Skráningarfærsla handrits
AM 265 fol.
Skoða myndirAlþingisdómur frá 1634; Ísland, 1634
Innihald
„Apologia. Um öll mín jarðakaup. Anno Domini 1665“
„Virðulegir herrar, höfðingjar og heiðursmenn …“
Frumrit af dómum, kaupbréfum og fleiri skjölum varðandi jarðaviðskipti Jóns Daðasonar, prests á Arnarbæli, frá árunum 1649-1676.
Registur fyrir bréfunum er á bl. 59v-60r.
Þar fyrir aftan er hjúskaparsáttmáli frá 1676 og lagakaup.
Lýsing á handriti
Handritið hefur verið blaðmerkt síðar 1-63.
Bleksmitun er nokkur og leturflötur hefur sums staðar dökknað.
- Eindálka.
- Leturflötur er ca 255-270 mm x 155-160 mm.
- Línufjöldi er um 36-40 þar sem blöð eru fullskrifuð.
Með hendi Jóns Daðasonar, kansellíbrotaskrift. Bl. 61r-62r eru þó með annarri hendi.
Band frá árunum 1772-1780 (337 mm x 206 mm x 18 mm). Pappaspjöld klædd handunnum pappír, blár safnmarksmiði á kili.
Seðill (40 mm x 97) mm límdur framan á saurblað þar sem skrifað stendur: „Þessa bók á ég Árne Magnússon“.
Uppruni og ferill
Handritið var skrifað á Íslandi. Það er tímasett til 17. aldar í Katalog I, bls. 240, en skjölin eru dagsett árin 1634-1676.
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 12. september 1974.
Aðrar upplýsingar
- ÞS skráði samkvæmt reglum TEI P522. desember 2009.
- DKÞ færði inn grunnupplýsingar 22. ágúst 2001.
- Kålund gekk frá handritinu til skráningar 24. mars 1886 (sjá Katalog I 1889:240 (nr. 420).
Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
Notaskrá
Höfundur | Titill | Ritstjóri / Útgefandi | Umfang |
---|---|---|---|
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling | ed. Kristian Kålund | ||
Jón Vestmann | Frá Selvogi. Vísur síra Jóns Vestmanns um Strandarkirkju. Kveðnar 1843, | ed. Jón Þorkelsson | 1918-1920; 1: s. 311-345 |