni jafnframt til nokkurt fé og er gerð grein fyrir því. Dags. á Drumboddsstöðum 31. maí 1655.

Á milli s. 143v og 144r vantar 8 blöð sem hafa verið tölusett sem s. 324-339 með eldra blstali. Af registri handritsins (s. 229v) má ráða að á þessum blöðum hefur verið bréf til Guðmundar Hákonarsonar, sýslumanns á Þingeyrum, og er uppskrift þess varðveitt í handritinu Lbs 340 b, 4to. Bréfið er prentað í bókinni Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Sjá Jón Helgason (útg.). Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Safn Fræðafélagsins um Ísland og Íslendinga XII, 53-59. Kaupmannahöfn: Hið íslenzka fræðafélag, 1942.

Efnisorð
205(144r)
Kvittunarbréf Hálfdans Jónssonar fyrir andvirði hálfs Ytra-Súluness 1562.
Titill í handriti

„Kvittunarbréf Hálfdans Jónssonar fyrir andvirði hálfs Ytra-Súluness 1562.“

Aths.

Hálfdan Jónsson kvittar Henrik Gerken um andvirði hálfrar jarðarinnar Súluness ytra. Dags. á Hvanneyri 23. júlí 1562.

Notaskrá

Bréfið er prentað í Íslenzku fornbréfasafni XIII, 757. Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1933-1939.

Efnisorð
206(144r)
Kaupbréf Henrik Gerkens fyrir hálfu Ytra-Súlunesi í Melasveit 1564.
Titill í handriti

„Kaupbréf Henrik Gerkens fyrir hálfu Ytra-Súlunesi í Melasveit 1564.“

Aths.

Þiðrek Jónsson selur Henrik Gerken Hannessyni jörðina Súlunes ytra. Kaupverðið er fjórar kýr, tvö ásauðarkúgildi, hundrað í geldum nautum, tíu aura voð og tíu aurar í þarflegum peningum. Dags. á Hvanneyri 26. júní 1564.

Notaskrá

Bréfið er prentað í Íslenzku fornbréfasafni XIV, 270-271. Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1944-1949.

Efnisorð
207(144v-145r)
Vitnisburður um Ytra-Súluness land.
Titill í handriti

„Vitnisburður um Ytra-Súluness land.“

Aths.

Fjögur skjöl er varða ítök jarðarinnar Súluness ytra í Melasveit. Tvö hin fyrri er frá 13. júlí 1564 og þar votta tveir menn, Valgarður Ólafsson og Hrólfur Magnússon, að jörðin Súlunes ytra hafi haldið peningi á beit í landi Melastaðar átölulaust svo lengi sem þeir muna, en báðir hafa verið heimilisfastir í Melasveit áratugum saman. Þriðja skjalið er staðfestingarbréf á tveimur hinum fyrri og vitnisburðarbréfum og innsiglum sem þeim tilheyra, gert 8. maí 1578 þegar bræðurnir Hálfdan og Þiðrik Jónssynir selja Henrik Gerken Hannessyni jörðina. Fjórða skjalið er svo ný staðfesting á uppskriftum og lögmæti hinna eldri bréfa, dags. að Vatnsenda í Skorradal 9. maí 1655. Við þetta er síðan bætt vitnisburði Guðrúnar Þorsteinsdóttur um landamerki milli Áss og Ytra Súluness, dags. 9. maí 1655.

S. 145v-147v eru auðar.

Notaskrá

Bréfið er prentað í Íslenzku fornbréfasafni XIV, 284-285 (AM Apogr. 4774 og 4775). Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1944-1949.

208(148r)
Samþykki Ingibjargar Bjarnadóttur uppá Tindsstaða kaup.
Titill í handriti

„Samþykki Ingibjargar Bjarnadóttur uppá Tindsstaða kaup.“

Aths.

Ingibjörg Bjarnadóttir veitir samþykki sitt fyrir því að Páll Gíslason, eiginmaður hennar, selji Brynjólfi biskup jörðina Tindsstaði (sbr. 79. bréf). Dags. á Hvanneyri 22. janúar 1655; afrit gert í Skálholti viku síðar.

Efnisorð
209(148v)
Kaupbréf Bjarna Sigurðssonar fyrir 13 hundruðum í Rauðabergi í Hornafirði af ...
Titill í handriti

„Kaupbréf Bjarna Sigurðssonar fyrir 13 hundruðum í Rauðabergi í Hornafirði af herra Árna Oddssyni.“

Aths.

Fjórir menn votta að þeir voru viðstaddir handsöl þar sem Árni Oddsson lögmaður seldi Bjarna Sigurðssyni átján hundruð í jörðinni Rauðabergi í Hornafirði. Kaupverðið er 44 dalir. Dags. á Leirá 25. febrúar 1640.

Efnisorð
210(149r-149v)
Kaupbréf Bjarna Sigurðssonar fyrir Tindsstöðum á Kjalarnesi.
Titill í handriti

„Kaupbréf Bjarna Sigurðssonar fyrir Tindsstöðum á Kjalarnesi.“

Ábyrgð

Resp.Key.sll Hjalti Jónsson

Aths.

Hjalti Jónsson selur Bjarna Sigurðssyni jörðina Tindsstaði á Kjalarnesi, en Hjalti starfar í umboði bræðranna Eyjólfs og Gissurar Bjarnasona. Í staðinn lætur Bjarni þrettán hundruð í jörðinni Rauðabergi í Hornafirði, auk 40 ríkisdala. Dags. við Öxará 2. júlí 1647.

Efnisorð
211(149v-150r)
Umboðsbréf þeirra bræðra séra Eyjólfs og Gissurar Bjarnasona er þeir gáfu Hja...
Titill í handriti

„Umboðsbréf þeirra bræðra séra Eyjólfs og Gissurar Bjarnasona er þeir gáfu Hjalta Jónssyni til að selja Tindsstaði fyrir 13 hundruð í Rauðabergi og þar til lausa aura anno 1647.“

Aths.

Bræðurnir Eyjólfur og Gissur Bjarnasynir veita Hjalta Jónssyni umboð til þess að selja jörð þeirra, Tindsstaði á Kjalarnesi (sbr. 210. bréf). Dags. 18. júní 1647. Aftan við bréfið er bætt athugasemd Eyjólfs þar sem hann biður Bjarna Sigurðsson, kaupanda jarðarinnar, að greiða eftirstöðvar kaupverðsins; dags. í Skálholti 6. júlí 1649.

212(150r-151r)
Bréf Þorkeli Guðmundssyni tilskrifað anno 1656. 11 januarii.
Titill í handriti

„Bréf Þorkeli Guðmundssyni tilskrifað anno 1656. 11 januarii.“

Ábyrgð
Aths.

Brynjólfur biskup skrifar Þorkeli Guðmundssyni, sýslumanni í Borgafjarðarsýslu. Tilefnið er bréf sem Þorkell sendi biskupi árið áður til þess að spyrja um merkingu tiltekinnar greinar í konungsbréfi frá 12. maí 1652, en greinin varðar framlög konungs til spítala. Brynjólfur útskýrir greinina í bréfi sínu, en í bréfinu er einnig innblásin hugleiðing um tíðarandann og ofríki smjaðurs og hræsni, sem biskupi þykir sérlega mæðusamt. Dags. í Skálholti 11. janúar 1656.

S. 151v er auð.

Notaskrá

Bréfið er prentað í bókinni Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Sjá Jón Helgason (útg.). Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Safn Fræðafélagsins um Ísland og Íslendinga XII, 59-61. Kaupmannahöfn: Hið íslenzka fræðafélag, 1942. Lagagreinin sem rætt er um í bréfinu er prentuð í ritröðinni Lovsamling for Island. Sjá Oddgeir Stephensen og Jón Sigurðsson (útg.). Lovsamling for Island I, 245. Kaupmannahöfn: Höst, 1853.

Efnisorð
213(152r)
Skólans vitnisburður.
Titill í handriti

„Skólans vitnisburður.“

Aths.

29 skólapiltar skrifa vitnisburð um aðbúnað í Skálholtsskóla að beiðni biskups. Þeir segja aðbúnað og uppheldi í skólanum vera til fyrirmyndar og gera engar athugasemdir við starfsemina. Dags. í Skálholti 11. apríl 1651.

S. 152v er auð.

214(152bisr)
Vitnisburður séra Þorleifs Jónssonar biskupinum útgefinn.
Titill í handriti

„Vitnisburður séra Þorleifs Jónssonar biskupinum útgefinn.“

Ábyrgð
Aths.

Þorleifur Jónsson, rektor Skálholtsskóla, skrifar vitnisburð um störf Brynjólfs biskups að beiðni hans. Þorleifur gefur biskupi hina bestu umsögn. Vitnisburðurinn er líklega gerður í tilefni af starfslokum Þorleifs við skólann, en hann tók við prestsembætti í Odda árið 1651. Dags. í Odda á Rangárvöllum 6. mars 1651.

Á s. 152bisv er utanáskrift 214. bréfs.

215(153r)
Vitnisburður nokkurra staðarins landseta, útgefinn á Krossþingi í Landeyjum.
Titill í handriti

„Vitnisburður nokkurra staðarins landseta, útgefinn á Krossþingi í Landeyjum.“

Aths.

Finnur Guðmundsson, umboðsmaður Brynjólfs biskups, óskar eftir því á manntalsþingi að landsetar Skálholtsstaðar sem þar eru viðstaddir veiti umsögn um störf biskups og Hákonar Ormssonar, ráðsmanns hans. Fimm menn votta að biskup og ráðsmaður hans hafi ávallt komið vel og heiðarlega fram við sig. Dags. á Krossi í Landeyjum 5. maí 1651.

216(153r)
Staðarins landseta vitnisburður biskupinum útgefinn að Reiðarvatni.
Titill í handriti

„Staðarins landseta vitnisburður biskupinum útgefinn að Reiðarvatni.“

Aths.

Finnur Guðmundsson, umboðsmaður Brynjólfs biskups, óskar eftir því á manntalsþingi að landsetar Skálholtsstaðar sem þar eru viðstaddir veiti umsögn um störf biskups og Hákonar Ormssonar, ráðsmanns hans. Níu menn votta að biskup og ráðsmaður hans hafi ávallt komið vel og heiðarlega fram við sig. Dags. á Reyðarvatni 12. maí 1651.

217(153v)
Vitnisburður biskupinum og Hákoni Ormssyni útgefinn af staðarins landsetum vi...
Titill í handriti

„Vitnisburður biskupinum og Hákoni Ormssyni útgefinn af staðarins landsetum við Marteinstungu kirkju.“

Aths.

Finnur Guðmundsson, umboðsmaður Brynjólfs biskups, óskar eftir því við messu á uppstigningardegi að landsetar Skálholtsstaðar sem þar eru viðstaddir veiti umsögn um störf biskups og Hákonar Ormssonar, ráðsmanns hans. Fimm menn votta að biskup og ráðsmaður hans hafi ávallt komið vel og heiðarlega fram við sig. Dags. í Marteinstungu 8. maí 1651.

218(154r)
Vitnisburður biskupinum og Hákoni ráðsmanni af staðarins landsetum útgefinn v...
Titill í handriti

„Vitnisburður biskupinum og Hákoni ráðsmanni af staðarins landsetum útgefinn við Stóruvalla kirkju.“

Aths.

Finnur Guðmundsson, umboðsmaður Brynjólfs biskups, óskar eftir því við messu á fyrsta sunnudegi eftir uppstigningardag að landsetar Skálholtsstaðar sem þar eru viðstaddir veiti umsögn um störf biskups og Hákonar Ormssonar, ráðsmanns hans. Fimm menn votta að biskup og ráðsmaður hans hafi ávallt komið vel og heiðarlega fram við sig. Dags. á Stóruvöllum í Landmannahrepp 11. maí 1651.

219(154r)
Vitnisburður biskupinum og ráðsmanninum af Sveini Pálssyni útgefinn.
Titill í handriti

„Vitnisburður biskupinum og ráðsmanninum af Sveini Pálssyni útgefinn.“

Aths.

Sveinn Pálsson í Kirkjubæ á Rangárvöllum gefur vitnisburð um Brynjólf biskup og Hákon Ormsson, ráðsmann hans, að beiðni biskups. Sveinn fullyrðir að mennirnir tveir hafi alltaf komið fram við sig af góðfýsi og sanngirni. Dags. á Kirkjubæ 20. maí 1651.

Á s. 154v er utanáskrift 218.-219. bréfs.

220(155r-156r)
Vitnisburður af Skálholtsstaðar landsetum í Árnessýslu útgefinn á Barkarholts...
Titill í handriti

„Vitnisburður af Skálholtsstaðar landsetum í Árnessýslu útgefinn á Barkarholtsþingi en staðfestur við kirkjur og þingstaði annars staðar í sýslunni.“

Aths.

