Skráningarfærsla handrits
AM 209 fol.
Skoða myndirHungurvaka Þorláks saga helga Páls saga biskups; Ísland, 1625-1672
Innihald
Hungurvaka
„Hungurvaka“
Þorláks saga helga
„Sagann Af Þorlake | biskupe helga“
Uppskrift eftir tveimur forritum (sbr. JS 409 4to).
Bl. 70 og 73 skilin eftir auð að rúmlega helmingi og bl. 74-76 alveg auð til að tákna eyður í texta.Páls saga biskups
„Frasaugn hin ſierlig|aſta Af Pale Jonsſyne skal|holts biskupe ok fleirum biskupum“
Lýsing á handriti
Pappír með vatnsmerkjum.
Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Ljón með tvær rófur og stendur á vopni // Ekkert mótmerki (fastur seðill fremst í handriti).
Vatnsmerki 2. Aðalmerki: Skjaldarmerki Amsterdam // Ekkert mótmerki ( 4? , 6? , 8? , 12 , 14-15 , 20-21? , 22-24 , 31-33? , 45? , 47-48 , 50-54 , 56-57? , 61-62 , 65 , 68 , 71-73 , 84-85 ).
Vatnsmerki 3. Aðalmerki: Dárahöfuð 1, með 7 litlum bjöllum á kraga, Hermes kross og 3 meðalstórir hringir ( 80? , 87? , 89 , 98 ) // Mótmerki: Vatnsmerki 4.
Vatnsmerki 4. Aðalmerki: Dárahöfuð (vatnsmerki 3 og 5) // Mótmerki: Fangamark PR ( 88 , 90-91 , 96-97 , 99 ).
Vatnsmerki 5. Aðalmerki: Dárahöfuð 2, með 7 litlum bjöllum á kraga, Hermes kross, 3 meðalstórir hringir og stafur ( 81 , 92-93 , 95? ) // Mótmerki: Vatnsmerki 4.
Blaðsíðumerkt 1-196, líklega síðari tíma viðbót.
Bl. 1 máð og dekkra en hin blöðin.
Eyður fyrir upphafsstafi.
Nótur á bókfelli í bandi.
Spássíukrot með 17. aldar hendi hér og þar á bl. 1r-26r, strikað yfir flest.
Spjöld og kjölur klædd bókfelli úr latnesku helgisiðahandriti með nótum.
Fastur seðill (136 mm x 165 mm)með hendi Árna Magnússonar: „Hungurvaka. Þorláks saga biskups. Páls saga biskups. Með hendi séra Jóns Erlendssonar. Eru úr bók þeirri er ég fékk af Gísla Jónssyni, en Margrét Magnúsdóttir kona hans af Sigurði Björnssyni Lögmanni.“
Uppruni og ferill
Skrifað af Jóni Erlendssyni og tímasett til 17. aldar í Katalog I, bls. 171, en virkt skriftartímabil Jóns var c1625-1672. Var áður hluti af stærri bók. Í sömu bók voru AM 213 fol. og AM 216 fol.
Bókin sem handritið tilheyrði var frá Brimnesvöllum (Brimilsvöllum?) og gekk frá Sigurði Björnssyni lögmanni til Margrétar Magnúsdóttur. Árni Magnússon fékk hana frá eiginmanni Margrétar, Gísla Jónssyni, og tók í sundur (sbr. seðil og seðla í AM 213 fol. og AM 216 fol.).
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 7. maí 1985.
Aðrar upplýsingar
Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
Notaskrá
Höfundur | Titill | Ritstjóri / Útgefandi | Umfang |
---|---|---|---|
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling | ed. Kristian Kålund | ||
Biskupa sögur I. | |||
Merete Geert Andersen | „Colligere fragmenta, ne pereant“, | s. 1-35 | |
Biskupa sögur II, | ed. Ásdís Egilsdóttir | 2002; 16 | |
Guðrún Ása Grímsdóttir, Þórður Jónsson í Hítardal | Ættartölusafnrit séra Þórðar Jónssonar í Hítardal I-II | ||
Byskupa sögur, | ed. Jón Helgason | 1938; 13:1 | |
Byskupa sögur, | ed. Jón Helgason | 1978; 13:2 | |
Margrét Eggertsdóttir | „Handritamiðstöðin í Skálholti“, Menntun og menning í Skálholtsstifti 1620-1730, Glíman. Sérrit 1 | 2010; s. 79-87 | |
Hans Bekker-Nielsen, L. K. Shook, Ole Widding | „The Lives of the Saints in Old Norse Prose: A Handlist“, Mediaeval Studies | 1963; s. 294-337 |