Skráningarfærsla handrits

AM 217 a fol.

Árna saga biskups

Innihald

1 (1r-33v)
Árna saga biskups
Titill í handriti

Sagann Af Árna Biskupe Þörläkſsyne

Athugasemd

Óheil.

Efnisorð
2 (33v)
Lausavísur
Höfundur

Jón Arason í Vatnsfirði

Athugasemd

Þrjár vísur um Árna biskup, samdar 1650.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Skjaldarmerki Amsterdam ( 2 , 4 , 6 , 8 , 11 , 13 , 15 , 17 , 19? , 21 , 23 , 25 , 27 , 29-30 ) // Mótmerki: Fangamark IB ( 10 , 12 , 20 , 22 , 24? , 26 , 28 , 31? , 32 ).

Vatnsmerki 2. Aðalmerki: Ljón með kórónu og vopnum // Ekkert mótmerki (fastur seðill fremst í handriti).

Blaðfjöldi
33 blöð (338 mm x 210 mm), að meðtöldu bl. 1a.
Umbrot

Ástand

Handritið er fúið af völdum raka og texti víða skertur á bl. 1-11.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Mikið af viðbótum á spássíum.
  • Við 80. kapítula er orðrétt skrifuð upp spássíugrein Brynjólfs biskups úr AM 115 fol.

Band

Band frá 1974.

Uppruni og ferill

Uppruni

Tímasett til 17. aldar í Katalog I , bls. 175. Var áður hluti af stærri bók sem innihélt einnig AM 217 b fol. (með annarri hendi), AM 217 c fol., AM 111 fol. og Eddukvæði (sbr. bl. 1a).

Ferill

Bókin sem handritið tilheyrði var í eigu Sigurðar Jónssonar lögmanns (sbr. bl. 1a).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 10. júní 1975.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog I , bls. 175 (nr. 335). Kålund gekk frá handritinu til skráningar 5. febrúar 1886. DKÞ skráði 7. apríl 2000. ÞÓS skráði 1. júlí 2020.

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall í ágúst 1974. Eldra band fylgir í öskju með handritinu.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Höfundur: Guðrún Ása Grímsdóttir, Þórður Jónsson í Hítardal
Titill: Ættartölusafnrit séra Þórðar Jónssonar í Hítardal I-II
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Titill: , Árna saga biskups
Ritstjóri / Útgefandi: Þorleifur Hauksson
Umfang: II
Lýsigögn
×

Lýsigögn