Sigurður Torfason, prestur á Melum, óskar eftir því á manntalsþingi að landsetar Skálholtsstaðar sem þar eru viðstaddir veiti umsögn um störf biskups og Hákonar Ormssonar, ráðsmanns hans. Níu menn votta að biskup og ráðsmaður hans hafi komið vel fram við sig. Sérstaklega er nefnt að þeir hafi ekki sett “neinar nýjungar eða nokkur óvenjuleg þyngsl, framar en að fornu verið hafa.” Dags. í Barkarholti 3. maí 1651. Skjalinu fylgja átta viðbætur aftanmáls, hver um sig undirrituð af hópi manna á öðrum manntalsþingum sem hafa heyrt vitnisburðinn upplesinn og samþykkja hann. Manntalsþingin sem um ræðir fara fram í Sandvík, Stokkseyri, Bæ, Vælugerði, Húsatóftum, Laxárholti, Vatnsleysu og Borg.

Á s. 156v er utanáskrift 220. bréfs.

221(157r)
Vitnisburður Jóns Símonarsonar biskupinum M. Brynjólfi SS. útgefinn.
Titill í handriti

„Vitnisburður Jóns Símonarsonar biskupinum M. Brynjólfi SS. útgefinn.“

Aths.

Jón Símonarson, bóndi í Haga í Gnúpverjahreppi, gefur vitnisburð um Brynjólf biskup og Hákon Ormsson, ráðsmann hans, að beiðni biskups. Jón var skuldugur biskupi um tíma og vottar að biskup og ráðsmaður hans hafi sýnt sér mikla sanngirni í skuldaheimtum. Dags. í Haga 15. maí 1651; afrit gert í Skálholti 25. maí s.á.

222(157v)
Vitnisburður biskupsins útgefinn af Bjarna Arnkelssyni Anno 1651.
Titill í handriti

„Vitnisburður biskupsins útgefinn af Bjarna Arnkelssyni Anno 1651.“

Aths.

Bjarni Arnkelsson, bóndi á Laugum, gefur vitnisburð um Brynjólf biskup og Hákon Ormsson, ráðsmann hans, að beiðni biskups. Sveinn fullyrðir að mennirnir tveir hafi alltaf komið fram við sig af góðfýsi og sanngirni. Dags. á Laugum í Hrunamannahrepp 24. maí 1651.

S. 158r-158v eru auðar.

223(159r)
Afhending Sigmundar Magnússonar á biskupstíundum úr Ísafjarðarsýslu, og tilsö...
Titill í handriti

„Afhending Sigmundar Magnússonar á biskupstíundum úr Ísafjarðarsýslu, og tilsögn hans á 4 voðum vaðmáls vegna Jóns Jónssonar í Holti í Önundarfirði 1655 25 7bris.“

Aths.

Sigmundur Magnússon greiðir biskupi tíund í umboði sr. Jóns Jónssonar í Holti í Önundarfirði, alls 21 og hálfan ríkisdal og fjóra aura vaðmáls. Dags. að Varmalæk 25. september 1655.

224(159r-161r)
Húsa umbót Helga Jónssonar á Mófellsstöðum 1655 meðfylgjandi öðrum reikningi ...
Titill í handriti

„Húsa umbót Helga Jónssonar á Mófellsstöðum 1655 meðfylgjandi öðrum reikningi þeirra á milli biskupsins og hans.“

Aths.

Yfirlit yfir þær endurbætur sem Helgi Jónsson, leiguliði Brynjólfs biskups, hefur gert undanfarið ár á húsum á Mófeldsstöðum í Skorradal (sbr. 81. bréf), svo og yfirlit yfir greiðslur sem Helgi hefur þegið úr hendi biskups fyrir vinnu sína. Dags. að Mófeldsstöðum 26. september 1655.

Efnisorð
225(161r)
Borgun biskupsins fyrir tófta hleðslu Þorvaldi Kolbeinssyni.
Titill í handriti

„Borgun biskupsins fyrir tófta hleðslu Þorvaldi Kolbeinssyni.“

Aths.

Yfirlit yfir greiðslur Brynjólfs biskups til Þorvalds Kolbeinssonar fyrir tóftahleðslu. Ódags.

Efnisorð
226(161r-161v)
Kaup biskupsins fyrir sexæringi af Helga á Mófeldsstöðum.
Titill í handriti

„Kaup biskupsins fyrir sexæringi af Helga á Mófeldsstöðum.“

Aths.

Helgi Jónsson, leiguliði Brynjólfs biskups, selur biskupi sexæring fyrir fimm ríkisdali og eitt kúgildi í Ölvesi. Dags. að Mófeldsstöðum 27. september 1655.

Efnisorð
227(161v-162v)
Gjörningsbréf milli biskups og Þorvarðs Magnússonar um meðferð og umráð yfir ...
Titill í handriti

„Gjörningsbréf milli biskups og Þorvarðs Magnússonar um meðferð og umráð yfir Skagapartinum, með öðru sem þar að hnígur.“

Aths.

Yfirlit yfir leigur af ýmsum bæjum sem biskup tekur við og skikkar til Skaga. Þorvarður Magnússon tekur við staðarforráðum á Skaga ásamt allri skipaútgerð staðarins og verður umboðsmaður biskups. Dags. á Skaga 1. október 1655.

Efnisorð
228(162v)
Virðing á skipi Helga á Mófeldsstöðum 1655 í Skaga.
Titill í handriti

„Virðing á skipi Helga á Mófeldsstöðum 1655 í Skaga.“

Aths.

Brynjólfur biskup fær sex menn til að skoða og verðmeta skip sem Helgi Jónsson á Mófeldsstöðum hefur fengið biskupi til eignar. Mennirnir úrskurða að skipið sé engan veginn sjófært og því ekki meira virði en eitt hundrað. Dags. á Skipaskaga 1. október 1655.

Efnisorð
229(163r-163v)
Forlíkun Sveins Árnasonar og Jóns á Hesti um mistæki á nauti Sveins 1655.
Titill í handriti

„Forlíkun Sveins Árnasonar og Jóns á Hesti um mistæki á nauti Sveins 1655.“

Aths.

Sáttmáli þar sem Jón Jónsson á Hesti og Sveinn Árnason leiða til lykta mál sem varðar eitt af nautum Sveins. Jón hafði tekið naut Sveins með sér heim úr afrétt og haldið að þar væri eitt af nautum hans sjálfs. Þegar Jón áttaði sig á því að þetta var ekki hans eigið naut reið hann samdægurs til þriggja nærliggjandi bæja og lýsti yfir þessu mistæki sínu. Dags. að Ytra-Hólmi á Akranesi 2. október 1655.

Efnisorð
230(163v-164v)
Umboðs og byggingarbréf Sveins Árnasonar á Skaga 1655.
Titill í handriti

„Umboðs og byggingarbréf Sveins Árnasonar á Skaga 1655.“

Aths.

Brynjólfur biskup fær Sveini Árnasyni umráð yfir öllum skipum biskupsstólsins á Skipaskaga. Sveini er ætlað það verkefni að flytja allan afla úr skipunum í kaupstað og standa reikningsskil á tekjunum til biskups. Biskup fær Sveini jörðina Litla Sand Dags. á Þyrli á Hvalfjarðarströnd 4. október 1655.

231(165r-165v)
Tileinkaður staður og dagur af biskupinum um mál séra Erasmus Pálssonar og Gu...
Titill í handriti

„Tileinkaður staður og dagur af biskupinum um mál séra Erasmus Pálssonar og Gunnlaugs Philippussonar.“

Aths.

Brynjólfur biskup boðar þá Erasmus Pálsson og Gunnlaug Filippusson til fundar við sig í Hruna þann 15. nóvember nk. Gunnlaugur hefur leitað til biskups vegna máls er snertir dóttur hans, Kristínu Gunnlaugsdóttur, en ekki kemur fram í hverju málið felst. Dags. 12. október 1655.

Á s. 165v er yfirstrikað uppkast að bréfi: “Sr. Sigurður Þórðarson og Páll Árnason.”

Efnisorð
232(166r)
Kvittantia Tómasar Nikulássonar fyrir afgjaldi af lénsjörðum Péturs Bjarnason...
Titill í handriti

„Kvittantia Tómasar Nikulássonar fyrir afgjaldi af lénsjörðum Péturs Bjarnasonar 1655.“

Ábyrgð

Bréfritari Tómas Nikulásson

Aths.

Tómas Nikulásson, fógeti á Bessastöðum, staðfestir að hann hefur móttekið leigugjöld frá Pétri Bjarnasyni vegna “jarða fyrir austan” (sbr. 30. bréf). Dags. á Bessastöðum 3. júlí 1655.

Efnisorð
233(166r-167v)
Bréf umboðsmanninum Tómasi Nikulássyni tilskrifað með séra Sigurði Torfasyni ...
Titill í handriti

„Bréf umboðsmanninum Tómasi Nikulássyni tilskrifað með séra Sigurði Torfasyni 1655.“

Ábyrgð

Viðtakandi Tómas Nikulásson

Aths.

Brynjólfur biskup skrifar Tómasi Nikulássyni, fógeta á Bessastöðum, og biður hann að veita sr. Sigurði Torfasyni stuðning. Sr. Sigurður er að hefja störf sem aðstoðarprestur hjá sr. Ólafi Jónssyni í Görðum á Álftanesi sem er orðinn háaldraður. Í bréfinu ræðir Brynjólfur einnig um málefni spítalanna og reifar hugmynd sem nýlega hefur komið upp: Að skattleggja mjólkurbú og láta þau leggja andvirði eins dags mjólkur til spítalanna ári, rétt eins og útgerðarmönnum er gert að leggja fram eins dags aukahlut. “Svo legðu hvorir tveggja til bæði þeir sem sjávar útveguna brúka og svo landsnytjarnar, og þyrftu hvorugir aðra að öfunda.” Dags. í Skálholti 15. október 1655.

Notaskrá

Bréfið er prentað í bókinni Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Sjá Jón Helgason (útg.). Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Safn Fræðafélagsins um Ísland og Íslendinga XII, 45-48. Kaupmannahöfn: Hið íslenzka fræðafélag, 1942.

Efnisorð
234(168r-168v)
Vígslubréf sr. Sigurðar Torfasonar.
Titill í handriti

„Vígslubréf sr. Sigurðar Torfasonar.“

Aths.

Brynjólfur biskup skrifar sr. Ólafi Jónssyni, presti á Görðum á Álftanesi, og öllum hans sóknarmönnum. Biskup tilkynnir að hann hafi vígt Sigurð Torfason til prests og hann muni nú hefja störf sem aðstoðarprestur sr. Ólafs. Hann biður alla að taka vel á móti sr. Sigurði. Dags. í Skálholti 15. október 1655.

235(168v-169r)
Fyrsta áminningarbréf til séra Jóns Pálssonar í Selvogi.
Titill í handriti

„Fyrsta áminningarbréf til séra Jóns Pálssonar í Selvogi.“

Aths.

Brynjólfur biskup skrifar sr. Jóni Pálssyni í Selvogi varðandi Ragnhildi, dóttur Jóns, og fyrirhugað brúðkaup hennar og Jóns Jónssonar (Þórhildarsonar; sbr. 166. bréf). Ragnhildur er sögð veik og hefur legið í rúminu síðan um sumarið, en biskup ráðleggur sr. Jóni að leyfa brúðgumanum að kvænast henni líkt og ákveðið hafði verið, jafnvel þótt menn þurfi að bera brúðina til kirkjunnar. Dags. í Skálholti 16. október 1655.

Notaskrá

Bréfið er prentað í bókinni Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Sjá Jón Helgason (útg.). Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Safn Fræðafélagsins um Ísland og Íslendinga XII, 48-49. Kaupmannahöfn: Hið íslenzka fræðafélag, 1942.

236(169v)
Meðkenning Árna Pálssonar upp á vætt smjörs, meðtekna vegna biskupsins á Búrf...
Titill í handriti

„Meðkenning Árna Pálssonar upp á vætt smjörs, meðtekna vegna biskupsins á Búrfelli.“

Ábyrgð

Bréfritari Árni Pálsson

Aths.

Árni Pálsson, lögréttumaður í Þorlákshöfn, vottar að hann hefur meðtekið eina vætt smjörs af biskupnum fyrir leigur eftir fjögur kúgildi. Dags. í Skálholti 18. október 1655.

Efnisorð
237(170r-170v)
Kaupbréf biskupsins og Finns Jónssonar fyrir hálfu Súlunesi og sjö hundruðum ...
Titill í handriti

„Kaupbréf biskupsins og Finns Jónssonar fyrir hálfu Súlunesi og sjö hundruðum í Straumfirði.“

Aths.

Sex menn votta að þeir voru viðstaddir handsöl þar sem Brynjólfur biskup seldi Finni Jónssyni, forstöðumanni spítalans á Klausturhólum, hálfa jörðina Ytra-Súlunes í Melasveit, alls átta hundruð að dýrleika. Finnur greiðir sjö hundruð í jörðinni Straumfirði á Mýrum. Þar sem jörðin Súlunes er ekki enn laus skuldbindur biskup sig til að greiða Finni 40 álnir árlega í landskuld.

Efnisorð
238(170v-171v)
Bréf tilskrifað séra Jóni Daðasyni.
Titill í handriti

„Bréf tilskrifað séra Jóni Daðasyni.“

Ábyrgð

Viðtakandi Jón Daðason

Aths.

Brynjólfur biskup skrifar sr. Jóni Daðasyni, presti í Arnarbæli. Bréfið hefst á því að biskup rifjar upp síðustu fundi þeirra, þar sem Jón eignaðist fimm hundruð í jörðinni Fossgerði, en með því var gert út skuld Brynjólfs frá því að hann keypti allt skógland fyrir ofan Keldur af Jóni (sbr. 104. bréf). Biskup greinir sr. Jóni frá viðskiptum sínum frá liðnu sumri þar sem hann aðstoðaði Ragnhildi, systur Jóns, við eignaskipti eftir tengdamóður hennar, Sesselju Ólafsdóttur (sbr. 197. bréf). Jón Hannesson vill ekki gefa eftir partinn í Narfastöðum sem hann telur sig með réttu eiga að erfa og því telur Brynjólfur að Ragnhildur þurfi að fá sér umboðsmann til sóknar. Dags. 18. október 1655.

Efnisorð
239(172r-173v)
Sami millum séra Erasmusar Pálssonar og Gunnlaugs Filippussonar, í Hruna 1655.
Titill í handriti

„Sami millum séra Erasmusar Pálssonar og Gunnlaugs Filippussonar, í Hruna 1655.“

Aths.

Greinargerð fundar þar sem Brynjólfur biskup stefndi þeim Erasmusi Pálssyni og Gunnlaugi Filippussyni til samningaviðræðna ásamt sjö vottum. Gunnlaugur hefur lagt skriflega kæru á hendur Erasmusi fyrir biskup vegna fjármuna sem Kristín, dóttir Gunnlaugs, á útistandandi hjá Erasmusi. Um er að ræða móðurarf hennar en Katrín Pálsdóttir, móðir Kristínar og eiginkona Gunnlaugs, var systir Erasmusar. Gunnlaugur leggur kaupmálabréf sitt og Katrínar fram sem málsgögn, en það er undirritað 18. janúar 1644. Í bréfinu segja Erasmus og Magnús Pálssynir, bræður Katrínar, að systir þeirra skuli fá 40 hundruð í föstu og lausu í heimanfylgju, en þar af eru sex hundruð enn ógreidd. Niðurstaða fundarins er sú að Erasmus skuli greiða Gunnlaugi upphæðina að næstkomandi fardögum. Dags. í Hruna 16. nóvember 1655.

Efnisorð
240(174r-174v)
Vígslubréf séra Páls Gunnarssonar.
Titill í handriti

„Vígslubréf séra Páls Gunnarssonar.“

Aths.

Brynjólfur biskup tilkynnir að hann hefur vígt Pál Gunnarsson til prests og mun hann í fyrstu þjóna sem aðstoðarprestur föður síns, sr. Gunnars Pálssonar í Síðumúla. Dags. í Skálholti 29. október 1655.

241(174v-175r)
Bréf tilskrifað Bjarna Eríkssyni.
Titill í handriti

„Bréf tilskrifað Bjarna Eríkssyni.“

Ábyrgð

Viðtakandi Bjarni Eiríksson

Aths.

Brynjólfur biskup skrifar Bjarna Eiríkssyni og bregst við bréfi sem Bjarni hefur sent honum. Af umfjölluninni að ráða virðist Bjarni hafa óskað eftir því að kaup biskups á hálfri jörðinni Hafrafelli (sbr. 29. bréf) verði gerð ógild. Bjarni las upp skjöl fyrir Lögréttu á síðastliðnu þingi en Brynjólfur var þar ekki viðstaddur, auk þess sem ekkert er skrifað um málið í þingbókinni og hann veit því ekki hvaða viðbrögð Bjarni fékk. Brynjólfur furðar sig á því að Bjarni hafi ekkert ráðgast við Hjalta Jónsson áður en hann bar málið upp á þinginu, enda hefur Hjalti umboð biskups fyrir jarðarpartinum (sbr. 64. bréf). Brynjólfur kveðst ætla að bera kaupbréf sín og Bjarna Oddssonar fyrir Lögréttu næsta sumar. Að mati biskups eru kaupin fullgild og lögleg, og hann ætlar ekki að sleppa eignarhaldinu án dóms og laga. Dags. í Skálholti 1. nóvember 1655.

Efnisorð
242(175v-176r)
Framburður Sigurðar Jónssonar á Þorleifi á Sandfelli.
Titill í handriti

„Framburður Sigurðar Jónssonar á Þorleifi á Sandfelli.“

Aths.

Fimm menn votta að þeir voru kallaðir til vitnis í Skálholti þar sem Sigurður Jónsson, bóndi á Hofi í Öræfum, bar fram kæru á hendur sr. Þorleifi Magnússyni á Sandfelli. Tilefnið er atvik sem upp kom um haustið; Sigurður var við slátt í fuglahólma á þeim stað er hann hugði vera leiguland föður síns, Jóns Eiríkssonar. Sr. Þorleifur kom að Sigurði þar sem hann var að brýna ljáinn og veitti honum kverkatak með þeim afleiðingum að Sigurður hneig niður. Þorleifur sló hann þá í höfuðið með orfinu. Sigurður krefst réttar síns í málinu og leggur það því í hendur biskups. Dags. í Skálholti 2. nóvember 1655.

Efnisorð
243(176r-177v)
Cítatíubréf biskupsins til prestastefnu að Kálfafelli um mál séra Þorleifs á ...
Titill í handriti

„Cítatíubréf biskupsins til prestastefnu að Kálfafelli um mál séra Þorleifs á Sandfelli.“

Aths.

Brynjólfur biskup skrifar prófastinum og öðrum kennimönnum í Skaftafellsþingi og greinir þeim frá ákæru Sigurðar Jónssonar á hendur sr. Þorleifi Magnússyni (sbr. 242. bréf). Biskup bendir á að sr. Þorleifur hafi áður verið áminntur vegna ofbeldismála, bæði 1645 og 1654. Hann biður prestana að koma til fundar við sig að Kálfafelli í Fljótshverfi þar sem málið verði rannsakað. Þorleifur er sjálfur boðaður til stefnunnar og mælist biskup til þess að ef hann mæti ekki þangað, sendi ekki umboðsmann og boði ekki lögleg forföll verði hann dæmdur frá embætti. Dags. í Skálholti 2. nóvember 1655.

Í textanum eru skildar eftir eyður þar sem dagsetning og ártal fyrirhugaðrar prestastefnu eru tilgreind, en af dóminum má sjá að stefnan hefur verið haldin að Kálfafelli 1. júlí 1656. Prestastefnudómurinn er prentaður í Guðs dýrð og sálnanna velferð. Sjá Már Jónsson (útg.). Guðs dýrð og sálnanna velferð: Prestastefnudómar Brynjólfs biskups Sveinssonar 1639-1674. Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar 10, 194-196. Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2005.

Efnisorð
244(177v)
Vitnisburður Þorleifs Eyjólfssonar um landamerki milli Mófellsstaða og Horns ...
Titill í handriti

„Vitnisburður Þorleifs Eyjólfssonar um landamerki milli Mófellsstaða og Horns í Skorradal.“

Aths.

Fjórir menn votta að þeir voru viðstaddir þar sem Þorleifur Eyjólfsson, bóndi á Horni í Skorradal, bar vitni um landamerki Horns og Mófellsstaða. Lýsing Þorleifs á landamerkjunum fylgir í bréfinu. Dags. að Írafelli í Kjós 28. október 1655.

245(177v-178r)
Vitnisburður Teits Jónssonar.
Titill í handriti

„Vitnisburður Teits Jónssonar.“

Aths.

Teitur Jónsson, fyrrum aðstoðarmaður Guðmundar Vigfússonar er um tíma bjó á Mófellsstöðum, ber vitni um beitarland Mófellsstaða. Dags. á Snældubeinsstöðum í Reykholtsdal 30. desember 1654; afrit gert í Skálholti 3. nóvember 1655.

246(178v)
Tilsögn Finns Jónssonar á Skipanesslandi í Melasveit eftir hans tilsögn og ha...
Titill í handriti

„Tilsögn Finns Jónssonar á Skipanesslandi í Melasveit eftir hans tilsögn og haldi meðan hann átti og ábjó.“

Aths.

Fjórir menn votta að þeir voru viðstaddir þar sem Brynjólfur biskup yfirheyrði Finn Jónsson spítalaráðsmann um landamerki jarðarinnar Skipaness í Melasveit eins og þau voru skilgreind á meðan hann bjó á jörðinni. Lýsing Finns á landamerkjunum fylgir í bréfinu. Dags. í Skálholti 2. mars 1656.

S. 179r er auð.

247(179v)
Vatnsenda lögfesta.
Titill í handriti

„Vatnsenda lögfesta.“

Ábyrgð

Bréfritari Björn Gíslason

Aths.

Björn Gíslason lögréttumaður lögfestir eignarjörð sína Vatnsenda í Skorradal og tiltekur nákvæmlega landamerki jarðarinnar. Dags. 12. maí 1646; afrit gert í Skálholti 4. nóvember 1655.

248(180r)
Byggingarbréf ráðsmannsins fyrir Hrauni á Eyrarbakka og Hjálmholti 1655.
Titill í handriti

„Byggingarbréf ráðsmannsins fyrir Hrauni á Eyrarbakka og Hjálmholti 1655.“

Aths.

Brynjólfur biskup tilkynnir að hann hefur heimilað Benedikt Þorleifssyni, ráðsmanni í Skálholti, jörðina Hraun á Eyrarbakka til ábúnaðar fram að næstu fardögum og síðan eftir samkomulagi. Jafnframt veitir biskup Benedikt jörðina Hjálmholt til að nytja sem honum sýnist. Dags. í Skálholti 6. nóvember 1655.

Efnisorð
249(180v)
Meðkenning upp á aflausn Bjarna Bergssonar.
Titill í handriti

„Meðkenning upp á aflausn Bjarna Bergssonar.“

Aths.

Brynjólfur biskup gefur Bjarna Bergssyni upp sakir fyrir óspektir sem Bjarni hafði í frammi í dómkirkjunni í Skálholti fyrsta sunnudag í jólaföstu. Ekki er greint frá því í hverju athæfið fólst, en það er kallað “óguðlegt hirðuleysi og foröktun Guðs orða og heilags sakramentis með heiðinglegu gjálífi, óskikkanlegar yfirferðir, með iðjuleysi, leti og ómennsku, kristilegum söfnuði til þyngsla.” Dags. í Skálholti 3. desember 1655.

Notaskrá

Bréfið er prentað í bókinni Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Sjá Jón Helgason (útg.). Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Safn Fræðafélagsins um Ísland og Íslendinga XII, 52-53. Kaupmannahöfn: Hið íslenzka fræðafélag, 1942.

Efnisorð
250(180v-181r)
Kvittun Jóns á Hömrum Jónssonar um meðferð á biskupstíundum í Árnessýslu 1654.
Titill í handriti

„Kvittun Jóns á Hömrum Jónssonar um meðferð á biskupstíundum í Árnessýslu 1654.“

Aths.

Brynjólfur biskup staðfestir að Jón Jónsson á Hömrum hefur staðið skil á þeim biskupstíundum sem safnast hafa í Árnessýslu á árinu 1655. Dags. í Skálholti 5. desember 1655.

251(181v)
Skoðun Fíflholts jarðar ábúðar.
Titill í handriti

„Skoðun Fíflholts jarðar ábúðar.“

Aths.

Þrír erindrekar biskups, Þorlákur Jónsson, Hákon Ormsson og Finnur Guðmundsson, skoða ábúð á jörðinni Fíflholti, þar sem Þórarinn Jónsson hefur búið síðastliðin tvö ár. Jörðin var áður í niðurníðslu en það er samdóma álit skoðunarmanna að Þórarinn hafi bætt hús og tún til muna og framkvæmt ýmsar endurbætur “jörðunni til góðrar hressingar.” Dags. í Fíflholti 19. maí 1655.

