Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 249 g fol.

Rímtal (íslenskt) ; Ísland, 1550-1599

Athugasemd
Framan og aftan við rímtalið er ýmislegt tengt og ótengt tímatalsfræðum.
Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r)
Um uppruna júlíanska tímatalsins
Titill í handriti

Hver fyrst hefur uppá rím fundið á Norðurlöndum

Upphaf

Rím var fyrst í Norðurlöndum til sett og uppáfundið af Júlío þeim fyrsta rómverska keisara …

Niðurlag

… vors frelsara Jesú Kristí 47 ár. Teste Carione.

2 (1r)
Athugagrein um afhendingu grallara
Athugasemd

Samkvæmt athugagreininni, sem dagsett er að Vindási 1680, afhenti Snæbjörn Einarsson kirkjunni á Reynivöllum í Kjós þennan grallara. Síðar hefur verið krassað yfir þetta.

3 (1r)
Sálmur
Upphaf

Heilagur, heilagur, heilagur ertu, drottinn Guð allsherjar …

Efnisorð
4 (1v)
Tafla til að reikna út flóð og fjöru
Athugasemd

Með viðbættum skýringum.

5 (2r-7v)
Rímtal (íslenskt)
Athugasemd

Með viðbættum annálsgreinum og sagnfræðilegum athugasemdum. Aftasta athugasemdin (bl. 7v): Anno 1630, 28. decemb: andaðist virðuglegur herra H. Oddur Einarsson, þá hann hafði biskup verið 42 ár. Vitur maður og vellærður..

6 (8r-10v)
Reglur um útreikninga á árinu
Upphaf

[Á] hinni gömlu öld er kölluð er páskaöld …

Niðurlag

… og þetta bregst þér ekki um aldur og ævi.

Athugasemd

Um útreikninga á sunnudagsbókstaf, gyllinitali, páskum o.s.frv.

Þar fyrir neðan er talbyrðingur.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
i + 10 + i blöð (237-243 mm x 165 mm).
Tölusetning blaða

Handritið hefur verið blaðmerkt síðar með rauðu bleki.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 175-200 mm x 140-145 mm.
  • Línufjöldi er ca 30-34.
  • Eyða fyrir upphafsstaf á bl. 8r.

Ástand

Krassað yfir athugagrein á bl. 1r.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, textaskrift.

Skreytingar

Hringlaga, litskreyttar teikningar á bl. 9r-v.

Litaður og flúraður upphafsstafur (R) á bl. 1r.

Víða notað rautt blek og sums staðar grænt og fjólublátt.

Nótur

Nótur við sálm á bl. 1r.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur
Annálsgreinum og sagnfræðilegum athugasemdum bætt inn í rímtalið á bl. 2r-7v.
Band

Band líklega frá 19. öld (270 mm x 183 mm x 10 mm). Pappaspjöld klædd pappír með ljósu marmaramynstri, skinn á kili og hornum. Blár safnmarksmiði á kili.

Fylgigögn

Fastur seðill fremst (130 mm x 109 mm) með hendi Árna Magnússonar: Þetta Calendarium var framan við Grallarann frá séra Torfa á Vindási, segir hann (1710 ultimo Martii) að ég aldrei þurfti því aftur að skila, því Grallarinn sjálfur sé og ónýtur.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi. Það er tímasett til síðari hluta 16. aldar í Katalog I , bls. 228. Rímtalið er hugsanlega skrifað af eða fyrir Árna Gíslason, son Gísla Jónssonar biskups, en hann hefur skrifað athugasemd með nafni sínu við 20. júlí 1585 í rímtalinu. Rímtalið stóð áður framan við grallara.

Ferill

Árni Magnússon fékk rímtalið frá séra Torfa á Vindási og í mars 1710 sagði Torfi að hann þyrfti ekki að skila því aftur því grallarinn væri ónýtur (sbr. seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 26. júlí 1978.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi.

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn