Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

AM 189 fol.

Handrit hefur ekki verið myndað stafrænt

Sigurðar saga þögla; Ísland, 1625-1672

Nafn
Árni Magnússon 
Fæddur
13. nóvember 1663 
Dáinn
7. janúar 1730 
Starf
Prófessor 
Hlutverk
Fræðimaður; Höfundur; Skrifari; Ljóðskáld 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Þormóður Torfason 
Fæddur
27. maí 1636 
Dáinn
31. janúar 1719 
Starf
Sagnaritari 
Hlutverk
Eigandi; Fræðimaður; Nafn í handriti  
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Jón Erlendsson 
Dáinn
1. ágúst 1672 
Starf
Prestur 
Hlutverk
Skrifari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Jón Guðmundsson ; lærði 
Fæddur
1574 
Dáinn
1658 
Starf
Málari 
Hlutverk
Höfundur; Ljóðskáld; Fræðimaður 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Björn Jónsson 
Fæddur
1574 
Dáinn
28. júní 1655 
Starf
Bóndi; Lögréttumaður 
Hlutverk
Höfundur; Ljóðskáld; Skrifari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Kålund, Kristian Peter Erasmus 
Fæddur
19. ágúst 1844 
Dáinn
4. júlí 1919 
Starf
Bókavörður 
Hlutverk
Fræðimaður 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Drífa Kristín Þrastardóttir 
Fædd
2. júní 1976 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Þuríður Ósk Sigurbjörnsdóttir 
Fædd
4. apríl 1997 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar

Innihald

(1r-62v)
Sigurðar saga þögla
Titill í handriti

„Saga af Sigurde Þǫ̉gla“

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Dárahöfuð 1 // Mótmerki: Flagg ICO ( 1-2 , 8 , 48 ).

Vatnsmerki 2. Aðalmerki: Dárahöfuð 1, með 4 meðalstórum bjöllum á kraga, Hermes kross og 3 stórir hringir // Ekkert mótmerki ( 3 , 4-5? , 9-10 , 41 , 43 , 46-47? , 51-52 , 53-55 ).

Vatnsmerki 3. Aðalmerki: Skjaldarmerki með sverðlilju? // Ekkert mótmerki ( 11-14? , 16? , 21-22 , 24? , 26? , 28? , 32? , 35? , 37? , 40? , 42? ).

Vatnsmerki 4. Aðalmerki: Dárahöfuð 2 // Mótmerki: Fangamark, D eða G? ( 56-58 , 61 ).

Vatnsmerki 5. Aðalmerki: Dárahöfuð 2, með 5 litlum bjöllum á kraga, Hermes kross og 3 stórir hringir // Ekkert mótmerki ( 62? ).

Vatnsmerki 6. Aðalmerki: Dárahöfuð 3, með 7 meðalstórum bjöllum á kraga og 3 stórir hringir // Ekkert mótmerki (fastur seðill aftast í handriti).

Blaðfjöldi
62 blöð (315 mm x 206 mm).
Tölusetning blaða

Blaðsíðumerking að hluta til með hendi Árna Magnússonar en að mestu leyti eldri.

Umbrot

Eyður fyrir upphafsstafi.

Skrifarar og skrift
Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Spássíugrein á bl. 18r með hendi Árna Magnússonar.

Band

Band frá 1976.

Fylgigögn

Fastur seðill (156 mm x 113 mm) með hendi skrifara Árna Magnússonar: „Frá sál. Assessor Thormod Toruesens enke 1720.“

Uppruni og ferill

Uppruni

Skrifað af Jóni Erlendssyni og tímasett til 17. aldar í Katalog I, bls. 156, en virkt skriftartímabil Jóns var c1625-1672. Var áður hluti af stærri bók sem innihélt einnig AM 187 fol., Eddukvæði og rit og ritgerðir Jóns lærða og Björns á Skarðsá (sbr. AM 435 b 4to, bl. 9v?).

Ferill

Bókin sem handritið tilheyrði var nr. XVII í safni Þormóðar Torfasonar. Árni Magnússon fékk hana frá ekkju Þormóðar árið 1720 og tók í sundur (sbr. seðil og AM 435 b 4to, bl. 9v?).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 10. apríl 1987.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog I, bls. 156 (nr. 289). Kålund gekk frá handritinu til skráningar 23. janúar 1886. DKÞ skráði 18. apríl 2001. ÞÓS skráði 29. júní 2020.

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið í mars 1976. Eldra band fylgir ekki.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Svart-hvítar ljósmyndir af ýmsu efni úr eldra bandi í tveimur möppum á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, í kassa ásamt fleiri myndum frá Kaupmannahöfn af gömlu bandi.

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamlinged. Kristian Kålund
Einar Gunnar PéturssonEddurit Jóns Guðmundssonar lærða, 1998; XLVI
Jón Helgason„Athuganir Árna Magnússonar um fornsögur“, Gripla1980; 4: s. 33-64
Guðrún Ása Grímsdóttir, Þórður Jónsson í HítardalÆttartölusafnrit séra Þórðar Jónssonar í Hítardal I-II
« »