Efnisorð
252(181v)
Skoðun ábúðar á Moshvoli.
Titill í handriti

„Skoðun ábúðar á Moshvoli.“

Aths.

Tveir erindrekar biskups, Hákon Ormsson og Finnur Guðmundsson, skoða ábúð á jörðinni Moshvoli. Hús og garðar eru þar í lamasessi en ábúandinn (sem er ónafngreindur) lofar endurbótum. Dags. á Moshvoli 21. maí 1655.

Efnisorð
253(181v)
Skoðun ábúðar á Grafarbakka.
Titill í handriti

„Skoðun ábúðar á Grafarbakka.“

Aths.

Tveir erindrekar biskups, Hákon Ormsson og Finnur Guðmundsson, skoða ábúð á jörðinni Grafarbakka, þar sem Björn Jónsson hefur búið síðastliðin tvö ár. Þórarinn hefur uppsmíðað húsin og ræktað túnin vel. Dags. á Grafarbakka 22. maí 1655.

Efnisorð
254(181bisr)
Skoðuð hús á Ketilhúshaga.
Titill í handriti

„Skoðuð hús á Ketilhúshaga.“

Aths.

Tveir erindrekar biskups, Hákon Ormsson og Finnur Guðmundsson, skoða húsin á jörðinni Ketilhúshaga. Ábúandinn (sem er einungis nefndur Jón) segist hafa gert endurbætur á húsunum en skoðunarmenn álykta þó að þau séu vart meira en miðlungsgóð. Túnum á jörðinni er ábótavant. Dags. á Ketilhúshaga 22. maí 1655.

Efnisorð
255(181bisr)
Skoðun húsa á Efra-Kirkjubæ.
Titill í handriti

„Skoðun húsa á Efra-Kirkjubæ.“

Aths.

Tveir erindrekar biskups, Hákon Ormsson og Finnur Guðmundsson, skoða ábúð á jörðinni Efra Kirkjubæ. Jörðin hefur áður eyðilagst af sandi en uppbyggingarstarf er hafið og nú telst jörðin “nærri lagi.” Dags. 22. maí 1655 á Efra Kirkjubæ.

Efnisorð
256(181bisr-181bisv)
Skoðun húsa á Syðra-Kirkjubæ.
Titill í handriti

„Skoðun húsa á Syðra-Kirkjubæ.“

Aths.

Hákon Ormsson, erindreki biskups, skoðar ábúð á jörðinni Syðra Kirkjubæ. Húsum er lýst nokkuð nákvæmlega án þess að lagt sé ítarlegt mat á ástand þeirra. Dags. á Syðra Kirkjubæ 22. maí 1655.

Efnisorð
257(181bisv-182r)
Skoðun húsa á Heiði.
Titill í handriti

„Skoðun húsa á Heiði.“

Aths.

Þrír erindrekar biskups, Þorlákur Jónsson, Björn Jónsson og Finnur Guðmundsson, skoða ábúð á jörðinni Heiði þar sem Eyvindur Eyjólfsson hefur verið ábúandi í tíu ár. Skoðunarmenn segja kost og löst og húsum, en túnin hafa verið bætt. Dags. að Heiði 23. maí 1655.

Efnisorð
258(182r)
Quittantia Finns Guðmundssonar fyrir meðferð á umboðinu og umboðsbréf yfir þv...
Titill í handriti

„Quittantia Finns Guðmundssonar fyrir meðferð á umboðinu og umboðsbréf yfir því framvegis.“

Aths.

Brynjólfur biskup vottar að Finnur Guðmundsson hefur greitt að fullu þau leigugjöld sem hann hefur innheimt af Skammbeinsstöðum í Holtum fyrir árið 1655. Dags. í Skálholti 6. desember 1655.

Efnisorð
259(182r-182v)
Staðarjarða ábúð í Tungum, skoðuð anno 1655. I. Laugarás.
Titill í handriti

„Staðarjarða ábúð í Tungum, skoðuð anno 1655. I. Laugarás.“

Aths.

Tveir erindrekar biskups, Jón Einarsson og Þórður Þorleifsson, skoða ábúð á jörðinni Laugarási í Biskupstungum. Hús og garðar eru þar óstæðileg og illa rækt, og mikilla endurbóta þörf. Dags. 1. desember 1655.

Efnisorð
260(182v)
Höfði.
Titill í handriti

„Höfði.“

Aths.

Tveir erindrekar biskups, Jón Einarsson og Þórður Þorleifsson, skoða ábúð á jörðinni Höfða í Biskupstungum. Húsagarður í kringum bæinn er niðurfallinn en húsin að mestu stæðileg. Dags. 1. desember 1655.

Efnisorð
261(182v-183r)
Reykjavellir.
Titill í handriti

„Reykjavellir.“

Aths.

Tveir erindrekar biskups, Jón Einarsson og Þórður Þorleifsson, skoða ábúð á jörðinni Reykjavöllum í Biskupstungum þar sem Einar Þorvaldsson er ábúandi. Skoðunarmenn segja kost og löst á húsunum, en flestum þeirra er mjög ábótavant. Einar fullyrðir þó að hann hafi gert verulegar endurbætur á húsunum frá því að hann tók við jörðinni. Dags. 3. desember 1655.

Efnisorð
262(183r)
Minnafljót.
Titill í handriti

„Minnafljót.“

Aths.

Jón Einarsson, erindreki biskups, skoðar ábúð á jörðinni Höfða í Biskupstungum þar sem Guðmundur Gunnarsson er ábúandi. Húsin fá góða umsögn, að undanteknum göngunum sem eru sögð ónýt. Ódags.

Efnisorð
263(183r)
Stórafljót.
Titill í handriti

„Stórafljót.“

Aths.

Jón Einarsson, erindreki biskups, skoðar ábúð á jörðinni Stóra Fljóti í Biskupstungum þar sem Jón Þórðarson er ábúandi. Húsin fá góða umsögn og eru að mestu sögð stæðileg og vel við haldið. Ódags.

Efnisorð
264(183v)
Fell.
Titill í handriti

„Fell.“

Aths.

Umsögn um húsakost á jörðinni Felli í Biskupstungum. Aðbúnaður er í lakara lagi, hús og veggir að miklu leyti óstæðileg en anddyr, krossgöng og búr sögð í góðu lagi. Ódags.

Efnisorð
265(183v)
Fellskot.
Titill í handriti

„Fellskot.“

Aths.

Umsögn um húsakost á jörðinni Fellskoti í Biskupstungum. Húsin eru sögð í ófullnægjandi ástandi og þarfnast endurbóta. Ódags.

Efnisorð
266(183v-184r)
Borgarholt.
Titill í handriti

„Borgarholt.“

Aths.

Umsögn um húsakost á jörðinni Borgarholti í Biskupstungum. Húsin fá góða umsögn og eru sögð í vel viðunandi ástandi. Ódags.

Efnisorð
267(184r)
Belgsstaðir.
Titill í handriti

„Belgsstaðir.“

Aths.

Umsögn um húsakost á jörðinni Belgsstöðum í Biskupstungum. Húsin eru flest óstæðileg, að undanteknu “húskorni við bæjardyrnar,” sem er stæðilegt að hluta. Ódags.

Efnisorð
268(184r)
Kjarnholt.
Titill í handriti

„Kjarnholt.“

Aths.

Umsögn um húsakost á jörðinni Kjarnholtum í Biskupstungum, þar sem Þórður Sigmundsson er ábúandi. Húsin eru sögð í ófullnægjandi ástandi og þarfnast endurbóta, og fellst Þórður sjálfur á að svo sé. Dags. í Kjarnholtum 4. desember 1655.

Efnisorð
269(184r-184v)
Gýgjarhóll.
Titill í handriti

„Gýgjarhóll.“

Aths.

Jón Vilhjálmsson, erindreki biskups, skoðar ábúð á jörðinni Gýgjarholti í Biskupstungum þar sem Sigurður Gamlason er ábúandi. Jón segir kost og löst á húsunum, skáli, stofa og baðstofa eru í góðu ásigkomulagi en smiðja og veggir umhverfis bæinn óstæðileg. Ódags.

Efnisorð
270(184v)
Brattholt.
Titill í handriti

„Brattholt.“

Aths.

Umsögn um húsakost á jörðinni Brattholti í Biskupstungum, þar sem Illugi Magnússon er ábúandi. Húsin eru í góðu ástandi, “eldhús með raftvið fínum og vænum veggjum,” en heygarður og húsagarður fallnir að mestu. Jón Þorvaldsson, yfirbryti í Skálholti, skoðar húsin í viðurvist Þórðar Þorleifssonar, prests á Þingvöllum, og Jóns Jónssonar, lögréttumanns á Hömrum. Ódags.

Efnisorð
271(184v-185r)
Brú.
Titill í handriti

„Brú.“

Aths.

Umsögn um húsakost á jörðinni Brú í Biskupstungum, þar sem Helgi Sveinsson er ábúandi. Húsin eru í misjöfnu ástandi, sum stæðileg en önnur þarfnast endurbóta. Jón Þorvaldsson, yfirbryti í Skálholti, skoðar húsin í viðurvist Þórðar Þorleifssonar, prests á Þingvöllum, og Jóns Jónssonar, lögréttumanns á Hömrum. Dags. á Brú 4. desember 1655.

Efnisorð
272(185r)
Helludalur.
Titill í handriti

„Helludalur.“

Aths.

Umsögn um húsakost á jörðinni Helludal í Biskupstungum. Hús á hlaði, stofa, búr og eldhús eru stæðileg að veggjum, en baðstofa og skáli þarfnast endurbóta. Húsagarður og heygarður eru að mestu í hrun komnir. Jón Þorvaldsson, yfirbryti í Skálholti, skoðar húsin í viðurvist Þórðar Þorleifssonar, prests á Þingvöllum, og Jóns Jónssonar, lögréttumanns á Hömrum. Ódags.

Efnisorð
273(185r)
Neðridalur.
Titill í handriti

„Neðridalur.“

Aths.

Umsögn um húsakost á jörðinni Neðridal í Biskupstungum, þar sem Hermann Símonarson er ábúandi. Húsin eru að mestu vel á sig komin en garðar þarfnast viðhalds. Jón Þorvaldsson, yfirbryti í Skálholti, skoðar húsin í viðurvist Þórðar Þorleifssonar, prests á Þingvöllum, og Jóns Jónssonar, lögréttumanns á Hömrum. Ódags.

Efnisorð
274(185v)
Múli.
Titill í handriti

„Múli.“

Aths.

Umsögn um húsakost á jörðinni Múla í Biskupstungum, þar sem Guðmundur Ásbjarnarson er ábúandi. Hús og garðar eru í góðu ástandi og margvíslegar endurbætur hafa verið gerðar. Jón Þorvaldsson, yfirbryti í Skálholti, skoðar húsin í viðurvist Þórðar Þorleifssonar, prests á Þingvöllum, og Jóns Jónssonar, lögréttumanns á Hömrum. Ódags.

Efnisorð
275(185v)
Austurhlíð.
Titill í handriti

„Austurhlíð.“

Aths.

Umsögn um húsakost á jörðinni Austurhlíð í Biskupstungum. Húsin eru flest illa á sig komin og þarfnast endurbóta. Jón Þorvaldsson, yfirbryti í Skálholti, skoðar húsin í viðurvist Þórðar Þorleifssonar, prests á Þingvöllum, og Jóns Jónssonar, lögréttumanns á Hömrum. Ódags.

Efnisorð
276(185v-186r)
Vatnsleysa.
Titill í handriti

„Vatnsleysa.“

Aths.

Umsögn um húsakost á jörðinni Vatnsleysu í Biskupstungum, en ábúendur þar eru einungis kallaðir Jón og Eiríkur. Skoðunarmenn segja kost og löst á húsunum, sumt er í góðu ástandi en annað þarfnast viðhalds. Jón Þorvaldsson, yfirbryti í Skálholti, skoðar húsin í viðurvist Þórðar Þorleifssonar, prests á Þingvöllum, og Jóns Jónssonar, lögréttumanns á Hömrum. Ódags.

Efnisorð
277(186r)
Arnarholt.
Titill í handriti

„Arnarholt.“

Aths.

Umsögn um húsakost á jörðinni Arnarholti í Biskupstungum. Skáli er stæðilegur að viðum og veggjum en húsin að öðru leyti flest illa farin og veggir umhverfis bæinn víða ónýtir. Jón Þorvaldsson, yfirbryti í Skálholti, skoðar húsin í viðurvist Þórðar Þorleifssonar, prests á Þingvöllum, og Jóns Jónssonar, lögréttumanns á Hömrum. Ódags.

