Skráningarfærsla handrits
AM 237 a fol.
Skoða myndirBrot úr predikunarsafni; Íslandi, 1140-1160
Innihald
Þessir textar eru einnig í Norsku hómilíubókinni, AM 619 4to.
„… trú rétta. Þá er oss leiðir inn til almennilegrar kristni …“
„… maður sé óprúður og missi …“
Analecta norræna s. 235-238.
Leifar fornra kristinna fræða íslenzkra s. 162-165.
„… er mér hafði vitrast. Þá kom annar engill …“
„… Höldum vér jafngirni í öllum hlutum og verum …“
Analecta norræna s. 238-241.
Leifar fornra kristinna fræða íslenzkra s. 165-167.
Lýsing á handriti
Blaðnúmer hefur verið fært inn með rauðu bleki á miðja efri spássíu rektósíðna (ásamt safnmarki vinstra megin á neðri spássíu 1r).
Tvö samföst blöð (eitt tvinn) innan úr bók.
Óþekktur skrifari, karlungaskrift.
Fyrirsögn með rauðu bleki.
Upphafsstafur með rauðu bleki.
- Nýleg pappakápa með líndúk á kili.
- Handritið liggur í öskju sem er fóðruð að innan (335 mm x 248 mm x 15 mm). Saurblöð tilheyra bandi.
- Fastur seðill (142 mm x 99 mm) með hendi Árna Magnússonar með upplýsingum um feril: „Frá séra Þorsteini Ketilssyni 1728. Er úr ærið gamalli predikunarbok.“.
- Safnmarksmiði innan á fremra bandi.
- Miði með upplýsingum um gamla skráningu innan á fremra bandi.
Uppruni og ferill
Handritið er skrifað á Íslandi. Það er tímasett til 12. aldar í Katalog I, bls. 198, en til ca 1150 í Early Icelandic Script, bls. iii (nr. 2) og ONPRegistre, bls. 436.
Árni Magnússon fékk frá séra Þorsteini Ketilssyni að Hrafnagili í Eyjafjarðarsýslu 1728.
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 18. júní 1997.
Aðrar upplýsingar
- Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
- Svart-hvítar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi (keyptar af Arne Mann Nielsen í febrúar 1985).