Skráningarfærsla handrits
AM 249 l fol.
Skoða myndirRímtal (latneskt); Ísland, 1175-1200
Innihald
Mars og apríl (óheilt) á bl. 1, maí og júní á bl. 2, nóvember og desember á bl. 3.
Lýsing á handriti
Tvö tvinn: 1+4 og 2+3.
Skorið hefur verið af bl. 1 svo að eftir stendur ekki nema innsti þriðjungur þess. Hin blöðin eru einnig sködduð, einkum bl. 2, en skorið hefur verið af ytri spássíu þess.
Rauðir upphafsstafir.
Rauðritaðar fyrirsagnir.
- Latneskum orðum ásamt íslenskum þýðingum skotið inn á milli dálka í talbyrðingnum, með sömu hendi og orðskýringar í GKS 1812 IV 4to.
- Á neðri spássíum á bl. 1v og 2v eru brot úr latneskum bænum með yngri hendi.
Fastur seðill (157 mm x 107 mm) með hendi Árna Magnússonar þar sem hann segir að þessi blöð hafi fylgt AM 415 4to, en þau eiga ekki heima þar: „Þetta fragmentum calendariu lá saman við það fragmentum, sem á er langfeðgatal. Series Abbatum Annalar etc. En heyrir ekki þar til. Er þó í álíka formi. Hér á eru glossæ nokkrar gamlar, Latino-Islandicæ.“
Uppruni og ferill
Tímasett til loka 12. aldar í Katalog I, bls. 230. Íslensku orðskýringarnar á 3v-4v eru hins vegar tímasettar til c1190 (sjá ONPregistreistre, bls. 439).
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 22. júlí 1992.
Aðrar upplýsingar
Tekið eftir Katalog I, bls. 230 (nr. 400). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í janúar 1886. Haraldur Bernharðsson skráði 23. janúar 2001.
Yfirfarið og hreinsað í apríl 1992.
Viðgert 1968.
- Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
- Svart-hvítar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi.
Notaskrá
Höfundur | Titill | Ritstjóri / Útgefandi | Umfang |
---|---|---|---|
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling | ed. Kristian Kålund | ||
Ordbog over det norrøne prosasprog: Registre | ed. Den arnamagnæanske kommision | ||
Guðrún Ingólfsdóttir | Í hverri bók er mannsandi : handritasyrpur - bókmenning, þekking og sjálfsmynd karla og kvenna á 18. öld, Studia Islandica = Íslensk fræði ; 62 | 2011; s. 408, [1] s., [18] mbls. : ritsýni | |
Eva Rode | „Et fragment af en prædiken til askeonsdag“, | s. 44-61 | |
Jens Eike Schnall | „Die dies mali und andere Unglückstage: Kontextualisierung, Kompilationsmuster und Wissensordnung in nordeuoropäischen Handschriften des Spätmittelalters“, | s. 343-378 | |
Sverrir Tómasson | „Ferðir þessa heims og annars“, | 2001; 12: s. 23-40 |