Efnisorð
278(186r)
Kjaransstaðir.
Titill í handriti

„Kjaransstaðir.“

Aths.

Umsögn um húsakost á jörðinni Kjaransstöðum í Biskupstungum. Húsin eru í góðu ástandi og veggir allir stæðilegir. Jón Þorvaldsson, yfirbryti í Skálholti, skoðar húsin í viðurvist Þórðar Þorleifssonar, prests á Þingvöllum, og Jóns Jónssonar, lögréttumanns á Hömrum. Ódags.

Efnisorð
279(186r)
Ból.
Titill í handriti

„Ból.“

Aths.

Umsögn um húsakost á jörðinni Bóli í Biskupstungum. Húsin eru flest illa farin, en skáli og eldhús eru sögð vera stæðileg að veggjum en óstæðileg að viðum. Jón Þorvaldsson, yfirbryti í Skálholti, skoðar húsin í viðurvist Þórðar Þorleifssonar, prests á Þingvöllum, og Jóns Jónssonar, lögréttumanns á Hömrum. Ódags.

Efnisorð
280(186r-186v)
Tjörn.
Titill í handriti

„Tjörn.“

Aths.

Umsögn um húsakost á jörðinni Tjörn í Biskupstungum. Húsin eru öll vel stæðileg og nýlega uppgerð, veggir vel hlaðnir. Jón Þorvaldsson, yfirbryti í Skálholti, skoðar húsin í viðurvist Þórðar Þorleifssonar, prests á Þingvöllum, og Jóns Jónssonar, lögréttumanns á Hömrum. Ódags.

Efnisorð
281(186v)
Neðri Reykir.
Titill í handriti

„Neðri Reykir.“

Aths.

Umsögn um húsakost á jörðinni Neðri Reykjum í Biskupstungum. Skoðunarmenn segja kost og löst á húsunum, sumt er í góðu ástandi en annað þarfnast viðhalds. Jón Þorvaldsson, yfirbryti í Skálholti, skoðar húsin í viðurvist Þórðar Þorleifssonar, prests á Þingvöllum, og Jóns Jónssonar, lögréttumanns á Hömrum. Ódags.

Efnisorð
282(186v)
Miklholt.
Titill í handriti

„Miklholt.“

Aths.

Umsögn um húsakost á jörðinni Miklholti í Biskupstungum. Veggir eru vel upp hlaðnir og húsin stæðileg til viða og veggja. Jón Þorvaldsson, yfirbryti í Skálholti, skoðar húsin í viðurvist Þórðar Þorleifssonar, prests á Þingvöllum, og Jóns Jónssonar, lögréttumanns á Hömrum. Ódags; afrit af bréfum 259-281 eru gerð í Skálholti 13. desember 1655.

Efnisorð
283(187r-187v)
Annað áminningarbréf til séra Jóns Pálssonar í Selvogi.
Titill í handriti

„Annað áminningarbréf til séra Jóns Pálssonar í Selvogi.“

Aths.

Brynjólfur biskup skrifar sr. Jóni Pálssyni í Selvogi varðandi málefni Ragnhildar, dóttur Jóns (sbr. 235. bréf). Jón Jónsson hefur enn leitað til biskups og Brynjólfur höfðar nú til samvisku sr. Jóns að standa við gerða samninga. Þetta skiptir máli vegna þess að sr. Jón er fyrirmynd allra sóknarbarna sinna um að halda tryggðir og fastmæli: “… því það skulu þér mönnum gjöra sem þér viljið menn gjöri yður.” Vilji Jón ekki verða við þessum tilmælum segist biskup ætla að skjóta málinu til æðra yfirvalds. Dags. í Skálholti 11. desember 1655.

Í bréfinu er vitnað til alþingisdóms um hjúskaparrof sem Eggert Hannesson lét dæma 1662, og er hann prentaður í Íslenzku fornbréfasafni XIII, 526-527. Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1933-1939.

Notaskrá

Bréfið er prentað í bókinni Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Sjá Jón Helgason (útg.). Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Safn Fræðafélagsins um Ísland og Íslendinga XII, 49-50. Kaupmannahöfn: Hið íslenzka fræðafélag, 1942. Lagagreinin sem rætt er um í bréfinu er prentuð í ritröðinni Lovsamling for Island. Sjá Oddgeir Stephensen og Jón Sigurðsson (útg.). Lovsamling for Island I, 245. Kaupmannahöfn: Höst, 1853.

284(187v)
(engin fyrirsögn)
Titill í handriti

„(engin fyrirsögn)“

Aths.

Brynjólfur biskup reiknar Benedikt Þorleifssyni, ráðsmanni í Skálholti, þær skuldir sem út af standa vegna fyrri viðskipta (sbr. 188. bréf) auk kaupgjalds fyrir komandi ár. Heildarupphæðin sem Benedikt fær greidda er 210 álnir. Dags. í Skálholti 29. desember 1655.

Bréfið er yfirstrikað í handriti.

Efnisorð
285(188r)
(engin fyrirsögn)
Titill í handriti

„(engin fyrirsögn)“

Aths.

Páll Tómasson kunngjörir að Brynjólfur biskup hafi greitt fimm hundraða skuld fyrir sína hönd til Þorsteins Eyvindssonar og Eyjólfs Jónssonar. Um er að ræða legorðssekt vegna barns sem Páll gat með Valgerði Magnúsdóttur, systur Þorsteins og bróðurdóttur Eyjólfs. Páll heitir því að endurgreiða biskupi féð á alþingi næsta sumar. Dags. í Skálholti 1. janúar 1656. Aftan við skjalið er bætt þeirri athugasemd að féð hafi verið greitt á Alþingi 1. júlí 1656.

Bréfið er yfirstrikað í handriti.

Efnisorð
286(188v)
Meðkenning biskupsins upp á fimm hundruð að greiða að næstu fardögum giftinga...
Titill í handriti

„Meðkenning biskupsins upp á fimm hundruð að greiða að næstu fardögum giftingarmönnum Valgerðar Magnúsdóttur vegna Páls Tómassonar.“

Aths.

Brynjólfur biskup heitir því að greiða legorðssekt fyrir hönd Páls Tómassonar til aðstandenda Valgerðar Magnúsdóttur á næstu fardögum (sbr. 285. bréf). Dags. í Skálholti 7. janúar 1656.

Efnisorð
287(188v-189v)
Copia af bréfi séra Jóni Jónssyni á Melum tilskrifuðu anno 1656, 7 januarii.
Titill í handriti

„Copia af bréfi séra Jóni Jónssyni á Melum tilskrifuðu anno 1656, 7 januarii.“

Aths.

Brynjólfur biskup skrifar sr. Jóni Jónssyni á Melum og svarar bréfi sem Jón hefur sent honum. Efni bréfsins er fyrirhugað hjónaband Jóns Oddssonar (sem aðeins er nefndur “Norðlendingur”) og Valgerðar Ívarsdóttur, en það er Jón Oddsson sjálfur sem hefur komið til Skálholts með bréfið frá sr. Jóni á Melum. Biskup segir að þau skjöl sem Jón hafi haft meðferðis séu ófullnægjandi til þess að framkvæma löglega giftingu, en tekur þó fram að hann vilji ekki standa í vegi fyrir málinu. Biskup telur ráðlegt að gera afrit af skjölum Jóns Oddssonar og gerir þá kröfu að Jón Odsson sýni fram á að foreldrar hans séu samþykkir ráðahagnum, og skírskotar m.a.s. til fjórða boðorðsins í því samhengi. Dags. í Skálholti 7. janúar 1656.

Efnisorð
288(189v-190r)
Þriðja áminningarsendibréf séra Jóni Pálssyni tilskrifað með hans eigin sendi...
Titill í handriti

„Þriðja áminningarsendibréf séra Jóni Pálssyni tilskrifað með hans eigin sendimanni anno 1656, 10 januarii.“

Aths.

Brynjólfur biskup skrifar sr. Jóni Pálssyni í Selvogi enn varðandi málefni Ragnhildar, dóttur Jóns (sbr. 260. bréf). Biskup ítrekar þá ósk sína að hjónaband Jóns Jónssonar og Ragnhildar Jónsdóttur verði löggilt að fullu sem fyrst, því málið sé nú á hvers manns vörum: “Mörg er tungan og margt er kóngs eyrað.” Málið er mikilsvert fyrir ímynd kirkjunnar og varðar heilindi embættismanna hennar. Sem kirkjulegum embættismanni er Jóni Pálssyni ekki stætt á því að rjúfa samninginn sem gerður var þegar stofnað var til hjónabandsins, slíkt yrði álitshnekkir fyrir kirkjuna og myndi gjaldfella trúverðugleika Jóns sjálfs þegar hann prédikaði framvegis um rétta breytni fyrir öðrum. Í bréfinu er að finna alllanga hugleiðingu um djöfulinn og verk hans meðal mannanna. Dags. í Skálholti 11. desember 1655.

Notaskrá

Bréfið er prentað í bókinni Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Sjá Jón Helgason (útg.). Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Safn Fræðafélagsins um Ísland og Íslendinga XII, 50-52. Kaupmannahöfn: Hið íslenzka fræðafélag, 1942.

Efnisorð
289(190v)
Samþykki séra Jóns Daðasonar upp á fimm hundruð í jörðunni Fossgerði.
Titill í handriti

„Samþykki séra Jóns Daðasonar upp á fimm hundruð í jörðunni Fossgerði.“

Ábyrgð

Bréfritari Jón Daðason

Aths.

Sr. Jón Daðason í Arnarbæli skrifar Brynjólfi biskup vegna tveggja mála sem hann hefur verið beðinn um að sinna. Fyrra málið varðar Fossgerði og þau fimm hundruð sem Ingibjörg Jónsdóttir, bróðurdóttir sr. Jóns, taldi sig eiga ógreidd eftir að hún seldi umboðsmanni biskups jörðina (sbr. 59. bréf). Skilningur sr. Jóns er sá að kaupin hafi verið ólögleg, hann segist hafa gefið biskupi upp skuldina um sumarið og staðfestir það í bréfinu. Síðara málið varðar umdeildan jarðarpart í Narfastöðum í Melasveit (sbr. 197. bréf). Sr. Jón er bróðir Ragnhildar Daðadóttur og hann þakkar biskupi veitta aðstoð í málinu fyrir hönd þeirra beggja. Dags. í Arnarbæli 8. febrúar 1656.

Efnisorð
290(191r-192r)
Bréf lögmanninum Magnúsi Björnssyni tilskrifað anno 1656, 12 Januarii.
Titill í handriti

„Bréf lögmanninum Magnúsi Björnssyni tilskrifað anno 1656, 12 Januarii.“

Aths.

Brynjólfur biskup skrifar Magnúsi Björnssyni, lögmanni á Munka-Þverá sem jafnframt er náfrændi biskups. Erindi eða tilgangur bréfsins er ekki augljóst, en það er að mestu leyti lofræða um mannkosti Magnúsar, velsæld, auðæfi, barnalán og gott gengi afkomenda hans. Biskup minnir Magnús á að þótt hann njóti veraldlegrar velgengni þurfi hann einnig að rækta guðlega og himneska hluti. Hann skírskotar til Karls V. keisara og tekur hann sem dæmi um auðugan og valdamikinn höfðingja sem hafi snúið sér til guðs í ellinni. Dags. í Skálholti 12. janúar 1656.

Notaskrá

Bréfið er prentað í bókinni Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Sjá Jón Helgason (útg.). Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Safn Fræðafélagsins um Ísland og Íslendinga XII, 62-64. Kaupmannahöfn: Hið íslenzka fræðafélag, 1942.

Efnisorð
291(192r)
Stefna Orms Jónssonar á Skúmsstöðum, hvörri hann stefndi Jóni Snorrasyni á Me...
Titill í handriti

„Stefna Orms Jónssonar á Skúmsstöðum, hvörri hann stefndi Jóni Snorrasyni á Meðalholtum fyrir orðbragð við Ísólf Einarsson upp á kóngssekt í umboði sýslumannsins Torfa Erlendssonar.“

Ábyrgð

Resp.Key.ptf Ormur Jónsson

Aths.

Ormur Jónsson, umboðsmaður Torfa Erlendssonar, sýslumanns í Árnessýslu, stefnir Jóni Snorrasyni fyrir dóm sem háður verður á Stokkseyri þann 15. maí næstkomandi. Jón er ákærður fyrir meiðyrði, en hann hefur haldið því fram að Ísólfur Einarsson hafi legið Unni Magnúsdóttur. Ódags.

Efnisorð
292(192r-193r)
Dómur Torfa Erlendssonar um málið.
Titill í handriti

„Dómur Torfa Erlendssonar um málið.“

Ábyrgð

Bréfritari Torfi Erlendsson

Aths.

