Skráningarfærsla handrits
AM 219 fol.
Skoða myndirBiskupasögur; Ísland, 1370-1380
Innihald
Jóns saga helga
Eitt brotanna var upprunalega varðveitt í AM 220 fol.
Brot á fjórum blöðum.
Enginn titill
„várs herra passionem“
„gjörr er viður“
Enginn titill
„góðum hlutum líkt farið“
„að hafa yfir sér“
Enginn titill
„setu lof“
„Gunnlaugi munki Leifssyni er þessa“
Enginn titill
„lagri trú“
„stökk blóð úr en eigi“
Þorláks saga helga
Brot á sex blöðum.
Enginn titill
„en þar þó að“
„að hann hafði sig eigi mjög“
Enginn titill
„í minnum eftir“
„og fylgdi æfi[ligur]“
Enginn titill
„mörkum vax“
„hina blessuðu biskupa. Thorlacum og Blasíum“
Guðmundar saga biskups
Sum brotanna virðast upprunalega hafa verið varðveitt í AM 220 fol.
Brot á sjö blöðum.
Enginn titill
„[fyll]ast sem eg tala“
„svá grunnfast að hvorki“
Enginn titill
„sem þeir tæki himin höndum“
„til alþingis og dæmir“
Enginn titill
„lífinu. Þótti“
„og hver vitna um sínar byggðir“
Enginn titill
„honum lá eigi léttara hans útlegð“
„hlífa engum manni“
Enginn titill
„[nær]ing og tendran eldinum“
„því að ef [nokkur]“
Lýsing á handriti
Stök blöð.
- Aðeins er varðveitt brot úr handritinu.
- Blöðin eru flest skemmd og skorin.
- Rifið hefur verið uppúr texta á stórum bletti á bl. 1r-v og 12r-v.
- Saumgöt og rifur á spássíum allra blaða, einnig milli dálka á sumum blöðunum.
- Texti víða máður og skítugur, bl. 12r einna verst útlítandi.
- Tvídálka.
- Leturflötur er ca 215-230 mm x 158-160 mm.
- Línufjöldi er 38.
- Upphafsstafir víða dregnir út úr leturfleti.
Óþekktur skrifari, textaskrift.
Rauðir og grænir upphafsstafir.
Rauðritaðar fyrirsagnir.
- Viðbót með hendi frá um 1600 neðst í innri dálki á bl. 10v: „Guðs náð og friður veri með yður minn góði vin Ásmundur Sæmunds son“.
- Athugasemd með hendi Árna Magnússonar neðst á bl. 14r: „Úr Guðmundar sögu. Frá sr. Þorláki Grímssyni 1708, er frá sr. Þorsteini Ólafssyni í Miklagarði.“
- Fleiri spássíugreinar og pennakrot eru á bl. 2r, 7r, 9r, 11v, 13r, 14v.
Band frá apríl 1970 (323 mm x 256 mm x 25 mm). Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk, leður á kili og hornum. Límt á móttök. Saurblöð tilheyra þessu bandi. Handritið liggur í öskju.
- Tveir seðlar (198 mm x 171 mm) með hendi Árna Magnússonar: „Hér eru úr Jóns sögu Hólabiskups 4 blöð, úr Þorláks sögu Hólabiskups 6 blöð, úr Guðmundar sögu biskups 6 blöð. Sýnist, að þau öll muni vera úr einu volumine, jafnvel þótt dálkarnir séu ei fyllilega svo langir eða breiðir á einu blaðinu sem á öðru. 2 af þessum blöðum fékk ég 1705 af séra Jóni Torfasyni, voru komin frá Stóra hóli í Eyjafirdi, og voru úr Þorláks sögu og Jóns sögu. 3 fékk ég 1705 frá monsr. Nikulási Einarssyni. Voru öll úr Þorláks sögu. 2 blöð úr Þorláks sögu fékk ég ante anno 1702 frá Íslandi, sitt úr hverjum stað, Norðan frá landinu, ef mig rétt minnir. 2 blöð Guðmundar sögu hefi ég fengið af Guðmundi Ólafssyni, lögréttumanni í Hleiðargarði í Saurbæjarsókn í Eyjafirði, en hann fékk hjá séra Þorsteini Ólafssyni í Miklagarði í Eyjafirdi, sem þau fengið hefur (si recte meminit) eftir föður sínum séra Ólafi í Grímstungu. 1 blað úr Guðmundar sögu fékk ég 1708 frá séra Þorláki Grímssyni, en hann hefði það fengið hjá nefndum séra Þorsteini Ólafssyni í Miklagarði. 1 af þessum blöðum fékk ég frá Íslandi ante annum 1702. Hin blöðin sem fleiri eru, hefi ég eigi annoterað, hvaðan til mín komin séu. Það ætla ég annars sé víst, að þessi codex hafi norður í landi verið í sundur rifin. “. Þar að auki seðils við bl. 12. Á einn seðilinn skrifar Jón Sigurðsson 18. september 1841 að hann hafi verið með „220“ (AM 220 fol.) en heyri til hér.
- Laus seðill frá Kaupmannahöfn með upplýsingum um forvörslu.
Uppruni og ferill
Handritið var skrifað á Íslandi. Það er tímasett til c1370-1380 (sjá ONPRegistre, bls. 435), en til loka 14. aldar í Katalog I, bls. 176.
Árni Magnússon fékk blöðin frá ýmsum stöðum á Norðurlandi, þar sem hann telur víst að handritið hafi verið tekið í sundur (sbr. seðla):
- Tvö blöð úr Þorláks sögu og Jóns sögu (ótilgreind) frá sr. Jóni Torfasyni 1705, en þau komu frá Stórahóli í Eyjafirði.
- Þrjú blöð úr Þorláks sögu (ótilgreind) frá Nikulási Einarssyni 1705.
- Tvö blöð úr Þorláks sögu (ótilgreind) fyrir 1702, frá tveimur mismunandi stöðum á Norðurlandi.
- Annað blað (ótilgreint) fyrir 1702 (sbr. seðil).
- Tvö blöð úr Guðmundar sögu (ótilgreind) frá Guðmundi Ólafssyni, lögréttumanni í Hleiðargarði í Saurbæjarsókn Eyjafirði, en hann fékk þau frá sr. Þorsteini Ólafssyni í Miklagarði í Eyjafirði, sem fékk þau eftir föður sinn sr. Ólaf í Grímstungum.
- Eitt blað úr Guðmundar sögu frá sr. Þorláki Grímssyni 1708, en hann fékk það frá sr. Þorsteini Ólafssyni í Miklagarði (sbr. bl. 14r).
- Eitt blað (ótilgreint) frá sr. Þorsteini Ketilssyni prófasti að Hrafnagili í Eyjafirði 1727.
- Bl. 12 kom í Árnasafn árið 1879 frá Hinu íslenska bókmenntafélagi, en það hafði verið notað sem umslag utan um pappírshandrit frá Eyjafirði, sem mun vera ÍB 201 8vo.
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 9. júlí 1976.
Aðrar upplýsingar
- ÞS endurskráði 14. janúar 2009.
- DKÞ skráði 8. maí 2001.
- Kålund gekk frá handritinu til skráningar 8. febrúar 1886 (sjá Katalog I 1889:175-176 (nr. 336).
Viðgert í Kaupmannahöfn af Birgitte Dall í apríl 1970.
- Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
- Ljósprentað í Early Icelandic Manuscripts in Facsimile 7, 1967.