Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 207 a fol.

Biskupasögur ; Noregur, 1690-1697

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-11v)
Hungurvaka
Titill í handriti

Hungurvaka

Upphaf

Einn lítill bæklingur af fáum biskupum …

Niðurlag

… og þolinmæði við óhlýðna menn og rangláta.

Baktitill

Endir Hungurvöku.

Efnisorð
2 (12r-49v)
Biskupaannálar Jóns Egilssonar
Höfundur
Titill í handriti

Biskupaannáll síra Jóns Egilssonar

Upphaf

Teitur hét maður er Skálholt byggði …

Niðurlag

… Sá var sannorður er hana sá.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír með vatnsmerkjum.
Blaðfjöldi
i + 49 blöð (312 mm x 200 mm). Neðri helmingur bl. 49v er auður.
Tölusetning blaða

Handritið hefur verið blaðmerkt síðar með bleki 1-49.

Kveraskipan

Sjö kver.

  • Kver I: bl. 1-8, 4 tvinn.
  • Kver II: bl. 9-16, 4 tvinn.
  • Kver III: bl. 17-24, 4 tvinn.
  • Kver IV: bl. 25-30, 3 tvinn.
  • Kver V: bl. 31-38, 4 tvinn.
  • Kver VI: bl. 39-44, 3 tvinn.
  • Kver VII: bl. 45-49, stakt blað og 2 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 265-272 mm x 145 mm.
  • Línufjöldi er 33-34.
  • Vísuorð eru sér um línu.
  • Griporð eru aðeins á bl. 8v og 16v.

Skrifarar og skrift

Með hendi Ásgeirs Jónssonar, kansellíbrotaskrift undir áhrifum frá fljótaskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Á forsíðu stóð upprunalega með hendi skrifara: Epter Exemplari chartaceo parum accuratè scripto (sbr. seðil).
  • Spássíugreinar víða, sumar með hendi skrifara, aðrar með hendi Þormóðs Torfasonar.
  • Víða er strikað undir orð og setningar með rauðu.

Band

Band frá 19. öld (320 mm x 208 mm x 16 mm). Pappaspjöld klædd pappír með brúnu marmaramynstri. Kjölur klæddur bókfelli úr latnesku helgisiðahandriti með nótum. Saurblað tilheyrir bandi.

Fylgigögn

Fastur seðill sem límdur er á saurblað fremst með hendi Árna Magnússonar með upplýsingum um uppruna og feril: Hungurvaka. Biskupaannáll séra Jóns Egilssonar. Eftir exemplari chartaceo parum accurate scripto. Stóð framan á bókinni með hendi Ásgeirs Jónssonar. Úr núm. 12 frá sál. Assessor Thormod Toruesens enke 1720.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað í Noregi (Stangarlandi) og er tímasett frá ársbyrjun 1690 til vors 1697 í umfjöllun Más Jónssonar um skrifarann Ásgeir Jónsson (sbr. Már Jónsson 2009: 282-297 ). Það er tímasett til um 1700 í Katalog I, bls. 170, en virkt skriftartímabil Ásgeirs var ca 1686-1707.

Handritið var áður hluti af stærri bók sem innihélt einnig AM 224 fol. og AM 142 fol. (sbr. AM 435 b 4to).

Ferill

Bókin sem handritið tilheyrði var nr. XII í safni Þormóðs Torfasonar. Árni Magnússon fékk hana frá ekkju Þormóðs árið 1720 og tók í sundur (sbr. seðil og AM 435 b 4to).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 11. september 1974.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • MJG uppfærði vatnsmerki með gögnum frá BS, 11. mars 2024.
  • VH lagfærði í nóvember 2010.
  • ÞS skráði samkvæmt reglum TEI P5 22. desember 2009.
  • DKÞ færði inn grunnupplýsingar 25. apríl 2001.
  • Kålund gekk frá handritinu til skráningar 3. febrúar 1886 (sjá Katalog I 1889: 170-171 (nr. 324).

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: , Membrana Regia Deperdita
Ritstjóri / Útgefandi: Loth, Agnete
Umfang: 5
Titill: , Byskupa sögur
Ritstjóri / Útgefandi: Jón Helgason
Umfang: 13:1
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Már Jónsson
Titill: Heimtur: Ritgerðir til heiðurs Gunnari Karlssyni sjötugum, Skrifarinn Ásgeir Jónsson frá Gullberaströnd í Lundarreykjadal
Ritstjóri / Útgefandi: Guðmundur Jónsson, Helgi Skúli Kjartansson, Vésteinn Ólason
Umfang: s. 282-297
Titill: Biskupa sögur
Umfang: I-II
Lýsigögn
×

Lýsigögn