Torfi Erlendsson, sýslumaður í Árnessýslu, dæmir í meiðyrðamáli Ísólfs Einarssonar gegn Jóni Snorrasyni í Meðalholtum (sbr. 290. bréf, sem er hér uppskrifað í heild). Torfi skipar dóm sex manna til að dæma um málið. Ormur Jónsson leggur fram vitnisburð þar sem átta menn staðfesta að Ísólfur hafi látið hin umdeildu ummæli falla, og eru tveir þeirra viðstaddir dómþingið. Vitnað er til lagagreinar um sektir við því að menn ásaki giftar konur ranglega um samræði við aðra karlmenn en eiginmann sinn, og í samræmi við þá grein er Jón dæmdur til að greiða konungi fjórar merkur í sakeyri. Ódags.

293(193r-194r)
Afbatanir Jóns Snorrasonar á móti áðurskrifuðum dómi.
Titill í handriti

„Afbatanir Jóns Snorrasonar á móti áðurskrifuðum dómi.“

Aths.

Jón Snorrason andmælir dómi sem kveðinn hefur verið upp yfir honum vegna meintra meiðyrða á dómþingi á Stokkseyri þann 15. maí 1655 (sbr. 291. bréf). Jón gerir athugasemdir í sjö liðum við stefnuna og undirbúning og framkvæmd dómsins, auk þess sem hann neitar því að hafa nokkurn tímann ýjað að sambandi á milli Ísólfs og Unnar. Dags. 16. janúar 1656; afrit af bréfum 290-292 gerð í Skálholti sama dag.

294(194r-194v)
(engin fyrirsögn)
Titill í handriti

„(engin fyrirsögn)“

Aths.

Uppkast að 295. bréfi.

Bréfið er yfirstrikað í handriti.

Efnisorð
295(195r-195v)
Afreikningar biskupsins og ráðsmannsins anno 1656.
Titill í handriti

„Afreikningar biskupsins og ráðsmannsins anno 1656.“

Aths.

Skuldauppgjör Brynjólfs biskups við Benedikt Þorleifsson, ráðsmann í Skálholti. Eftirstöðvarnar af skuld Brynjólfs við Benedikt (sbr. 283. bréf) eru 129 álnir og eru þær hér gerðar upp. Dags. í Skálholti 22. janúar 1656.

Efnisorð
296(195v-196v)
Sendibréf til herra Þorláks Skúlasonar anno 1656.
Titill í handriti

„Sendibréf til herra Þorláks Skúlasonar anno 1656.“

Aths.

Brynjólfur biskup skrifar Þorláki Skúlasyni, biskup á Hólum. Hann víkur að málefnum spítalanna og gefur til kynna að fjárheimta og skipulag þeirrar starfsemi hafi gengið treglega. Brynjólfur nefnir tillöguna um mjólkurskatt (sbr. 233. bréf) en viðurkennir að sér hugnist hún illa, því ekki sé ráðlegt að skattleggja fátæka alþýðuna meira en gert er. Dags. í Skálholti 24. janúar 1656.

Þorlákur Skúlason Hólabiskup lést 4. janúar 1656 og er því látinn þegar bréfið er skrifað.

Efnisorð
297(196v-197r)
Kaupskapur biskupsins við Svein Sverrisson á Marki.
Titill í handriti

„Kaupskapur biskupsins við Svein Sverrisson á Marki.“

Aths.

Brynjólfur biskup skiptir um fjármark við Svein Sverrisson, smið í Skálholti. Fjármark Sveins er nefnt “miðhlutað uppstúfs bæði eyru” (eða “geirstýft bæði eyru”) en fjármark Brynjólfs er nefnt “tvístýft framan hið vinstra en blaðstýft framan hið hægra eyrað.” Frá og með næstkomandi fardögum hafa mennirnir tveir umskipti á fjármarki og eignast þá hvor allt sauðfé hins. Dags. í Skálholti 27. janúar 1656.

298(197r-197v)
Umboð Jóns Sigurðssonar til að ráðstafa biskupsins jörðum og kúgildum í Kjós ...
Titill í handriti

„Umboð Jóns Sigurðssonar til að ráðstafa biskupsins jörðum og kúgildum í Kjós og á Kjalarnesi.“

Aths.

Brynjólfur biskup gerir Jón Sigurðsson, bartskera í Káranesi, að umboðsmanni sínum yfir þeim jörðum og kúgildum sem hann á í Kjós og á Kjalarnesi. Jón mun innheimta landskuldir, hafa umsjón með bátum, ráðstafa fiskafla og eyrnamerkja allt kvikfé á jörðunum með hinu nýja fjármarki biskups. Dags. í Skálholti 28. janúar 1656.

299(197v-199v)
Sendibréf til Sigurðar Jónssonar sýslumanns.
Titill í handriti

„Sendibréf til Sigurðar Jónssonar sýslumanns.“

Aths.

Brynjólfur biskup skrifar Sigurði Jónssyni, lögmanni í Einarsnesi, og svarar bréfi sem honum barst nýlega frá Sigurði. Í bréfi Sigurðar var rætt um þrjú mál og tekur biskup eitt fyrir í einu. Fyrsta viðfangsefnið er galdraáburðarmál sem Sigurður hefur haft í sinni umsjá en dæmt verður í málinu á næsta alþingi. Brynjólfur segist ekki óska annars en að hófsemi og sanngirni verði gætt við dóminn og að góðir menn gæti eiða sinna, en í bréfinu er fjallað ítarlega um eiða, framkvæmd þeirra og þýðingu við yfirheyrslur. Annað viðfangsefnið eru tvö eyðikot, Hundastapi og Hólmakot, og hefur Sigurður spurt biskup hvaða kirkjusókn þau eigi að tilheyra. Biskup hefur leitað í bæði Vilkinsbók og vísitasíubók Gísla biskups Jónssonar, en ekki fundið neitt um kotin tvö. Hann leggur því til að þau verði lögð til kirkjusóknar þangað sem hægast er að sækja. Þriðja viðfangsefnið er hið nýja fjármark biskups (sbr. 296. bréf). Sigurður virðist nota sama fjármark til að merkja sitt fé og hefur hann spurt biskup hvort hann vilji að hann taki upp nýtt mark. Brynjólfur telur ósennilegt að málið horfi til vandræða en það sé þó líklega báðum fyrir bestu að Sigurður taki upp nýtt fjármark. Ódags.

Um galdramálið sjá rit Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur, Brennuöldin, 345. Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2000.

300(199v)
Fullmakt biskupsins upp á afgjalda meðtöku af átta hundruðum í Teigi og ellef...
Titill í handriti

„Fullmakt biskupsins upp á afgjalda meðtöku af átta hundruðum í Teigi og ellefu hundruðum og fimm aurum í Lágafelli, útgefin af Sigurði Pálssyni anno 1656, 14 Februarii.“

Aths.

Sigurður Pálsson greiðir Brynjólfi biskup afgjöld af tveimur jarðarpörtum, öðrum í Teigi í Fljótshlíð og hinum í Lágafelli í Landeyjum. Biskup lofar að færa upphæðirnar til reikningsskapar. Dags. í Skálholti 14. febrúar 1656.

Efnisorð
301(200r)
Útskrift af bréfi séra Þórðar Jónssonar í Hítardal og Guðmundar Árnasonar í S...
Titill í handriti

„Útskrift af bréfi séra Þórðar Jónssonar í Hítardal og Guðmundar Árnasonar í Straumfirði, skrifuðu anno 1656, 18 Februarii.“

Ábyrgð

Viðtakandi Þórður Jónsson

Aths.

Brynjólfur biskup skrifar sr. Þórði Jónssyni í Hítardal og Guðmundi Árnasyni í Straumfirði, en þeir eru forsvarsmenn kirkjunnar í Krossholti. Biskup kom að kirkjunni í yfirreið sinni síðasta sumar og sannreyndi þá að kirkjan er ákaflega illa farin og engan veginn hæf til heilagrar þjónustu. Hann óskar þess við Þórð og Guðmund að þeir komi saman strax í vor og byrji að skipuleggja endurbætur á kirkjunni, því annars blasi við að kirkjusókn í Krossholti leggist af. Dags. 18. febrúar 1656.

S. 200v er auð að mestu, aðeins stendur skrifuð ein lína: “Heiðarlegur kennimann séra Halldór.”

Efnisorð
302(201r-201v)
Löggjafarbréf Þormóðar Ásmundssonar, dóttur sinni Katrínu til handa.
Titill í handriti

„Löggjafarbréf Þormóðar Ásmundssonar, dóttur sinni Katrínu til handa.“

Ábyrgð
Aths.

Þrír menn votta að þeir voru viðstaddir handsöl þar sem Þormóður Ásmundsson, lögréttumaður í Bræðratungu, gaf Katrínu dóttur sinni allar sínar eigur í föstu og lausu, þ. á m. part í jörðinni Bræðratungu, til fullkomlegrar eignar. Þormóður hefur þegar lýst gjörningnum fyrir syni sínum, sr. Jóni Þormóðssyni, presti á Breiðabólstað á Skógarströnd. Dags. á Stokkseyri 5. október 1617.

Efnisorð
303(201v-202v)
Kaup Katrínar Þormóðsdóttur fyrir sjö hundruðum í Straumfirði.
Titill í handriti

„Kaup Katrínar Þormóðsdóttur fyrir sjö hundruðum í Straumfirði.“

Ábyrgð
Aths.

Þrír menn votta að þeir voru viðstaddir handsöl þar sem sr. Ásmundur Þormóðsson fékk systur sinni, Katrínu Þormóðsdóttur, sjö hundruð í jörðinni Straumfirði til fullkominnar eignar. Þetta er jarðarparturinn sem Brynjólfur biskup kaupir síðan af Katrínu 28 árum síðar (sbr. 10. bréf). Dags. á Stokkseyri 2. ágúst 1626; afrit gert í Skálholti 31. mars 1656.

Efnisorð
304(202v-203v)
Kaupbréf fyrir hálfum Hvammi með Hvammsengi fyrir sjö hundruð í Straumfirði.
Titill í handriti

„Kaupbréf fyrir hálfum Hvammi með Hvammsengi fyrir sjö hundruð í Straumfirði.“

Aths.

Fjórir menn votta að þeir voru viðstaddir handsöl þar sem Guðmundur Árnason, fyrir hönd Guðmundar Einarssonar stjúpsonar síns seldi Brynjólfi biskup hálfa jörðina Hvamm í Skorradal, en Oddur Þorleifsson annaðist gjörninginn fyrir hönd biskups. Á móti lætur biskup sjö hundruð í jörðinni Straumfirði í Álftaneshreppi. Aftan við bréfið er bætt ódagsettri athugasemd frá Guðmundi Einarssyni sem samþykkir jarðaskiptin. Dags. á Álftanesi á Mýrum 1. janúar 1656; afrit gert í Skálholti 1. apríl 1656.

Efnisorð
305(204r)
Meðkenning séra Jóns Daðasonar upp á 12 aura goldna Ragnhildi Daðadóttur.
Titill í handriti

„Meðkenning séra Jóns Daðasonar upp á 12 aura goldna Ragnhildi Daðadóttur.“

Ábyrgð

Bréfritari Jón Daðason

Aths.

Sr. Jón Daðason greiðir Ragnhildi systur sinni 12 aura fyrir hönd Benedikts Þorleifssonar, umboðsmanns biskups. Um er að ræða afgjald af parti Ragnhildar í Narfastöðum (sbr. 238. bréf). Dags. í Skálholti 2. apríl 1656.

Efnisorð
306(204r)
Quittantia biskupinum útgefin af Þorvaldi Torfasyni um andvirði þriggja hundr...
Titill í handriti

„Quittantia biskupinum útgefin af Þorvaldi Torfasyni um andvirði þriggja hundraða í Súlunesi.“

Aths.

Þorvaldur Torfason staðfestir að Brynjólfur biskup hefur greitt honum þrjú hundruð vegna hluta í jörðinni Ytra Súlunesi (sbr. 73. bréf). Dags. í Skálholti 3. apríl 1656.

Efnisorð
307(204v-205r)
Vitnisburður Erlendi Ormssyni útgefinn af biskupinum.
Titill í handriti

„Vitnisburður Erlendi Ormssyni útgefinn af biskupinum.“

Aths.

Brynjólfur biskup gerir kunnugt að Erlendur Ormsson hefur komið til hans og beðið hann að yfirheyra sig í kristnum trúarlærdómi. Biskup hefur yfirheyrt Erlend og staðreynd að hann er vel fróður um hvaðeina er varðar kristindóminn. Auk þess hefur Erlendur lýst því yfir að hann hefur aldrei verið viðriðinn galdur. Dags. í Skálholti 5. apríl 1656.

308(205r-206r)
Inntak úr bréfi Bjarna Oddssyni tilskrifuðu anno 1656, 9. Aprilis um hálft Ha...
Titill í handriti

„Inntak úr bréfi Bjarna Oddssyni tilskrifuðu anno 1656, 9. Aprilis um hálft Hafrafell.“

Aths.

Útdráttur úr bréfi sem Brynjólfur biskup skrifar Bjarna Oddssyni. Brynjólfur keypti hálfa jörðina Hafrafell af Bjarna sumarið 1654 (sbr. 29. bréf) en nú hefur Bjarni Eiríksson krafist þess að kaupin verði gerð ógild (sbr. 241. bréf). Biskup biður Bjarna Oddsson að finna til öll þau skriflegu skjöl sem hann eigi varðandi jarðakaupin og hafa þau með sér til alþingis um sumarið. Dags. í Skálholti 9. apríl 1656.

Efnisorð
309(206r)
Sendibréf Margrétar Jónsdóttur til biskupsins um Ölmóðsey 1656.
Titill í handriti

„Sendibréf Margrétar Jónsdóttur til biskupsins um Ölmóðsey 1656.“

Aths.

Margrét Jónsdóttir á Stóranúpi skrifar Brynjólfi biskup og biður hann um leyfi til þess að nytja eyna Ölmóðsey í Þjórsá, en þar er bæði hvannatekja og eggjataka. Dags. 29. mars 1656.

Efnisorð
310(206v)
Inntak úr biskupsins andsvari upp á fyrr skrifað bréf Margrétar Jónsdóttur um...
Titill í handriti

„Inntak úr biskupsins andsvari upp á fyrr skrifað bréf Margrétar Jónsdóttur um Ölmóðsey.“

Aths.

Brynjólfur biskup skrifar Margréti Jónsdóttur á Stóranúpi og bregst við beiðni hennar um að nytja Ölmóðsey í Þjórsá (sbr. 310. bréf). Biskup veitir Margréti heimild til hvannskurðar, eggvers og lambagöngu í eynni næstu tólf mánuði, en að þeim tíma liðnum þarf hún að endurnýja leyfið árlega hjá formönnum Skálholtsdómkirkju. Hann tekur einnig fram að ekki megi raska skógarhríslum í eynni né vinna nokkur jarðarspjöll. Dags. í Skálholti 13. apríl. 1656.

Efnisorð
311(207r)
Inntak úr bréfi Tómasi Nikulássyni tilskrifuðu af biskupinum M. Brynjólfi Sve...
Titill í handriti

„Inntak úr bréfi Tómasi Nikulássyni tilskrifuðu af biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni Anno 1656 22 Aprilis.“

Ábyrgð

Viðtakandi Tómas Nikulásson

Aths.

Brynjólfur biskup skrifar Tómasi Nikulássyni, fógeta á Bessastöðum um fjármögnun spítalanna. Biskup lofar tillögu fógetans um skattlagningu auðugra manna en hvað alþýðuna varðar telur hann að það muni reynast torvelt að innheimta fé til spítalanna, m.a. með mjólkurskattinum. Hann segir að sýslumenn þurfi að standa í stykkinu þegar kemur að skattheimtunni. Dags. í Skálholti 22. apríl 1656.

Efnisorð
312(207v-209r)
Skipaskaga reikningur.
Titill í handriti

„Skipaskaga reikningur.“

Aths.

Yfirlit yfir útgjöld af eigum Brynjólfs biskups á jörðinni Skipaskaga. Um er að ræða ýmsa muni, einkum veiðarfæri, sem er úthlutað til einstaklinga sem nafngreindir eru í reikningnum. Þorvarður Magnússon, staðarforráðsmaður á Skipaskaga, kemur reikningnum til biskups. Dags. á Skipaskaga 29. apríl 1656.

Efnisorð
313(209v-210v)
Umboðsbréf Þorvarðs Magnússonar yfir Skaga.
Titill í handriti

„Umboðsbréf Þorvarðs Magnússonar yfir Skaga.“

Aths.

Brynjólfur biskup staðfestir að Þorvarður Magnússon hefur umboð hans til að sinna útgerð og staðarforráðum á Skipaskaga. Umboð Þorvarðar hafði upphaflega verið gefið út haustið áður (sbr. 227. bréf) og ekki ljóst hvers vegna Brynjólfur endurnýjar það nú, en í bréfinu segist hann vera “ásáttur orðinn við ærlegan mann Þorvarð Magnússon.” Þorvarður hefur prókúru biskups vegna alls þess kostnaðar sem útgerðinni fylgir. Laun Þorvarðar verða 49 hundruð árlega. Dags. á Skipaskaga 29. apríl 1656.

314(210v-211r)
Byggingarbréf Sveins Árnasonar fyrir hálfum Skaga.
Titill í handriti

„Byggingarbréf Sveins Árnasonar fyrir hálfum Skaga.“

Aths.

Brynjólfur biskup veitir Sveini Árnasyni hálfa jörðina Skipaskaga á Akranesi. Sveinn á að rækta jörðina og halda við húsum, auk þess sem hann þarf að hýsa Þorvarð Magnússon, umsjónarmann útgerðarinnar á staðnum. Í landskuld greiðir Sveinn biskupi sex vættir fiska. Dags. á Skipaskaga 29. apríl 1656.

Efnisorð
315(211v)
Skuldareikningur Helga á Mófellsstöðum.
Titill í handriti

„Skuldareikningur Helga á Mófellsstöðum.“

Aths.

Yfirlit yfir þær greiðslur sem Helgi Jónsson á Mófellsstöðum hefur þegið frá Brynjólfi biskup fyrir vinnu sína við endurbætur húsa á staðnum (framhald 224. bréfs). Dags. 1. maí 1656.

Efnisorð
316(211v-212v)
Kaupbréf fyrir Svínabakka í Vopnafirði 12 hundruð. Fyrir Vakursstaði, þar 12 ...
Titill í handriti

„Kaupbréf fyrir Svínabakka í Vopnafirði 12 hundruð. Fyrir Vakursstaði, þar 12 hundruð. Með 20 ríkisdala milligjöf af Ólafi Sigfússyni 1656. 5. maí.“

Aths.

Fjórir menn votta að þeir voru viðstaddir handsöl þar sem Brynjólfur biskup seldi Ólafi Sigfússyni í Fagranesi og systur hans, Þórunni Sigfúsdóttur, alla jörðina Vakursstaði í Vopnafirði. Jörðin er tólf hundruð að dýrleika og fara tveir þriðju hlutar hennar til Ólafs en einn þriðji til Þórunnar. Á móti lætur Ólafur alla jörðina Svínabakka í Vopnafirði sem einnig er tólf hundruð að dýrleika, en biskup greiðir jafnframt tuttugu ríkisdali á milli. Dags. í Skálholti 5. maí 1656.

Á milli s. 212v og s. 213r vantar sex blöð í handritið sem hafa verið merkt 482-492 með eldra blaðsíðutali.

Efnisorð
317(213r-214r)
Kaupbréf fyrir hálfum Reynir á Akranesi. Item fyrir 25 hundruð í Skálpastöðum...
Titill í handriti

„Kaupbréf fyrir hálfum Reynir á Akranesi. Item fyrir 25 hundruð í Skálpastöðum af Torfa Erlendssyni.“

Aths.

Brynjólfur biskup selur Torfa Erlendssyni, sýslumanni í Árnesþingi, jörðina Flekkudal í Kjós sem er 40 hundruð að dýrleika, auk Sigurðarhúsa á Kjalarnesi, sem er einn áttundi partur jarðarinnar Arnarholts og fimm hundruð að dýrleika. Á móti lætur Torfi hálfa jörðina Reyni á Akranesi, sem er 20 hundruð að dýrleika, auk 25 hundraða í jörðinni Skálpastöðum í Lundarreykjardal. Dags. í Skálholti 7. maí 1656.

Efnisorð
318(214r-214v)
Kúgildaskipti millum biskupsins og Torfa.
Titill í handriti

„Kúgildaskipti millum biskupsins og Torfa.“

Aths.

Yfirlit um þau kúgildi sem skipta um hendur samfara jarðakaupum Brynjólfs biskups og Torfa Erlendssonar (sbr. 317. bréf). Biskup selur ellefu kúgildi (níu með Flekkudal og tvö með Sigurðarhúsum) og fær þrettán á móti (tíu með Skálpastöðum og þrjú með Reyni). Mismuninn greiðir biskup með því að láta bát fylgja með Sigurðarhúsum. Biskup skipar Jón Sigurðsson í Káranesi og Pál Teitsson til að annast jarðaskiptin fyrir sína hönd. Dags. 8. maí 1656.

Efnisorð
319(215r-216r)
Kaupmálabréf Magnúsar Freysteinssonar eldra og Helgu Kjartansdóttur.
Titill í handriti

„Kaupmálabréf Magnúsar Freysteinssonar eldra og Helgu Kjartansdóttur.“

Aths.

Kaupmáli gerður á milli hjónaefnanna Magnúsar Freysteinssonar eldra og Helgu Kjartansdóttur, en Otti Ottason, sammæðra hálfbróðir Helgu, annast samningagerðina fyrir hennar hönd. Magnús leggur tíu hundruð í þarflegum peningum til hjúskaparins en Otti fimm hundruð. Helga hefur auk þess vilyrði um þrjú hundruð til viðbótar úr ýmsum áttum, m.a. frá Brynjólfi biskup (“vegna Margrétar og Helgu Halldórsdætra, frændkvenna Helgu”) og frá Magnúsi Björnssyni, lögmanni norðan og vestan. Dags. í Skálholti 18. maí 1656.

320(216r)
Meðkenning séra Halldórs um sitt meðtekið kaup.
Titill í handriti

„Meðkenning séra Halldórs um sitt meðtekið kaup.“

Ábyrgð

Bréfritari Halldór Jónsson

Aths.

Sr. Halldór Jónsson, kirkjuprestur í Skálholti, vottar að hann hefur móttekið 17 ríkisdali og 15 aura frá Brynjólfi biskup í prestskaup fyrir árið 1656. Dags. í Skálholti 24. maí 1656.

321(216r)
Páls Árnasonar meðkenning um meðtekið kaup sitt.
Titill í handriti

„Páls Árnasonar meðkenning um meðtekið kaup sitt.“

Aths.

Páll Árnason, heyrari í Skálholti, vottar að hann hefur móttekið 15 ríkisdali og 105 aura í kaup fyrir árið 1656. Dags. í Skálholti 24. maí 1656.

Efnisorð
322(216v-217r)
Meðkenning Gísla Einarssonar um sitt meðtekið kaup.
Titill í handriti

„Meðkenning Gísla Einarssonar um sitt meðtekið kaup.“

Aths.

Gísli Einarsson, skólameistari í Skálholti, vottar að hann hefur móttekið 15 ríkisdali og 105 aura í fimmtán hundruð og fimm aura í kaup fyrir árið 1656. Kaupið er greitt í ýmissi vöru sem er sundurliðuð í bréfinu. Dags. í Skálholti 14. júní 1656.

323(217r)
Kvittun Finns Guðmundssonar á biskupstíundameðferð 1656.
Titill í handriti

„Kvittun Finns Guðmundssonar á biskupstíundameðferð 1656.“

Aths.

Brynjólfur biskup vottar að Finnur Guðmundsson hefur staðið skil á þeim biskupstíundum sem hann hefur innheimt í Rangárvallasýslu vorið 1656. Dags. í Skálholti 26. maí 1656.

324(217v)
Útgreiðsla biskupsins á fimm hundruðum lofuðum að greiða giftingarmönnum Valg...
Titill í handriti

„Útgreiðsla biskupsins á fimm hundruðum lofuðum að greiða giftingarmönnum Valgerðar Magnúsdóttur.“

Aths.

Brynjólfur biskup greiðir fimm hundruð í legorðssekt fyrir hönd Páls Tómassonar til giftingarmanna Valgerðar Magnúsdóttur (sbr. 286. bréf). Dags. á fardögum 1656.

Efnisorð
325(218r)
Skuld Snæfuglsstaðakirkju útgoldin í messuklæðum af dómkirkjunnar inventario.
Titill í handriti

„Skuld Snæfuglsstaðakirkju útgoldin í messuklæðum af dómkirkjunnar inventario.“

Aths.

Gísli Þóroddsson, prestur á Snæfuglsstöðum, tekur við gömlum messuklæðum úr Skálholtsdómkirkju. Ætlunin er að klæðin nýtist við helgihald í kirkjunni á Snæfuglsstöðum. Dags. í Skálholti 2. júní 1656.

326(218v-219r)
Meðkenning séra Gísla Þóroddssonar um lán á eynni í Hvítá frá stólnum.
Titill í handriti

„Meðkenning séra Gísla Þóroddssonar um lán á eynni í Hvítá frá stólnum.“

Aths.

Gísli Þóroddsson, prestur á Snæfuglsstöðum, vottar að hann hefur undanfarin tvö ár nytjað eyju sem liggur í Hvítá á milli Snæfuglsstaða og Langholts í Flóa, en eyjan tilheyrir með réttu Langholti, sem er dómkirkjujörð. Gísli fær heimild til að nytja eyna áfram og kveðið er á um að hann greiði Skálholtsdómkirkju sanngjarna þóknun fyrir nautnina, en ekki kemur fram hversu há sú þóknun á að vera. Dags. í Skálholti 2. júní 1656.

Efnisorð
327(219r-219v)
Vitnisburður útgefinn í Hornafirði að Holtaþingi um Þernuvallaland.
Titill í handriti

„Vitnisburður útgefinn í Hornafirði að Holtaþingi um Þernuvallaland.“

Aths.

Greinargerð fundar að Holtaþingi í Hornafirði þar sem sr. Jón Bjarnason, prestur í Bjarnanesi, las upp bréflegt erindi frá Brynjólfi biskup varðandi jörðina Þernuvelli í Hornafirði. Biskup hefur deilt við eigendur jarðarinnar Einholts um landnytjar á Þernuvöllum, en það er skilningur hans að jörðin Borg, sem er dómkirkjujörð, hafi frá fornu fari haft heimild til þess að nytja Þernuvelli (sbr. 179. bréf). Margir fundarmenn taka undir þetta og enginn mótmælir. Dags. að Holtaþingi í Hornafirði 8. maí 1656; afrit gert í Skálholti 11. júní s.á.

Efnisorð
328(220r)
Meðkenning biskupsins um 43 álnir vaðmáls af séra Jóni í Bjarnanesi.
Titill í handriti

„Meðkenning biskupsins um 43 álnir vaðmáls af séra Jóni í Bjarnanesi.“

Aths.

Brynjólfur biskup staðfestir að hann hefur móttekið 43 álnir vaðmáls frá sr. Jóni Bjarnasyni í Bjarnanesi. 30 álnir eru greiðsla fyrir andarnefju en 13 “í okkar reikningsskap.” Ódags.

Efnisorð
329(220r-221r)
Reikningur Bjarnaness umboðs staðinn af séra Jóni í Bjarnanesi.
Titill í handriti

„Reikningur Bjarnaness umboðs staðinn af séra Jóni í Bjarnanesi.“

Aths.

Yfirlit um útgjöld og tekjur af Bjarnanesi fyrir árin 1654-1656. Dags. í Skálholti 11. júní 1656.

Efnisorð
330(221r-221v)
Quittantia séra Jóns í Bjarnanesi fyrir meðferð og reikning umboðsins.
Titill í handriti

„Quittantia séra Jóns í Bjarnanesi fyrir meðferð og reikning umboðsins.“

Aths.

Brynjólfur biskup staðfestir að sr. Jón Bjarnason, prestur í Bjarnanesi, hefur staðið skil á öllum tekjum af jörðinni til sín fyrir árin 1654-1656. Heildarupphæðin er sex hundruð. Dags. í Skálholti 11. júní 1656.

Efnisorð
331(221v-222r)
Kvittun Einars Jónssonar á Núpsstað um skil á biskupstíundum í Skaftafellssýs...
Titill í handriti

„Kvittun Einars Jónssonar á Núpsstað um skil á biskupstíundum í Skaftafellssýslu anno 1656.“

Aths.

Brynjólfur biskup staðfestir að Einar Jónsson á Núpsstað hefur staðið skil á þeim biskupstíundum sem safnast hafa í Skaftafellsþingi vorið 1656. Heildarupphæðin er hálft níunda hundrað og 52 álnir, og af því fær Einar þriðjung í sinn hlut. Dags. í Skálholti 26. júní 1656.

332(222v)
Meðkenning Gunnlaugs Filippussonar upp á sex hundruð meðtekin í Skammbeinssta...
Titill í handriti

„Meðkenning Gunnlaugs Filippussonar upp á sex hundruð meðtekin í Skammbeinsstaðaumboði vegna séra Erasmusar anno 1656.“

Aths.

Gunnlaugur Filippusson staðfestir að hann hefur fengið greidd sex hundruð vegna sr. Erasmusar Pálssonar í umboði Kristínar, dóttur sinnar (sbr. 239. bréf). Finnur Guðmundsson annast greiðsluna fyrir hönd biskups. Dags. að Skammbeinsstöðum í Holtum 30. maí 1656; afrit gert í Skálholti 10. október 1656.

Efnisorð
333(223r-232v)
Registur upp á bréf og gjörninga sem í þessari bók innskrifaðir finnast.
Titill í handriti

„Registur upp á bréf og gjörninga sem í þessari bók innskrifaðir finnast.“

Aths.

Atriðisorðaskrá bókarinnar.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Dárahöfuð 1, með 5 meðalstórum bjöllum á kraga, Hermes kross, 3 stórir hringir og stafur // Ekkert mótmerki ( 2 , 15 , 18 , 20 , 25-26 , 29 , 32 , 38 , 40 , 43 , 52 , 65 , 71 , 78 , 83 , 86 , 91 , 96 , 102 , 109 , 114-115 , 117-118 , 123-124 , 126 , 134-135 , 139 , 145 , 164 ).

Vatnsmerki 2. Aðalmerki: Dárahöfuð 2, með 5 meðalstórum bjöllum á kraga, Hermes kross, 3 stórir hringir og stafur // Ekkert mótmerki ( 3-4 , 11 , 17 , 22 , 28 , 34 , 36 , 42 , 45 , 47 , 50-51 , 53-54 , 61 , 63 , 67? , 68-69 , 73 , 82 , 89 , 93 , 95 , 99-100 , 105 , 111 , 120 , 128-130 , 137 , 141 , 143-144 ).

Vatnsmerki 3. Aðalmerki: Skjaldarmerki 1, hjálmur með fjaðraskúfi og fangamarki PR // Ekkert mótmerki ( 10 ).

Vatnsmerki 4. Aðalmerki: Stór vasi ásamt bókstöfum C og BV // Ekkert mótmerki ( 13 ).

Vatnsmerki 5. Aðalmerki: Skjaldarmerki 2, hjálmur með fjaðraskúfi og fangamarki PR // Ekkert mótmerki ( 77 , 172 ).

Vatnsmerki 6. Aðalmerki: Skjaldarmerki Amsterdam ásamt fangamarki IA // Ekkert mótmerki ( 84 , 148 , 150 ).

Vatnsmerki 7. Aðalmerki: Kóróna (skjaldarmerki?) // Ekkert mótmerki ( 152bis ).

Vatnsmerki 8. Aðalmerki: Tveir turnar með tveimur egglaga gluggum // Ekkert mótmerki ( 153 ).

Vatnsmerki 9. Aðalmerki: Dárahöfuð 3, með 4 meðalstórum bjöllum á kraga, Hermes kross, 3 stórir hringir og stafur // Ekkert mótmerki ( 155 ).

Vatnsmerki 10. Aðalmerki: Dárahöfuð 4, með 5 meðalstórum bjöllum á kraga, Hermes kross, 3 stórir hringir og stafur // Ekkert mótmerki ( 157 ).

Vatnsmerki 11. Aðalmerki: Dárahöfuð 5, með 4 meðalstórum bjöllum á kraga, Hermes kross og 3 meðalstórir hringir // Ekkert mótmerki ( 161-162 , 168-169 , 183 , 185 , 187 , 189-190 ).

Vatnsmerki 12. Aðalmerki: Óútfyllt skjaldarmerki // Ekkert mótmerki ( 177-181 , 192 , 195 , 202 , 204 , 214 ).

Vatnsmerki 13. Aðalmerki: Skjaldarmerki með bjálkum // Ekkert mótmerki ( 197-198 , 200 , 206 , 208 , 210 , 212 , 216-218 , 220 ).

Vatnsmerki 14. Aðalmerki: Dárahöfuð 6, með 7 meðalstórum bjöllum á kraga, Hermes kross, 3 stórir hringir og stafur ( 223 , 227-228 ) // Mótmerki: Vatnsmerki 16.

Vatnsmerki 15. Aðalmerki: Dárahöfuð 7, með 7 meðalstórum bjöllum á kraga, Hermes kross og 3 stórir hringir ( 224 , 231-232 ). // Mótmerki: Vatnsmerki 16.

Vatnsmerki 16. Aðalmerki: Dárahöfuð (vatnsmerki 14 og 15) // Mótmerki: Fangamark CM? MG? ( 225-226 , 229-230 ).

Blaðfjöldi
232 blöð (336 mm x 210 mm).
Tölusetning blaða

Upprunaleg blaðsíðumerking 1-511 (gloppótt).

Kveraskipan

 • Kver I: blöð 1-8, 4 tvinn.
 • Kver II: blöð 9-15, 3 tvinn.
 • Kver III: blöð 16-25, 5 tvinn.
 • Kver IV: blöð 26-33, 4 tvinn.
 • Kver V: blöð 34-39, 4 tvinn.
 • Kver VI: blöð 40-41, 1 tvinn.
 • Kver VII: blöð 42-49, 4 tvinn.
 • Kver VIII: blöð 50-59, 5 tvinn.
 • Kver IX: blöð 60-67, 4 tvinn.
 • Kver X: blöð 68-75, 4 tvinn.
 • Kver XI: blöð 76-77, 1 tvinn.
 • Kver XII: blöð 78-87, 4 tvinn og 1 tvinn stakt (blöð 84-85).
 • Kver XIII: blöð 88-95, 4 tvinn.
 • Kver XIV: blöð 96-97, 1 tvinn.
 • Kver XV: blöð 98-105, 4 tvinn.
 • Kver XVI: blöð 106-107, 1 tvinn.
 • Kver XVII: blöð 108-111, 2 tvinn.
 • Kver XVIII: blöð 112-118, 3 tvinn og 1 stakt blað (115).
 • Kver XIX: blöð 119-126, 4 tvinn.
 • Kver XX: blöð 127-134, 4 tvinn.
 • Kver XXI: blöð 135-141, 3 tvinn.
 • Kver XXII: blöð 142-147, 2 tvinn og 2 stök blöð (142, 143).
 • Kver XXIII: blöð 148-151, 2 tvinn.
 • Kver XXIV: blöð 152-154, 1 tvinn og 2 stök blöð (152, 152bis).
 • Kver XXV: blöð 155-156, 1 tvinn.
 • Kver XXVI: blöð 157-158, 1 tvinn.
 • Kver XXVII: blöð 159-169, 5 tvinn og 1 stakt blað (163).
 • Kver XVIII: blöð 170-181, 5 tvinn og 2 stök blöð (172, 173).
 • Kver XXIX: blöð 181bis-190, 5 tvinn.
 • Kver XXX: blöð 191-200, 5 tvinn.
 • Kver XXXI: blöð 201-210, 5 tvinn.
 • Kver XXXI: blöð 211-215, 2 tvinn og 1 stakt blað (215).
 • Kver XXXIII: blöð 216-222, 3 tvinn og 1 stakt blað (216).
 • Kver XXXIV: blöð 223-232, 4 tvinn og 2 stök blöð (231, 232).

Skrifarar og skrift
Band

Band frá 1982.

Uppruni og ferill

Uppruni

Þetta bindi er skrifað á árunum 1654-1656.

Ferill

Engar upplýsingar eru um hvaðan Árni Magnússon hefur fengið bókina.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 7. apríl 1982.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog I, bls. 242 (nr. 424). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í janúar 1886. DKÞ færði inn grunnupplýsingar 1. júlí 2002. HSÆ skráði í maí 2020. ÞÓS skráði vatnsmerki6. júlí 2020.

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið í Kaupmannahöfn í september 1982. Eldra band og askja fylgja.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamlinged. Kristian Kålund
Haraldur Bernharðsson„Þykkja og þykja. Hljóðbeygingarvíxl einfölduð“, Gripla2004; 15: s. 121-151
Regina JuckniesDer Horizont eines Schreibers : Jón Eggertsson (1643-1689) und seine Handschriften
Ólafur HalldórssonÓlafs saga Tryggvasonar en mesta, 1958; 1
Þórður Ingi Guðjónsson„Um varðveislu og útgáfu frumheimilda“, Píslarsaga séra Jóns Magnússonar2001; s. 423-432
Guðrún Ása Grímsdóttir, Þórður Jónsson í HítardalÆttartölusafnrit séra Þórðar Jónssonar í Hítardal I-II
« »